Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1964, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1964, Blaðsíða 10
3*8 000. — Skrifstofa borgarverkíræð ings. — Er Hafiiði Jónsson, garð- yfkjustjóri við? — Hafliði hér. — Þetta er hjá Lesbók Morg unblaðsins. Hvað er tíðinda? — Það er nú nóg að gera uim þessar mundir. Við erum ný- lega byrjaðir á stærsta verk- efni sumarsins, Klam'bratúninu. Þrjár stórvirkar jarðýtur hafa unnið að þvi, að gera allt svæð- ið grænt fyrir haustið. Grænu svæðin í bænum aukast stöð- ugt. Við reynum að elta mal- Ibikið og rykbinda ailt í kring- um göturnar. Mér stendur hálf gerð ógn af öllum þessum stóru Igrasflötum um borgina, þar sem svo geysilegt verk er að hirða (þær. Það þarf að slá mjög oft ©g vélakosturinn er dýr. Hins vegar er ég sannfærður um það, að þessi kostnaður skilar sér margfaidlega í bættu heilsufari feorgaranna. Þessu held ég að naargir geri sér ekki grein fyrir. — Hvaða fleiri svæði er verið að fegra núna? — Verið er að rækta Vatns- •mýrina upp að nýju, ýta úr moldarhrauk og hreinsa grjót. Við ætlum líka að reyna að sá í það svæði fyrir haustið. Þá er nýlokig við hornið, þar sem ísbjörninn stóð, og verið að leggja síðustu hönd á byggingu nýs náðhúss í Tjarnargarði, sem flestir kalla Hljómskáiagarð, þótt hann heiti það ekki. — Hvernig standa krakkamir í Vinnuskóianum sig? — Yfirleitt vei. Hins vegar er aigengt að hringt «é til okkar og kvartað undan vinnubrögð- um krakkanna i görðum. Fóik verður að gera sér grein fyrir því, að ekki er hægt að krefj- ast sömu vinnu af unglingum þessum og fuilorðnu fólki. Krakkarnir eru ekki í Vinnu- skólanum bara til þess að hægt sé að nýta starfskrafta þeirra, heidur er þessi vinna mikið upp eldisatriði. Skólagarðamir taka við börnum allt niður í 9 ára að aldri. Þar læra þau um- gyngni og ræktunarmenningu, þótt í smáum stil sé. Þegar skólagörðunum sleppir fara mörg'sömu börnin í Vinnuskól- ann og halda áfram að hlúa að gróðri. Áhrifa frá þessari starf semi er þegar farið að gæta í umgengnismenningu borgarinn ar, því að þetta er þeisum ungu borgurum hollt vegarnesti. Sá er líka aðaltilgangur starfsem- innar. Sannleikurinn e>: iíka sá að það er oft eldra fólkið, sem sízt skilur þýðingu gróðurs og Hver er uppáhaldsmaiur eiginmannsins Spurningunni svarar Guð- rún K. Guðjohnsen, eigin- kona Stefáns Guðjohnsens, viðskiptafræðings, Bravalla götu 18. Við athugun kom i Ijós, að einn af uppáhaldsréttum Stefáns reyndist vera Tournedos með kryddsmjöri, búið til á svofelldan hátt: Nautalundir (filet), vel hangið og af ungu dýri, skor ið í þykkar sneiðar, bankað- ar létt og búnar til kringlótt ar sneiðar, ef vill má binda um þær með baðmullargarni, Svo þær haldi lagi. Hver sneið nudduð með sundur- skornum hvitlauksbáti eða hvítlaukssalti og pensluð með olíu. Sneiðarnar þurr- steiktar á pönnu í nokkrar mínútur, eða þar til þær eru lausar frá pönnunni. Loks er kjötið kryddað með salti og pipar og borið strax fram með krydclsmjörinu. Kryddsmjör: 100 g smjör, % tsk. sinnep, svolilið af Vorester-sósu, 1 tsk. fint hakkað persil, safi af hálfri sitrónu, örlítið af pipar. Allt hrært saman i heitri skál, sem áður hefur verið núin að innan með sundur- skornum hvítlauks'báti. Rúll- að í pylsu og kælt. Skorið í sneiðar og raðað á buffið um leið og það er borið fram. Með þessu hef ég franskar kartöflur og soðið grænmeti eða hrásalat eftir atvikum. Ennfremur get ég nefnt sundurskorna kjúklinga í rjómasósu, sem er afskap- lega Ijúffengur réttur, mat- reiddur Iþannig: Kjúklingarnir hlutaðir nið ur, þurrkaðir með þurrum klút og núðir með salti. Brún aðir í potti, örlitlu af vatni heilt út á og kjötið látið malla. Eitt knippi af stein- selju (persil) hakkað og iát ið út í. Rétt áður en kjötið er fullsoðið (ca. 10—15 min.) er pela af rjóma hellt yfir, eftir það má rétturinn ekki sjóða, því þá skilur rjóminn sig. — Þegar sósan er farin að þykkna, er rétturinn bor- inn fram, ásamt heitum kart öflum sejn persil hefur verið stráð yfir, og agúrkusalati. Möguleikar trjáræktar sannaðir uppræktunar fyrir menningu borgarinnar. — Þið hafið éinnig i vinnu ungar stúlkur, sem ekki teljast til Vinnuskólans, er ekki svo? — Jú, við höfum um 30 stúlk- ur, flestar á aldrinum 16 ára til tvítugs. Þær eru ýmist fyririið- ar flokka stúlkna úr Vinnuskól anum eða starfa við tilsögn í Skólagörðunum. Geysileg að- sókn er að þessum starfa. í vor sóttu á 3. hundrað stúlkur um vinnu. Það er mjög mikilsvert, að góðar stúlkur veijist til þessa starfs, þar sem þeim er bæði ætlað að hafa góð áhrif á vinnuanda yngri stúlknamna, og fræða þær um ýmsa hluti. Skólagarðarnir og Vinnuskóiinn eiga að veita kennslu í átthaga fræði. Við ætlumst því til þess að stúlkurnar séu fróðar um plöntur, þekki aliar höggmynd ir og helztu byggingar í bæn- um og viti allmikið um sögu Reykjavíkur. Svo gerum við þær kröfur að stúlkurnar séu siðprúðar, og tildursdrósir verða ekki langlífar í starfi. — Hvað er að frétta af Laug- ardalnum? — Hann er að verða mjög vinsæll staður. Á góðviðrisdög- um þyrpist fólk að garðinum og liggur þar í sólinni. Næsta stór verkefni okkar er að stækka Laugardalsgarðinn, en við bíð um eftir lokaskipulagi gatna á því svæði. Grasagarðurinn nýt ur einnig vaxandi hylli, enda fer hann stækkandi. Við höfum átt mikil og góð viðskipti við erlend grasasöfn að undanförnu og í vor settum við til reynslu niður um 8Ó0 nýjar jurtir til viðbótar þeirn 1400, sem fyrir eru. — Hvernig lízt þér á trjá- ræktina? — Margir hafa misst trúna á trjá- og skógrækt eítir ( útkom- una í fyrra eftir aprílveðrið. Ég hef hins vqgar aldrei verið sannfærðari um möguleika trjáræktar en einmitt nú, þar sem ég hef séð hve mörg tró hafa staðið þetta veður af sér. Ég hef meira að segja séð aspir, sem lifað hafa af og eru óðum ag ná sér. Þeir trjáein- staklingar, sem stóðu af sér vorhretið í fyrra, sanna einmitt, , að hér er hægt að rækta tré, hvernig sem viðrar. Svavar Gests skrítar ÝJAR Ricky Nelson: The very though of you / I wonder. Nú hefur Ricky Nelson tekið hið fallega lag, sem Ray Noble samdi fyrir þrjátiu ár- um og sungið inn á plötu í þessum vinsæla „shake“- takti. Þetta var á sínum tíma fallegt lag, en það skiptir kannski engu máli fyrir þá sem hlusta á þessa plötu með Ricky, því hún er sung- in fyrir unglingana 1964 en ekki 1934. Gítarhljómsveit að stoðar og gerir það nokkuð vel. Ricky hefur aldrei haft mikla söngrödd, en fer vel með og vinsæll er hann mjög í heimalandi sínu, Banda- ríkjunum. Síðara lagið er í sama takti og hið fyrra, það er þetta „medium-rock-tempo“, sem Beatles innleiddu, eða millihraði og virðist hann ætla að ná mikilli útbreiðslu. Dansinn „shake“ er dansað- ur eftir lögum í þessum hraða. Svo vikið sé nokkr- um orðum að dansinum, þá er hann áreiðanlega það frumstæðasta sem nokkru sinni hefur komið íram af nútímadönsum. Twist var há tið á móti „shake". Unga fólkið á íslandi er farið að dansa þennan nýja dans, og á jafnvirðulegum stöðum og Hótel Sögu má sjá einstaka par hrista sig í „shake“. Full- orðna fólkið stanzar og starir á, sem ekki er nema von, því „shake“-dansinn minnir á flogaveikan mann, betur verður dansinum þeim ekki lýst. Nú, platan hans Ricky Nelson er nokkuð góð, sem slík og ér það reyndar fyrra lagið, sem heldur henni uppi. Von er á nokkrum íslenzk- um plötum á markaðinn inn- an skamms og verður þeirra getið um leið og þær koma út. essg. 10 uESBOK MORGUNBLAÐSIN S 23. tölubiað 196«

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.