Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1964, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1964, Blaðsíða 2
á eynni urðu æ blóðugri, einkanlega milli Breta og grískumaelandi Kýpur- búa, og þar kom að lokum, að ekki þótti annað fært en ganga til samninga og gera Kýpur að sjálfstæðu lýðveidi. _ Þetta tókst eftir mikið málþóf, en í hmni nýju stjórnarskrá var þannig um hnút- ana búið, að Tyrkir áttu áskoraðan rétt til 30% allra opinberra embætta og höfðu auk þess neitunarvald í mörgum veigamiklum málum. Hefur gríski meiri hlutinn á eynni frá upphafi verið sár- óánægður með þessa skipun mála, og þá ekki sízt með hina hlutfallslega alltof víðtæku hlutdeild tyrkneska minnihlutans í stjórn ríkisins. Þeir fá ekki skilið, hvers vegna 17% þegnanna eiga að hafa lögbundinn rétt til 30% allra opinberra embætta, og ekki bætir það úr skák að tyrkneski minnihlutinn er miklu skemur á veg kominn að því er varðar menntun alla og þjálfun til ábyrgðarstarfa. Það hefur orðið æ ljós- ara með hverju nýju ári, að stjórnarskrá lýðveldisins á Kýpur gerði stjórnina óstarfhæfa. Hitt hefur líka verið augljóst frá upphafi, að þorri gríska meirihlutanh, þ. e. 80% allra þegnanna, vilt fyrst og fremst sameiningu við Grikkland. Og þá vaknar auðvitað spurningin, hvernig það verði framkvæmt án þess gengið sé á rétt tyrkneska minnihlutans. Ein- faldasta lausnin væri kannski að flytja þennan minnihluta til Tyrklands, ekki sízt með tiliiti til þess að Tyrkir hafa hrakið hundruð þúsunda Grikkja frá Tyrklandi, oft með heldur óhrjálegum aðförum. En tyrkneska stjórnin rís önd- verð gegn öllum tillögum um brottflutn- ing, bæði vegna gamals metnaðar og áralangrar togstreitu við Grkikland. Jafnframt hefur Tyrkjum áskotnazt nýr og óvæntur bandamaður, þes sem eru kommúnistar. Þeir eru orðnir áhrifa- miklir á Kýpur og gera sér vonir um valdatöku, ef Kýpur verði áfram sjálf- stætt lýðveldi án tengsla við Grikk- land. Eins og sakir slanda, virðist því flest benda til þess, að langþráð lausn Kýpurdeilunnar eigi enn langt í land. S kari Tuomioja, sábtasemjari Sam. einuðu þjóðanna í Kýpurdeilunni, á að baki sér litríkan feril í finnsku þjóðlífi. Sú var tíðin, að hann var nefndur „undrabarn“ finnskra stjórnmála og fjármála, sökum þess hve snemma hann komst til mikilla metorða. Hann er ekki nema 52 ára gamall, og hefur þó gegnt fjölmörgum vandasömum ábyrgðarstöð- um, bæði heima fyrir og erlendis. Faðir hans var lögfræðingur og blaðamaður, gegndi um eitt skeið rit- stjórastarfi við hið þekkta og mikils- virta blað „Helsinki Sanomat“. Sonur- inn lauk lögfræðiprófi árið 1937, þá 25 ára gamall, og varð ritari fjárveitinga- nefndar þingsins skömmu síðar. í því starfi vann hann sér slíkt álit, að 29 ára gamali var hann skipaður forstjóri þeirrar deiidar fjámálaráðuneytisins, sem annast undibúning og samningu. fjárlaga. Var það harla torvelt verkefni, því Flnnar höfðu þá nýskeð orðið fyrir ninni sögufrægu árás Rússa. í fjármála- ráðuneytinu starfaði Tuomioja fram til 1944, en þá var hann skipaður aðstoðar- fjármálaráðherra og tók stuttu síðar við embætti fjármálaráðherra. Því starfi sleppti hann árið 1945, þegar hann var skipaður aðalbankastjóri þjóðbankans, aðeins 33 ára gíimall. Hann gegndi þessu mikilvæga embætti næstu tíu árin, en hvarf frá því nokkrum sinnum, fyrst nokkra mánuði árið 1950 þegar liann varð verzlunarmálaráðherra, siðan þegar hann gegndi embætti utanríkis- ráðherra 1951—52, og loks meðan hann var forsætisráðherra um sex mánaða skeið 1953—54. Arið 1955 lét Tuomioja af embættl þjóðbankastjóra og var skipaður sendi- herra Finnlands í Lundúnum. Sat hann þar í tvö ár við góðan orðstír. Árið 1356 var hann jafnframt forsetaefni hægri manna, þegar Kekkonen var í fyrsta sinn kosinn forseti Finnlands. Eftir tveggja ára dvöl í Lundúnum gekk Tuomioja f þjónustu Sameinuðu þjóðanna árið 1957 og varð fram- kvæmdastjóri efnahagsnefndarinnar í Genf, sem hafði það meginverkefni að fylgjast með efnahagsþróuninni i Evrópu. Var það Dag Hammarskjöld sem fékk Tuómioja til þessa hlutverks. Hann gegndi því í fjögur ár eða fram undir árslok 1960, en á þessu skeiði var hann sendur til Laos sem sérstakirr fulltrúi framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna til að kynna sér ástandið i landinu. Eftir að hann lét af forstöðu efnahagsnefndarinnar var hann enn sendur til Laos árið 1961 í sömu erinda- gerðum og var einn helzti ráðunautur Hammarskjölds í sambandi við lausn Laos-deilunnar. Hann hefur þannig fengið langa og margbreytilega þjálf- un í meðferð alþjóðlegra deilumála. IVIargir væntu þess, að Tuomioja mundi hyggja á undirbúning forseta- kjörs í Finnlandi árið 1962, eftir að hann hætti störfum hjá Sameinuðu þjóð unum, en hann mun ekki hafa talið Kekkonen árennilegan keppinaut öðru sinni og gaf ekki kost á sér til fram- boðs. Þess í stað gekk hann í utanríkis- þjónustu Finnlands árið 1961 og var _fáum mánuðum síðar skipaður sendi- herra í Stokkhólmi, þar sem hann hefur verið- síðan. Mörgum þeim, sem til þekkja, þykir ekki ósennilegt, að fyrir Tuomioja vaki að komast í forsetastól- inn eftir Kekkonen. Sé það rétt, er ekki að efa, að hann telur vænlegustu leiðina til þeirrar vegsemdar vera þá að draga sig í hlé og standa utan við hin pólitísku átök, sem eru ekki síður hrikaleg í Finnlandi en á íslandi. Sakari Tuomioja er hár maður vexti og myndarlegur á velli, ljós yfirlitum, brosmildur og einkar viðkunnanlegur i öllu viðmóti. Hann er maður skarpgáf- aður, hamhleypa til starfa og sérlega iipur og laginn samningamaður. Kona hans er dóttir eins þingmanns jafnaðar- manna og áhrifamanns í þeim flokki, og eiga þau hjónin tvö börn uppkomin. Utgefandl: H.f. Arvakur, Reykjavlk. Framkv.stJ.: Sigfúa Jónsson. Ritstjórar: StgurSur BJarnason fr4 Vlzur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Augtýslnear: Arni GarSar Kri3ttnsson. Ritstjórn: ASalstrætt S. Sími 22480. SAKARITUOMIOJA SVIP- MVND N‘ forrænir menn hafa mjög komið við sögu í mála- miðlun og sáttatilraunum á alþjóða- vettvangi undanfarna áratugi, og má þar frægasta til nefna Svíana Folke Bernadotte og Dag Hammar- skjöld, Norðmanninn Trygve Lie, og nú síðast Finnann Sakari Tuomioja, sem skipaður var sáttasemjari í Kýpurdeilunni í vor af Sameinuðu þjóðunum með samþykki bæði Breta og deiluaðiljanna tveggja, Grikkja og Tyrkja. Makaríos forseti Kýpur var líka mjög ánægður með útnefningu hans. Brezka stórblaðið „The Times“ lét í ljós mikla ánægju með valið á Tuomioja í hlutverk sáttasemjarans og taldi hann vel til vandans fallinn, en hann var um skeið sendiherra Finnlands í Lund- únum. Þó maðurinn hafi margt það til að bera, sem geri hann vandanum vax- inn, fer því fjarri að verkefnið verði auðleyst í höndum hans, og ber margt til þess. Kýpurdeilan hefur nú staðið á annan áratug, með lengri eða skemmri hléum, og kannski hef- ur endanleg lausn hennar sjaldan verið fjarlægari eða ósennilegri en einmitt nú. Má því með sanni segja, að Tuomioja sýndi talsvert áræði, þegar hann tókst þetta vandaverk á herðar. O egja má með nokkrum rétti, að Kýpurdeilan sé afkvæmi hinnar frægu stefnu Breta í nýlendumálum, sem hafði hvað ískyggilegastar afleiðingar eftir skiptingu Indlands árið 1947. Kýpur var brezk nýlenda, og 80% íbúanna voru (og eru) af grískum uppruna, en um 17% af tyrkneskum. Höfðu þessi tvö þjóðarbrot um langan aldur lifað sem- an í sátt og samlyndi, enda eru enn víða í Grikklandi tyrkneskir minnihlutahóp- ar sem una vel hag sínum, þeir stærstu í Þrakíu og á eynni Ródos. Upp úr seinni heimsstyrjöld varð þjóðernisleg vakn- ing á Kýpur, og kröfðust eyjarskeggjar sameiningar við Grikkland. Bretum var mjög óljúft að verða við þeim kröf- um og gripu til þess gamla ráðs að reyna að vekja misklíð og sundrung milli þjóðarbrotanna á eynni. Gerðu þeir gangskör að því að vekja tyrkneska minnihlutann til þjóðernislegrar með- vitundar og hlutu til þess fulltingi tyrk nesku stjórnarinnar, sem gjarna vildi stækka áhrifasvæði sitt. Árangurinn varð sá, að út brutust blóðugar óeirðir milli hinna tveggja þjóðarbrota, sem Lengst af höfðu lifað í góðu nábýli, og Bretar gerðu sér vonir um, að gamla reglan um að „deila og drottna" mundi ean koma þeim að góðu haldi. a það fór á aaaaa veg. Átökia 2 LESBOK MORGUNBLAÐSIM S 23. töluiblað 1964

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.