Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1964, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1964, Blaðsíða 8
NYRZTA BYGGD KANADA Banksland (eða Banksey) fundu þeir brezku land- kðnnuðirnir w. E. Parry og F. W. Beechey árið 1820 og skírðu landið í höfuðið á Sir Joseph Banks, sem þá - var forseti konunglega vísindafélags- ins brezka. Allir íslendingar kann- ast við þann mikla mann, því að hann reyhdist íslendingum hollur og tryggur vinur. Seinna kom fslend- ingur þarna við sögu. Það var Vilhjálmur Stefánsson. Hann rannsakaði Banksland á norðurferðum sínum, en þá var engin byggð. Vil- hálmur er enn dáður af öllum Eskimó- um þarna á norðurhjara Kanada, og til marks um það heitir einn piltur á Banks- landi Sandy Stefánsson. Þannig skírðu foreldrarnir hann í höfuðið á Vilhjálmi. Fyrir 500 árum var nokkur byggð Eskimóa á Bankslandi og hafa fundizt um það ýmsar minjar, sem nú eru geymdar í Þjóðminjasafni Kanada í Öttawa. En svo hurfu Eskimóar burt af landinu og engir hafa dvalizt þar ' til langframa síðan. Mönnum er óskiljan- legt hvernig á þessu stendur, því að hvergi á íshafseyjunum er betra til fanga en einmitt þar. Maður er nefndur Fred Carpenter. '■ Hann er Eskimói í móðurætt, en faðir hans var hvalveiðimaður. Hann ólst upp í Eskimóaþorpi á norðurströnd Kanada. Árið 1932 fór hann til Bankslands og dvaldist þar tvö ár, sitt árið á hvorum stað. Þá fór hanp. aftur til meginlands- ins. En 1937 fluttist hann alfarinn til Bankslands og nam þar land sem nú heitir Sachs-höfn og hefur komið þar upp Eskimóanýlendu. Þar efga nú heima um 70 manns. Byggðin er á 72. bre'iddar- gráðu, eða talsvert norðar en Scoi'esby- sund í Grænlandi. essi byggð er mjtig ólík hinum förnu byggðum Eskimóa. Þarna eru timburhús, einangruð með trefjagleri, og Eskimóaþorp Gömuf. eskimóakona í hverju húsi er olíu-eldavél. Þarna er komin símstöð og allir hafa útvarp. Flug- völlur hefur verið gerður þar og þangað koma margar flugvélar á hverju ári. En sá galli er á, að þarna er ekkert vatn, og verða menn að höggva klaka og bræða til þess að fá neyzluvatn. Ástæðan er sú, að þar fer aldrei klaki úr jörð og igizka menn á að jarðþelinn muni vera 350 metra þykkur, eða meira. Á sumrin þiðn- ar aðeins yfirborðið og verða þá stundum allt að fimm fet niður á klaka. Þessa verður að gæta þegar hús eru byggð. Þegar hvítir menn fóru fyrst að reisa timburhús þarna norður í íshafslöndun- um, þóttust þeir alls staðar finna fastan grundvöll undir þau, og settu þau svo bara á klakann. En þegar jörð tók að þiðna, sukku húsin niður í aurleðju og urðu óhæf til íbúðar. Þeir á Bankslandi hafa leyst þetta vandamál þannig, að þeir láta húsin standa á sementsfylltum benzíndúnkum. En jarðþelinn getur komið að gagni að öðru leyti. Þeir þurfa ekki annað en grafa sig niður í hann, ' og þá hafa þeir fengið þar frystiklefa, sem er óbrigðull bæði vetur og sumar. Og þarna geyma þeir svo matarforða sinn hraðfrystan af náttúrunni sjálfrL Banksland er stórt, það er litlu minna en ísland ef Vestfjarðaskaginn er af því sneiddur. Landslag er yfirleitt flatt og öldumyndað. Hálendi er aðallega á aust- urströndinni, meðfram hinu langa og mjóa sundi, er aðskilur Banksland og Viktoríuland. Hæsti tindur þar er 2460 fet. Nokkrir jöklar hafa myndazt þar og frá þeim falla margar ár og renna flest- ar til vesturs og norðurs. Landið virðist mjög hróstrugt, enda er sumarið þarna ekki nema tveir mánuðir. Þarna vaxa því engir skógar, aðeins nokkuð af jarð- lægum pílviði. En þegar vorið kemur skiptir það fljótt um svip og þegar fram í júlí kemur, er þar mikið blómskrúð. Fundizt hafa þar 172 tegundir jurta. Þarna er víða mór undir jarðvegi og eins koma þar víða fram kolalög, en ekki þykja kolin gpð. Fyrst í stað elduðu nýlendumenn við kol, en þeir sögðu að þau hefðu ekki verið góð, nema því að- á Bankslandi éins að selspiki væri brennt með þeim. Nú nota allir olíu til eldsneytis. Fjöldi farfugla kemur til Banks- lands á hverju vori, en hrafnar, snæugl- ur og rjúpur eru þar allan ársins hring. Af landdýrum eru þar sauðnaut, hrein- dýr, hérar, tvær tegundir læmingja og hvítir refir. Úlfar voru þarna áður, en nú hefur þeim verið útrýmt, og síðan hafa menn tekið eftir því, að sauðnaut- um hefur fjölgað. Áður hafði þeim farið sífækkandi og menn óttuðust að þau myndu verða aldauða. Nú er stofninum bjargað. Nóg er af sel í sjónum og hvítabirnir eru margir á ísnum, sem umkringir eyj- una tíu mánuði ársins. Eitthvað veiðist þar af þorski og öðrum fiski, og í ánum er stór silungur, líkastur laxi. Nokkuð norðan við byggðina er á, sem kallast Egg. Hún dregur nafn sitt af því, að þar eru varplönd snjógæsanna. Þær eru þar þúsundum saman. Bannað er að taka egg þeii’ra og gæsirnar eru friðaðar fram til 1. september, eftir kanadískum lögum. Þessi lög voru sett ■ ; - Veiðúmður heggur frosið selkjöt fyrir liunda sína vegna þess, að menn óttuðust að gæsinni mundi verða útrýmt. En friðunarlögin koma hart niður á eyjarskeggjum, því að 1. september eru allar gæsir farnar þaðan, flognar Suður til Kanada og Bandaríkjanna, en þar kappkosta veiði- menn að skjóta þær. Eyjarskeggjum þótti hart að búa undir þessu, og með miklum eftirgangsmunum fengu þeir stjórnina í Ottawa til þess að veita sér undanþágu, og nú má hvert heimili veiða 30 gæsir. Læmingjarnir eiga marga óvini, menn, refi, snæuglur og hvítabirni. En þó er sama sagan hér og annars staðar, að við- koman er svo mikil hjá þeim, að þeim fjölgar óðfluga, þrátt fyrir vanhöldin, og svo rekur að því að þessi mergð hefur ekki nægilegt viðurværi, þar sem hún ólst upp. Og þá skeður það fyrirbæri, er mönnum hefur lengi þótt torskilið, að læmingjafjöldinn tekUr sig upp og fer í stórbreiðum til hafs og steypir sér í sjó- inn. Vísindamenn hafa helzt talið að þetta stafaði af sálsýki. Þegar svo væri komið, að fæðuskortur og fellir væri yfirvofandi, þá yrðu læmingjarnir gripn- ir örvæntingaræði og fremdu sjálfsmorð þúsundum saman. En Fred Carpenter — þorpið í haksýn trúir því ekki, að þetta sé rétt álykturu Eins og aðrir veiðimenn hefur hann kynnzt nákvæmlega öllum háttum og eðli þeirra dýra, sem hann veiðir, og má því vera glöggskyggnari á þétta heldur en bóklærðir menn. Hann segir, að því muni fara fjarri, að læmingjarnir ætli að fremja sjálfsmorð. Þetta sé þeirra þjóð flutningur, þeir yfirgefi stöðvar sínar til þess að leita að betra landi. Og vegna þess að þeir séu framúrskarandi liprir og þolnir á sundi, þá hiki þeir ekki við að leggja út á hafið, og ætli sér að synda yfir það til næsta lands. Meðan hann átti heima á meginlandinu, kveðst hann margsinnis hafa séð læmingja koma syndandi af hafi. Að vísu eru um 100 km frá Bankslandi til meginlandsins, en hann trúir því, að nokkrum takist að synda alla leið, en vanhöld verði auð- vitað mikil og sé ekki unnt að gizka á það hve mikil þau séu. Hérar eru svo margir þarna, að oft má sjá nokkur hundruð í einum hópi. Kjöt þeirra er sérstaklega lostætt, og skinnin eru afbragð í vettlinga. Mikill fjöldi hreindýra er þarna einnig og á vetrum 8 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 23. tölublað 1964

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.