Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1965, Qupperneq 2

Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1965, Qupperneq 2
liðnu ári hafa verið miklar viðsjár með þjóðbrotunum tveimur á Kýpur, grískumælandi mönnum sem eru í miklum meirihluta (um 80% íbúanna) og tyrkneska minni- hlu'tanum (18%). Oeirðirnar brut- ust ii fyrir rúmu ári, eftir að frið- ur hafði ríkt á yfirborðinu síðan eyjan hlaut fullt sjálfstæði í ágúst 1960. íbúarnir er nú um 550.000 talsins. Það nafn sem oftast hefur verið í frá tum heimsblaðanna í sam- bandi við viðsjárnar er nafn for- seta- lýðveldisins Kýpur, Makaríos- ar erkibiskups. Þessi brúnamikli þykkskeggj aði, teinrétti preláti er þekktur orðinn um heim allan, en þó er maðurinn í rauninni jafnflók- in ráðgáta eins og Kýpurmálið í heild. „Vandaimál Kýpur er vandamál Makaríosar", sagði einhver. Það merk- ir ekki, að án Makariosar væri vand- irm auðleystur, en ummælin eru rétt í þeim skilningi, að Makaríos er full- trúi og formælandi þjóðar sinnar í fyll- ri og ríkari mæli en flestir aðrir þjóð- arleiðtogar. Hann er ekki einungis for- seti lýðveldisins, heldur jafnframt erkibiskup grísk-orþódoxu kirkjunnar á Kýpur, og er síðamefnda embættið sízt veigaminna en hað fyrra. Þessi 51 árs gamrli kirkjuihöfðingi nýtur trausts, virðingar og ástar þeirra þegna sinna, sem mæ'a á gríska tungu og tilheyra grísk-orþódoxu kirkjunni. Þeir hafa lagt framtíð sína i hans hendur, þeir treysta flestir dómgreind hans og hlýða honum skilyrðislaust. S taða Makaríosar á Kýpur er á- vöxtur kænskubragða sem han.n er snillirgur í að beita. Hann hefur tryggt aðstöðu sína með býzanskri slægð. með því að hagnýta sér mennina sem standa i kringum hann, dagblöðin og tilfinningar fólksins sem hann þekk- ir svo vel. Þegar stjórnmálamenn gefa í skyn, að Kýpurmilio mundi leysast, ef Makaríosi væri steypt af stó'i, fara þeir með fleipur. Makaríos er maður þjóðar sinnar, gæddui- bæði styrk henn- ar og veikleikum. Eigi nokkur lausn að finnast á Kýpurvand'anuim, verðuir fyrst að sannfæra Makaríos um að hún sé réttlát, því hann einn er þess um- kominn að sannfæra landa sína og halda trúnaði þeirra. Makaríos skýrir sjálfur samband sitt við þjóðina með þessum bætti „Erki- biskup Kýpur er kjörinn af þjóðinni aillri. Okkar kirkja er eina kirkja í heimi sem hefur þennan sið. Hann er kjörinn til að vera trúarlegur og þjóð- legur leiðtogi. Þess vegna nýt ég trausts yfirgnæfandi meirihluta þjóðar minnar. Ég get sannfært fóikið. Eg er ekki f’lokksforingi, ég hef engan her til að þvinga það til hlýðni við mig: ég túlka vilja þjóðarinnar, og þjóðin fyl.g- ir mér. Ég geri ekki annað en það sem ég álít vera rétt.“ Makaríos vísar ekki á buig þeirri > IVIakaríos stuðhæfingu, að Kýpurmálið yrði fljót- leystara, ef hann íæri frá völdum. Hann viðurkennir, að hann sé ósveigj- anlegur og að ósveigjanleiki hans hafi komið í veg fyrir, að Bandaríkjamenn og Bretar leystu Kýpurvandann eftir sínu höfði. „Ég ©r þrjózkur. Ég get ekki gert það sem ég trúi ekki á. Það var þetta sem ég sagði við George Ball (að- stoðarutanríkisráðherra Bandaríkj- anna). í þrjá daga samfleytt sat hann þarna og reyndi að fá mig til að fallast á áætlun Breta og Bandaríkjamanna um gæzluilið Atlanzhafsbandalagsins á Kýpur. Stjórnirnar í Aþeniu og An- kara höfðu fallizt á hana. Ég meitaði af því að ég taldi þetta vera andstætt hagsmunum Kýpur. Auk þess kvað ég það vera andstætt hans eigin hagsmun- um. Ég sagði honum, að meira blóðbað mundi hljótast af samiþykki mínu. Ég geri aldrei neibt gagnstæbt þvi sem ég te! vera rétt, hvernig sem þjarmað er að mér. Kannski hef ég á röngu að standa, en ég get ekki gefið samþykki mitt nema ég sé sannfærð'.n með rökum.“ etta gerðist í janúar fyrir rúmu ári, þegar George Ball og brezki ráð- herrann Duncan Sandys voru í Niikó- síu til að reyna að telja Makairíosi hug- hvarf. Meðan fundir þeirra stóðu yfir, var efnt til fjölmennrar mótmæla- göngu. Maikaríos stóð á svölum þing- hússins og hlustaði á hróp mannfjöld- ans: „Burt með NATO!“ Blöðin höfðu sannfært fólkið um, að áætlunin, sem ráðherrarnir voru að reyna að fá Maka ríos til að fail'ast á, væri Tyrkjum í hag. Makaríos gat því sagt eftir á, að ákvörðun hans væri í samræmi við vilja þjóðarinnar—og þó var það vit- að mál, að hann hafði sjálfur gefið blöðunum línuna! Síðar hafnaði Makaríos einnig áætlun, sem Dean Acheson hafði gert, þess efn- is að meiripartur Kýpur sameinaðist Grikklandi, en tvö héruð yrðu undir tyrkneskri stjórn, og Tyrkir fengju ennfremur ein.a Tylftareyja frá Grikkj- um. Makaríos segir: ..Þessi áætlun gerði ráð fyrir enósis (sameiningu við Grikk land), en hún fól reyndar í sér þriskipt- ingu. Ég vissi að hún mundi leiða af sér auknar viðsjár og vandræði í fram tíðinni. Ég læt aldrei undan þvingun- um.“ Sú einbeitta ákvii'ðun Makaríosar að standa keikur gegn hvers konar málamiðlunarlausn verður aðeins skil- in til ful.ls, þegar menn gera sér grein fyrir, hve sárt honurn svíður brenni- markið sem hann fexk fyrir að hafa undirritað London- Zúrich-sáttmálann 1959, sem batt enda á frelsisbaráttu Kýpurbúa. Sáttmálinn, sem Bretar, Grikkir og Tyrkir höfðu kiomið sér saman um, útilokaði bæði sameiningu við Grikkland og skiptingu eyjarinnar. Hann veitti Kýpur sjálfstæði og rétt til að ganga í brezka samve'dið, en tryggði jafnframt Gnkkjum og Tyrkj- um heimild til að senda herlið til eyjarinnar og skerast i leikinn ef breyt- inig yrði á ríkjandi ástandi. Sáttmálinn gerði einnig ráð fyrir stjómarskrá, sem veitti tyrkneska minnihlutanum nálega jafnmikil völd og gríska meiri- hilutanum IVIakarios vissi, að þetta var vand- ræðalausn, en hann undirribaði sáttmál- ann samt, eftir að ríkisstjórnir Bret- lands og Grikkdands höfðu lagt hart að horwim. Hann segir nú: ..Ég ái/tti enga völ, því mér fannst þessi kost-ur skárri af tveim illum. Það sem þvingaði mig til að skrifa undir var óskin um að binda enda á blóðbaðið." Eigi að síð- ur heyrði hann orðið „svikari“, þegar hann kom heim frá samnin.gsgerðinni. Maðurinn, sem hafði staðið fyrir frels- isbaráttunni og taldi það guðlega köll- un sína að leysa þjóðina úr ánauð, íékk framan í sig orðið sem honum sveið sárast: svikari. Þetta er brenni- markið sem hann ieitast nú við að má burt. Makaríos heldur bví fram, að hann og samstarfsmienn hans hafi gert það sem í þeirra va di stóð til að gera stjórnarskrána virxa, en viðleitni þeirra hafi strandað á þeim ásetningi tyrkneska minnihlutans að hagnýta sér valdið, sem stjórnarskráin veitti honum, til að þvingx fram fullan að- skilnað Grikkja og Tyrkja á Kýpur. Hins vegar fara grískumælandi Kýpur- búar ekki leynt með þá staðreynd. að þeir höfðu einsett sér að fá stjórnar- skránni breytt sér 5 hag, og hafði Makaríos sjálfur samið breytingartil- lögurnar. Barda.garnir sem brutust út í des- ember 1963 áttu ræfur sínar að rek a til aætlunar í „13 liðum“, sem Makarí- os hafði laigt fra.m í nóvember. Hún fól í sér 13 tillögur um breytingar á stjórnarskránni. Makxríos taldi sig hafa fullan stuðning Breta i málinu. Tillög- urnar voru lagðar fyrir hinn tyrknesku- mælandi varafDrsela Kýpur, Fazil Kutchuk, en svarið kom frá An.kara o.g hljóðaði upp á þvert nei. Úr því sem komið var, hefði ein- ungis verið hægt að koma í veg fyrir árekstra, ef báðir leiðtogarnir hefðu verið staðráðnir í að hindra þá. Ekk- ert bendir til þess, að Makaríos eða Kutchuk hafi beinlínis skipulagit bar- dagana eða hvatt til þeirra, en hins vegar beittu þeir ekki, svo vitað se, áhrifum sínum til að koma í veg fyrir þá, þó þeim væri hættan ljós. Báðir aðiíjar hófu að safna vopnabingðum, ng Grikkir endurvöktu EOKA, leyniher- inn sem hafði barizt gegn Bretum í frelsisstríðinu. Það sem síðan hefur gerzt er að mestu kunnugt af fréttum dagblaðanna, en framtíð Kýpur og lausn hinna geigvaénlegu vandamála þar er í fullkominni óvissu. ]\ Jokaríos erkibiskup fæddist 1 þorpinu Ano Pana.gía við rætur Trú- dlosfjallanna á Vestur-Kýpur og var skírður Mikhaíl Kristódúlú Múskos. Faðir hans var fátækur og ómenntaður fjárbóndi. Þrettán ára gamall gekk sveinninn í klaustur og var þá þegar ákveðinn í að verða prestur. Hann sýndi sbrax á æskuárunum að hann bjó yfir sterkum persónuleik og góð- um gáfum. Sagan segir, að meðan hann dvaldist í Kýkkó-klaxistrinu rétt h’á Nikósíu, hafi ábótinn fengið miklar mætur á honum og nánast litið á hann sem skjólstæðing sinn. Dag nokkurn kallaði ábótinn hann fyrir sig og sagði honum, að nú væri kominn tími til að hann léti sér vaxa ske<?g. „Nei“, svaraði Makaríos stutt og lag- gott. Eftir þrálátar og árangursÞu ir Framhald á bls. 14. Framkv.stj.: Slgfús Jónsson. Rltstjórar: Stgurður Bjarnason frá Vicur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. AuRlýsingar: Árnl Garðar Krlstinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 22480 Utgefandi: H.f. Arvakur. Reykjavfit. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS. 5. tbl. 1965.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.