Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1965, Qupperneq 5
Eg hef ekki efni á að hengja
Frangois Villon. Það eru
um hrundað þúsund menn jafnmikl-
ir þorparar og hann, en ekkert
skáld í Frakklandi sem stendur
honum á sporði.1"
Þannig komst Lúðvík XI Frakka-
konungur að orði, þegar hann fyr-
irskipaði að láta pennan furðulega
mann lausan úr Meung-sur-Loire-
fangelsinu árið 1461. Hinn slungni,
franski þjóðhöfðmgi sannaði með
því, að hann var í senn glöggur
mannþekkjari og bar gott skyn á
bókmenntir, því pessi aumi þjófur,
sem hann náðaði með framan-
greindum orðum, heldur enn velli í
bákmenntasögunni sem merkileg-
asta skáld Frakklands á fimmtándu
öld og brau'ryðjandi nýrra ljóð-
forma. Sess sinn í bókmenntasög-
unni hefur hann hlotið bæði vegna
þess, að hann bles nýju lífi, nýrri
fegurð í hefðbundin, steinrunnin
Ijóðform, og sökum þeirra áhrifa,
sem hann hafði á verk annarra
merkilegra höfunda. Hjá honum
mættust hinar miklu and.t æður:
annars vegar fáguð snilld og heit
trúartilfinning og hins vegar
drykkjuskapur og glæpir. Slíkar
gagnstæður í einum og sama manni
hljóta að leiða hann beint fyrir
æt ernisstapa, enda er líf Villons
skýrt dæmi þess.
Frangois de Mont-XM bier, sem betur
er kunnur undir því nafni er hann tók
sér, Villon, fæddist í París 1431, árið
OG SKÁLKUR
Eftir Ævar R. Kvaran
sem andi heilagrar Jóhönnu losnaði
á bálinu í Rúðuborg. Um foreddra hans
er fátt kunnugt annað en það, að
faðir hans dó, þegar hann var bam
að aldri, og móðir hans var fátæk, guð-
hrædd kona, sem hlýtur að hafa átt
í ströngu stríði vegna þessa auðnu'.eys-
ingja, sem hún átti að syni. Að minnsta
kosti var það skoðun hans sjélfs, því
einlægni, hreinskilni og vægðarleysi
við sjálfan sig voru einkenni þessa
undarlega gerða manns.
F rændi hans, Guillaume de Vill-
on, sem var kórsbróðir við St. Benois-
kirkjuna, reyndist þeim mæðginum ein-
staklega ved. Tókst honuim að útvega
hinum unga Frangois aðgang að háskól
anum í París og tók liann þar magi-
sters-gráðu aðeins tuttugu og eins árs
gamadl 1452. Þá stóð til að hann sneri
sér að guðfræðinámi, en brátt fór svo
að hann fékk sig fullsaddan á þvi að
hanga í kytru sinni með nefið niðrí
þykkum guðfræði-doðröntum. Hann
þekkti of mangar af þessum litlu
knæpum, þar sem vínið var gott og
stúdent gat látið skrifa hjá sér. í
Rauða asnanum, Laxmum og Gráu m«r-
inni var skemmtilega stráka fyrir að
hitta, pilta, sem létu hverjum degi
nægja sína þjáningu og voru hvenær
sem var reiðubúnir að eyða sdnum síð-
asta skildingi í vín og fagran svanna.
Hér var meistari Cotard, sem eniginn
hafði séð ófullan, klæðskerinn Girard,
sem aldrei neitaði húsnæðislausum fé-
laga um næturgistingu í húsi sínu, þar
sem gestrisnin var mtira en þrifnaður
inn, og meistari Raguier, sem var svo
fátækur, að stundum átti hann ektó
buxur til að klæðast að ógleymdum
„dömunum" og öðrum vafagemsum úr
latneska hverfinu, — en það var heim-
ur, sem aldrei framar sleppti tökum
á Frangois Vildon. Þótt margt þessa
fólks hafi verið ólánssamir auðnuleys-
íngjar, sem sjálfum sér voru verstir
og engum beint hættulegir, gegndi
öðru mádi um aðra manntegund, sem
þarna var einnig á sveimi. Má þar
neifna illræmda þorpara eins og René
de Montigny, sem erdaði í gálganum;
Teikning við kvæðið sem Vilion orti þeg
ar hann álti að hengjast. Teikningin birt
ist í útgáfunni 1489.
Colin de Cayeux, alkunnan innbrots-
þjóf, sem að lokum hdaut hina hræði-
legu dauðarefsingu að vera brotinn á
hjóli. Þá má nefna Jehan, sem kunnur
var undir nafninu „Úlfurinn“, peninga-
falsaránn de Grigny barón og „Abba-
dísina af Port Royal“. Kona þessi hafði
verið raunveruieg abbadis, en svall-
veizlurnar, sem hún hélt í klaustri sínu,
urðu henni að faiii og gerðist hún
brátt alkunn meðal glæpalýðs Parísar-
borgar. Oft dulklæddist hún sem karl-
maður, er hún var á ferð með Villon
og hinum þokkalegu félögum hans.
Innan um skækjur og skelmi þessa
flæktist klerkur einn, Philippe Ser-
mois að nafni, sem Villlon kynntist,
og átti sá kunningsskapur eftir að hafa
örlagaríkar afleiðingar fyrir hann. Það
var kvöld eitt árið 1455, að Villon tyllti
sér með ungri stúlku, Isabeau að
nafni, á steinbekk í Saint-Jacquestræti,
og var prestur nokkur í fylgd með
þeim. Þá kom Sermois þar askvaðandi
og varð haimislaus af afbrýði, þegar hamn
sá Villon með Isabeau, og réðist hann
þegar að honum og jós hann svivirðing-
um. Stúlkan vairð dauð-skelfd og lagði
á flótta, en Villon var ekki á þvi áð
láta í minni pokann og svaraði Sermiois
fullum hálsi. Harðnaði rimman brátt
og leiddi tiil slagsmála. Háðu þeir ein-
vígi með rýtinguim, sem endaði með
þeim ósköpum, að Villon varð banamað-
ur Sermois.
Nú fór að grána gamanið. Eitt er að
eyðilaggja líf sitt með slarki og slóða-
skap og anmað mál að drepa menn. Vill-
on hefur knúð dyra í undirheimum Par-
ísar, verið hleypt inn og síðan á hann
aldrei afturkvæmt þaðan. Að visu tekst
honum að afla sér aáðunar vegna vigs
Serimois, er hann snýr aftur til Parísar,
eftir að hafa flúið borgina og leynzt í
sjö vikur, en hann hefur tekið fyrsta
skrefið út á hála glæpaibrautina, þar
sem ógæfan bíður hans.
ótt við getum ekki láð Villlon
það að verja lif sitt gegn Sermois
klerki, þá hefur hann hins vegar litlar
afsakanir fyrir ýmsu þvi, er til hans
má rekja, þvi um ári síðar, er haain var
aftur kominn til Parísar, þá slæst hann
í félagsskap innbrcrtsþjófsins Colins de
Cayeux, sem að framan var getið, og
félaiga hans, ein þeir höfðu stofnað
hreint glæpafélag, sem skipulagði og
framkvæmdi rán í borginni.
Fyrsta fómarlamb þeirra var Herkur
einn, Coiffier að nafni. Brotizt var inn
í hús hans og stolið frá honum and-
virði sex hundruð gullkróna. Þá gerðu
þeir tilraun til að brjótast inn í St.
Maflhurinkinkjuna, en mistókst það fyr-
Framhald á bls. 6.
Á dögunum vw ég aö rabba við
niann nólchurn um landsins gagn
og nauðsynjar — og liann kvartaði
yfir dýrtíðinni eins og fleiri. Hann
er iðnaðarmaður með sœmilegar
tekjur, en sagði, að sér gengi ekki
alltof vel að fœöa og klœða fjöl-
skyTduna og standa í skilum vegna
skuldbindinga í sambandi við íbúð-
ina, sem hann byggði þó á „góöum
tíma“, eins og sagt er.
__ b~| Ég spurði hve
feifN miTcið Tiann
fjjptjB reykti og Tiann
H| sagði mér, að
U þau hjónin
H reykiu samtdls
gj þrjá sigarettu-
BbBB pakka á dag.
Við frekarj um-
I I rœður kom það
I | 8 i Ijó s, að þau
hjón eru haldin
happdrœttissýki
— og eiga einn eða fleiri miða í
fjölmörgum happdrœttisfélögum. Og
þegar tnér varð Ijóst, að hann fœri
ra
með 35 þúsund krónur í tóbak og
happdrætti á ári hverju, sagði ég
honum, að mér þœtti engin ástœða
til að hafa samúö með honum, þótt
hann bœri sig illa. Og ég veit, að
hann er ekki sá eini, sem ver fjár-
munum stnum þannig. Síður en svo.
Ég er ekki að segja, að slœmt sé
að styrkja mörg þau félög, sem hafa
tekjur sínar af happdrœtti. En slík-
ur stuðningur getur farið fram úr
því sem skynsamlegt getur talizt —
og þá vakir það ekki heldur fyrir
þeim, sem miðana kaupir, að styrkja
gott málefni. Hér er það hagnaðar-
vonin, sem vitanlega rœður.
Og fæstir reykja til þess að
styrkja krabbameitisfélagið eða í-
þróttahreyfinguna, sem fá nokkra
aura af hvepjum sígarettupakka.
Þar eru það líka aðrar hvatir sem
ráða.
Það er hins vegar Ijóst, að hin
mörgu happdrœtti velta álitlegum
hluta þess fjár, sem landsmenn hafa
umfram það, sem þarf til þess að
veita þeim brýnustu lífsnauðsynjar.
Tekjur Áfengis- og tóbaksverzlunar
ríkisins eru líka í þeim flokki.
Vafalaust verja flest eða öll happ
drætti tekjum sínum til gagnlegrar
uppbyggingar, en þó misjafnlega
gagnlegrar — þegar tillit er tekið til
þjóðarheildarinnar. Sú spurning
vaknar því, hvort Tiœgt vœri að telja
það ósanngjarnt, að allt þetta happ
drœttisbákn okkar, sem árlega velt,-
ir tugum ef ekki hundruðum millj-
óna, yrði skattlagt til ágóða fyrir
málefni þau, sem flestir eru sam-
mála um að leggja beri höfuðá-
herslu á að sinna.
Er ekki kominn tími til þess að
þjóðin margfaldi fjárframlög til
krabbameinsrannsókna? Og er ekki
kominn tími iil að hafnar verði raun
hœfar aðgerðir gegn hinu marg-
þœtta böli, sem áfengisneyzlan veld-
ur, hefur alltaf >xíldiö — og mun
valda í vaxandi mæli, ef ékkert
verður aðhafzt? Þetta eru aðeins
tvö dœmi.
Hve mörg slys og dauðsföll er
ekki hœgt að rekja til áfengisins?
Hve miklar ófarir, bágindi og skort
er ekki hœgt að rekja til hins
sama? Hve mörgum vinnustundum
œtli þjóðfélagið tapi vegna áfeng-
isneyzlu?
Almenningsálitið er hliðhoUt á-
fenginu og mátulega miklu sukki.
Tvennt veldur einkum: Þeim, sem
sokknir eru í sukhið, veitist léttara
að reyna að draga■ aðra með sér í
það, sjálfum sér til friðþægingar
vegna eigin vesaldóms, fremur en
að hrista af sér slenið og rísa upp
úr svaðinu.
í öðru Tagi virðist bindindishreyf-
ingin einhvern veginn hafa dagað
uppi og misst tengslin við nútíðina
og nýju kynslóðina. Hún er athafna-
Ktil, en þeir, sem til sín láta heyra
úr þeim herbúðum. eru of oft „synd
lausir“ prédikarar, sem telja sig
hafna yfir hinn ,.spillta lýð“ og
vinna bindindinu þar af leiðandi lít-
ið gagn. — Eitt er víst, að þessi
samtök hafa ekki fengið liljómgrunn
hjá almenningi, og þau hafa ekki
Framhald á bls. 6.
6. tbl. 1965.
-LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5