Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1965, Page 2

Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1965, Page 2
Það er kallað rödd stjómleysis uppgjafar og eyðileggingai í Þýzkalandi nútímans — og útgef- andi þess, sem nú bíður ré.tarhalds fyrir landráð, lýsir því yfir stutt og laggott, að Sambandslýðveldið Þýzkaland sé komið á kaldan klaka. Allir vel menntaðir Vestur-Þjóð- verjar, sem annt er um mannorð sii , lýsa því yfir með áherzlu, að þeir lesi það aldrei, og vísa þá gjama til svívirðilegrar greinar í nýútkomnu hefti. Fórnarlömb þess kalla það ávöxrt óheilags hjónabands milli fjandans og móður allra lyga- laupa. Djarfur ungur gagnrýnandi, sem er ekki sérlega hrifinn af efn- uðum og værukæmm samlöndum sínum (þeir eru nú 57 milljónir), segir að það sé hvorki betra né verra en þjóðin verðskuldi. Stofnun, sem vekur slíka storma, hlýt- ur að hafa eittlhvað til síns ágæ'tis, og er.ginn neitar því að ,,Der Spiegel“ (Spegillinn), mesta afrek í evrópskri blaðamennsku eftir seinni heimsstyrj- öld, sé spennandi lesning. Sex hundruð þúsund manns fá þetta vel unna viku- rit á hverjum mánudegi. Meðal vestur- þýzkra vikurita, sem fjailla um sam- tímaviðburði, er helzti keppinauturinn hið virðuflega og gætna rit „Die Zeit“ (Tíminn), sem gefið er út í 160.000 ein- tökum. Meðal áskrifenda „Der Spieg- el“ eru öll utanríkisráðuneyti í Evrópu, bæði austan og vestan járntjalds. Það er ekki rétt, að menn verði að lesa ,,Der Spiegel“ til að fá sannar fregnir af því sem er að gerasrt í Vestur-Þýzkalandi. Hitt er satt, að menn verða að lesa blaðið til að fylgjast með því sem ger- ist á bak við tjöldin í Sambandslýð- veldinu, að dcmi kunr.ugra. E f ritið væri ekki annað en „skrá- argat“ að þýzkum stjórnmálum, mundi það að vísu vera keypt af miklum fjölda forvitinna lesenda, en yrði nauimast tekið alvahiega af öðrum en fórn- arlömbunum. En það er viourkennt sem pólitískt afl; rcdd í eyCimörkinni sem vekur athygli, ef ekki \ irðingu. í einum skilningi er „Der Sy'" hin raun- verulega stjórnarand:t"ða í Vestur- Þýzkalandi, þegar bszt tekst til. Skoðanakönnun hefur leitt í Ijós, að 4,5 milljónir manna lesa „Der Spiegel.11 að staðaldri — þ.e.a.s. rúmi'ega sjö á hvert hefti. Nemur þessi lesendahópur um 10% af vöxnum íbúum Vestur-Þýzka lands. Ritstjórarnir áæt’.a, að um þriðj- ungur „leiðandi manna“ í landinu lesi ritið. Jafnvel andstæðingar þess játa, að það eigi engan „alvarlegan" keppinaut um áhrif á ai menningsálitið. Einar tólf tilraunir til að koma upp sambærileg- um vikuritum síðasta áratuginn hafa farið út um þúfur. U tgef andi þessa atkvæðamikla vikurits, Rudolf Augstein, sem minnir fremur á dálítið kæringarlausan París- ar-sitúdent en 41 árs gamilam blaðakóng, lágvaxinn, grannur, með svört horn- spangagleraugu, virðist ekki við fyrsta ■ - - ’ nkhh J. «-avt«ífs týat. «*,« »«. n.iiM'ia . 1 WtKHtnmat 'J »m Hmtmv. <:«*»« \ Á rið 1950 keypti Augstein og vin- ur hans, John Jahr, sem einn 2r út- gefandi, öll hlutabréf stofnendanna. Tíu árum síðar seldi Jahr sinn hlut, og nú á Augstein sjálfur 75% fyrirtækis, seim veltir rúmum 500 miilljón.um króna ár- lega og gefur yfir 40 milljón króna hreinan arð á ári. Kichard Griiner, prent smiðjueigandi í Hamburg, sem prentar „Der Spiegel“, á 25% hlutafjárins. Við ritið vinna 60 blaðamenn á aðai- Skrifstcfumni í Hamborg og 60 frétba- ritarar víðs vegar í ÞýzkrJ andi oig er- lendis. Hvert ein.tak er í höfuðdráttuna verk þrigigja manna, sem allir eru reynd ir blað'amienn á svipuðu reki og Aug- stein. Þeir eru Conrad Ahlers, Klaua Jaeobi og Joliannes Engcl. Árum saman lá styrkur ritsins einung- is í pólitisku deildinni. Erlend tíðindi voru að mestu tekin upp úr öðruim. blö'ð'um, og efnahags- og menningarm-ál Vestur-Þýzkalands fengu hci dur yfir- borðslega meðferð. Nú er „Der Spieg- el“ allhliða fréttarit, 100 blaðsiíður á viku. Menningardálkarnir eru lesnir með atihygli, og ritstjórarnir vinna nú að því að auka við fréttaritara sín«-i er- lendis. Meðal nýrra þátta í ritinu er vikuliegt viðtal við einhvern atkvæðamann, cig svo eru í hverju hefti þrjár til fjórar greinar undir nafni. Viðtölin, sem tek- in eru á segulband og síðan prentuð í formi spurninga og svara, eru eimrtt ákaflega lifandi og nærgöngul. Við'míel- andinn leitast við að korna sem bczt fyrir almermingsisjónir, mieðan tveir fréttaimenjn reyna að plokka af bpnum. fjaðrirnar. Fræðimenn eru óánægðir með hinn svonefnda Spiegel-stíl, sem er sam- bland af götumáli, nýyrðum, lánor&um úr öðrum má um og ýmsuim langsótt- um samsetningi. Tilhneigingin til að segja fréttir þannig, að m.enn verði ým- ist emglar eða djöflar, hefur sætt harðri gagnrýni og þótt jaðra við beina fölsun á staðreyndum. Rudolf Augstein tillit vera líkfegur til pólitískrar for- ustu, en samt er talið að á næstu árum gæti bann orðið talsmaður og leiðtogi þeirra mörgu ungu Þjóðverja, sem telja hina rótgrónu pólitísku flokka rotin samtök síngjarnra miðlungsmanna sem hugsi um það eitt að komast í metorð. Rudolf Augstein er dæmigerður full- trúi þeirrar kynslóðar sem stóð uppi rótt aus og allslaus í stríðsloik. Hann var sonur kaupsýslumanns í Rínarlöndum, var í æsku meðlimur Hitlers-æskunnar, varð liðsforingi í stórskotaliðiniu í heims styrjcldinni, en að henni lokinni gerð- ist hann blaðamaður við brezkt her- námsblað, „Hannover Nachrichten". Hann hafði hug á að gerast Ijóðskáld og ætlaði að haida áfram skó anámi, en horfurnar á að sitja mániuðum saman í ísköldum skólastofum ónýttu þá fyrir- ætiun. Árið 1946 ákvað brezkur liðsforingi, sem var orðinn leiður á hernámsblöð- unum, að gefa út líflegra vikurit með fréttum. Hann rétti Augstein og tveim öðrum ungum blaðamönnum eintak af hinu skammUfa enska vikuriti „News Review“, sem var stæling á bandaríska vikuritinu „Time“, og sagði þeim að líkja eftir því. F yrsta heftið af „Diese Woche“ (Þessi vika) kom út 16. nóvember 1946 með forsíðufyrirsögn sem h jóðaði svo: „Stjórn Hans Hátignar verður æ skamm arlegri“. Fyrirsögnin var tilvitnun í orð brezks bókaútgefanda, Victors Goll- ar.cz, sem var að gagiuýna stjórn Verka mannaflokksins fyrir áætlun bennar um að sjá hverri brezkri fjölskyldu fyrir kalkúni í jólamatinn. Þennan vetur var Vestur-Evrópa á barmi hungursneyðar, og Gollancz fannst áætlun brezku stjórnarinnar heimskuleg, að ekki væri meira sagt, og þar voru starfsmenn „Diese Woche“ á sama máiú. Hið nýja vikurit var þegar komið í vandræði vegna óvirðingar við Hans Hátign og lögileg yfirvöid, en hins veg- ar var fundin formúlan fyrir væntan- legri velgengni „Der Spieger1, þó eng- inr. gerði sér það ljóst þá. 3rezku her- námsyfirvöldin voru að því komin að banna útgáfu ritsins, en féllust loks á þá málamiðlun, að „Diese Woche“ var svipt opinbarum stimp/ i, en féklk nægi- legan pappír til að prenta 15.000 ein- tök upp á eigin spýtur. Augsbein held- ur sjálfur, að Bretar hafi vonað að fyr- irtækið færi á hausinn, en hann segir að slíkar vonir hafi verið barnalegar því þýzk blöð hafi þá verið ákaflega leiðinleg og fólk haft nóg af gagnslaus- um peningum, sem það eyddi í skástu blöðin. Augstein og annar ungur blaðamaður, Hans Detlev Becker (nú framkvæmda- stjóri fyrirtækisins), breyttu nafni viku- ritsins í „Der Spiegel" árið 1947, og ári síðar var eintaikafjöldin.n ko'minn upp í 66.000. Árið 1950 var hann kpminn uipp í 118.000; árið 1956 upp í 285.000; og á árinu 1962 fór hann yfir hálfa milljón. Fjárhagsörðugleikar blaðsins voru að fúLlu yfirunnir árið 1958, og Augsbeki er uú margfaldiur mitijónari. A. nnað nýmæli í útgáfiu „Der Sni- egel“ er það að birta eins og framihalds- sögur bækur sem Augstein telur verð- skulda almenna athygli. Ritið vaikti á sér aiþjóðlega eftirtekt í fyrra með því að birta á forsíðu stóra mynd af Kitler um ieið cig það hóf að birta hina frceði- legu skilgreiningu Percy Schranima prófessors á persónuleika einræðisherr- ans. Það hefur nýlokið við að birta bók- ina „The Guns of August“ eftir Barböru Tuchman. Fyrstu aivaricgu vandræði ritsins komu upp árið 1950, þegar það birti frá- sögn þess efnis, að einir tólf stjórn- mjálam.enn hefðu þegið mútur af kaup- sýslumönnum til að greiða atkvæði með Bonn sem bráðabirgðahöfuðborig hins ný stoifnaða Sambandslýðveldis. Frásögn- in var byggð á minnisgrein sem eimn múbu'þeganna hafði hripað hjá sér. Fyrirskipuð var rannsókn af þinginu til að ganga úr skugga um sannleiks- gilidi frásagnarinnar. Heifði sagan reynzt römg, er enginn vafi á því að „Der Spi- egel“, sem þá barðist í bökkum, hefði lagt upp laupana. En það var nú öðru næi. Framhald á bls. 12. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vieur. Matthias Johannessen. Eyj ólíur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Ami Garðar Kristlnsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 22480. Utgefandi: HX Arvakur, Heykjavfk. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS- 7. tbl. 1,965.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.