Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1965, Page 3

Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1965, Page 3
var, ég hélt aS ’það vseri einihver skepna. ,,I>að er nofekurs konar brú“, sagíSi Bennd. „Það er dimmit undir því og þar rennur vatnið.“ „Eiga eituirfrúrnar heirna þar?“ „Þser eru aðeins lengra“, sagði Bennl. „Við feluim okkur undir Brokku-.Brtokiku og þá getur þú séð þær horfa út um gjuggana og ranghvolfa í sér augun- um.“ Hjartað í mér herptist saman þogiar ég elti Benna út úr skugga brómiberja- runnans, yfir girðinguna inn á stiginn og framhjá villiplóimurunnunum blá- um af ávöxtum í sólskininu. Einu sinni reyndi ég að ná Benna og ganga samsíða honum, en hann beindi stingnum að mér og sagði: „Gakktu á eftir mér. Ég er_ foring- inn. Ég rata, skilurðu það? Ég verð að fara á undan og sjá, hvort allt er í lagi, skilurðu það? Annars gætu þær gert þér það sama og Ossa, skilurðu það?“ „Já, ,Benni. já, Benni, já, Benni.“ Skömmu seinna fórum við framhjá þeim stað í læknum, þar sem sauðfé er baðað. Benni sagði mér að Uta á vatn- ið og sjá hve gy:lt bað væri. Þannig væri það vegna þess hve það væri eitrað, og ég dæi, ef ég þvæi mér um hendurnar í því. Þarna rétt hjá uxu risa stórar hófblöðkur í vætunni í forssel- unni, og Benni sagði, að þær væru líka eitraðar. „Komdu nær“, sagði Benni, „komdu nær. Beygðu þig niður. Nú erum við komnir að B rokku- B rokku. ‘ ‘ EITURFRÚRNAR Eftir H egar við erum aðeins fjögurra ára, eru sjö sama sem hundrað og £im,m þumlungar heil míla. Benni var sjö ára og ég fjögurra, og það munaði fimm þumlungum á okk- ur. Benni átti molskinnsbuxur með brúnum leðurbótum á rassinum, það uxu döikk hár á fótleggjunum á honum, og svo átti hann tveggja blaða hníf, beins-keftan, með tappa-togara o,g ein- hverju, sem hann kallaði sting. „Þegar við erum komnir yfir girðing- una“, sagði Benni, „skríðum við fram- hjá þyrnirunnunum og undir eski- trén, ,þá komum við á stíginn, og því- næst koma margar millljónir af eitruð- um berjum. Þú mátt ekki borða eitruð ber, þá deyrðu. Einu sinni hámaði ég í mig heilmi'kið af eitruðuim berjum, og ég vax dauður heila nótt á eftir.“ „Alvöru dauður?“ „Alvöru dauður“, sagði Benni. „Heila nótt.“ „Hvernig er að vera dauður?“ „Fyrst færðu hræðilegan ma,gaverk,“ sagði Benni, „þvínæst heyrist í höifðinu á þér: dimm dimm, domm, domm, damm, damm, dimm, domm, damim, alltaf stöðugt.“ „Líður manni illa?“ „Alltaf hræðilega iilla,“ sagði Benni. „Maður sér gamla karla dansa upp og niður svefniherbergi9veggina og Mæja að sér, alveg eins og Pétur frændi, þegar hann kemur heim úr Einhyrn- ingnum“. _,,Ég vil ekki vera dauður,“ 9agði ég. „Ég vil ekki vera dauður.“ „Þá skaltu ekki eta eitruð ber. Þú veizt, hvernig þau líta út, er það ekki?“ „Nei“, „Sum eru rauð“, sagði Benni, ,,0g sum eru svört. En þú verður veikuir af þeim öllum, færð miagaverk, og það heyrist dimm, domm, damm, dimm, E. Bates dicvnan, damm í höfðitiu á þér.“ Það fór um mig hrollur, og kökkur kom í hálsinn á mér. Ég lá á grúfu undir brómberjarunna og risastóra fíflaleggi bar við síðsumarhimininn eins og draugalega varðmenn. „Hvers ve'gna legigjum við ekki af stað?“ sagði ég. Ég vissi, að við þurft- um langt að fara, svo hafði Benni sagt. Benni náði í hmífinn sinn og dró út stinginn. „Ég æ-tla fyrst að gá, hvort ég sé noklkra njósnara,“ sagði Benni. „Þú verður að vera kyrr hér.“ „Hvað lengi?“ „Þangað til ég kem aftur,“ sagði Benni. „Þú mátt ekiki hreyfia þig, ekld kalla, ekki láta sjá þig, og svo máttu ekki borða eitruð ber.“ „Nei,“ saigði ég, „nei“. U enni brá hnífnum eldsnöggt, og stingurinn stakkst á kai í skugga bróm- berj arunnans. „Þú þekkir Ossa Turner?“ sagði hann. „Já“, sagði ég, „já“. Ossi var hiolgóma, dró á eftir sér aðra löppina og hafði krepptan hand- legg. Ég kenndi alltaf í brjósti um Ossa, en Benni sagði: „Ossi er svona, vegma þess að hann fór hingað niðureftir og gáði e-kki að njósnurunum fyrst, svo að þær náðu í hann og gerðu þeita við hann“. „Hverjar"? Benmi skreið í burtu frá mér á loðn- um hnjánum og brá stingnum, svo að (glampaði á hann í sclskininu. „Eiturfrúrnar,“ sagði hann, „sem eiga heima hérna mðurfrá. í húsinu, sem ég sagði þér frá. Gömlu kerling- arnar tvær, sem við ætluim að fara að sjá, ef við getum_“ Benni skreið áfram. Brúnu leðurbæt- urnar á buxnarassinum hans hurfu sjón uim mínum. Ég lokaði augunum og lagðist aleinn útaf í laufin, sem fai'lið höfðu af brómberi arunmamim. Éig reyndi að hlusta eftir lævirkjasönig. í hvert skipti,- sem ég var einn úti í hagamiuim, hlustaði ég eftir lævir-kjan- um. Söngur hams var alltaf svo sikemmtilegur í einverunni. En nú var komið framundir septem- ber. Það var orðið of áliðið fyrir læ- virkja, og allt sem ég heyrði var s-uðið í engisprettunum í fömandi grasinu í sólskininu. Það liðu fimmtíu ár, þangað til Benni kom aftur. Ég veit fyrir víst, að það voru fimmtíu ár, vegna þess að ég taldi þau öll. „Erugin spor“, sagði Benni. „Ég bbrðaði engin eitruð ber, ég....“ „Við skuluim nú líta á tunguna í þér.“ T ungan skauzt út úr mér eins og hrædd eðla. Benni glápti galopnum aug um ofan í hálsinn á mér og sagði: „Allt í lagi. Nú leggjum við af stað. Haltu niðri í þér amdanum.“ „Hvað langt eiigum við að fara?“ „Margar mílur“, sagði Benni. „Niður stíginn, framhjá fjósinu, yfir .ækinn, síðan upp stíginn oig yfir Brokku- Brokku.“ Ég vissi ekki, hvað Brokka-Brokka B rátt gengum við hálfbognir inn í dimrnt brúarræsið, sem Maðið var úr múrsteinum. Það varð skyndi'.eiga kalt ,og vatnið seytlaði niður múrstein- ana. Burknar teygðu græna fing-ur sína út úr hverri sprunigu, og Benni sagði að þarna væru sniglar eins stórir og næpur með horn eins stór og hjólhesta- dælur. „Og snálkar og eð'lur og ílottur. Og stórar bjöl;lur.“ „Eru þær líka eitraðar?“ „Allar. Allt hér niðri er eitrað.“ Mig langaði til að hanga í jakkalöfún um hans Benna og fara í hestaleik, en Benni sa-gði nei. Hann ætlaði aftur að fara á undan og gá að njósnurum, og ég átti að bíða grafkyrr og steinlþegj- andi, þangað til hann gæfi mér blíst- úrmerki. Og þairna stóð ég aleinn undir Brokku-Brokku, á meðan Benni fór út í sólskinið hinuim megin til þess að gá að njósnurum. Ég sá enga snigi'.a, eðllur sriáka né bjöllur, en vatnið lak hægt niður umihverfis mig í stórum dropum, sem tvistruðust í skugganum. Þegar Benni loksins blístraði, tók éig eldsnöggt til fótanna og hljóp gegnum svarta vatnspollana. „Hlauptu ekki, blauti bjáninn þinn“, sagði Benni. „Þær heyra til þín. Þær hafa eyru eins og gamlar gyltur. Þau lafa niður á axlir á þeim.“ Ég hugsa að ég hafi skiolfið, þegar ég Framhaild á bls. 14. LJÓÐ Eftir Odd Björnsson Hemað loft kljúfa grágæsir víðum fleyg Einsog regn í maí hn:gur hvít þögnin einsog regn í maí Og nakið bam döggvað hvítri þögn einsog rauður munnur 7. tbl. 1965. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.