Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1965, Page 4

Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1965, Page 4
Eftir Sigurð Sigurmundsson, Hvitárholti .Á. rið 1906 kom út skáldsag'an Halla eftir ókuruian höfurud, 9eim nefndi sig Jón Trausta. Sagan fékk frábærlega góða dóma og var tekið af þjóðinni opn- um örimim. >á fyrst áræddi höfundur- inn, að draga af sér huliðishjálminn og stíga fram í dagsljósið. — >að var Guð- rnundur Magnúsrion skáld. Hér var um að ræða stórsigur flátæks óskól'aigenig- ins alþýðumanns, sem ætíð mun verða talinn einn af merkustu aitburðum ís- lenzkrar bókmenntasöigu. >eissi sigur hins hugdjarfa þrautseiga baráttumanns (hafði nú sett á hreyfingu ólgu þá, er í huga hans brauzt sem beljandi á í vorleysingu brytist fram úr gljúfrum sínum. Hér var landnámsmaður á flerð í heimi skáldskaparins, landið numið svo að segja milli fjalls og fjöru. Hver skáldsagan rak nú aðra og þjóðin beið í ofvæni eftir nýju. Heiðarbýlis-sögurn- ar komu þvá næst út í röð sitt árið hver á árunuim 1908-1911. En þar inn á milii eðia haustið 1907 kom út skáldsagan Leysing, sem skrifuð var fyrri hluta vetrar, næst á eftir Höllu. Elkki þarf að orðlengja það, að sagan vakti miklla at- (hygli, um hana stóð hinn mesti úlfa- þytur gagnrýni og greimju. Margir tóku sér þá penna í hönd og skrifuðu rit- dóma af mikilli vaindlætinigu. U m þessar mundir mátti segja, að sagnaskáldskapur ísiendiniga væri að rísia á ný, eftir að hafa í margar aidir sofið svefninum langa. Til þessa var þar aðeins um að ræða skáldsö'gur Jóns Thoroddsens og nokkur önnur byrj- endaverk, sem mjög höfðu takmarkað- ar þjóðlífsmyndir að geyima. En hér var um að ræða sögu, sem hafði stærri og víðfeðmari 9jónhrinig að bakgrunni en menn í skyndi gerðu sér grein fyrir. >ess vegna urðu dómamir um hana yfirleitt á þá lund, sem raun bar vitni. Ritdómar um 9Öguna eru fast að 20, þótt hér verði aðeins fáir upptaldir. En ástæða væri þó ti)! að safna þeim sam- an í eina heild, til þess að sýna, hvem- ig samtíðin tók jafn merkilegri sögu og Leysing með réttu verður talin. Hér skal þó nefna tvo þá markverðustu. Annar kom í Eimreiðinni 1907, eftir Sigurð Guðmundsson síðar sikólameist- ara. Dæmir hann söguna hart og tielur hana misiheppnað verk. Hann segir höf. ólhæfilega langorðan og efnismeðferð- inni ábótavant, þannig, að lesandinn verði leysingarinnar í sögunni varla var. Að nokkru viðurikennir hann þó hæfileika höfundarins, þvi niðurstaða hans verður þó að lokum þessi: „Höf. hefur misheppnast smíð sín, en hann Iheflur smiðshendur." Aliur er þó dóm- ur þessa vitra og skarpskyggna manns byggður á röngum skilningi á grunni og filgangi söigunnar. Jón Trausti svaraði ritdómi þessum og benti höf. á hvar höfuðvilla hans lægi um réttan skilning á sögunni, en hann lét sér ekki segjast og svaraði aftur í sömu mjrnt. Hér ber þó hæst annan ritdóm um söguna, sem birtist í Skírni eftir Karl Finnbogason skcl'.astjóra. Hann sfingur í stúf við alla hina dómana að því leyti, að hann er byggður á alit öðru viðhorfi til söigunnar. Furðulegar má þó telja ályktanir hans um atburða- og landslags lýsingar Jó'ns Traiusta, sem án efa má telja mjög snjallar. En hann bendir á þann aðalkjarna söigunnar, sem aðrir höfðu ekki komið auga á. En það er þegar aðal'persóna sögunmar, Þorgeir verzlimarstjóri, liggur banalegama. >á losna hugsjónir hans úr áiöguim eigin- giminnar, þursaham einræðis hans rek- ur brennandi burtu og hann finnur, að það eina, sem gefúr lífinu gildi, er sátt og samúðangleði að stóru starfi fyrir velgengni annarra. Síðan kemur hin þýðingarmiMa umsögn Karls: „Þetta er kjarni sögunnar. Og hann er hvorki óþroskaðui' né ormétinn. >að borgar sig vel að brjóta utan af honum skelina.“ að vill nú svo til, að til er um- sögn höfumdar sjálfe um söguna, þar sem hann gerir að umtalsefni umrót það og gremju, sem hún olli, oig eins eðli henn- ar og hvemig skilja beri hana. Far- ast honum meðal annars svo orð: „Sag- an er algjörlega sálfræðileigs efnis, til- raun til að lýsa skapmik)!ium manni, sem ekki þolir að fara halloika í baráttu lífs- ins og stöðugt er því á þessum næmu takmörkum milli vits og óvits. Verzlun- arsagan og viðskiptatífið er ekkert ann- að en umigjörð, kannsfce með helzt tii sterkum litum og lífi, til þess að aðail- persónan og tilgangurinn taki sig nógu skýrt út úr. En sé þetta ekki tekið til greina, verður bókinni ætíð gert rangt til. Um emga af bókum mínum hafa dómar manna verið eins sundurleitir og einmitt þessa, og mér til mikillar á- nægju voru það einmitt menntamienn- imir og þeir menn, 9em ég taldi skarp- skyggnasta, sem skildu bókina og við- urkenndu hana. H-etfði ekki svo verið, er hætt við, að sagan hefði sligað löng- un mína til að hai.da ritstörflum áfram. Leysing var mér um mörg ár einskionar prófsteinn á dómgreind manna.“ Hér er það, án efa, fyrst og fremst ritdómur Karls Finmbogasonar, sem höf- undur á við. Hann hefur orðið skáld- inu hvatning og leiðarljós á þeirri erf- iðu leið, sem framundan var. >að er því ekki ofmœlt um ritdóm þaun, að hann hafi haft bókmenntasögulegt gildi. Hér verður ekki unnt að komast hjá því að minnast örlítið á eifni sög- unnar. Aðailpersóna hennar er Þorgeir Ólafsson verzlunarstjóri í Vogabúðum. Hann má teija einihverja þá stórbrotn- ustu persónu, sem fram hefur komið í ísilenzkri skáldsögu. Hann er búinn mörgum þeim stóru kostum íslendings- eðlisins, sem hvorki mölur né ryð fá grandað. En hann býr einnig yfir þeim brestum manntegs veikleika, eigingimi, ráðríki og ofmetnaði, sem margri hetj- unni hefur orðið að falli. Og hann fóm- ar öllum sínum góðu kostum á altari ofmetnaðar síns og eigingimi. Allt finnst honum hafa brugðizt sér, og hann hugs- ar um það eitt að hefna sín á mót- stöðuimönnum sínum, sem valdið hafa ógæfu hans, að hans dcrni. Er nú fram- haldinu bezt lýst í ritdómi Kanls Finn- bogasonar, þar seirn honum farast svo orð: „Nótt eftir nótt reikar hann aleinn oig andvaka um híbýli sín og hugsar ráð sitt. Og það er svartamyrkur í sál hans. Eina skíman eru hrævareldar hat- urs og hefnigimi, sem leiftra yfir leið- um svikinna vona og sér vitra hugsjóna. Eina slíka nótt skyggnist lítilsigldur meinleysingi inn í sái hans. Þorgeir skip ar honum hvorfci né biður hann að kveikja í vöruhúsi kaupfélagsins. En hann stingur eldspýtnastokk í vasa hans og talar um kaupfélagið á ýmsa vegu. En Einar fer út og kveikir í húsinu. Hann er tekinn fastur. Þorgeir rejmir að koma honum undan til Noregs, en á leiðinni tii skips hrapar harrn fyrir björg og finnst þar dauðuir næsta dag. Þorgeir finnur fuilvei, að hann er vaLd- ur að brunanum og grunur fellur á (hann. ALIir forðast hann og fyrirlíta, en enginn þorir að tala hreiniega við hann um orsökina. SáLarkvalir hans aukast og margtfa'ld- ast. Hann verður taugaveiklaður, sér ofsjónir og verður að dreikka sig í svefn á kvöldin. Mennina hatar hann og fyrirlítur enn meira en áður. Honum finnst tortryiggni þeirra, brigðmælgi og skilningsleysi hatfa gert sig að glæpa- maruii. Skuldunautum sýnir hann hörku og hyggst nú að hefna sín og ná atftur vö'ldum. En þá leggst hann á banasœng. Nú skilur hainn lcíksins, að þessir menn, sem hann hatar og kennir ógæfu siína, eru ekki að ástæðuiausu slíkir sem þeir eru. Hann hetfur heimtað of mikið af Sigurður Sigurmundsson þei/m, vænst meira af þeim en sann- gjarnt var. Börnin voru vanræfct. Þess vegna var fullorðna fólkið lítilsiglt. Hver sem vill bæta þjóðina á að byrja á börniunum. Og á banasænginni ánafn- ar Þorgeir hreppi sínum 20.000.00 kr. með þekn fyrirmæium að vöxttmum skuli varið til menningar börnum ör- yrkja í hreppmum, fjórum í senn. Það vforu manngjö'ld fyrir Einar í Bælinu. Börnin hans 4 áttu að njóta fyrsta styrksins, svo þau yrðu honum meiri og betri. Síðan áttu börn annarra lítii- magna að njóta hans, svo komandi kyn- slóðir yrðu þeim hverfandi betrL“ agar reynt er að gjöra grein fyr- ir sköpun skáldverks, þvi „allir hiutir eru þó gjörðir af nokkuru efni“ eins og Snorri Sturluson kornst að orði, er margt, sem hafa ber í huga. Fyrst og fremst hljóta þó ytri áhrif, umhverfi, þekking, trú og lífsreynsila hötfundar- ims að vera sá grunnur sem verkið hvíl- ir á. Hötfundur getur þess á einium stað, að lenigi hafi efni þessarar sögu brotizt um í buga sér, þar til það loks fékk endanilegan búning. Því hetfur verið hald ið fram, að fyrsta kveikja sögunnar í huiga höfundarins eigi rætur sínar að rekja til gneinar, er Einar H. Kvaran ritaði í ísatfold árið 1898 og hét „í leys- ingu.“ Fjailar hún um Möðruvellinjga, menntun þeirra og hroka og losið í þjóð lífinu yfirleitt, sam hann taldi þó í ætt við vorleysingar. Ekki er óilíklegt, að efni greinar þeesarar hafi iifað í minni skáldsins og snert strerugi í sál hans. Og .þaðan muni nafn sögunnar meðal ann- ars vera komið. En þetta er þó hér ekkert annað en aukaatriði, því að sagan er hið innra persóniuisaga eins manns, en hið ytra er hún jafnframt saga stórfelldra þjóðfé- lagslegra átaka. Engin saga islenzk hef- ur verið skrifuð með stærri og víðfeðm- ari þjóðlifsmynd að bakgrunni. Marg- ar getgá'tur og fullyrðingar komu í rit- dómum fram um það, hver ætti að vera lifandi fyrirmynd höfundarins að Þor- geiri verzlunarstjóra. Eins voru taldir margir staðimir þair sem sagan átti að hatfa gerzt. Slíkar getgátur eru ekki mik ils virði, því Jón Trausti hetfur sagt, að hann noti hvergi vitandi vits eiginlegar fyrirmyndir í sögum sínum. Þrátt fyrir iþað má þó telja liiklegt að staðfræði- legur grundvöllur sögunnar sé að nokkru leyti Húsavík í Þingeyjarsýslu. Nafn kaupstaðarins, Vogabúðir, eitt snjaillasta staðamafn, sem vaiið heiíur verið í skáldsögu, bendir til þess. Voga- búðir — Húsavík eim sömu merkingar, aðeins snúið við. Eins er talið, að bar- átta verzlunarstjórans á Húsavik við vöxt kauipfélagsins sé að nokkru höfð til hliðsjónar. „Skáldsaga er ætíð menningarsaga“, varð Jóni Trausta eitt sinn að orði. Þess vegna hetfur hann meðal annars valið sögu þessari þarui vettvang, sem hún gerist á. E inn ritdlómari komst svo að orði, að brennipunktur sögurmar væri duilinn glæpur. Ekki verður sú ályktun dreg- in í efa. Glæpurinn, sem hér er átt við, er breinna kaupfélagshússins. Áður en lengra er farið að rekja aðdraganda brennunnar, kemur ósjálfrátt í hugann önnur saga, þar sem brenna á sér stað. En það er Njálssaga. Hvort hér er samband á milii 'skal ósagt látið, en líkingin er þó til staðar þótt tilviljun ein kunni að vera. Alikunnugt er, hvem- ig Njáiiuhöfundur spinnur úr orðum og athöfnum sögupersóna sinna örlaga- þræði þá, sem allir liggja að sama mar'ki, harmleiknum Njálsbrennu. Ef litið er nú atftur á söiguna Leysing, frá þessari hiið, kemur í ljós, að alit frá byrjun er hvert orð og hver athöfn, er fram fer í söigunni, sem hlekkur i ó- rjúfanlegri atburðarás, sem áfram held- ur þar til brennan á sér stað. Segja má, að neisitinn sem síðar verður að báli kvikni í sáium tveggja manna. Löng röð ytri atvika verður til þess, að hugir hins sterkasta og hins veikasta stefna hér að sameiginlegu markmiðL Eða réttara sagt, hinn sterkari knýr með heljarafli hugiar siíns hinn veikari til þess, að fremja ódæðisverk, sem hann svo síðar vildi sízit af öllu gert hafa. Kaflinn, þar sem þessu er lýst, er meistaraverk. Hann er látinn gerast I litlu þorpi á fá andi, en gæti þó gerzt hvar í heimimran sem vera skyldi, meira að segja á hverjum degi. Ennþá er sefj- unarvaldið eitt sterkasta aflið í heim- inum, ekki einungis meðal einstaklinga, heldur heilla þjóða. Straumur sögunnar heildur nú áfram fremur hægt en þungt. Þræðir bennar spinnast á ýmsa vegu, út frá þeim stórkostlega athurði, sem um garð var" genginn, — brerunurmi. Á ytra borði sást engin breyting á höigum og útliti Þorgeirs verzlunarstjóra. Hann barðist enn harðri baráttu gegn vonzku og tortryggni annarra, en uimhverfið varð mettað illum grun um sekt hans og loftið allt lævi biandið. En frá þeim degi er húsið brann, varð þó barátta hans tviþætt og þeim miun þyngri en áður. Nú beindist hún einnig inn á við, að hans eigin samvizku, sem nagaði hann jafnt og þétt. í augnaibliks fijót- ræði hafði hann ætlað að vinnia sigur, en það snerist upp í mesta ósiigur lífa hans. Nú verðskuldaði hann fyrirlitn- Framhald á bls. 6 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS- 7. tbl. 1965.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.