Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1965, Side 10
YmSar nýjung-ar: Hljóm-
platan með sex vinsæt ustu
lögunum í Englandi í febrú-
ar er nýkomin í Hljóðfæra-
húsið. Þetta er plata no.
12 og á henni eru lögin
Go now, A message to
Martha, Föllowing me,
Walk tall, What have they
done to the rain og I could
easily fall. Sum lögin eru
ágæt, en nokkuð eru þeir
íarnir að draga úr hraðan-
um í Bretlandi, beat-músik-
in þeirra orðin rólegri.
I>á eru og nýkomnar í
Hljóðfærahúsið tvær stórar
33 snúninga plötur sem
heita This is Mersey beat,
p'ata 1. og 2. Á hvorri
plötu eru tólf lög, með baat
hljómsveitum frá Liverpool,
og eru þetta sérstaklega
heppilegar plötur fyrir þá,
sem vilja hafa svona mús-
ik í gangi í einihverskonar
gleðskap, fjölbreytni í sömg
og ljóðfæraleik er mitkil
og lögin svíkja engan, þetta
er beat-músik af fyrstu
gráðu.
Þegar þetta er skrifað
var von á í Hljóðfærahús-
ið hinni nýju hljómplötu
hljómsveitarinnar KINKS,
frá Bretlandi, en þetta er
þriðja platan þeirra, hinar
tvær fyrri náðu metsölu,
sú síðari var All day and
all of the night, en þessi
nýja heitir Tired of wait-
ing for you, sem þegar hef-
ur náð metsölu í Bretlandi.
KINKS eru komnir í
fremstu röð hljómsveita
þar og hefur strax með
símum fyrstu plötuni náð
vinsældum hér á landi..
Kannski verður hægt að
segja nánar frá plötunni í
næsta þætti og þá öðrum
nýjum plötum, sem væntan
legar eru. Rolling Sbones
eru með nýja plötu í upp-
sig.ingu og Beatles hljóta
að senda frá sér plötu bráð
lega. I feel fine er orðin
„gömul“ þó ekki séu nema
tveir og hálfur mánuður
síðan hún kom út.
Enska hljómsveitin KINKS.
Gisli Jónsson
fyrrrverandi alþingismaður:
ÁRAMÓT
Freyðir vín hjá fögrum snótum.
Fellur skot úr hólk.
Brosað er við blíðuhótum.
Burt er allt mitt fólk.
Einn ég sit á áramóium
yfir glasi af mjólk.
Við marga elda menn sér leikr
Máni er yfir borg.
Elskendur í örmum reika,
yfir götu og torg.
Sér ei gleði sinnið veika,
sem er þnmgið sorg.
Ég horfi í glasið, hyggst að finna
hugljúf tímabil,
blómleg andlit barna minna,
brosandi af gleði og yl,
og eidinn frá hvörmum augna þinna,
sem ert ekki lengur til.
Festií'. ei hugur við forna gleði.
Fokið í öll þau skjól.
Fast hann sækir að sjúkrabeði,
þar síðustu nætur ég ól.
Við dyrnar þar sem dauðinn réði
og dregið var fyrir sól.
Ég heyrði hana hvísla. „Þeir koraa, þeir kalla.
Kvalirnar taka minn þró'ct.
Láttu ekki merkið niður falla,
við nálgumst aftur skjót;.
Ég verð jafnan hjá þér um eilífð alla,
þótt augu mín lokist í nótt.“
Ég skynjaði þrautir frá þjáðu hjarta,
og þungan andardrátt.
Deyfandi lyf og dauðann svarta
draga úr þér allan máct.
Og ásjónu þína engiibjaria
enda lífið í sátt.
Stríðinu er lokið, líknin fundin.
Lífið fékk engin grið.
Kallið er s.rangt þegar komin er stundin
og kvatt er á æðri svið.
Þá reyrinn er bro .inn og blæðir undin,
bænin veitir oss frið.
Ég stari í þögn á stofu hljóða,
sem stundi fyrr svo hátt
af endurómum laga og ljóða,
við léttan hörpuslátt.
Þar æskan glaða, unga og rjóða,
sér undi fram á nái;.
Nú heyrast engir hláturs ómar
við hlaðin veizluborð.
Alger þögn, nú enginn rómar
okkar kæru storð.
Af engra hvörmum eldur ljómar,
og enginn mælir orð.
Ég augum renni út á stræti.
Þar eldar blossa hátt.
Máninn lýsir af mikillæti,
við myrkrið er ekki í sát'.
Fólkið allt er fullt af kæti.
Fagurc er loftið blátt.
Barizt er þar um blíðuhóiin,
boðið er upp í dans.
Árnaðaróskin er undirrótin,
sem yljar hjas.a manns.
Útvarpið tilkynnir áramótin.
Nú ómar. „Ó Guðs vors lands“.
Lúðrar þeyttir, leiftrum skotið,
lofgjörð færð í söng.
Klukkur hringja, Krisiti er lotið,
kneyfuð drykkjarföng.
Engrar náðar ég fæ notið.
Nót .in verður löng.
í stundaglasi stöðugt lækkar.
Ströng er þessi nótt.
Loksins sól á lofti hækkar,
ljómar dagur skjótt.
Trúin vex, en treginn smækkar.
Tíminn eykur þró.t.
Á nýársnótt 19oa.
- JÓN PÁLMASON
Framhald af b.s. 9.
víða annars staðar. Munaði miklu á
þessu frá því sem var, þar sem þing-
maðurinn hvatti menn til að fresta öll-
um framkvæmdum, þai til kostnaðurinn
lækkaði. Gerðu sumir Framsóknarþing-
menn mikið að þes^u og engum til
happa.
Á tímabilinu 1937-48 var ískyggileg-t
um allar framfarir og allan búskap í
Húnavatnssýslu og víðar vegna kara-
kúlpestanna. Fólkið sópaðíst burtu og
dauift yfir öllu. Veitti því eigi af að
þingmenn og aðrir reyndu að telja
kjark 1 bændur. Eg revndi það eftir því
sem eg gat. Og enginn sem til þekkir
mun neita því, að eg átti líka drjúgah
þátt í því að fjárskiptin hófust. Hefur
enginn sk.ifað um það eins vel og Jónas
Jónsson, hvernig þetta gekk til meðal
annars undir þingioxin 1946, þegar eg
beitti mér sem forseti Alþingis fyrir
því að fá hans tiliögu varðandi Þing-
eyjarsýslu samþykkta á þingslitadegi,
þó sumir hans flokksmenn væru farn-
ir til að undirbúa kosni>rgarnar.
Er það og víst að fjárskiptafram-
kvæmdirnar urðu til að bjarga frá því,
að heilar sveitir viðsvegar um land
færu í auðn vegna jiicstanna. En sum-
ir þeir sem á síðari árum skrifa og
tala am eyðijarðir og fólksflótta úr
sveitum landsins láta eins og þeir viti
ekki, hver aðalorsökin hefur verið. Þar
var karakúlpestarfarganið áreiðanlega
aðalorsökin víðast hvar, enda ekki
furða þó margur gugnaði við þann at-
vinnurekstur, þ.e. sauðfjárraektina, sem
verið var að eyðileggja vegina heimsku-
legra óhapparáðstafana þeirra manna,
sem áttu að vinna að hagsm.unum bænda
stéttarinnar.
M.
HAGALAGÐAR
Banna'ð að messa.
Katólskir prestar í Landakoti
höfðu gert sér kapellu til tíðaflutn-
ings, þar sem aðgangur var heimil-
aður öllum. Þótti mönnum, að vafi
gæti leikið á hvort þetta gæti sam-
rýmzt landslögum. Var málinu skot-
ið til: dóimsmálaráðuneytisins í Khöfn
sem lagði þann úrskurð á, að banna
skyldi hin.um katólsku prestum í
Landakoti að halda opinbera guðs-
þjónustu í kapellu sinni, nema fyrir
skipshafnir af frakkneskuan fiski-
skipum og herskipum, sem væru hér
við land.
ÁrbæKur Rvíkur 1864.
Markaður í réttum.
í Hraundalsrétt í Borgariirði var
lengi á fyrri öldum haldinn markað-
ur. Komu menn í réttina í hópum
sunnan frá sjó og seldu þar fiskæti,
lýsi og ýmsan búðarvarning og
keyptu fyrir það aftur sauði, smér,
vaðmál og aðrar landaafurðir af
bændum. Var því jafnan afarfjöl-
mennt um þær mundir, enda stóðu
réttimar oft í 3-4 daga. Hvergi var
þetta annarsstaðar svo að kunnugt
sé.
ísl. þjóðliættir.
10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS-
7. tbl. 1965.