Lesbók Morgunblaðsins - 25.07.1965, Qupperneq 1
( 25. tbl. 25. jiilí 1965. 40. árg. ]
í Mið-Afríku
Eftir Michael Gelfand
Michaél Gelfand er prófessor í
lœknisfrœði við Háskóla Ródesíu
oy Njassalands í Salisbury.
Kongóher vann fyrir skömmu
mi.kinn sigur — að minnsta
kosti í siðferðislegu tilliti — þegar
skorpin, lítil kona að nafni Mama
Onema bauð honum þjónustu sína
sem töfralæknir. Hún hafði verið
persónulegur töfralæknir uppreisn-
arforingjans Nicholas Olengas, en
gengið í lið með andstæðingum hans,
eftir að honum hafði láðst að greiða
þá 20.000 dala þóknun, sem hún
sagði hann hafa lofað. Þess í stað
bauð hann 13 dollara.
„Án min er Olenga búinn að vera“.
sagði Mama Onema. „Hann getur ekki
gert nokkurn skapaðan hlut. Uppreisnin
hefur ekki lengur neina töfra til að
styðjast við“. Herinn tók orð hennar þeg-
ar upp á segulband og útvarpaði til upp-
reisnarmannanna, meðan þeir ennþá
leyndust í frumskóginum. Hermenn þess-
ir eru sagðir trúa því, að töflur töfra-
íaeknisins geti bægt frá þeim byssukúl-
um. Þeir hinir sömu hópa: ..Lumumba
— vatn!“ þegar þeir hlaupa til orrustu,
{ þvi skyni að vekja upp sál hinnar
myrtu hetja þeirra, Patrices Lumumbas.
Sögur sem slíkar, er borizt hafa út fyr-
|r landamæri Kongó, hafa orðið til þess
«ð rugia hugmyndir Vesturlandabúa um
töfralækna í Afríku. Að vísu nýtur
venjulegur töframaður í Afríku svo mik-
Jllar virðingar, að hann gæti hæglega
með lyfjum sínum gert hermann bæði
*terkan og óhræddan í bardaga. En hann
skiptir sér ekki af stjórnmálum, nema
því aðeins að hann hafi snúið baki við
köllun sinni til að helga sig stjórnmálum
c-ins og sumir Vesturlandalæknar og
gengið í ]ið með þjóðernissinnahreyf-
ingu. Hann er græðari og starfandi grasa-
íræðingur, sem þekkir læknisfræðilega
ciginleika jurta í héraði sínu.
Auk þess nýtur töfralæknirinn trausts
Jý'rir þann lækningarmátt, sem hann
faei'ur hlotið í arf írá íorfeðrum sinum,
svo og það að geta náð sambandi við
hina framliðnu og komizt á þann hátt
fyrir sjúkdóma og hvers kyns óáran.
Þar sem hann þannig er tengiliður miili
fjölskyidnanna og hinna framliðnu for-
feðra þeirra, er hann jöfnum höndum
trúmáiaráðherra og læknir.
Á þeim 25 árum, sem ég hef búið í
Afríku, hef ég komizt í kynni við marga
töfralækna. Allir lifa þeir og starfa með
likum hætti og vinur minn, Phillipa.
1 hillipa er fæddur og uppalinn i
fjahlendi Mashonaiands í S-Ródesíu,
rétt við landamæri Mozambique. Faðir
hans, afi og langafi voru allir töfralækn-
ar, og þannig hélzt læknislistin sem sið-
venja innan fjölskyldu hans.
Þegar Phillipa var um það bil 19 ára
gamail, hóf hann að fylgja föður sínum
á ferðum hans. I frumskóginum sýndi
faðir hans honum rætur og börk ýmissa
trjáa, lauf annarra og jafnvel blóm ein-
stakra jurta, sem hægt var að nota við
lækningarnar.
Þegar þeir höfðu komið jurtunum til
þorpsins, sem fjölskyldan bjó í, sýndi
íaðir Phillipa honum, hvernig farið var
að því að merja þær með viðarstautnum
og skálinni. Flestar voru þær látnar
liggja í bleyti í eina nótt og vökvinn gef-
inn sjúklingunum að drekka reglulega
kvölds og morgna. Stundum þurrkaði
faðir hans ræturnar á stórum kletti og
muidi þær síðan niður í fíngert duft
milli tveggja steina. Þetta duft var geymt
í litlum hornum af geithöfrum eða naut-
um, ætíð tilbúið til notkunar við las-
leika eða veikindum.
Phillipa var einnig kennt að taka mönn-
um blóð, en það er mjög mikilvæg að-
gerð. Tækið, sem hann notar, er gert úr
litlu horni, en mjórri endi þess er lokað-
ur með býflugnavaxi og lítið gat stungið
þar í miðju. Hann lærði að leggja stóra,
opna endann við sýktan líkamshluta og
sjúga kröftuglega úrmjóa endanum, eins
og enn þann dag í dag er gert í nokkrum
Evrópulöndum. Og hann var leiddur inn
í furðuheima huglækninganna. Honum
voru sýndir hlutar af snákum, rottum og
vissum fiðrildalirfum, er sýnt gátu af sér
ýmsa þá eiginleika, sem mannveruna
vantaði. Þar er af ýmsu að taka. Ljóns-
hjarta (sem veitir þrek), parta úr flóð-
hesti og jafnvel nokkra mjúka steina má
nota i þessu skyni. Það var margt, sem
þurfti að læra, og engin furða, þótt það
tæki PhiIIipa tvö ár.
Á þessum tveim árum fékk hann
einnig rækilega æfingu í heilsurækt. því
að faðir hans vissi um mikilvægi þess að
íorðast sjúkdómana. Hann sýndi Phill-
ipa, hvar hann gæti fundið rætur og
önnur efni í töfragripi. Hann kenndi
honum siðan, hverjir þeirra hefðu til-
ætluð áhrif í hinum ýmsu tilvikum,
hverja bezt væri að bera um hálsinn eða
mittið og hverjir væru sérstaklega góðir
lyrir börn. Þarna voru verndargripir
gegn göidrum, sem skaðað gætu ung-
börn, töfragripir fyrir heppni í ástum
eða kaupsýsiu, aðrir gegn óheppni og
enn aðrir fyrir kröftum.
Faðir Phiilipa gekk fast eftir því, að
túfralæknis
sonur hans væri leikinn í að nudda
svörtu tjöruefni um höfuðbeinin á ung-
börnum. Hin veikbyggðu hausamót ung-
barnsins eru talin bjóða heim mikilli
hættu, því að það er auðvitað helzt gegn-
um lina og ótrausta staði, sem ill öfl ná
að þrengja sér. Tjörublandan tryggir
í'Jjótan samvöxt beinanna og er þess
vegna bezta leiðin til að vernda og verja
ungbarnið.
fyrir 'Jækningar á flogaveiki, sáisýki,
limaslijáJíta og holdsveiki.
Þótt PhiJlipa sé nú álitinn fær um að
lækna sjúkdóm af hvaða tagi sem er,
hefur hann fengið sérstaklega gott orð
aðir PhiJJipa spáði ekki með
kubbum eða „hlutum", sem flestir töfra-
Jæknarnir í grenndinni spáðu þó með.
Þessir kubbar eru úr tré og notaðir fjór-
ir saman. í þá eru skornar ýmsar mynd-
ii Þeim er hent upp í loftið, og siðan er
samsetningin á myndunum athuguð. þeg-
ar þeir koma niður. Hver samsetning
liefur sina sérstöku merkingu.
Phillipa notar heldur ekki kubbana.
Þess í stað spáir hann í gegnum lækn-
andi anda. Þessi andi náði tökum á hon-
um, þegar hann var 23 ára, stuttu eftir
að hann kvæntist.
Það var þá, sem Phillipa varð skyndi-
lega veikur sökum gigtarverkja. Veik-
indi eru þar í Jandi alltaf talin orsakast
annað hvort af óvelviljuðum hugsunum
ft.d. galdramanns) eða sál einhvers for-
föður, sem hefur verið móðguð eða
styggð. Ef sjúklingurinn veit, hvaða sál
á í hlut og hvað hún vill, er þegar hægt
að gera ráðstafanir til að verða við ósk-
um hennar. Stundum má blíðka hinn
látna með því að halda drykkjuveizlu
honum til heiðurs, stundum með því að
slátra uxa eða geit eða einfaldlega með
því að gefa honum ábreiðu eða dúk.
Faðir Phillipa fór með hann yfir i
næsta þorp til að hitta töfralækninn þar.
Hann sat á jörðinni gegnt þeim og rétti
föðurnum kubbana sina fjóra, sem siðan
kastaði þeim upp í loftið. Töfralæknirinn
athugaði legu þeirra, tók þá því næst
upp og tónaði: „Við viljum fá að vita,
hvers vegna Phillipa er veikur. Er það
andi afa hans, sem veldur því?“ Með það
Framhald á bls. 4
Töfralæknir og nokkur töfur hans. Þetta er Phillipa, sem starfar í Mashonalandi
í Ródesíu. Hann heldur á uxahala og horná með muídum rótum. Um hálsinn ber
hann horn til að taka mönnum blóð. Baukarnir innihalda lyf, og fremst sjást
kubbar, sem spáð er með (þótt sjálfur noti hann þá ekki). Faðir hans, afi og
langafi voru allir töfralæknar. Honum hefur vegnað vel, á þrjár konur og 73
nautgripi.