Lesbók Morgunblaðsins - 25.07.1965, Side 2
4
rsviPl
lMVNDJ
Eigi nokkur einstaklingur
eftir að verða persónu-
gervingur myndlistarinnar á næstu
árum, með svipuðum hætti og
Pablo Picasso hefur verið undan-
farna áratugi, verður það án efa
svissneski listmálarinn og mynd-
höggvarinn Alberto Giacometti,
sem nú er 64 ára gamall. Hann
vann sér alþjóðafrægð þegar honum
voru veitt höfuðverðlaun listahá-
tíðarinnar í Feneyjum árið 1962, en
hann hafði um langt skeið notið
virðingar og aðdáunar listamanna
og margra listunnenda. í sumar
standa yfir tvær meiriháttar yfir-
litssýningar á verkum hans, önnur
í Tate Galíery í Lundúnum, hin í
Museum of Modern Art í New York.
Giacometti nýtur þeirra fágætu for-
réttinda, að hann fellur öllum í geð,
að þvi er sagt er. íhaldssamir og hefð-
bundnir listaverkasalar jafnt og frum-
kvöólar síðustu tízku í myndlist dá verk
hans. Hann hefur vakið meiri athygli
meðal heimspekinga og rithöfunda, ekki
sizt ljóðskálda, en nokkur annar málari
sem nú er á lífi. Sumir mundu kannski
vilja halda því fram, að þetta sé hættu-
legt myndlistarmanni, þar eð það bendi
tii þess að hann sé „bóklegur" í list
sinni, en sannleikurinn er sá, að þrátt
fyrir það að rithöfundar eins og Jean-
Paul Sartre, Jean Genet og André Bret-
on hafa mætur á honum, þá hefur hann
ekki sfður hlotið óskipta athygli ag
viðurkenningu þeirra listamanna sem
óbóklegastir eru í samtímanum. >ó hann
hafi fyrir löngu sagt skilið við súrrealis-
mann, er hann enn í vinfengi við
upphafsmenn þeirrar liststefnu — sem
ku vera einsdæmi.
* ó nálega allt líf og list Giacom-
ettis hafi mótazt af París, hefur hann
ekki orðið fyrir því aðkasti sem hinn
svonefr.di Parísar-skóli hefur mátt þola,
elcki sízt vestan hafs. Og enda þótt af-
strakt list hafi staðið með miklum
bióma þau tuttugu ár sem liðin eru
frá seinni heimsstyrjöld, hefur hann í
list sinni haldið fast vi'ð rannsókn sína
á mannslíkamanum og endrum og eins
mái"3 landslags- og kyrralífsmyndir.
£kki einu sinni róttækustu nýjunga-
menn myndlistarinnar mundu láta sér
til hugar koma að kalla hann íhalds-
saman Hann minnir ósjálfrátt á hina
miklu og sjálfstæðu einstaklinga, sem
elcki eru tengdir neinum flokki, en njóta
almennrar virðingar og eru hafnir til
æðstu metorða þegar vandi steðjar að
þjóð þeirra. Sumir telja að hinar miklu
og aímennu vinsældir Giacomettis síð-
ustu árin séu ein af aflei'ðingum þess,
að rr.yndlistin eigi við alvarlega kreppu
að stríða.
1 heimi sífelldra og skjótra umskipta
kemur Giacometti þeim, sem þekkja
hann, fyrir sjónir eins og óhagganlegt
bjarg. „Ég hef ekki breytzt um hárs-
breidd síðan ég var 12 ára“, segir hann.
>ó hann sé nú orðinn eins konar goð-
sagnapersóna í listaheiminum, hefur
GIACOMETTI
Stampa í svissneskri kantónu þar sem
ítaiska er höfuðtungan. >ar fæddist
Giacometti árið 1901, einn fjögurra
barna. Bruno bróðir hans er húsameist-
an í Zúrich, Diego framleiðir húsgö ;n
af bronsi, en Ottilia systir hans er lat-
in.
ekki orðið nein sjáanleg breyting á per-
sónuleik hans, venjum eða lífsviðhorf-
um. Hann býr enn í sömu látlausu íbúð-
inm sem hann hefur haft til umrá’ða
undanfarin 35 ár: þar eru þrjú her-
bergi sem vita út að óhrjálegum húsa-
garði, eitt er vinnustofa hans, annað
setustofa og svefnherbergi, og það þriðja
geymsluherbergi þar sem öllu ægir sam-
an. köttum, síma, höggmyndum sem eftir
er að steypa o.s. frv.
Giacometti virðist sjálfur vera lifandi
tákn stöðugleikans. Timinn hefur ein-
ungis dýpkað hinar sérkennilegu rúnir
í andliti hans, sem minnir dálítið á
Harpo Marx og er óviðjafnanlegt sam-
bland af hrjúfleik sveitamannsins og
fágun aðalsmannsins. Árum saman hefur
hann borið sama rykuga, veðurbarða
svipinn. Hann getur á örskömmum tíma
gert fínustu klæðskerasaumuð föt (auð-
vilað frá beztu klæðskerum Parísar) að
litlausum og kryppluðum druslum svip-
uðum þeim sem hetjurnar í leikritum
Bccketts klæðast. í rauninni minnir
hann sjálfur æði mikið á mannamyndir
sinar úr leir og gifsi sem fylla þrönga
en afarháa vinnustofu hans.
I-i ins og jafnan áður stendur heim-
ili hans öllum opfð. Og þegar gest ber
að garði, tekur hann honum ævinlega
með sömu auðsæju ánægjunni og for-
vnmnni. „Ég mundi gefa öll verk mín
fyrir gott samtal,“ sagði hann einhverju
sinni. Hann á til að grípa fram í fyrir
víðræðumanni sínum, andmæla honum
og jafnvel stríða, aðeins til að halda
hinum' dýrmæta loga samræðunnar lif-
andi. Sjálfur er hann óviðjafnanlegur
samræðusnillingur og beitir jafnan töfr-
um sínum til að draga samverustundina
á langinn, fresta andrá skilnaðarins og
þagnarinnar. Ein af mörgum þverstæð-
um í sambandi við Giacometti er sú,
að í list sinni hefur hann skapað áhrifa-
mikil tákn hins orðvana einmanaleiks,
en i daglegu lífi hefur hann hreina á-
stríðu á samfundum við aðra.
Hann hefur ekki breytt um lífsvenjur
á ljðnum áratugum. Á daginn, þegar
hann er ekki a’ð vinna, er hann næst-
um undantekningarlaust í kaffihúsinu
handan við götuna meðal kappreiða-
áhugamanna sem leitast við að koma
saman réttri lausn fyrir hið vikulega
ticrcc, sem er vinsæl verðlaunagetraun
þar sem reynt er að benda á þrjá fyrstu
hestana — og er vinningsupphæðin
geipihá. Undir miðnættið er meir en
líklegt að máður hitti hann fyrir í
Dome eða Coupoie eða i einni af sex
eða sjö óhrjálegum krám í Montpar-
nasse. Giacometti er á valdi næturinnar
eins og ýmsir aðrir eru á valdi eitur-
lyfja. Hann hefur sérstakt dálæti á þeim
undarlegu manneskjum sem nóttin virð-
ist vekja til lífsins aftur: fyrrverandi
ofurstum, gjaldþrota iðjuhöldum, mál-
gefnum draumóramönnum, listamönn-
um, hórum. í morgunsárið er hann vís-
ast á heimleið og staðnæmist áreiðan-
lega í tíu-þúsundasta skipti til að dást
að ólýsanlegri fegurð tiltekins kastaníu-
trés. Undantekningar frá þessum dag-
föstu háttum eru leikhúsferðir og list-
sýningar, því Giacometti er ákaflega for
vitinn og opinn fyrir öllu nýju. Sé hann
fjarverandi lengur en nokkra klukku-
tíma, má ganga út frá því sem
vísu að hann hafi farið til þorpsins
Giacometti er að því leyti ólíkur
flestum sonum næturinnar, að hann er
óþreytandi vinnuþjarkur. Meðan hann
talar af kappi í einhverri kránni fer
hann ósjálfrátt að teikna á dagblað eða
servéttu, og brátt blasir undarlegt, dá-
lílið ógnvekjandi andlit við viðmælend-
um hans, eins og gestur úr öðrum
he:mi.
Sama undarlega andlitið birtist í
vinnustofunni þegar Giacometti er að
móta í leir meðan hann rabbar við
kunmngja sem hafa litið inn (en það
á einungis við þegar hann vinnur eftir
minni eða ímyndun; hann hleypir eng-
um inr. til sín þegar hann vinnur eftir
fyrirmynd). Athygli hans virðist öll bein-
ast að gestunum; hann virðist ekki einu
sinni líta á það sem hann er gera með
höndunum meðan þær hreyfast óhátt-
bundið upp og niður eftir leirklumpin-
um. Samt vaknar myndin smám saman
Framhald á bls. 12
FramJcv.stJ.: Srgtas Jónsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vleur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur KonráS Jónsson.
Auglýsingar: Arnl Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti S. Sími 22480.
Utgefandl: H.t. Arvakur. Reykjavík.
r
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS-
25. tbl. 1965