Lesbók Morgunblaðsins - 25.07.1965, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 25.07.1965, Blaðsíða 4
Töfralæknirinn er bæði læknir og trúmá Iaráðherra. Til að efla mátt sinn heldur hann árlega danshátíð (hér sjást hljóðfæraleikarar við slíka athöfn) til að þakka andanum, sem leiðbeinir honum. Margir spyrja andana ráða með því að kasta upp viðarkubbum, útskornum á ýmsa vegu. UM TÖFRALÆKNI Framhald af bls. 1 henti hann kubbunum í jörðina, athug- aði þá vandlega og sagði: „Já, andinn er reiður". Aftur tók hann kubbana upp, hristí þá í greipum sínum og lét þá detta á jörð- ina. Og enn tónaði hann: „Við viljum fá að vita, hvort það er afi þessa manns, sem gerir hann veikan“. Þegar hann hafði skoðað kubbana, þar sem þeir lágu á jörðinni, sagði hann: „Já, það er af- inn“. í þriðja skiptið henti hann kubb- unum, og enn fékk hann sama svarið. Síðan tíndi hann saman kubbana og tónaði: „Hvers vegna gerir þú sonarson þinn veikan? Er það vegna þess að son- ur þinn hefur vanrækt að halda hátíð þér til heiðurs?“ Svo var ekki. Töfralæknirinn reyndi aftur: „Viltu, að nauti sé fórnað?" Aftur var svarið neikvætt. Þá spurði töfralæknirinn: „Er það vegna þess að þú varst læknir og vilt, að hann taki við starfi þínu?“ Og í þetta skipti var svarið jákvætt. Töfralæknirinn hélt þessu áfram og fékk þannig uppgefið, hvaða föt andinn vildi, að sonarsonur hans bæri í starfi sínu. Útbúnaðurinn og fötin voru talin upp hlut fyrir hlut og tekið eða hafnað af andanum. egar þeir voru komnir heim, keypti faðir Phillipa það, sem andinn hafði skipað honum að kaupa — svart klæði eða bænasjal til að bera yfir axl- irnar, skyrtu og höfuðfat, hvort tveggja úr geitaskinni, uxahala og viðhafnaröxi. Þegar allt var tilbúið, fóru faðirinn og kona hans inn í kofann, þar sem Phill- ipa lá. Hann lagði sitt eigið sjal yfir herðar sonar síns og kraup við hlið hans. Síðan bað hann: „Faðir, ég hef keypt það sem þú óskaðir handa sonarsyni þín- um; nú bið ég þig að lækna hann“. Phillipa byrjaði skyndilega að kippast til, um leið og hann gaf frá sér kokhljóð, allt þar til hann féll í dá. Þá snaraði faðir hans honum í búninginn og lét öx- ina og halann í hendur hans. Varla hafði hann fyrr lokið þessu en rödd and- ans fór að berast frá munni Phillipa. Sjálfur getur Phillipa ekki munað, hvað gerðist, meðan hann var þannig á sig kominn, en foreldrar hans hafa oft lýst því fyrir honum. Afi hans hóf mál sitt með því að kynna sig og segja þeim æviágrip sitt. Síðan lét hann í ljós ánægjú yfir, að sonarsonur hans hefði samþykkt að feta í fótspor hans. Að lok- um tilkynnti hann, að hann hefði falið þrjár krukkur, fullar af leynimeðulum, í helli uppi í fjöllunum, og sagði, að ungi maðurinn yrði að finna þær. Daginn eftir héldu Phillipa og faðir hans upp til fjallanna. Þeir fundu hell- inn, en áður en þeir tóku krukkurnar þrjár, dýfði Phillipa uxahalanum ofan í sérstakt hreinsilyf, sem hann hafði haft meðferðis, og þeytti því um til að særa burt illa anda, sem kynnu að vera þar á reiki. Síðan báru feðgarnir krukkurn- ar heim. Allir voru nú ánægðir með Phillipa sem töfralækni, svo og leiðsögn andans honum til hjálpar í starfinu. Eftir var aðeins að halda helgiathöfn til þess að lýsa opinberlega yfir rétti hans til að starfa. Phillipa lét konu sína fá þrjá poka af hirsikorni, og úr því bruggaði hún ósköp- in öll af öli. Á meðan var gestunum boð- ið, mest ættingjum og öðrum töfralækn- um. Um það bil tíu dögum síðar, þegar Ölið var tilbúið, komu gestirnir undir sólsetur. Uxa var slátrað í tilefni dagsins og kjötið soðið. Þykkur maísgrautur var einnig soðinn til þess að borða með kjöt- inu. Hljóðfæraleikararnir tóku sér stöðu með trumbur sínar, og svæði var rutt fyrir dansinn. Allir gestirnir sátu í hálf- hring aftan við dansgólfið, karlmennirn- ir öðrum megin og konurnar í dálítilli fjarlægð hinum megin. Þegar tónlistin hófst, fór fólkið inn á opna svæðið og tók til við dansinn. Um það bil klukkustundu síðar féllu töfralæknarnir einn eftir annan í dá fyr- ir tilstuðlan andanna, og að lokum, þegar athöfnin stóð sem hæst, féll Phillipa einnig í dá. Um leið þaut kona hans að honum og færði hann í viðhafnarbún- inginn. Andinn byrjaði að tala, og tón- listin þagnaði, meðan allir settust hljóð- lega niður til að hlusta. Andinn kynnti sig og sagði síðan: „Það gleður mig, að þú skulir vilja taka á móti mér og að þú ætiir að vinna að lækningum meðal þessa fólks og hjálpa því“. Þegar hann hafði lokið máli sinu, hélt samkvæmið áfram með miklu fjöri. Ölið var drukkið og kjötið og grautur- inn etinn. Við sólarupprás var athöfninni lokið, og fólkið sneri til heimila sinna, ánægt með að hafa nýjan töfralækni sín á meðal. Phillipa varð að muna eftir ýmsu, sem hann samkvæmt boði andans mátti ekki gera; annars mundi andinn yfirgefa hann, og hann mundi ekki lengur vera fær um að starfa sem læknir. Til dæmis mátti hann aldrei drýga hór, né heldur leggja sér til munns vissa svarta fiska- tegimd, sem kallast r a m b a . Þegar hann var önnum kafinn við eitthvert sérstakt verkefni, bannaði andinn honum að koma nálægt konu sinni um nóttina. Auk þess varð hann árlega að halda há- tið í líkingu við þá fyrstu til að þakka andanum fyrir hjálpina. U m leið og Phillipa hóf starf sitt, fór hann að dreyma á nóttunni. I draum- um sínum sér hann afa sinn greinilega frammi fyrir sér. Hann sér einnig fólkið, sem kemur daginn eftir til að leita ráða hjá honum, og afi hans skýrir fyrir hon- um, hvað sé að þeim, hver sé orsökin að veikindum þeirra, hvað hann eigi að gera við þeim og hvar hann geti fundið jurtirnar, sem hann þurfi á að halda. Þetta kemur fyrir enn þann dag í dag, þótt nú orðið þurfi hann lítið á aðstoð að halda við lækningarnar. Með þeirri ágætu leiðsögn, sem hann hlaut hjá föð- ur sínum — og síðar meir hjá afa sinum sáluga — er hann orðinn mjög góður grasafræðingur. Hann þekkir eiginleika svo að segja allra jurta þarna. Ef til vill þekkir hann þær ekki allar með nafni, Þegar töfralæknar koma saman, dansar einn þeirra með geitaskinnshúfu á höfði, þar til hann fellur í dá. Þá talar hann með röddu þess læknandi anda, sem hon um stjórnar. en hann er vel kunnugur flóru héraðs síns eins og flestir töfralæknar landsins. Til Phillipa er ekki einungis leitað í sambandi við veikindi, heldur er hann einnig fenginn til að ráða fram úr mörg- um öðrum vandamálum. Til dæmis ef einhver ætlar að yfirgefa þorpið sitt og fá sér vinnu í borg, biður hann Phillipa fyrst um að athuga fyrir sig, hvort hin- ir látnu forfeður sínir hafi eitthvað á móti þeim umskiptum. Þegar uxa eða hlújárni er stolið, er leitað til Phillipa, sem getur vegna sambands síns við and- ana fundið bæði þjófinn og þýfið. Hann getur sagt, hvar hægt sé að finna uxa, sem hefur villzt, og hvort andar óvin- veittrar fjölskyldu séu þar að verkú Hann getur sagt manni, sem til hans leit- ar, hvort það sé viturlegt af honum að kaupa strætisvagn og hefja flutninga- starfsemi, hvort ferðalagið, sem hann er að leggja í, muni verða hagstætt, hvort veiðiferðin hans muni verða happadrjúg, hvort hann muni ná prófi, sem hann ætlar að taka, eða hvort hann muni geta fengið ökuskírteinL P M. hillipa hefur verið heppinn með starf sitt. Hann á nú 73 nautgripi og hef- ur kvænzt þremur konum og eignazt 13 'börn. Hann segist sjá að meðaltali þrjú rý mál daglega. 5 sillinga (um 30 kr. ísl.) fær hann fyrir að komast að orsök einhvers sjúkdóms. Þegar hann gefur lyf, tekur hann 10 sillinga fyrir þau — eftir eðli lyfjafræðinga. Aðaltekjur hana velta þó einkum á því, hvort aðgerðir hans heppnast. Það er sjúklingnum látið eftir að dæma um. Ef aðgerðin heppnast vel, snýr hann aftur eftir um það bil mánuð til að segja frá bata sínum og greiða þóknunina, yfirleitt uxa eða geit eftir því hvað sjúklingurinn er efnaður og sjúkdómurinn alvarlegur. Yfirleitt segir andi Phillipa honum, þegar sjúkl- ingur er á leið til hans að borga honum. Slæma skuldunauta hefur hann aldrei haft. Á milli þess sem Phillipa vinnur a3 lækningastörfum sinum lifir hann eins og hver annar Afríkubúi í þorpi sínu, vinnur með konu sinni og börnum á akr- inum og hugar að nautgripunum. Á kvöldin sezt hann ásamt öðrum mönn- um þorpsins við eldinn, þar sem þeir safnast saman undir tré til að borða matinn sinn og spjalla saman. Hann á engan hlut að stjórnmálum, því að andi hans er einn af forfeðrum hans og hefur einungis áhuga á velferð skjólstæðinga sinna og afkomenda þeirra. Hinn venju- legi töfralæknir tekur yfirleitt ekki mik- inn þátt í stjórnmálum. Það þýðir samt ekki, að hann hafi ekki áhuga á afkomu þjóðar sinnar. Að þessu leyti er hann ekkert frábrugðinn öðrum læknum; hann hirðir fyrst og fremst um sjúklmg- ana sína og notar læknishæfileika sína hinum sjúku til góðs. Þaö andar hlýtt Það andar hlýtt frá orðum Krists sem áður, nú í dag, það er svo ljúft að lesa þau, það léttir sálarhag. Þau auðga, styrkja amda manns, Iþví enn þau reynast sönn, ý hin dásamlegu Drottins orð, í dags og tímans önn. Til allra, allra, einnig þín, svo ótæmandi rík, þau gleðja, hugga, gefa frið. Guðs undranáð er slík. Ó, dýrð og heiður, dýrsta hrós, þér, Drottinn Jesús, ber, í þér við eignumst ljós og líf, það lif, sem aldrei þver. Ólafía Árnadóttir. 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 25. tbl. 1965

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.