Lesbók Morgunblaðsins - 25.07.1965, Qupperneq 5
700 ára afmæli
Eftir Siglaug
FYRRI HLUTI
Dante gleymir aldrei þessum
heimi þegar hann íhugar
heima Guðs“, segir Salvatore
Quasimodo um Dante. Hann var
þrátt fyrir allt maður þessa heims,
þótt mesta stórvirki hans fjallaði
um hina eilífu heima. Hugsanir hans
og skoðanir móAuðust af ríkjandi
skoðunum eigin tíma og hann var
þannig skapi farinn að hann hlaut
að „kenna til í stormum sinna tíða“.
Hann segir sjálfur að hann hafi
verið fíkinn í það að kynnast og sjá
nýjungar. Því fór víðs f jarri að hann
einangraði sig frá heiminum. Hann
tók þátt í deilum í ættborg sinni og
bú þátttaka varð til þess að hann var
gerður útlægur, og sú útlegð hefur
meðal annars átt mikinn hlut að því
að hann skapaði eitt frægasta verk
heimsbókmenntanna.
Evrópa á síðari hluta 13. aldar mótað-
isr mjög af deilum páfa og keisara. —
Keisaravaldið hafði orðið undir í þeim
v.i.ðskiptum þótt deilunum milli andlega
valdsins og þess veraldlega væri ekki
þar með lokið. Þessar deilur höfðu staðið
langa hríð og stóðu um veraldleg völd
á ítalíu og víðar. Það efaðist enginn um
rétt páfans sem andlegs leiðtoga krist-
inna manna, en mönnum kom ekki sam-
an um hve langt vald hans skyldi ná í
veraldlegum efnum. Báðir gerðu kröfu
til heimsyfirráða; Hinrik VI, faðir Frið-
riks II, leit á sig sem æðsta mann verald-
ar og páfarnir álitu sig jarla Krists á
Brynleifsson
jörðu, sem allir hlytu að hlýða, bæði í
andlegum og veraldlegum efnum. Páf-
arnir höfðu lagt blessun sína yfir keis-
aravaldið með því að krýna Karl mikla
sem keisara, en síðar. koma keisarar, sem
ráða algjörlega vali páfa. Sá maður, sem
vakti furðu kristninnar, ríkir skömmu
fyrir fæðingu Dantes. Það var Friðrik
keisari II, „stupor mundi“. Hann var
alinn upp undir handarjaðri eins vold-
ugasta páfans, Innósentínusar III, en
verður hinn skæðasti fjandmanna páfa-
stólsins. Þessi keisari er stundum nefnd-
ur „fyrsti nútímamaðurinn". Hann ork-
aði mjög sterkt á hugi manna og mótaði
fyrsta fastmótaða ríkið í Evrópu, ríki
sitt á Suður-ítalíu. Að lyktum fór svo,
að páfinn og frönsku konungarnir
sigruðust á ætt hans, Hohenstáfum. Síð-
asti Hohenstáfinn var tekinn af lífi 1268,
sem var Corradíno. Dante minnist þessa
í „Hreinsunareldinum". Þeirra tíða menn
gátu ekki ályktað að þar með væri veldi
keisara úr sögunni á Ítalíu, enda voru
ítalskir borgarar ekkert hrifnir af að
fá franskt vald í stað þess þýzka og
aukið vald páfa. Borgirnar á ítalíu höfðu
snemma hafið baráttu fyrir auknu sjálf-
stæði og þetta sjálfstæði þeirra var
bezt tryggt með því að etja saman páfa
og keisara. Með samvinnu páfa og
Frakkakonungs var sjálfstæði þeirra í
hættu og því var því vel tekið þegar
Hinrik af Lúxemburg var valinn keisari
og hét því að koma til Ítalíu. Dante
giaddist mjög við þessa fregn og áleit
að keisarinn myndi friða Ítalíu og feta
í fótspor Friðriks II. Vonir Dantes um
frið og öryggi í ættlandi sínu verða að
engu, þegar Hinrik deyr 1313, en hann
huggar sig við, að einhverntíma muni
hinn réttláti koma og færa hinni hrjáðu
ítalíu langþráðan frið og réttlæti. Skoð-
anir Dantes í þessum efnum koma fram
í öllum ritum hans. Aðdáun hans á
Friðrik II var einlæg, og hann syrgir
mjög örlög hans í ritum sínum. Þótt
Hohenstáfar væru úr sögunni er stöðug-
ui ófriður á Italíu, milli Frakkakonungs
og borganna og páfa. Bónifatíus VIII
verður páfi 1294. Hann var bæði hé-
gómagjarn og hrokafullur og átti í deil-
um við Filippus fríða, sem reyndist
keisaranum harðdrægari í baráttunni
við páfavaldið. 1309 gerist það, að páfi
verður nokkurskonar hirðbiskup Frakka-
konungs, með aðsetri í Avignon, en þar
sátu þeir allt til 1377. Filippus fríði
átti mikinn hlut að því að efla vald
Frakkakonunga og notaði ýmsar aðferðir
til þess. Dante nefndi hann „óhamingju
Framhald á bls. 6
Mynd Rafaels af Dante frá 1508. Hún er hluti af stóru kalkmálverki í Vatíkaninu
sem sýnir skáldjöfra heimsins.
Annatími feröafólks er í algleym-
ingi. Islenskir feröamenn flykkjast
úr landi til aö sleikja suöræna sól
eöa halda inn á óbyggöir til aö
njóta náttúrufegurðar sem óvíða í
Evrópu á sinn líka. Erlenda feröa-
menn drífur aö í stríöum straum-
um, og sennilega veröur þess ekki
langt aö bíða að gera veröi ráö-
stafanir til aö vernda landslýðinn
fyrir ágangi útlendra túrista! Eng-
in lönd eru
leiöinlegri en
þau sem miöa
allt viö er-
lenda feröa-
menn, sbr.
Sviss.
Það er eðli-
legt að Islend-
ingar sœki
suöur % lönd,
svo strjálir
sem sólskins-
dagar hérlend-
jt is eru, en oft gœtir lítillar
fyrirhyggju um val þeirra feröa
til útlanda sem í boöi eru. Menn
viröast helzt velja þær feröir
sem ódýrastar eru og minnst
hafa upp á aö bjóða, en það
getur oröiö furöudýrt aö ferðast
billega. Hópferðir til sólbaöa eru
góöra gjalda veröar, en þegar tals-
vert fé er lagt í slík ferðálög þykir
mér sú nœgjusemi stundum jaöra
við fákœnsku aö iieimta ekki arnað
fyrir sinn suúð en sólskin á baö-
stróndum — sem þó er engan veg-
inn tryggt! islenzkir feröamenn
gera sér litla rellu út af aöbnnaöi á
gistihúsum, möguleikum til afþrey-
ingar eöa andlegrar uppbygginga-.
Feröalög eru m.a. til þess fallin aö
auka við sjóö góöra minninga, en
til þess að eignast minningar þurfa
menn helzt að hafa lifaö eitihvaö
sem vert er að rifja upp, komizt í
snertingu viö hlut% sem lyfta and-
anum, örva hugmyndaflugiö. Til eru
íslenzkar feröaskrifstofur sem
bjóöa upp á feröir bœöi til skemmt-
unar og menntunar, en þorri manna
viröist ekki hafa áhuga á ööru en
blessaöri sólinni. Þeir um þaö, en
skyldu þeir gera sér Ijóst hvers far-
iö er á mis, þegar ckki er trnars
aö minnast úr alldýru feröalagi en
10 eöa 15 sviplíkra daga sem sóaö
var á baöströnd?
Um feröimái á *• '<andi vceri » ert
aö skrifa langt mál, tn hér skal ein
ungis drepið á eitt atriöi, sem dag-
blööin hafa raunar lítillega vikið
að. íslenzkir ferðalangar eru ein-
hverjir piestu sóöar á byggðu bóli.
Þetta á ekki aöeins viö um þá am-
lóöa sem skilja eftir sig matarleif-
ar og annað rusl út um hvippinn og
hvappinn eöa fleygja drasli út um
bílglugga þegar ekið er um þjóð-
vegi, heldur er umgengni feröa-
manna um venjulega veitingastaöi
— aö ekki sé minnzt á sæluhús í
óbyggöum — með slíkum endemum
að leitun mun vera á ööru sins
meöal siömenntaöra þjóöa. Mér er
tjáö, aö víöa úti á landi veröi aö
fara fram állsherjarhreingerning á
göngum, matsölum og þó einkurn
salernum, eftir að langferöábíll hef-
ur haft stundarviðdvöl á matsölu-
stað. Ýmis veitingahús í liöfuð-
staönum fara ekki heldur varhluta
af þessum landlœga ósóma.
Af því hér er um skyld mál aö
rœöa, mœtti kannski í leiðinni
stinga þvt að náttúruverndarráði að
reyna aö koma vitinu fyrir þá
„sóða“ á œöri stöðum, sem eru meö
fyrirætlanir um að reisa verksmiðj-
ur, með öllum þeim sora sem þeim
fylgir, á fegurstu stöðum landsins,
eins og t.d. viö Mývatn. Meö slíkum
framkvæmdum er ekki aðeins vcrið
að stórskemma fágœta st>aði, held.ur
er einstæðu fuglálífi stefnt í bráð-
an voða, að ekki sé tálaö um laxinn
og silunginn. Váld þeirra m.anna,
sem sjá álla hluti meö gleraugum
braslcarans og fjárgróöamannsins,
cetti ekki að ná ti7 ná.túru lands-
ins. Nóg er nú samt! s-a-m.
>
25. tt»l. 1065
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5