Lesbók Morgunblaðsins - 25.07.1965, Síða 7
Bandarískir unglingar til
Islands á vegum ASF
M ÞESSAR ntuiulir dvelj-
ast hérlendis íjórir bandarískir
unglingar á vegum AFS —
Amcrican Field Service. Starf-
nemi AFS er öllum að góðu
fcunn, en hún miðar að því að
veita íslenzkum ungmennum
Btyrk til ársdvalar í Bandaríkj-
unum. Til þess að endurgjalda
gestrisni Bandaríkjamanna tek-
nr hið íslenzka AFS-félag
á móti nokkrum bandariskum
unglingum á sumri hverju og
Itefiir milligöngu um að sjá
þeim fyrir tveggja mánaða vist
lijá íslenzkum fjölskyldum.
Bandarísku unglingarnir, sem
valizt hafa til íslandsferðar að
þessu sinni eru Chris Hammer,
en hún dvelst í Borgarnesi,
Ronald Ferris, sem dvelst á
Reykhólum í Austur-Barða-
strandarsýslu, Mary Ann
Adams, sem dvelst í Reykjavík
og Gail George, sem dvelst einn
ig í Reykjavík.
Þau komu til Reykjavíkur í
ofanverðum júnímánuði og
hafa látið mjög vel yfir dvöl
sinni hér á landi, enda hafa
gestgjafar þeirra séð um, að
dvöl þeirra verði sem ánægju-
legust. Heimleiðis halda þau í
byrjun september.
Meðan á íslandsdvöl þeirra
stendur munu þau ferðast um
landið og njóta þar leiðsagnar
forráðamanna AFS hérlendis,
en núverandi formaður er Vil-
hjálmur Vilhjálmsson. Þess má
geta, að 11. ágúst n.k. munu
þau verða viðstödd árshóf AFS,
og hitta þar íslenzk ungmenni,
sem notið hafa styrkja AFS.
A lls hafa nú 109 íslenzk
ungmenni dvalið árlangt í
Bandaríkjunum á vegum Ame-
rican Field Service, en hingað
til lands hafa komið 14 banda-
riskir unglingar til tveggja
mánaða dvalar. Hinn 14. ágúst
n.k. munu 18 íslenzkir ungling-
ar halda vestur um haf og
dveljast þar í eitt ár á vegum
AFS.
Myndin var tekin daginn sem
bandarisku unglingarnir komu
til íslands. í baksýn sér á Keili.
Skipaður ritstjóri Hóskólo-
bloðsins
PILTCKINN á mynðinni
heitir Sigfús Kogich, og
hann stundar nám í blaða-
mennsku við háskólann í
Nevada í Bandaríkjunum.
Okkur barst nýlega úrklippa
úr bandarisku blaði, þar sem
þess er getið, að Sigfús hefði
verið skipaður ritstjóri há-
skólablaðsins, sem nefnist
„Sagebrush“, en slíkt þykir
jafnan mikill sæmdarauki.
Virðingarstöðu þessa hefur
Sigfús hlotið sakir góðrar
frammistöðu, sem hann hef-
ur sýnt i náminu.
Sigfús er ættaður frá Vest.
mannaeyjum, sonur Ragn-
heiðar Árnadóttur, en móð-
urafi hans er Árni Sigfússon.
Myndin var tekin um síð-
ustu jól, eins og sjá má. Sig-
fús stendur þarna við fagur-
lega skreytt jólatré.
Teikningar eftir Jörgen Knudsen
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7
25. thl. 1065