Lesbók Morgunblaðsins - 25.07.1965, Qupperneq 10
— -------- SÍItfAVIÐTALIÐ ------
Eflum hafnfirzk viðskipti
61500.
— Lögfræðiskrifstofa Árna
Grétars Finnssonar og umboð
Sjóvá.
— Er Jóhann Petersen, skrif
ítofustjóri, við?
— Augnablik.
— Jóhann hér.
— Góðan dag, þetta er hjá
Lesbók Morgunblaðsins. Hvern
ig ganga tryggingarnar?
— Við tryggjum allt, sem
tíðkast að tryggja á flestum
vettvangi, á heimilum og í at-
vinnulífinu. Mikið er um tjón
hér eins og annars staðar, miklu
meira en fólk gerir sér grein
fyrir, unz þau bera að höndum.
— Er ekki mikið um gömul
timburhús í Hafnarfirði?
— Jú, það er nokkuð af
þeim, flest byggð fyrir 1930.
Annars er ekki minna um
brunatjón í steinhúsum. Fólki
þykir oft ekki ástæða til að
tryggja innbú sitt í nýjum stein
steyptum húsum, en þar verða
oft smærri og stærri brunatjón,
þótt ekki sé beinlínis um elds-
voða að ræða. Það er mjög mik-
iisvert, áð menn hafi trygging-
arupphæðina sem næst sann-
virði, svo að hægt sé að bæta
tjónið að fullu, þegar eitthvað
kemur fyrir.
— Eru mikil viðskipti við
bátafiotann?
— Já, við tryggjum báta og
áhafnir. Einnig er útgerðar-
mönnum nú skylt að hafa á-
byrgðartryggingu. Ábyrgðar-
tryggingar fara líka mjög í vöxt
hjá atvinnurekendum í öðrum
starfsgreinum, þar sem mörg
dæmi eru þess á undanförnum
árum, að fyrirtækjum hafi ver-
ið dæmt að greiða mjög háar
bætur vegna slysa á starfsmönn
um þeirra. Þetta er geysilegt
öryggi fyrir atvinnurekendur.
Mörg fyrirtæki þola hreinlega
ekki slík skakkaföll.
— Þú ert umboðsmaður Loft
leiða, Jóhann. Selur þú mikið
af farseðlum?
— Já, talsvert mikið. Umboð
ið var stofnað fyrir um það bil
einu ári og hafa Hafnfirðingar
látið í ljós mikla ánægju yfir
því að geta keypt farseðla hér
og fengið allar upplýsingar, auk
þess sem Loftleiðir panta fyrir
það hótelherbergi og annast
aðra fyrirgreiðslu.
— Ferðast Hafnfirðingar mik
ið til útlanda?
— Ferðalög fara mjög í vöxt
hér, eins og annars staðar á
landinu.
— Við höfum heyrt, að þú
sért mikill áhugamaður um
það, sem kallað er hafnfirzk
viðskipti?
— Já, það er rétt. Ég vil, að
Hafnfirðingar geri sem allra
mest af viðskiptum sinum hér.
Það er aðalforsendan fyrir
áframhaldandi uppgangi kaup-
staðarins og eflingu atvinnuiífs
staðarins. Með þessu lækka
menn einnig útsvör sín. Þá
eiga Hafnfirðingar hiklaust að
leggja sparifé sitt inn í hafn-
firzkar lánastofnanir. Það seg-
ir sig sjálft, að slíkt kemur hús
byggjendum og öðrum hér að
beztu haldi.
— Þó má þetta ekki skiljast
svo, að ég sé einhver einangr-
unarsinni. Ég vil auðvitað hafa
sem bezt samband við önnur
byggðarlög.
— Vinna ’ekki margir Hafn-
firðingar í Reykjavík?
— Jú, margir sækja vinnu
þarigað. En margir Reykvíking-
ar og Kópavogsbúar sækja líka
vinnu til Hafnarfjarðar. Hér er
vaxandi byggð. Hún hefur auk-
izt örar síðustu 3 til 4 árin en
nokkru sinni fyrr. Húsbygging-
arframkvæmdir eru hér um
allt, t.d. eru nú mörg stór fjöl-
býlishús í byggingu.
Svavar Gests skrítar um:
NÝJAR PLÖTUR
NÝJAR PLÖTUR. Allmikið
kom af nýjum plötum í
HSH í Vesturveri fyrir
stuttu. Þar er fyrsta lagið
„The Clapping Song“, sem
Shirley Ellis syngur. Þetta
er sérkennilegt lag, sem náð
hefur miklum vinsældum i
Ameríku og gæti sennilega
orðið vinsælt hér, en Shirley
er sérlega skemmtileg söng-
kona, síðasta platan hennar
„The Name Game“ var frá-
bær. Þá er Vic Dana þarna
með gamla og gó'ða lagið
„Red Roses for a Blue Lady“
sem var endurvakið fyrir
nokkru. Einnig er hann með
á sömu plötu lagið „Biue
Ribbons“, sem er eiginlega
skemmtilegra. Þá eru félag-
arnir frá Englandi, Freddie
& the Dreamers þarna með
eina og hálfa plötu. Fyrstu
tvö lögin eru „I’m Telling
You Now“ og „What Have
I Done to You.“ Bæði eru
nokkuð góð og það fyrra
öllu betra. Þessi hálfa plata
þeirra er lagið „You Were
Made for Me“, sem er mjög
gott en á bakhlið þess er
lagið „So Fine“ með hljóm-
sveitinni Beat Merchants
sem ex „not so fine“.
Og þá er það hann Her-
mann litli og hans Hermits
með lagið „Mrs. Brown
You’ve Got a Lovely Daught
er.“ Þetta er gamalt lag,
sem þeir félagar endurvöktu
þegar þeir voru í Ameríku
fyrir nokkrum vikum. Ekki
finnst mér lagið gott, en
það komst í efsta sæti vin-
sældalistans í USA fyrir
það, en þá voru Hermann
og félagar ákaflega vinsæl-
ir í Ameriku, þeim hefði
sennilega nægt að hósta inn
á plötu og hún hefði kom-
izt í efsta ssetið. Hitt lagið
á sömu plötu er „Dream on“
sem mig minnir að hafi not-
ið nokkurra vinsælda fyrir
5—6 árum, sæmilegt lag.
Beach Boys voru þarna
með lögin „Little Honda“,
sem aliltaf er vinsælt og
„Hushabye", sem er við-
kunnanlegt lag. Og þá er
Gary Lewis með metsölu-
lagið sitt „Count Me in“
sem hefur til skamms tíma
notið mikilla vinsælda víða
um heim. Lestina rekur svo
enska hljómsveitin Dave
Clark Five með lögin „Reel-
in and Rockin“ og „I’m
Thinking.“
Þá kom til HSH í Vest-
urveri margt skemmtilegt
af 33 snúninga plöturn. Verð
launaplatan Getz/Gilberto
með „The Girl from Ipan-
mena“ og fleiru frábæru.
„Hello Dolly“ og ellefu önn-
ur lög með Louis íslands-
fara Armstrong og fleira og
fleira og fleira. — ess.
Ævintýrið i Vesturdal
Framhald af bls. 9
betri verksmiðju og ódýrari en raun
varð á, ef hinnar norsku reynslu á þessu
sviði hefði notið við, og um leið hefðum
við fengið betri áburðarframleiðslu.
etta eru gamlar lummur og til-
gangslítið að rifja slíkt upp. En hér
kennur annað til umhugsunar, vakið af
þessum minningum og atburðum líðandi
ára, hjá Norsk Hydro.
í nóvember í haust hélt aðalforstjóri
Norsk Hydro fyrirlestur í norska verk-
fræðingafélaginu um „Norsk Hydro i
morgen“, eða með öðrum orðum hverj-
um augum hann horfði til framtíðar
þessa mikla fyrirtækis. Hann talar um
köfnunarefnið sem kjarnann í athöfnum
og framleiðslu N. H., þótt sífellt komi
fleira til, og hann gerir ráð fyrir stór-
aukinni köfnunarefnisþörf og fram-
leiðslu. Hann t.alar um það sem sjálf-
gefið að hlutur N. H. verði mikill og
stækkandi að því er kemur til fram-
leiðslu köfnunarefnisáburðar. Forstjór-
inn gerir ráð fyrir að notkun köfnunar-
efnisáburðar verði árið 1975 orðin um
40 millj. smalesta á ári. Til þess að fram-
leiða það magn þurfi á næstu árum að
byggja 200 nýjar áburðarverksmiðjur á
borð við hina nýju verksmiðju sem N. H.
er að byggja, svo sem fyrr var frá sagt,
og að til þess þurfi fjárfestingu sem
nemur 20 milljörðum króna. Og hann
gerir ákveðið ráð fyrir að N. H. verði
virkur aðili í þessari þróun, ekki aðeins
heima fyrir í Noregi, heldur einnig og
jafnframt utan landsteinanna. Frásögnin
um dönsku köfnunarefnisverksmiðjuna
sannar að þetta eru ekki orðin tóm, N. H.
lítur út yfir landamærin, ekki aðeins
sem seljandi og útflytjandi, heidur
einnig sem framleiðandi — hluthafi í
framleiðslu.
í hinum miklu umræðum um stóriðju
hér á landi gefur þetta allt mér ástæðu
til eftiríarandi hugieiðinga sem vart get-
ur verið nein goðgá að setja fram opin-
berlega.
Nú er áburðarbúskapurinn hjá okkur
með þeim hætti, að við höfum köfnunar-
efnisverksmiðju, sem er alltof lítil, og
þar að auki gölluð um gerð og fram-
leiðslu. Hugleitt er að stækka hana, og
sem raunar er eðlilagt, mun það vera
áburðarþörfin innanlands sem þar rek-
ur mest á eftir. Samt gæti verksmiðja.
sem framleiðir eingöngu eða mestmegn-
is fyrir innlendan markað, aldrei orðið
nema lítil verksmiðja, óheppilega lítil
miðað við það, sem er orðið um slíka
framleiðslu og vélvæðingu við hana.
Þá er Ijóst orðið og vart umdeilt, að
Framhald á bls. 13
-------------------- 25. tbl. 1905
10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS-