Lesbók Morgunblaðsins - 25.07.1965, Qupperneq 13
Teikninqar eftir Harald Gubbergsson
Sögur af ÁSA-ÞÓR. Úr Eddu Snorra Stur'usonar —
þfl TÓK AÓRR OPP 'oP ‘flflNI STEltt
rt/KINN OK KAST/JPI /»T HENMI OK
/1ÆZ.T/ 5VÁ : "Ar ÓSI SKPil 'A
STEHMA".
OK I ÞVÍ BILI BflR Hfl/VN
AT iAVDI OK FEKKTEKIT
REYNIRVWW /slÖKKVRfl OK
ÍTfia 5VÁ ÖRfltWl.l’Vl
ÍR WT ORtfTAK HAFT, AT
ne/NiR ffl cjö/?a A’óflj.
Kastalanum. Við heyrðum þrusk þarna
SKammt frá og . . . Það var of dimmt
tii að sjá, hver það var, og um leið
og hann kom auga á okkur lagði hann
á f’ótta, en við höfðum hrætt hann, svo
að hann hleypti af byssu sinni . . . . “
Hann hætti að segja frá og horfði á
hana eins og hann grátbæði hana að
fyi’a upp í eyðurnar á frásögninni.
I skúnhorninu ló Pétur Crouch eins
og tuskubrúða.
„Tommi!“ sagði frú Adis.
Vörðurinn hafði gleymt að gæta hurð
avinnar, og áður en hann fengi rönd
vað reist, hafði hún rifið opnar dyrnar.
Mennirnir fyrir utan höfðu augsýni-
lega beðið eftir þessu merki. Þeir komu
inn og báru eitthvað á fleka, sem þeir
lögðu frá sér á mitt eldhúsgólfið.
„Er hann dáinn?“ spurði frú Adis án
þess að fella tár.
Mennirnir kinkuðu kolli. Þeir áttu
ekki til eins þurrlega rödd og hún.
Úti í skúrnum var Pétur Crouch
hættur að svitna og skjálfa. Hann hafði
fengið móttinn með örvæntingunni, því
®ð nú vissi hann, að öLlu var lokið.
Þar að auki langaði hann ekki lengur
til að flýja frá því, sem hann hafði gert.
Ó, Tommi! Og ég sem hélt, að það
væri einn af bölvuðum vörðunum. Ó,
Tommi! Það lenti í þér, frá mér. Ég
býst ekki við, að mig langi að lifa
lengur.
— Og samt var lífið dásamlegt, vegna
þess að í Ticehurst var kona, sem var
honum jafntrú og Tommi hafði verið,
!kona, sem fús væri til áð fara með
honum á heimsenda, jafnvel nú. En
hann mátti ekki hugsa um hana. Hann
hafði engan rétt til þess. Líf hans var
B.Ú í höndum frú Adis.
Hún sat í gamla körfustólnum við
eldinn. Einn mannanna hafði hjólpað
her.ni að setjast þar. Annar maður hafði
á hrjúfan en vingjarnlegan hátt hellt
emhverju í glas handa henni úr flösku,
sem hann hafði í vasanum.
„Hérna, frú, súptu á þessu. Það styrk-
ir þig.“
„Við skulum fara upp að Ironlatch-
bænum og biðja frú Gain að koma nið-
ur eftir til þín.“
„Þetta er vissulega hræðilegt fyrir
þig. En það er vilji forlaganna eins og
fólk segir: Og hvað viðkemur mann-
inum, sem gerði það, þá höfum við
nokkuð sterkan grun um, hver það
muni vera, og sá skal fá að hanga.“
„Vjð sáum ekki framan í hann, en
við náðum byssunni hans. Hann kastaði
henm í viðarrunna um leið og hann
þaut í burtu. Ég gæti svarið, að þetta
er byssan hans Péturs Crouch, sem
allt hefir gert til bölvunar, síðan herra
Scales rak hann fyrir að stela korninu.“
„Samt býst ég nú við, að hann hafi
ekki vitað, að þetta var Tommi. Þeir
voru alltaf betri vinir en hann átti skil-
ið.“
P étur Crouch stóð nú uppréttur
og gægðist gegnum rifuna á hurðinni.
Hann sá frú Adis standa skjá'lfandi á
fætur og styðja sig við borðið um leið
og hún horfði í andlit dána mannsins.
Heil eilífð virtist líða á meðan hún
stóð þarna. Hann sá hana stinga hend-
inni í svuntuvasann, þar sem hún
geymdi lykilinn að skúrnum.
„Boormanns-piltarnir eru að elta
Crouoh" sagði Vidler og rauf þögnina
óst.yrkri röddu. „Þeim virtist hann hafa
bx’otizt í gegnum skóginn í áttina til
Ironlatch. Þáð eru víst engar líkur til,
að hann hafi verið hér í grenndinni?
Þú hefir líklega ekki séð hann í kvöld,
fru?“
Það var þögn.
„Nei“, sagði frú Adis. „Ég hefi ekki
séð hann. Ekki síðan á þriðjudag." Hún
dró nú höndina upp úr svuntuvasanum.
„Jæja, við ætlum að fara og sækja
frú Gain. Ég býst við, áð þér þætti gott,
að hún kæmi.“
Frú Adis kinkaði kodli.
„En viljið þið bera hann þarna inn
fyrst ', sagði hún og benti á svefnher-
bergisdyrnar.
Mennirnir tóku upp flekann og báru
hann inn í herbergið við hliðina. Síðan
tóku þeir hver um sig þögulir í hönd
œóðurinnar og fóru burtu.
Hún beið þangað til þeir höfðu
lokað dyrunum og gekk þá að skúr-
dyrunum. Crouch fór enn einu sinni
að skjálfa. Þetta fékk hann ekki af-
borið. Nei, þá vildi hann heldur dingla
í snörunni en lita framan í frú Adis.
Hann heyrði lyklinum snúið í skránni
og var næstum búinn að æpa upp yfir
sig.
En hún kom ekki inn. Sneri aðeins
lyklinum og gekk síðan yfir eldhúsið
þungum skrefum og lokaði sig inni í
herberginu hjá Tomma.
Pétur Crouch vissi, hváð hann varð að
gera, hið eina sem hún vildi að hann
gerði, hið eina sem hann gat mögu-
lega gert. Hann opnaði dyrnar og gekk
hijóðlega út.
Anna Maria Þórisdóttir þýddi.
Ævintýrið i Vesturdal
Framhald af bls. 10
hér er óhugsandi að efna til stóriðju
nema í félagi við erlenda aðila, er leggja
fram fé og reynslu til stofnframkvæmd-
anna, og hafi ennfremur sölu fram-
leiðslunnar á heimsmarkaðinum með
höndum, að mestu eða öllu leyti. Kísil-
gúrverksmiðjan er efst á baugi, og hef-
ir nokkra sérstöðu vegna hráefnisnám-
unnar miklu í Mývatni. Þar er gert ráð
fyrir erlendri hlutdeild og fyrirsjár um
um sölu. Aluminverksmiðja og virkjun
Þjórsjár er annað, og þar er gert ráð
fyrir erlendu fjármagni, sem algeru
meginatriði, bæði við stofnun, rekstur
og sölu.
Ekki veit ég hvað fleira hefir ver-
ið í athugun hjá stóriðjunefnd eða ann-
ars staðar. En því ekki tilbúinn áburður?
Eg tel mörg og mikil rök hníga að því,
að ný áburðarverksmiðja, svo stór að
hún miðaðist meira við útflutning en
notkun innanlands, sé eitt hið áiitleg-
asta á sviði stóriðju, sem við gætum hug-
leitt og athugað möguleika á að koma
í framkvæmd. En um leið er slíkt óhugs-
andi nema í samvinnu og sameign við
erlent stórfyrirtækj á þessu sviði, er
gæti gert allt í senn: annazt undirbún-
ihg og áætlanir að mestu leyti, með
þeim mönnum íslenzkum, sem bezt
vita, lagt fram fjármagn í miklum
mæli og byggt verksmiðjurnar með
okkur, og loks haft sölu framleiðslunnar
með höndum, að því er nær til útflutn-
ingsins. Við að hugleiða þessa mögu-
leika, fer vart hjá því, að Norsk Hydro
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
25. tbl. 1965