Lesbók Morgunblaðsins - 25.07.1965, Side 15
BÓKMENNTIR
Framhald af bls. 6
inni með föður sínum síðustu ár hans í
Ravenna. Boccaccio segir einnig að eftir
fráfall Beatrice hafi Dante kastað sér út
í pólitískar erjur og með slíkum ákafa og
dugnaði að hann var talinn til áhrifa-
mestu stjórnmálamanna í ættborg sinni
um 1295. Aðallinn var útilokaður frá
stjórnmálaafskiptum 1293; til þess að
geta tekið þátt í stjórnmálum urðu menn
að teljast til einhvers gildis eða iðnfé-
lags. Dante lét skrá sig sem meðlim gild-
is lyfsala 1295. Þessi áhugi stafaði bæði
af því, að hann reyndi með þessu að
gleyma sorgum sínum, og einnig af á-
huga á þjóðfélagsmálum. Það má geta
þess til, að hefði heppni fylgt honum
á stjórnmálasviðinu hefði hann ef til vill
afrækt skáldskapinn. Hann segist sjálfur
hafa stundað heimspeki á því tímabili
sem líður milli dauða Beatrice og út-
legðarinnar og þá væntanlega undir
handleiðslu lærðra munka af Dóminí-
kana- og Fransiskanareglum.
A þessu tímabili gerist það, að Dante
villist af réttri leið og ráfar um í dimm-
um skógi synda og lasta. Það er þá sem
Beatrice sendir Virgilíus til að leiðbeina
honum. Dante leggur Beatrice þessi orð
í munn:
Er hvarf til dufts mitt hold og veginn
greiddi
til himins, eilíf náðin, sálu minni,
þá var sem gleymskan æskuást hans
deyddi.
Og hann gekk dárans stig i vímu sinni
og villuljósin elti hann langar stundir,
en kvöl og beiskja óx í hugans inni.
(Þýð. Guðm. Böðvarsson).
Þetta gerist einhverntíma um 1300.
Menn vita ekki hver synd hans var, en
þess er getið til að heimspekilegar hug-
leiðingar hafi vakið með honum efa-
semdir um trúarleg sannindi; af þeim
gat hafa leitt að hann leitaði fróunar
í nautnum. Sár söknuður hans vegna
Beatrice hefur aukið á hina sálrænu
spennu og hann reynir að drekkja sorg-
um sínum og efa. Dante-fræðingum kem-
ur öllum saman um það, að þessi ár hafi
hann verið síkvalinn af efasemdum og
hugarvíli. Hann tók mikinn þátt í stjórn-
málum á þessum árum, en reyndi að
gæta hlutleysis og stuðla að samkomu-
lagi hinna stríðandi afla „hvítra“ og
„svartra". Bónifatíus VIII tók að hafa
afskipti af þessum deilum, til þess að
geta náð borginni undir vald sitt. Hann
fær liðveizlu Karls af Valois, bróður
Frakkakonungs. Dante varaði borgar-
búa við hættunni en það var of seint og
Dante var sendur til Rómar ásamt tveim
öðrum fulltrúum borgaranna til að frið-
mælast við páfa. Tveir þeirra sneru aft-
ur, en Dante fékk leyfi páfa til að hverfa
heim. Meðan á þessu stóð var Karli leyft
að koma til borgarinnar. Með honum
kom mikill fjöidi útlaga af flokki
„svartra“ og þeir ná völdum í borginni
í skjóli Karls. Nú hófust aftökur og út-
legðardómar og meðal útlaganna var
Dante; sakirnar sem á hann voru born-
ar voru upplognar. Þegar hann neitaði
að koma og verja sig var hann dæmdur
til dauða í fjarveru, í marz 1302.
essi framvinda málanna þrengdi
Dante í flokk þeirra „hvítu“, sem renna
nú saman við flokk Ghibellína í and-
stöðunni við páfavaldið. Tryggð hans við
hagsmuni ættborgar sinnar veldur því,
að hann hlaut að taka af skarið og vinna
með fornum andstæðingum. Nú upp-
byrjast þau dapurlegu útlegðarár og
stöðug barátta fyrir málstaðinn og heim-
komu. Það eru gerðar tilraunir til þess
að sigra fjandmennina með vopnum og
til þess að ná samningum, en allt bregzt.
Og 1304 gefst hann upp á samvinnu við
flokksbræður sína og „myndar eigin
flokk sjálfur" eins og hann segir í
„Himnaríki", XVII kviðu. Eftir þetta
fer hann um ítalíu, hann dvelur í Ver-
óna og síðar í Trevisíó og síðan í Padúa
og Bologna. 1306-1308 dvelur hann í
Lucca hjá göfugri konu, sem hann minn-
ist í „Hreinsunareldinum", XXIV kviðu.
Á þeim árum telja sumir höfundar að
hann hafi farið til Parísar, en aðrir telja
það fráleitt. Hann skrifar oft til Flórens,
bæði einstaklingum og opin bréf til íbú-
anna; hann reynir á allan hátt að vinna
hug þeirra svo hann megi hverfa heim
aftur, en árangurslaust. Vonir hans
vænkast aðeins um tíma þegar Hinrik
VII er kosinn keisari. Clement páfi í
Avignon sendir opið bréf til borganna á
italíu og hvetur þær til að bjóða hinn
nýja keisara velkominn, þvi að hann
muni færa hinu stríðsþjáða landi frið.
Dante tók þessu bréfi með miklum fögn-
uði og trúði orðum páfa eins og fleiri.
Ef til vill var nú hið langþráða jafn-
vægi á næstu grösum, jafnvægi andlega
og veraldlega valdsins. Dante ræðir
þetta efni í riti sínu „Um konungsveld-
ið“. Hann gerist nú harður Ghibellíni og
skrifar opið bréf til borganna á ítalíu og
hvetur þær til að taka vel á móti frelsar-
anum. Hann fór sjálfur á fund keirara til
þess að votta honum virðingu sína og
hann segir að sér hafi við það tækifæri
komið í hug þessi orð: „Sjá Guðs lamb,
sem ber syndir heimsins“. Friðarþráin
var ákaflega sterk með ibúum ftaliu og
þessi þrá batzt heimþrá Dantes, sem var
sívakandi með honum og veitti honum
aldrei frið. En þetta lamb varð að hafa
Ijónshjarta til að sigrast á þeim erfið-
leikum sem voru á næsta leiti. Borgirn-
ar risu gegn honum og Flórens styrkti
þær með fjárframlögum. Dante þóttí
þetta hin mesta svívirða og skrifaði borg-
urunum áminningar og hótunarbréf og
beiddist þess jafnframt af keisara, að
hann hraðaði för sinni til Flórens »g
tæki borgina. Flórensbúar veittu þeim
„hvítu“ sakaruppgjöf, en undanskildu
Dante. Keisarinn beið ósigur skammt frá
Flórens. Nú tók páfi að vinna gegn hon-
um og hann átti nú skammt eftir ólifað,
og við fráfall hans brustu vonir Dantes
bæði um frið á ítalíu og heimkomu sína.
Hann tók saman rit sitt „Um konungs-
veldið“ á þessum árum og í því heldur
hann mjög fram skoðunum Ghibellína
um keisaravaldið. En hann gafst ekki
upp og þegar Flórensbúar buðu honuna
sakaruppgjöf með vissum skilyrðum
1315, neitaði hann að þiggja boðið; hon-
um fundust skilyrðin auðmýkjandi.
Hann hafði þegar hér var komið sætt
sig að nokkru við orðinn hlut og leitaði
sér fróunar í verki sínu „Komedíunni“;
útlegðin varð honum sífelld hvatning til
þessa verks, sem fyllti það tóm, sem ella
hefði skapazt í sál hans. Hann vann að
þessu verki allan útlegðartímann. Þegac
hann neitaði sekt sinni var hann aftur
dæmdur til dauða í Flórens. Hann dvatdi
þessi ár í Veróna og minnist þess í
„Himnaríki“, XVII kviðu. Síðan fer
hann til Ravenna og þar virðist hann
una sér sæmilega; tveir synir hans dvelja
þar með honum og dóttir hans Antónía;
við dauða föður síns gekk hún í klaust-
ur og tók sér nafnið systir Beatrice.
Hann var kvaddur til Bologna til að
krýnast lárviðarsveignum. Sumarið 1321
er hann sendur til Feneyja á vegum
Guidos da Polenta í Ravenna; hann veik-
ist við heimkomuna og deyr aðfaranótt
13. september. Þá hafði hann nýiolcið
„Komedíunni". Hann var grafinn við
kirkju heilags Frans þar i borg.
LÉSBÓK MORGUNBLAÐSINS 15
25. t?bl. 1965