Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1965, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1965, Blaðsíða 2
I an Douglas Smith, forsætisráð- herra Ródesíu, hefur liótað því nokkr- um sinnum að slíta öll tengsl landsins við Bretland, segja sjálfstjómarnýlend- una úr lögum við „móðurríkið“ og tryggja með því fullkomin yfirráð hvítra manna í Ródesíu um ófyrirsjáan- lega framtíð. Bretar eru ekki reiðuhúnir að veita landinu algert sjáifstæði, meöan menn með skoðanir lans Smiths eru við völd. Þeirn finnst þeir eiga skyldum að gegna við landsmenn alla, bæði hvíta landnema og svarta frumbyggja. Slepptu Bretar hendinni af Ródesíu nú, væri meirihluti íbúanna, h.e. svertingjarnir, ofurseldur stjórn minnihlutans, þ. e. hvílra manna. F lestir Ródesíubúar, hvítir sem svartir, munu óska eftir sjálfstæði, en meirihluti hvítra manna í landinu vill viðhalda yfirráðum sínum yfir allri landsstjórn. Bretar hafa hins vegar lýst því yfir, að lýðræði og þingræði verði að vera tryggt í landinu, þegar þeir hverfi á braut. Þótt svertingjarnir séu ef til vill ekki almennt undir það búnir að taka alla stjórn mála í sínar hendur, hljóti bráðlega að koma að því, að þeir heimti sinn rétt, a.m.k. í samraemi við hlutfallslega skiptingu ibúanna. Hvítir menn eru nú 219.500 í landinu, en svert- ingjar 4.020.000. Upphaflega var ætlun Breta að koma á „samvirkri" stjórn, eða tryggja sambýli ólíkra kynþátta í Ródesíu, en með þvergirðingslegri af- stöðu sinni hefur Ian Smith og sálufé- lagar hans gert þá þróun mála líklega, að svertingjar sparki hvítum mönnum í burtu við fyrsta tækifæri. Meðan kosn- ingalöggjöfin er þannig, að hvítir menn hafi örugglega meirihluta á þingi, er hætt við' að svertingjar hallist að ofstækismönnum, sem vilja einskis skirrast við að hnekkja valdi hvíta mannsins. Frjálslyndir menn og hægfara áttu talsverðu fylgi að fagna áður meðal hvítra manna í Ródesiu, en nú virðast öfgamenn orðnir þar allsráðandi, menn, sem óttast að missa lönd sín og eignir og slá á strengi óttans meðal hvítra íbúa. Báðir aðiljar, Bretar og Ródesíustjórn, munu viija draga máiið á langinn. Breta fýsir ekki að þurfa að beita Ródesíu efnahagslegum þvingunum eða jafnvel senda þangað her, eins og sumir hafa stungið upp á. Ródesíustjórn er hvergi nærri tilbúin að rjúfa öll tengsl við Bret- land, nema það valdi landsmönnum miklu tjóni og óþægindum, og undir niðri óttast stjórnin, að Bretar sendi her á vettvang. F orsætisráðherra Ródesíu, Ian Smith, virðist njóta óskoraðs stuðnings hvítra manna i landinu nú, en ekki er langt síðan hann reri einn á báti í stjórn máialífinu þar. Stefna hans er að sumu leyti furðu óljós, og leiðir hans þekkir enginn. Samt virðast hvítir íbúar lands- ins treysta honum fullkomlega. Hann er sannfærður um það, að fengju allir landsmenn jafnan rétt, yrði þess ekki langt að bíða, að hvítir menn yrðu reknir úr landi. Hann er sann- færður um, að slíkt yrði landinu og ölium landsmönnum til óbætanlegs tjóns. Hann er andvígur „apartheid“- TRIST fflr SMIIH TRlfST him... to negotiate for an honourabte Independence TRUST him,.. to act responsibly in your interests TRUST him... to ensure the safetv oí us ail TRUST hím... he has the welfare of the Country at heart TRUST him... he leads a united resolute Party . TRUST HIM ABOVE ALL .. HE WiLL NEVER ‘HAND OVER’ RH0DESIA m ‘Fif?ST CH0ICE’ aná uniífi ®n ífiay 7 UMITt FO« Kosningaspjald með mynd af Ian Smith. sfefnu Suður-Afríkustjórnar og er ófeiminn við að andmæla þeirri stefnu opinberlega, þótt margir stuðnings- manna hans hallist að henni leynt og ljóst. Hins vegar telur hann hvíta menn eiga hlutverki að gegna í Ródesíu og til þess verði þeir að halda völdum nokkra hríð enn, e.t.v. allt fram undir næstu aldamót. Hann trúir því, að svert- ingar eigi eJtki að fá meiri áhrif í bráð á stjórn landsins en þeir hafa nú, en þau eru sáralítil. Hann hefur marglýst yfir því, að hvílir landnemar hafi rétt, sem þeir geti ekki afsalað sér, til þess, sem þeir hafi gert í landinu. Til þess að vernda þennan rétt, beri honum skylda til að grípa jafnvel til örþrifaráða, hvort sem Bretar eða svertingjar eigi í hlut. (Afstaða svertingja nú virðist einkum vera fólgin í því að bíða átekta og sjá hvað setur). Hann bendir með stolti á ai'rek hvíta mannsins í Ródesíu og. blómlegt efnahagslíf og segir: Þetta gerðu afar okkar, feður og við sjálfir. Þessu afsölum við okkur aldrei. Aftur á móti segist hann vera fús til að deila kjörum með svertingjum, þegar þeir séu „færir til þess“ (— að hans eigin áliti að sjálfsögðu). Ian Smith, sem stjórnar nú síðasta vígi hvítra manna í Mið-Afriku, er 46 ára gamall, Skoti að ætt. Faðir hans, Douglas Smith, fluttist frá Hamilton í Skotlandi til Ródesíu árið 1898, þegar hann var 21 árs gamall. Hann settist að í litlum landnámsbæ, Selukwe, og fékkst við ýmislegt, gullgröft, kaupsýslu, nautgriparækt og pylsugerð. Hann tók þátt í stjórnmálum staðarins og setti á stofn skóla fyrir múlattabörn, sem enn ber nafn hans. Ian Smith er hreykinn af því, hve faðir hans lét sér annt um svertingja og múlatta, og heldur því fr.am, að engin hvít fjölskylda í Ródesíu geti státað af betri sambúð við frum- byggja en haps eigin. Ian Smith er fædd ur 8. apríl 1919, yngstur þriggja sysc- kjna og eini sonurinn. Honum gekk vel í skóla og var einkum frægur fyrir þátt- tölcu sína í íþróttum. Hann setti mörg met á æskuárum sínum, sem nú fyrst er verið að hnekkja. A.rið 1940 gekk hann í brezka flug- herinn og var tvívegis skotinn niður. í fyrra skiptið var það í Saharaeyðimörk inni, og slapp hann þá með naumindum lífs af, töluvert slasaður. Þurfti þá að skera hann margsinnis upp í andlitið, og ber hann þess enn nokkrar menjar. I síðara skiptið var hann skotinn niður yfir Pódalnum. Honum tókst að komast undan handtöku og náði sambandi við ílalska skæruliða, sem tóku hann í sinn hóp og gerðu hann að lokum að majór í flokki sínum. Hann barðist með skæru- liðum víðs vegar á Norður-Ítalíu I fimm mánuði, en þá kvaddi hann ítal- ina og lagði af stað gangandi yfir Alpa- fjöll áleiðis til víglínunnar í Fral.'k- landi. Honum tókst eftir mikið erfiði og gífurlega áhættu að ná sambandi við bandamenn í Norður-Frakklandi, og innan skamms var hann aftur farinn að fljúga; að þessu sinni í árásarferðir yiir Þýzkaland. A.g heimsstyrjöldinni lokinni lauk hann námi í viðskiptafræði í Suður- Afríku. Síðan hélt hann heim til 1 a- garðs síns í Selukwe. Árið 1948 kvænt- ist hann ekkju frá Suður-Afríku, sem var kennslukona í nágrenninu, og hóf þátttöku í stjórnmálum. Fyrstu árin bar lítið á þessum unga bónda á þingi. Hann var þingmaður á þingi Suður-Rhódesiu, sem þá hét, og síðar á þingi Sambands- ríkis Suður-Rhódesíu, Norður-Rhódesíu. og Njassalands (Nyasalands). Hann var þekktur í þingmannahópi fyrir hörrcu, ósveigjanleika og ósáttfýsi, en annars vissu fáir af tilveru hans. Árið 1961 sagði hann sig úr flokki sínum og lagði niður þingstörf í mótmælaskyni við .nýja stjórnarskrá fyrir Ródesíu. Hann var eini maðurinn, sem það gerði, en þetta vakti ekki mikla athygli, því að hann var enn nær óþekktur. 1963 var sam- bandsríkið leyst upp. Norður Rhódesía varð algerlega sjálfstætt ríki og he.úr nú Zambia, sömuleiðis Njassaland, sem nú nefnist Malawi. (Afrískir þjóðernis- smnar kalla Ródesíu Zimbabwe). Ian Smith sá nú, að svertingjar réðu öllu í fyrri sambandsríkjum Ródesíu, og hann ákvað að koma í veg fyrir, að sams konar örlög hentu Ródesíu. Á tveimur árum hefur honum tekizt að fylkja hvítum íbúum landsins að baki sér. Hvernig gat þetta orð.ð? Svarið felst í persónuleika Smiths. Hann er óbilgjarn dugnaðarforkur, sem kemst þannig, er hann ætlar sér. A örskömmum ~ tíma hefur hann brotið Framhald á bls. 9 FramKv.stj.: Sigíus Jónsson. Ritstjórar: SigurSur Bjarnason frá Vieur. Matthias Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstrœti 6. Sími 22480 Utgefandi: H.f. Arvakur. Reykjavfk. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 31. tbl. 1965

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.