Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1965, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1965, Blaðsíða 6
BÓKMENNTIR Framhald af bls. 5. samt að manni, hvort Þjóðleikhúsið hafi ekki nóg með stóra sviðið, jafnfámennur sem leikarahópur þess er. Ef Lindarbær yrði til þess að draga að einhverju leyti úr starfinu á aðalsviðinu, væri verr farið en heima setið. Engu skal um það spáð. Ávinningurinn að Lindarbæ er þó að minnsta kosti sá, að Leiklistarskólinn fær þar loksins sæmilegan samastað eftir 15 ára hrakninga og niðurlægingu. Hefði það gjarnan mátt gerast fyrr og án allr- ar ádeilu. En það þurfti víst til! Hin gamla lumma, Kardimommubær- inn, var enn einu sinni notuð til að fylla upp í gloppu á þessu fátæklega leikári S annleikur í gifsi eftir Agnar Þórðarson var sjöunda nýja verkefnið. Það fékk slæma útreið, verri en búast hefði mátt við, eftir því sem handritið kom mér fyrir sjónir, þegar ég las það. Eg heyrði að gerðar hefðu verið á því breytingar. E.t.v. hafa þær ekki verið til bóta. Leíkstjóri var Gísli Alfreðsson, og sýningar urðu 9. Þriðja ísle»zka verkefnið á leikárinu var Jámhausinn, eftir þá Múlabræður, Jónas og Jón. Það er eins konar revía eða óperetta, að mörgu leyti smellin, með skemmtilegum söngvum eins og þeirra bræðra var von og vísa. Skiptar skoðanir voru um að velja það sem afmælissýningu ríkisleikhússins. Ég man ekki til að hafa heyrt þess getið, að leikari héldi hátíðlegt 15 ára leikafmæli sitt, hvað þá stofnun eins og Þjóðleik- húsið, sem á að standa um aldir! Aldar- fjórðungsafmælið er sjálfsagt að halda hátíðlegt, en kannski þykir þá einhverj- um súrt í broti að horfa á það úr fjarlægð! Sýningar urðu 25, allvel sóttar. Ellefta nýja verkefnið á leikárinu (ef allt dótið er talið) og það síðasta, var óperan Madame Butterfly eftir Puccini. Leikstjóri var Leif Söderström og hljóm- sveitarstjóri Nils Grevillus. Þetta hugljúfa verk er frægt fyrir unaðslega tónlist og fallegan róman- tiskan texta. Sýningin heppnaðist mjög vel, og mátti mest þakka það leikstjóra og hljómsveitarstjóra, og svo sænsku söngkonunni Rut Jacobson, sem söng og lék titilhlutverkið með afbrigðum vel. Vert er einnig að geta Svölu Nielsen (þó leikarar hafi ekki verið nafngreind- ir í þessu skrifi), sem kom vist mörgum á óvart með ágætum leik og enn betri söng í hlutverki þernunnar, Suzuki. F áir efuðust víst um, að þessi hug- þekki söngleikur næði hylli leikhús- gesta og hvert kvöld í júní yrði notað, enda voru ekki aðrar sýningar á dag- skrá þann mánuð. En sýningarnar urðu aðeins 13 og ekki vel sóttar. Hver er orsökin til þessa tómlætis? Er kannski komið svo, að smekkur leikhúsgesta sé að spillast af því að horfa sífellt á skvísusýningar og annað innantómt létt- meti, eins og Stöðvið heiminn, og fleira a* því tagi? Slíkt er lafhægt, ef mark- visst er unnið að lágkúruskapnum. Ég trúi því þó illa, svo góðir leikhús- gestir sem íbúar Reykjavíkur eru. Kóreuballettinn Arirang hafði þrjár gestasýningar í Þjóðleikhúsinu. Tónleikar og listdanssýning. Höfund- ur og stjórnandi danssýningarinnar, sem fram fór í Lindarbæ, var danskennarinn Fay Werner. Fyrst hún gat stjórnað þess- ari opinberu danssýningu, þá verður manni að spyrja, hvers vegna hún var ekki líka látin stjórna dansinum í Járn. liausnum, í stað þess að kaupa rándýr- an ballettstjóra frá útlöndum. Ekki voru þeir dansar svo vandasamir, að hún hefði ekki leikandi skilað þeim með prýði. Þetta á maður dálítið örðugt með að skilja. Sven Aage Larsen hafði verið pantaður sem leikstjóri, en svo var Baldvin Halldórsson leikstjórinn. Ennþá óskiljanlegra! Gísli Halldórsson, Haraldur Bjömsson og fagrar konur". etta er þá summa leikárs Þjóð- leikhússins 1964—65. Eitt einasta veru- lega frambærilegt verk (Virginía Woolf) og svo Madame Butterfly, sem þó varla getur talizt að vera innan hins eigin- lega verkahrings ríkisleikhússins. Svo segir leikhússtjórinn, að hann reyni eftir beztu getu að komast hjá að sýna innihaldslausa gamanleiki og ein_ tcmt grín! (Alþýðubl. 1. ágúst). Hefur íslenzka þjóðin ráð á að fleygja milljón- um í svona leikritaval? Hvar á þetta eítir að lenda, þegar svona hrakar ár frá ári? Leikför leikaranna fjögurra með Virginíu Woolf tókst vel að sögn, þó þetta leikrit sé að ýmsu leyti óheppilegt til leikfara, nema hvað það er mann- fátt. Ekkert annað var til, sem gerlegt þótti að senda. Fyrir sliku verður vitan- lega að hugsa, þegar leikrit eru valin fyrir hvert leikár. Þjóðleikhúsið hefur of Oft vanrækt þessar ferðir. Minna má á, að landsbúar allir eiga jafnan rétt eða jafnvel heimtingu á að njóta sýninga Þjóðleikhússins. Þessar leikfarir eiga að vera fastur árlegur liður í starfsemi leikhússins. Vanda verður bæði til verk- efnavals og sýninga. Forðast á að fara með verk sem hneykslun valda. Ef að öllu leyti er vel að þessum ferðum búið, geta þær orðið mikilvægur þáttur í leik- menningu allrar þjóðarinnar. Einhver vonarglæta er kannski um, að þjóðleikhússtjóri fari að skilja þetta, ef taka má alvarlega ummæli hans í Alþýðublaðinu 1. ágúst s.l. þess efnis, að Þjóðleikhúsið sé stofnun allrar þjóð- arinnar, ekki aðeins fárra útvaldra. Minna en 15 ár nægði ekki til að skilja svo sjálfsagðan hlut. Miklir menn erum við! Uvernig lítur svo afrakstur leik- ársins út í samanburði við þann loforða- lista sem þjóðleikhússtjóri — með nokkru vfirlæti — lét birta í helztu dagblöðum Reykjavíkur á liðnu hausti? Hér eru nokkur loforðanna: 1. Eftir syndafallið eftir Arthur Miller. Ekki sýnt. 2. Arturo Ui eftir Bertolt Brecht. Ekki sýnt. 3. Staðgengillinn eftir Rolf Hochhuth. Ekki sýnt. 4. Ferðin til Limbo eftir Ingibjörgu Jónsdóttur. Ekki sýnt. 5. tslenzkur ballett. Ekki sýndur. 6. Gestaleikur óperu frá Stuttgart. Sást aldrei. Auglýst var ennfremur, að leikarinn og Gúðmundur PáLsson í „Þjófar, lík og leikstjórinn Gísli Halldórsson mundi vinna við Þjóðleikhúsið eitthvað í fyrra- vetur, sem aldrei varð. Nú er það svo, að leikritaval leikhúss getur raskazt fyrir ófyrirsjáanleg atvik. Því er það, eins og oft hefur verið bent á bæði af mér og öðrum, að þessar gráðugu auglýsingar í blöðunum geta verið stórhættulegar. Að hrópa upp um hluti, sem ekkert er fastákveðið með, lík lega til að geta slegið um sig með löng- um lista af verkefnum, hverju þjónar það? Það er satt að segja lítið undrunar- efni þó leikárið sé iélegt, þegar fjögur af veigamestu verkefnunum ganga úr skaftinu: Miller, Brecht, Hochhuth og þýzki gestaleikurinn. E g vil ekkert segja um aðsókn að sýningum Þjóðleikhússins á liðnu leik- ári. Sæmileg hefur hún víst verið að allflestum leikritunum, ef nokkuð má taka mark á þvi sem auglýst er þaðan. Hitt bendir þó til að mikil aðsókn hafi verið frekar sjaldgæf, þegar biðraðir þykja svo mikill viðburður að þær eru ljósmyndaðar og sýndar í blöðunum. Það hefði orðið kostnaðarsamt fyrir Leik félag Reykjavíkur, ef birta hefði átt myndir af öllum biðröðunum þar frá jólum til leikársloka Af Leiklistarskóla Þjóðleikhússins er fátt að frétta. Hann hefur að minnsta kosti fengið þak yfir höfuðið og líklega emhvern vinnufrið. Bezt mun líklega að tala sem minnst um kennarana. Það mun vera sá sami fríði flokkur og áður, þó sumir kenni stutt og stopult. Að loka- prófi liðnu fær alþjóð að sjá hinn mikla ái-angur. ★ ★ (Áöur en ég sTcil við Þjóöleikhúsiö, langar mig til aö skjóta hér inn í sviga nokkrum athugasemdum — aö gefnu tilefni: Var þaö ekki dálítið ðsmekklegt af háttvirtum leikhússtjóra að líkja okk- ar kœra Þjóöleikhúsi viö dýragurð (Tíminn 23. maí s.l.) Svo slœmt er þaö þó varla! Þó liin konunglegu og göfugu Ijón séu fyrir utan, mœttu menn kannski hafa leyfi til aö vona, aö litli wpakötturinn — sem er ekkert konunglegur — fái þó aö vera innan dyra enn um skeiö, svo hœgt sé um hríö aö skemmta sér viö fáránleg til- tœki hans. Viö vonum hiö bezta! Rétt mun þaö líklega vera aö ein- hverju leyti (Tíminn), aö mér hafi einhverntíma oröiö á sú skyssa aö gefa viröulegum leikhússtjóra nokkur hrós- yröi — í gustukarskyni.. Vildi sœma hann á góöri stund einhverju sem hon- um haföi aldrei áöur hlotnazt og mundi heldur aldrei á hans fjörur rekxi. Mikilsvert hefur þetta þótt! Svo mikilfenglegt aö ástœöa þótti til aö birta þessi orö í opinberu blaöi, lík- lega til aö fœra sönnur á, að honum vœri þó ekki alls varnaö, úr því Har- adur léti sig hafa aö láta slíkt á þrykk út ganga. „Litlu veröur Vöggur feg- inn.“ Einhver Kristín Magnúss lœtur ýta sér fram á ritvöllinn í Morgunblaöinu 30. mai s.l. meö ógeðslegar dylgjur og getsákir í garö manna sem eytt hafa mestallri œvi sinni í óeigingjarna bar- áttu fyrir uppbyggingu leiklistar þessa lands. í skjóli verka þeirra nýtur þessi kvenpersóna þó — og fleiri — síns daglega lífsviöurvœris. &!cki veit ég til þess, að nefnd kona hafi ennþá unniö leiklistinni hér nokk- urt gagn, og meö þessum skilningi á málefnum leikhússins virðist ekki útlit fyrir, aö hún eigi nokkurntíma eftir að gera það. Haldbetri rök, skarpari penna og ögn meiri gáfur þarf til aö reka slyðrw- oröiö af Guðlaugi Rósinkranz og hans síendurtekna og síversnandi fúski í þessari listgrein. Menn geta tékiö málstaö góös mál- efnis, þegar verið er aö misþyrma því, án þess aö fyrir þeim vaki persónu- legur hagnaöur af neinni tegund. En þaö skilja þessar manntegundir auö- vitað ekki, og varlega skyldi fariö i að treysta forskrift vafasamra heimild- armanna. Þaö er álgerlega vonlaust verk fyrir Guölaug Rósinkranz og alla hans att- aníossa að reyna meö mæröarfullum blaöagreinum og vœmnu sjálfshóli að leitast viö aö lauma því inn hjá lands- fólkinu, aö óhreinar og eigingjarnar hvatir hafi ráöiö mér og öörum eldri leikurum í brautryöjendastarfi okkar. Því trúir enginn. Hans hlutur veröur aöeins að verri. Leikhússtjórinn œtti jafnan aö hafa þaö vel hugfast, aö hann jórtrar sína tuggu viö jötu, þar sem honum meiri menn hafa gefiö á garöann). LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR JJ já_ Þessu félagi var leikárið 1964-65 óvenjulega athafnasamt. 218 sýningar. Árið áður urðu þær 156. 41 þúsund leikhúsgestir. Árið áður voru þeir 28 þúsund. Leikárið hófst með sýningum á „eilífð arleikriti“ Jökuls Jakobssonar, Hart í bak, 1 uppsetningu Gísla Halldórssonar. Þetta var þriðja leikárið sem það var sýnt. Að þessu sinni urðu sýningar þó aðeins 10, af því einn aðalleikandinn var ráðinn við Þjóðleikhúsið. Uppselt var á allar þessar sýningar, og komust ekki allir sem vildu á þá síðustu. Þessu leikriti hafnaði Þjóðleikhúsið á sínum tíma. Mörgum hefur veitzt erfitt að skilja hið fullkomna og stórkostlega gengi þessa leikrits. En getur ekki verið að almenningi finnist verkið tala til sín, og menn skilji og hafi áhuga fyrir lífi og örlögum þessa íslenzka fólks sem þar kemur fram, og vilji því sjá það. Og ekki kannski hvað sízt vegna þess, að sýningin er öll mjög vel leikin og prýoi- lega sviðsett. Brunnir kolskógar eftir Einar Pálsson, leikstjóri Helgi Skúlason, og Saga úr dýragarðinum eftir E. Albee, leikstjóri Erlingur Gíslason, voru næstu viðfangs- efnin. Þessir 2 einþáttungar voru sýndir saman. Hinn síðarnefndi 18 sinnum, 10 Framhald á bls. 11. 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS. 31. tbl. 1965

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.