Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1965, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1965, Blaðsíða 5
Yfirlit yfir leikáriö ‘64-‘65 Eftir Harald Björnsson ÞJÓÐLEIKHÚSH) Aliðnum vetri var óvenju- mikið skrifað um starf- semi leikhúsanna í Reykjavík. Ég mun þó halda mér við þann ásetn- ing að skrifa árlega nokkurt yfir- lit yfir frammistöðu þeirra. í Alþýðublaðinu 1. ágúst s.l. við- urkennir Guðlaugur Rósinkanz, að leikárið í Þjóðleikhúsinu hafi að uokkru leyti misheppnazt. Má það víst til sanns vegar færa, og er vissu- lega spor í rétta átt að geta viður- kennt sín eigin mistök, þó fyrr hefði mátt koma fram. Leikár Þjóðleikhússins hófst með sýningum á fjórum verkum frá fyrra leikári: Táningaást, Chardasfurst- ínnan, Mjallhvít (barnaleikrit) og Kröfuhafar (í Lindarbæ). Síðar kom Kardemommubærinn (einnig barna- leikrit). Sem sagt fimm gömul verk- efni. Hlutu þau dræma aðsókn, nema helzt Chardasfurstinnan, sem entist lengst. Fyrsta nýja verkefni leikársins var K. aftaverkið eftir William Gibson. Leikstjóri var Klemenz Jónsson. Sýning- in var miður heppnuð. Varð lítið úi henni í samanburði við hina frábæru kvikmynd xeiksins, sem og við mátti búast. Sýningar urðu samt 25, og voru þær mest sóttar af skólafólki. Hið nýja verk Guðmundar Steinsson- •r, Forsetaefnið, fékk ekki sem beztar viðtökur. Aðsókn var slæm og blaða- dómar eftir því, þótt sumt gott mætti «im leikritið segja. Leikstjóri var Bene- dikt Árnason, og sýningar urðu 13. ► úizt var við merkilegri jólasýn- Ir.gu — aðalleiksýningu ársins. En hvað Bkeður? Þjóðleikhúsið býður upp á Stöðvið heiminn! eftir þá Bricusse og Newley undir leikstjóm Ivo Cramers. Ekki er hægt með sanngirni að segja annað en þetta hafi verið harla ómerki- legt leikrit með einum leikara í aðal_ hiutverki, sem var mjög vel af hendi leyst. Kona í hinu aðalhlutverkinu, sem liklega varla telur sig vera leikkonu, þótt hún næði mikilli hylli í hinni marg- umtöluðu „Lady“. Hitt vora mest statist- ar og dansstúlkur. Sýningar urðu þó 28, en aðsókn ekki verulega góð. Komið hefði getað til mála að sýna þetta létt- meti snemma að hausti eða seint að vori, en sem jólasýning ríkisleikhússins — herra minn trúr! Það á ekki af þeim að ganga jólasýningunum í því húsi! Hver er hræddur við Virginíu Woolf, eftir Edward Albee undir leikstjórn Baldvins Halldórssonar, var sýning sem leikhúsið gat verið þekkt fyrir. Vel skrifað leikrit, þó ljótt væri og vafasamt um erindi þess á íslenzkt leiksvið. Aðal- hJutverkin voru mjög vel leikin. Persón- urnar voru aðeins fjórar, og því var verkið valið til leikfarar í sumar, sem gekk með fullum sóma, þótt sumir hneyksluðust. Þeir um það. Sýningar urðu 33. Leikþættirnir Nöldur eftir G. Wied, og Sköllótta söngkonan eftir Ionesco, voru sýndir í Lindarbæ. Þetta voru mjög sæmilegar smásýningar og all-lengi leiknar. Leikstjóri var Benedikt Arna_ son. Um hlutverk þessa litla leiksviðs eða hverja þýðingu það kann að hafa, er fátt hægt að segja ennþá. En það hvarflar Framhald á bls. 6. Helga Valtýsdóttir, Róbert Amfinnsson, Anna Herskind og Gísli Alfreðsson í „Hver er hræddur við Virginu Woolf?“ óperetta hins íslenzka pjóöfé- lags veröur fjörugri og litríkari meö hverju árinu sem líður. Leik- endurnir veröa hlutverkum sínum œ innlífari og sýna stööugt meiri tilþrif. Hégóminn, tildriö, hrœsnin og sýndarmennskan veröa œ um- fangsmeiri á leiksviöinu, og leik- gleöi þátttakenda hefur aldrei ver- tð meiri en nú. Á veröbólgusviöinu er mikiö líf i tuskunum, og fer nú brátt aö reka aö þvi aö lýsing Stefans Zweigs á ástandinu % Þýzkalandi upp úr fyrri heimsstyrjöld eigi viö um ísland. „Vikadrengir stofnuöu banka og bröskuöu meö alls konar gjaldeyri. En himinhátt yfir alla aöra gnœföi stórgróöamaöurinn Stinnes. Hann fœröi sér veröhruniö í nyt meö því aö táka stórlán og kaupa állt, sem falt var, kola- námur, skip, verksmiöjur og hlutábréf, lvallir og óöul, í raun- inni fyrir ekki neitt, því hver fjárhœö og skuld varö <aö engu. Brátt var fjóröungur Þýzka- lands í hönd- um hans. Al- menningur þar x landi hefur álla tíö veriö ginn- keyptur fyrir veráldar- gengi og var svo viörinis- legur aö hylla hann sem ein- hvern snilling“. Kannast menn ekki viö þessa lýsingu, bara í smækkaöri mynd? Eru ekki ein- kennin hin sömu? Á Islandi hefur smygl og álls- kyns svindilbrask tekiö svo stórstíg- um framförum, aö fjölmennir hóp- ar rnanna, állt frá sjómönnum nið- ur x viröulega kaupsýslumenn, eru farnir aö hafa af því fastur tékjur. Skattsvik eru í algleymingi, þrátt fyrir nýtískulegan sviösbúnaö eins og „skattálögreglu“. Ríkisstarfs- menn x hœstu launaflokkum, sem þar á ofan táka viö konsúlsembœtt- um (þaö mun vera einsdæmi í nokkru siðmenntuðu ríki), bera minni skatta en vinnukonur. Skatt- skráin x heild er einhver forvitni- legasta heimild, sem tiltœk er, um sjálfsviröingu núlifandi Islendinga. Fjármáláhneyksli koma upp meö jöfnu millibili áriö um kring, en á þeim er aö jafnaði tekiö meö silki- hönskum, enda komast dæmdir menn til œöstu metoröa x þjóöfé- laginu. Ráöherrar selja ríkinu hús- eignir viö okurveröi samkvœmt mati undirmanna sinna, en stjórn- málaforkólfarnir þvo hendur sínar í áviröingum hver annars, og er það mikill kattarþvottur. Vinnusvik og vinnuokur ákveö- inna faglœröra stétta þjóöfélagsins (sem í rauninni mynda x samein- ingu einskonar yfirstétt x landinu) skapa vandrœöi sem enginn treyst- ist til þess aö leysa af ótta viö óvinsœldir eöa atkvœöatap, en þess- ar hálaunastéttir halda árlega fram nýjum kröfum um minni vinnu og meira kaup. Landbúnaöarpólitíkin er sérstákur þáttur óperettunnar, sem ekki er skiljanlegur höfundum sínum, hvað þá heldur öörum. Skólamál þjóöarinnar eru t öng- þveiti og fjárframlög hins opin- bera til menntastofnana og bóka- safna jaðra viö grín. Hlutfállstála þeirra, sem ganga menntaveginn, er lœgri hérlendis en x nokkru ná- grannalandi, og á það sinn stóra þátt í vaxandi fúski og hálfkáki á öllum sviðum þjóölífsins. Fúskiö er oröiö þjóöareinkenni íslendinga, enda gefur það langmest í aöra hönd og fleytir mönnum lengst x metoröákapphlaupinu. Yfir öllum hinum sundurleita sviösbúnaði xslenzku óperettunnar trónar svo hinn frœgi Keflamkur- gálgi, ginnheilagt tákn dátasjón- varpshjaröarinnar. Er nema von menn liti björtum augum á fram- tíöina? s-a-m. Sl. tbl. 1965 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.