Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1965, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1965, Blaðsíða 11
Iiluti af bandarísku liáskólahverfi- HÁSKÓLAR Framíhald af bls. 1. sem mannsandinn hefur fundið þörf og löngun til að glíma við. Þegar nemandi innritast í College (sem er fyrri hluti hásklóans) er hann 18 eða 19 ára gamall og hefur að baki 12 ára nám í barna- og unglingaskólum. Flestir nemendur hafa, þegar nám í College hefst, ákveðið hvaða sérgrein þeir hyggjast leggja stund á. Aftur á móti, ef engin sérgrein er valin, þá getur nemandinn byggt námsskrá sína með það fyrir augum að öðlast sem víðtækasta menntun á ýmsum svið- um. Menntagráður. Hískólar Bandaríkjanna eru tví- skiptir. Fyrri hlutinn, College, veitir Baehelors-gráður (sveinspróf), síð- ari hlutinn veitir Mastersgráð- ur (meistarapróf) og doktorsgráður. Því fer fjarri að allir háskólarnir séu steyptir í nákvæmlega sama mótinu, en í aðalatriðum eru þeir allir eins upp- byggðir. Upplýsingar þær, sem nér eru lagðar fram, eru fengnar úr námsskrám stærstu skólanna í miðvestur-fylkjun- um. Námstíminn fyrix Bachelors-gráðu er venjulega fjögur ár, og lágmarkstala þeirra kennslustunda sem nemandinn verður að sækja á þessu tímabili er 1860. Mjög strangt er tekið á fjarvistum, og þar sem mjög hratt er unnið við þessa skóla og yfirferð þar af leiðandi mikil, þá er ekki hlaupið að því að vinna upp tapaðan tíma. Skólaárinu er ýmist skipt í tvö eða þrjú námstímabil, og eru því próf í allflestum námsgreinum tvisvar eða jafnvel oftar á vetri hverjum. Prófkröfur eru yfirleitt strangar og eru einkunnir gefnar í bókstöfum: A, B, C, D, F, sem svara til 4, 3, 2, 1, 0. Meðal- einkunnir eru reiknaðar út tvisvar eða þrisvar á vetri, og verður nemandi í College að hafa C (2) eða hærra í með- aleinkunn til að fá að halda námi á- fram við skólann. Nemendur í fram- haldsdeildum verða að hafa B (3) eða hærra í meðaleinkunn, og fái þeir ein- kunnir fyrir neðan B í aðalnámsgreinum þýðir það í flestum tilfellum brottrekst- ur úr skóla. Eins og af þessu má ráða, er hér um sífellda spennu að ræða, enda er sérhverjum nemanda það vel ljóst að námið er ekki leikur, heldur ströng vinna. Þó nemandi ljúki Bachelors-gráðu við einhvern skóla, þá er það engin trygg- ing fyrir því að hann fái að halda þar námi áfram og vinna að næstu gráðu, sem er Masters-gráða. Margir hinna betri skóla krefjast inntökuprófa af öllum sem hafa hug á að stunda nám við fram- haldsdeildirnar og gildir það jafnt fyr- ir þá sem tekið hafa Bachelors-gráðu við viðkomandi skóla. Lágmarksnámstími fyrir Masters- víðtæka almenna menntun og tök væru gráðu er eitt ár, og leggur þá nemand- inn eingöngu stund á sérgrein sína og skyld námsefni. Fyrir utan hin venju- legu próf þarf nemandinn að sækja minnst 360 kennslustundir, áður en hann fær leyfi til að leggja fram ritgerð sína og taka tilskilin lokapróf. Þegar þessum áfanga er lokið þarf nemandinn iðu- lega að taka enn eitt inntökupróf, hafi hann í hyggju að vinna að doktors- gráðu. Lágmarksnámstími fyrir doktorsgráðu er tvö ár, og sækir nemandinn minnst 720 kennslustundir á þeim tíma. Þetta er algjört lágmark, en í mörgum grein- um eru kröfurnar mun strangari, sér- staklega í vísindum og verkfræði. Há- markstíminn fyrir þessa gráðu er venju- lega sjö ár, og er ástæðan fyrir því sú, að vegna fjárhagsörðugleika neyðast margir nemendur til þess að fá sér at- vinnu strax að lokinni Masters-gráð- unni, en með þessu móti er þeim hins vegar gert kleift að vinna að doktors- gráðu við háskólann yfir sumartímann. f flestum greinum er því þannig farið, að vinnan fyrir þessa gráðu er að mestu fólgin í ýmiskonar rannsóknum á lítt eða óþekktum efnum. Það er því algengt að doktorsefni í vísindum, sem og í öðrum greinum, leggi fram drjúgan skerf af merkilegum ritgerðum sem birtar eru í ýmsum vísinda- og menningarritum. Af framansögðu verður það ljóst, að ef háskólanám vestra gengur snurðulaust fyrir sig, þá hafa nemendur í mörgum greinum möguleika á að ljúka öllu þessu „skyldunámi", og þar með doktorsprófi 25 ára gamlir. Aðalatriðið hér er það, að fólk þetta fer út í alvöru lífsins á bezta aldri, og töluvert fyrr en gengur og gerist í Evrópu. Rétt er að geta þess að það hvarflar að fáum háskólamönnum vestra, að öllu námi sé lokið um leið og þeir fá prófskírteini í hendur. Hin öra þróun á öllum sviðum í dag leiðir það óhjákvæmilega af sér að hver sá sem ekki fylgist með því, sem er að gerast, dregst fljótlega aftur úr. Því er það svo, að ýmis fyrirtæki og vísinda- stofnanir í Bandaríkjunum halda nám- skeið og reka kvöldskóla til að gera starfsfólki sínu kleift að fylgjast með þeim ýmsu nýjungum sem ávallt eru að koma fram. Þess er beinlínis kraf- izt af ungum prófessorum vestra, að jafnframt kennslustörfum vinni þeir að sérgreinum sínum, vinni við rannsókn- ir, skrifi timaritsgreinar og bækur, sæki ráðstefnur og fylgist eftir fremsta megni með öllu markverðu sem er að gerast í sérgreinum þeirra. E g tel ekki ósennilegt, að ýmsir ís- lenzkir háskólakennarar og aðrir leið- togar fræðslumála hér líti með vantrú á margar af hinum amerísku vinnuað- ferðum. Ég er þó það bjartsýnn að halda að íslenzkir menntafrömuðir muni um síðir tileinka sér í æ ríkara mæli hið bandaríska kerfi, og þá yrði fyrsta verk- efnið það að stytta langskólanámið hér, en reyna heldur að nota tímann betur. Til þess að þetta megi verða þarf að endurskipuleggja menntaskólana og há- skólann, koma á eins víðtæku námsvali og aðstæður frekast leyfa, og það sem meira er um vert, það þarf að sam- ræma námsskrár þessara skóla þrátt fyr- ir það, að þeir yrðu eftir sem áður rekn- ir sem sjálfstæðar stofnanir. Tónlistarskólarnir ættu tvímælalaust heima í þessu heildarkerfi, því nemend- ur þeirra þurfa jafnmikið á almennri akademískri fræðslu að halda og annað menntafólk. í áratugi hefur þetta aðeins mátt verða með þeim hætti, að tónlistar- nemendur hafi jafnframt. stundað nám í menntaskóla, verzlunarskóla eða kenn- araskóla. í flestum tilfellum hefur þetta komið fram í mun lakari árangri við tónlistarnámið en verið hefði, ef þessi tvískipting hefði ekki átt sér stað. Mér er það kunnugt, að margir tónlistar- kennarar eru óánægðir með þetta ástand, starfsgeta þeirra og menntun nýtist illa, enda líta alltof margir nemendur á tón- listarnám sem einskonar tómstundaiðju. Ástand þetta er vægast sagt ekki gott, en meðan það helzt er ekki mikillar framþróunar að vænta í tónlistarmálum þjóðarinnar, og líklega verður þess langt að bíða að hægt verði að skipa tónvís- indunum þann sess sem þau eiga skilið meðal námsgreina í Háskóla íslands. Það er von mín að forvígismenn tónlistar- menntunar hér geri sem allra fyrst rót- tækar áætlanir og skipuleggi starfsemi skólanna á þann veg að gefa nemend- unum jafnframt tækifæri til að stunda þær akademísku námsgreinar, sem telja megi nauðsynlegar fyrir þá. Æskilegast væri að námstímanum yrði þannig skipt, að 2/3 færu í vel skipulagt tónlistar- nám og 1/3 færi í almenna menntun. Þegar kennslumálin væru komin inn á þessa braut, gætu tónlistarkennararnir farið að gera strangari kröfur til nem- endanna, og kæmi þá trúlega fljótt í ljós að íslendingar búa yfir meiri tón- listargáfum en afrakstur seinustu ára- tuga hefur gefið til kynna. Það er skoð- un mín og reynsla, að aðeins með ströng- um kröfum og aðhaldi verði til fulln- ustu unnið úr hæfileikum þeirra nem- enda, sem hyggjast ganga tónlistargyðj- unni á hönd. ■MMMMMMBMMIIMSM BÓKMENNTIR Framhald af bls. 6 sinnum sem síðdegissýning. Var það víst nýmæli í seinní ára starfsemi félagsins. Barnaleikritið Almansor konungsson eftir Ólöfu Árnadóttur var sýnt 25 sinn- um í Tjarnarbæ, sem forráðamenn bæj- arins fengu Leikfélaginu til afnota sl. haust, en barnasýningar hafa ekki verið á þess vegum síðan 1947. Var vel af stað farið bví þetta var mjög hugþekkur ævintýraleikur. Margir nemendur úr Leikskóla L.R. fengu þarna góð hlutverk og ágæt tæki- færi til að sýna hvað í þeim býr. í Leik- skólanum eru nú margir efnilegir upp- rennandi leikarar. Helgi Skúlason ann- aðist leikstjórn. E f tir ítalska leikritahöfundinn Dario Fo sýndi félagið þrjá einiþáttunga, Þjófa, lík og fagrar konur. Leikstjórn annaðist Svíinn Chr. Lund. Þættir þessir voru mjög nýstárlegir og alldjarfir, hinn fyrsti alger nýjung hérlendis að formi og uppsetningu. Minnti helzt á gömlu Commedia-dell-arte-leikina sem ítalskir leikarar léku mikið víðs vegar um Evrópu fyrr á öldum. Leikhúsgestir virt- ust kunna vel að meta þetta, því upp- selt var að flestum sýningunum, og hætt með uppseldu húsi í 27. sinn. Hið alkunna heimsfræga leikrit Vanja frændi eftir rússneska skáldið Anton Tsékhov var svo sýnt næst. Gisli Hall- dórsson var leikstjóri og lék aðalhlut- verkið. Mátti það teljast mikið afrek. Leikurinn var sýndur 25 sinnum við ágæta aðsókn. Jólasýningin að þessu sinni var hið gamila og góðkunna leikhúsverk C. Hostrups, Ævintýri á gönguför. Ragn- hildur Steingrímsdóttir var leikstjóri. Aðsóknin var ævintýraleg blátt áfram. Stórar biðraðir voru við hverja sýningu frá jólum og til leikársloka. Það hvarfl- aði að manni, að líklega væri hin gamlá, hugljúfa og naíva rómantík að vinna aftur hugi ungra sem gamalla. Hér kom fólk sem aldrei sést í leikhúsi; sumir komu hvað eftir annað, ef þeim tókst áð ná í miða. Sýningarnar á Ævintýrinu urðu 80 í Iðnó. Auk þess urðu á því 34 sýningar í leikför sem leikararnir fóru til Austur- lands, Norðurlands og Vestfjarða í 35 daga. Aðsókn var alls staðar svo gífur- leg að víðast varð margt frá að hverfa. Sýningarnar urðu því alls 114 á leikár- inu. I JLí eikárinu í Iðnó lauk með 10 sýn- ingum á hinu heimsfræga verki eftir Dúrrenmatt, Sú gamla kemur í heim- sókn, í uppsetningu Helga Skúlasonar. Leikárinu var að ljúka, svo sýningar gátu ekki orðið fleiri, þó leikið væri sex kvöld í viku síðustu vikurnar. Auk þeirra verka sem hér hafa verið talin var Sunnudagur í New York sýnd- ur í 23 skipti ,en það leikrit var, sem kunnugt er, eitt mesta gangstykki leik- ársins 1963-64 ,og farið með það í langa leikför í fyrrasumar. Leikrit Dúrren- matts má hiklaust teljast það bezta sem var á boðstólum í leikhúsum Reykja- víkur í fyrravetur, enda hlaut það ágæt- isdóma og mikla aðsókn. ■I tilefni af 40 ára leikafmæli Brynjólfs Jóhannessonar hélt Leikfélag Reykjavíkur heiðurssýningu fyrir hann á Hart í bak, og var honum sýndur marg víslegur og verðskuldaður sómi. Aðra heiðurssýningu hélt Leikfélagið á Ævintýri á gönguför vegna 50 ára leik- afmælis undirritaðs. Sveinn Einarsson leikihússtjóri og leik- félagsstjórnin samþykkti að afhenda báð um þessum leikurum þá f járhæð óskerta, sem inn hafði komið fyrir sölu aðgöngumiða að þessum tveimur sýn- ingum ,en uppselt hafði verið á þær báð- ar, svo sem aðrar sýningar á þessum leik- ritum. N 11 u fer smám saman að þokast i þá átt, að leikararnir hjá þessu leikfélagi verði atvinnuleikarar á föstu kaupi og þurfi þá ekki að sinna annarri atvinnu sér til lífsviðurhalds. Sjö af aðalleikur- unum hafa þegar verið ráðnir fyrir föst mánaðarlaun allt árið. Það er orðið allfjölmennt leikaralið- ið sem Leikfélagið hefur nú á að skipa. 65 manns tóku t.d. þátt í leiksýningum þess á sl. leikári. Leikskóli Leikfélagsins er nú orðinn þriggja ára skóli fyrir nokkru. Aðsókn- in er mikil, svo að hvergi nærri allir þeir, sem sækja um skólavist, fá tæki- færi til að ganga undir inntökupróf. Silfurlampa Félags íslenzkra leikdóm- enda hlaut Gísli Halldórsson fyrir leik sinn í þáttum Darios Fos. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11 31. tbl. 1965

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.