Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1965, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1965, Blaðsíða 3
HARÐRÆÐI Eftir Sigurð Heibdal E g var einn vetur umgangskenn- ari í Norðursveitinni. Ég var þá 23 ára og átti heima í kauptúninu. Kauptúnið fitóð við Suðurfjörðinn, utarlega. Inn frá kauptúninu meðfram firðinum voru nokkrir bæir. Var sú byggð kölluð Suð- ursveit. Milli hennar og Norðursveitar- innar var allhá heiði. Talin var 35 til 40 kílómetra vegalengd yfir heiðina milli byggða. Ég hafði ákveðið að dvelja heima í jólaleyfinu. Samdi ég um það nokkru fyrir jólin við Þorstein bónda á Bergi, að við yrðum samferða daginn fyrir Þor- láksmessu, því að Þorsteinn átti þann dag erindi út í kauptúnið. Lofáði hann að koma við á Túni, sem var þá dvalar- ataður minn og í leið hans að heiðinni. Þorsteinn kom að Túni er klukkan var langt gengin til níu um morguninn. Hafði ég þá lokið við að snæða dagverð. Vjð vorum rúmlega klukkustund að Gili, sem var næsti bær við heiðina. Á Gili slóst þriðji maður í för með okkur. Var það sonur bóndans á Gili, Eiríkur að nafni. Við töfðumst um hálfa stund á Gili og drukkum kaffi. Veður var kyrrt og drungi í lofti. Frost var 5 til 6 stig. Undanfarna daga hafði snjóað öðru hverju og jafnan verið lygnt veður. Var snjór allmikill á jörðu, víðast í ökkla eða mjóalegg á undirlend- ínu. Mátti vænta þess, að snjór væri meiri á heiðinni. Hafði Jón bóndi á Gili orð á því. — Þið eruð auðvitað allir frískir menn á bezta aldri, sagði hann. — En hún hefur nú stundum reynzt full- erfið, heiðarskrattinn. Að minnsta kosti 4 menn hafa borið beinin á henni. Sá síðasti var maðurinn frá Bakka, sem varð úti á heiðinni nokkru eftir síðustu aldamót. — Þá hefur ekki verið búið að hlaða vörðurnar, sem nú eru á heiðinni, sagði ég. — Eg held, að þær hafi verið hlaðnar um eða rétt eftir aldamótin, og þá hafa þær verið á heiðinni, þegar maðurinn frá Bakka varð úti, sagði Jón bóndi. — Ég treysti nú lítið á þessar vörður, sagði Þorsteinn. — Það er of langt á milli þeirra. Það þarf ekki að vera mjög svartur bylur til þess að maður grilli ekki í þær, ef maður er mitt á milli þeirra. — Það er dálítið einkennilegt, sagði Jón, — að allir sem hafa orðið úti á heiðinni hafa ekki fundizt fyrr en mörg- um árum seinna og langt frá leiðinni, sem venjulega er farin yfir heiðina. — Það er eðlilegt, sagði Þorsteinn. — Það er svo lítið um séreinkenni á heið- inni. Hún er öll eintómar hæðir og lautir, og hver hæðin er annarri- lík. Og maður getur talið lautir í tugum, þar sem erfitt er að greina eina frá annarri, að minnsta kosti þegar snjór er yfir öllu. — Það finnst mér ekki geta verið or- sök þess, að mennirnir, sem urðu úti á heiðinni, hafa allir verið komnir langt ú,t eftir, áður en þeir lögðust fyrir, sagði Jón. — Hafa þeir alltaf villzt út eftir heið- inni? spurði Þorsteinn. — Svo hef ég heyrt. Einu sinni var sagt, að draugur væri þarna á ferðinni. Var sagt, að það væri maður, sem hefði orðið úti og aldrei fundizt. Það væri trú manna, að hann lægi einhversstaðar utarlega á heiðinni og væri að reyna að leiða menn til sín. — Menn eru nú hættir að trúa þess háttar hégiljum, sagði Þorsteinn. — Lízt þér illa á veðrið, Jón? spurði ég. -— Maður veit aldrei, hvernig hann snýr sér í svona útliti, svaraði hann. — Þið ættuð að snúa við í tíma, ef hann fer að hvessa, því að þá er strax kom- inn moldbylur og illt að rata. — Þetta er ekki löng leið, sagði Þor- steinn. — Ég þekki hana nú orðið heið- arskömmina og oft lagt á hana í verra útliti en núna. orsteinn var um fertugsaldur. Hann var ekki mikill fyrir mann að sjá, tæplega meðalmaður á vöxt, en hreyf- ingar hans báru vott um léttleika og þrótt. Hann var glaðlegur í viðmóti og gerði oft að gamni sínu í orðum. Hann vann við slátrun í kauptúninu á haust- Rautt silkiband Eftir Ninu Björk Árnadóttur í kvöld bíð ég komu þeirra, sem ætla að fanga mig fyrir morðið sem ég framdi í nótt. Ég krýp ekki lengur við altari ástarinnar í bæn um náð. Ég krýp í bæn um að morðið hafi ekki misheppnazt. Ég sit og bind rautt silkiband um svart hár mitt og horfi á hendur mínar, sem bera slikju blóðsins, því í nótt myrti ég ást mína. J in. Var hann einnig oft fenginn til að slátra stórgripum bæði í kauptúninu og á bæjum í sveitinni. För hans í kaup- túnið að þessu sinni var í og með í þeim tilgangi að slátra stórgrip fyrir einhvern mann í kauptúninu. Eiríkur á Gili var hár vexti en ekki þrekinn. Hann var fremur þunglama- legur í göngulagi og viðbragðsseinn. Svipur hans var fremur sljór, en hann var viðmótsþýður en þó ekki glaðlegur með jafni. Hann var í blóma lífsins, hálf- þrítugur að aldri. Um sjálfan mig vil ég sem minnst tala. Þó skal þess getið, að ég var alls ekki veiklaður af innisetum, því að ég fór lengri og skemmri gönguferðir dag hvern, eftir að ég hafði lokið kennslu. Nafn mitt er Björn. Klukkan var rúmlega ellefu, þegar við lögðum af' stað frá Gili. Ég tók eftir því, að skýjabakkarnir yfir norðurfjöll- unum höfðu sortnað að mun frá því er við fórum frá Túni. Heiðin var ekki brött framundan, og fannst mér létt að íylgja Þorsteini, sem hafði þegjandi tekið að sér forustuhlutverkið. Eftir þvi sem ofar kom á heiðina varð snjórinn dýpri og þyngra fyrir fæti. Þegar við vorum komnir upp á heiðina, eftir klukkustundarferð frá Gili, var snjórinn í mjóalegg og víða í lautum í hné. Veður var kyrrt þá stund, er við vorum að komast upp á heiðina, en við höfðum ekki lengi farið á heiðinni, er snöggar vindþotur tóku að þeyta snjónum í stór- um flyksum hátt í loft upp. Vindgusurn- ar ruku yfir okkur ýmist á vinstri hlið eða á eftir okkur. Þó að við værum komnir upp á heið- arbrúnina, áttum við meirihluta heiðar- innar framundan til að komast upp á hana þar sem hún var hæst. Suðurbrún heiðarinnar var miklu hærri en norður- brúnin, og háheiðin var skammt frá suðurbrúninni. Ganga okkar var þess vegna lengst af á fótinn, er við vorum á heiðinni. Við höfðum þann hátt á, að Þor- steinn fór fyrstur, þar næst ég, og Eirík- ur rak lestina. Ég vildi skipta um við Þorstein öðru hverju og fór fram á það við hann hvað eftir annað, en hann þverneitaði jafnan. Loks hætti ég að ympra á þessu við hann. Við töluðum fátt, enda var ekki tæki- færi til viðræðna, þar eð rokurnar urðu æ tíðari og nokkurt bil var jafnan á milli okkar. Öðru hvoru námum við staðar og köstuðum mæðinni. Þorsteinn gætti þess jafnan, að hvíldarstundirnar yrðu .ekki langar. Ég sá, að Eiríkur átti æ erfiðara með að fylgja okkur, og dróst hann jafnan aftur úr á göngunni. Urðu hvíldarstundir hans af þessum ástæðum styttri en hjá okkur Þorsteini, og bið okkar eftir honum á hverjum stað, þar sem við hvíldum okkur, varð æ lengri. egar við höfðum gengið í tvo klukkutíma frá heiðarbrúninni, skall skyndilega yfir okkur sótsvartur bylur. Veðrið var svo hvasst, að við urðum að spyrna við fótum og halla okkur vel 1 veðrið til þess að verjast því að falla til jarðar. Þorsteinn nam nú staðar og dró snærishönk mikla upp úr treyju- vasa sínum. — Ég átti von á því, öskraði hann til okkar Eiríks, — að skeð gæti, að hann yrði svartur, ef hann ryki fyrir alvöru. Þess vegna fékk ég þetta snæri hjá pabba þínum. Hann laut að Eiríki. — Bittu endanum vel utan um þig, og haltu svo snærinu uppi svo þú stígir ekki ofan á það. Svo heldur þú í snærið, Björn, og ég bind hinum endanum- utan um mig. Með þessu móti er víst að við týnum ekki hver öðrum. Þannig tengdir saman þrömmuðum við áfram. Veðurofsanum slotaði lítið eitt og hélzt þannig langa hríð. Frostið jókst. Það fann ég á andliti mínu. Við vorum allvel búnir, höfðum hlýjar húf- ur, væna trefla og tvenna vettlinga. Ég treysti Þorsteini til'að rata og hafði eng- ar áhyggjur af því efni. Við höfðum ekki lengi gengið, eftir að Þorsteinn hafði gert hina nýju skip- un á sambandi okkar, er ég varð þess var, að Eiríkur tók að gerast æ þyngri í taumi. Þorsteinn varð þess einnig var og staðnæmdist til að tala við Eirík. — Göngum við of hart? spurði Þor- steinn. — Nei. . . o nei, svaraði Eirikur. — Mér finnst þú nokkuð þungur i taumi. Ertu orðinn þreyttur? spurði Þorsteinn. — Nei, ég er ekki þreyttur ennþá, svaraði Eiríkur. — En færðin er fjandi þreytandi. — Við verðum að halda þessari ferð, sagði Þorsteinn, — annars náum við ekki háttum í Suðursveitinni. Við erum ekki hálfnaðir yfir heiðina ennþá. Við Eiríkur þögðum. — Þið segið ekkert! öskraði Þorsteinn. Lízt ykkur ekki á ferðalagið? — Það gildir einu, hvernig manni lízt á þetta ferðalag, sagði ég. — Við verðum að halda áfram. En ég legg til að við göngum ekki alveg svona hart. Þú verð- ur að gæta þess, að við Eiríkur erum ekki slíkir göngugarpar og þú, Þor- steinn. — Ég segi sama, sagði Eiríkur. Svo héldum við áfram göngunni. Nú fórum við hægar en áður. Hygg ég, að okkur hafi miðað fullt eins vel, þó að við gengjum' hægar, vegna þess að Framhald á bls. 7. 35. tbl. 1965 LEÖBÓK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.