Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1965, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1965, Blaðsíða 9
skrýtið að láta ekki þann skratta held- ur í jörðina en að hafa hann til sýnis á söfnum, — mörg þúsund ára gamla rnannsskrokka. v T atikanið er mesta höll, sem til er í þessum heimi. Það var líka mörg ár í smíðum og er verk margra manna. Páfarnir, einn fram af öðrum, létu smíða það og bæta við það, fegra og prýða. Það er byggt í kringum autt svæði, fer- kantað. Nei, autt er það nú reyndar ekki, því það er allt skreytt fegurstu blóm- um og trjárunnum, sem þó eru ekki mjög háir til að skyggja ekki á gluggana. Þar eru líka smágosbrunnar til prýðis. í einum stað er vatnið eins og glerkúla, sem sólin glitrar á. í Vatikaninu er „Sixtinska kapellan.“ Það er sagt mesta og frægasta listaverk heimsins. Þar fer páfakosningin fram. Gangurinn inn að kapellunni er ca 250 faðma langur. f öðrum veggnum eru gluggar, hinn er allur með málverkum frá gólfi og upp í loft og allt loftið líka tóm málverk. Þó er nú þetta ekkert hjá því, sem mað- ur sér, þegar kemur inn í sjálfan helgi- dóminn. Þar er alt skreytt málverkum, öll þessi litla lofthvelfing og afar háu veggir á alla vegu. Gluggarnir eru hátt uppi og ekki vel bjart, líklega málaðir líka eins og í öllum kaþólskum kirkj- um. Það er því bezt að hafa góðan speg- il til að sjá loftið vel. Loftið byrjaði M. Angelo að mála árið 1568. A það málaði hann sköpunarsöguna, syndafallið cg vor.ina um endurlausnina. Á 4. ár vann hann að þessu. Fyrst sýnir hann guðs almátt. Hann réttir út höndina, sóp- ar myrkrinu burtu og segir: „Verði ljós.“ Því næst sýnir hann hin tvö ljós heims- ins: Guð heldur á sólinni í hægri hendi, en tunglinu í hinni. Því næst hvernig ihann sagði- jurtunum að vaxa. Og svo éfram. Síðast sýhir hann sköpun manns- ins og burtrekstur úr paradís. Þá Nói með örkina o.m.fl. Á altarinu eru mál- verk af spámönnunum. Á öðrum veggn- um ýmis atriði úr lífi Krists, t.d. kvöld- móltíðin og þegar Kristur fær Pétri lyklana. Á hinum atburðir úr lífi Mós- es, drukknun Faraós í Rauða hafinu o.m. fl. Veggina hafa ýmsir málað, bæði Rafael, Sandro Botticelli, Cosimo Ross- elli o.m.fl. Allt er þetta auðvitað trú- arlegs efnis, sem málað er. Þarna nálægt kapellunni eru þrír stór- ir salir. f þeim er allt eftir Rafael. Mestu og frægustu málverkin þar eru dómsdagur og þar sem sauðirnir og hafrarnir eru aðskildir. Sumir hrapa sorgbitnir, aðrir fljúga .til himins. Hitt er ummyndun Krists á fjallinu. Og svo er Rafaels maddaman fræga. — Það eru alveg ótrúleg kynstur af höggmynd- um þarna í Vatikaninu í mörgum söl- um. Þær eru af guðum og gyðjum Grikkja og Rómverja, keisurum, páfum og helgum mönnum, skáldum og lista- inönnum og píslarvottum. Það er víst gott þar að vera fyrir þá, sem listelskir eru og gott vit hafa á slíkum hlutum. Og það er víst, að margt sér maður þar vel og haglega gert. Svo eru þar auðvitað stór náttúru- gripasöfn og fornmenja og þjóðmenja, svo að nóg er að sjá og því ótæmandi að segja frá, en þetta lét ég nú nægja í bráð. IMæðan ég dvaldi í Róm, sem því miður voru aðeins níu dagar, átti ég heima í miðborginni, sem næst, í hóteli „Albergo Abrursi“. Piazza Rotunda hét torgið. Þar hittum vér félagar strax listamanninn Ríkharð Jónsson og skáld- ið Davíð Stefánsson. Þeir leiddu oss svo í allan sannleika, því að þeir voru öllum leiðum kunnugir. Það var því hin imesta gæfa að lenda í svo góðum fé- lagsskap og skemmtilegum. Þeir fóru iíka með okkur suður til Napólí, Capri og Pompej og upp á há-Vesúvíus og sögðu margt gott orð oft á þeirri ieið. Beint fram af glugganum hjá mér stóð Panþeon hinum megin við torgið. nú er það mesta faðmar á lengd og 85 faðmar á^breldd Panþeon þýðir allra goða hof. Það er því auðvitað kirkja nú með mörg- um ölturum. Undir einu þeirra er gröf Rafaels málara. Panþeon var byggt 70 e. Kr. Er því búið að standa í 19 aldir. Það er elzta bygging Rómar, sem nú stendur. Það er byggt í hring með fjórföldum súlnaröðum fyrir framan. Líklegt er, að það geti staðið í aðrar 19 aldir til. Skammt þaðan er langfínasta gata borgarinnar „Corso Umberto“. ftalía er annað mesta silkiland í heimi hér. Kína er þó meira. Þegar maður nálgaðist „Corso Umberto", heyrðist skrjáfið í silkikjólunum langar leiðir. Já, þar sást nú margt fallegt andlit, því að ekki voru silkikjólarnir einir á ferð. Þangað var því sjálfsagt að leggja leið gleymanlegar., En eftir. Vestan í Capitólíum-hæðinni var veitingastaður, þar sem við borðuðum oft. Það var nú ekki af því, að þar væri svo miklu betri matur en annars staðar. En þar var okkar elskulega María. Og hún var nú alveg eins falleg og vel vaxin og sjálf Venusargyðjan á Capitolsafninu. Um hana orti Davíð. Þ e. hann orti um Maríu, þið skiljið það, en ekki um Ven- us-marmarann, sem þó er ágætasta verk í grískum stíl, fínust allra eftirlíkinga af Afródítu Praxitelesar. — Mikið ósköp er víst gaman að vera svona fallegur. En svona í stórborg getur það víst dreg- ið ofurlítinn dilk á eftir sér. Það get- ur kannski fleirum litizt á mann en (innanmál). Hringinn í kring eru stein- sætaraðir frá gólfi og upp á brún, hver upp af annarri. Þar voru 80 þús. sætL Segl var þanið yfir gímaldið, þegar leik- ið var, nú er það þaklaust með öllu. Fjórir aðalinngangar eru á kofanum. Leiksviðið er í öðrum endanum, slétt svæði, afmarkað í hinum endanum eru hús þau, sem leikendunum var ætlað að dvelja í, þangað til þeir tróðu upp á leiksviðið. Um þá ganga eru járngrind- ur. Leikendurnir voru grimmustu villi- dýr, sem til var náð, frá Asiu og Af- ríku s.s. ljón, tigrisdýr, og svo skylm- ingamenn, sem áttu að berjast við dýr- in. En þetta er mönnum allt kunnugt af „Quo Vadis.“ EÍC’,' wsm *‘»'5,.4vivv,ví3 '/(v I |J fl I 1 1 . L; S>jR 8 1 í r JHu'flK' I » sína sem oftast, eða á öllum frítímum, og þeir voru nú margir, því ég hafði nú engin húsverk þá. Ójá, það var munur að spranga í ítalska sólskininu suður á Corso Um- berto innan um alla þessa silkikjóla eða þvælast hérna á grjótinu og klakanum í Ódáðahrauni alla daga. Frá Corso Umberto lá svo leiðin út á Capitólium^ þann yndisfagra og forn- fræga stað. Á Capítólium hefur margt fallegt skeð, en margt ljótt líka. Þar var Cæsar svikinn og veginn. Hann var svo brenndur á Forum og þar er gröf hans, þess mikla manns. Svo fóru Rómverjar með sina beztu menn þá. Þegar gengið er upp tröppurnar á Capitólium-hæð- inni, þá er þar vinstra megin úlfur í hlekkjum. Það á að’vera ylgurin, sem bjargaði þeim Remúsi og Rómúlusi, sem fyrstir byggðu Róm. Brekkurnar til beggja hliða eru allar vafðar indæl- um gróðri. Þar eru allskonar lauftré og smápálmar. Uppi á hæðinni eru lista- söfn nú. Þar eru listaverk eftir marga mestu snillinga fornaldarinnar og end- urreisnartímabilsins. Þar er mesta fornmenjasafn í Róm, næst Vatikaninu. E ndurminningarnar frá Capitóli- um að fornu og nýju, um allt það skraut og list, sem ég sá þar, eru ó- þægilegt er. Það var t.d. um Maríu,- að í Róm var leynilögreglumaður, svart- ur og ljótur eins og sjálfur skollinn, en hann var svo slunginn, að hann vissi um einkamál allra í borginni, að sagt var. Hann elti Maríu á röndum og var víst allt annað en þægilegur fylgifiskur. Það er undarlegt, hvað þeir geta verið heimskir, þessir karlar, sem komnir eru á fimmtugsaldur, að halda, að þeir geti valið úr fallegustu stúlkurnar á 17 og 20 ára aldrinum. Ég hef því miður ekkert af þessu frétt síðan, en þeir eru nú stundum sleipir þeir gömlu. Ég held það væri rétt að bregða sér sem snöggvast út á Forum, það er skammt frá Capitólíum. Þar voru dóm- arnir háðir í gömlu Róm. Forum þýðir dómstóll, torg. Þar kemur fyrst í ljós eitt þetta stærsta mannvirki fornaldar- innar, Colosseum: „Þar um dreyra drukkinn völl dýr og maður einvíg háðu, þar sem dár og drápgjörn köll dauðastríð hins fallna smáðu“. Colosseum er byggt úr stórbjörgum, sem hafa verið ihöggvin til og flutt utan úr Tivoli, sem er þorp- skammt fyrir neðan Róm. Colosseum er sporöskjulag- aður hringur, 158 faðmar á hæð, 100 Hagaiagöar Amen — það hefur það Guðmundur Guðmundsson „stóri“ var meðhjálpari í Sæbólskirkju á [ngjaldssandi. Eitt sinn er hann átti að lesa Faðirvorið í kórdyrum, fip- aðist honum og fékk ekki lokið bæn- inni. Guðmundur lét sér ekki verða bilt við en sagði: „Amen, það hefur það.“ (Ársrit Sögufél. ísf.) Tollar og skáldalaun Af fornþjóð einni austur í Asíu er það sagt, að tvítugu stúlkunum var öllum ráðstafað árlega á einu þingi rnn í hjóna'bandið. Það var boðið svo mikið í þær fallegu, að hinar fengu við það nóga meðgjöf og gengu út Líka. Svipað mætti hafa upp úr óðsóttinni íslenzku. Það þyrfti ekki háan toll á ljóð- linuna til þess að fá inn meira en aóg í skáldalaunin. Og kæmi eigi ámaklega niður. (N. Kbl. 1909) • 35. tbl. 1965 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.