Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1965, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1965, Blaðsíða 6
að búa til fagurlega litað klæði, sem framleiðendur geta framleitt að eigin vild. Tilgangurinn með giftingarhring er ekki sá að búa til skreytingu, sem hægt er að skipta um eftir geðþótta. En þrátt fyrir allar forskriftir og reglur tilveru okkar er samt kostur á tilbreytni í samræmi við smekk og notagildi. Jóla- tréð er í höfuðdráttum í hefðbundnum skorðum vanans, en hver einstök fjöl- skylda hefur þó sínar sérstöku siðvenjur, sínar eigin hugmyndir, og ef þær skortir, þá er tréð ekki eins og það á að vera. Þegar sú stund rennur upp, að skreyta á tréð, er þrátt fyrir allt margt, sem jþarfnast athugunar við og ákvörðunar. Á að vera kerti á þessari grein? Er topp- urinn nægilega vel skreyttur? Óviðkom- andi aðila kynni ef til vill að finnast slíkar bollaleggingar undarlegar. Ef til vill finnst honum tréð miklu fallegra án skrauts, en það er alveg nauðsynlegt fyrir þann, sem þekkir þýðingu þess, að tréð sé skreytt, þannig að það verði „reglulegt" jólatré. Frumstæð list byggist einmitt á slík um ákveðnum dráttum, en skilur þó eftir eyður, þar sem listamaðurinn get- ur fengið rúm fyrir skapgerðareinkenni sín. Tækni margra frumstæðra hand- verksmanna er undraverð. Þegar rætt er um frumstæða list, verður að hafa það í huga, að með orðinu frumstæð list er ekki átt við það, að listamaðurinn hafi aðeins frumstæða þekkingu á handverki sínu. Margir frumstæðir ættbálkar hafa þvert á móti þjálfað með sér frábæra hæfni, bæði í tréskdrði, fléttuverki, leð- uriðju og jafnvel málmvinnu. Ef það er haft í huga, með hversu einföldum tækj- um verkið er unnið, þá hlýtur maður að undrast þolinmæðina og öryggið, sem hinir frumstæðu handverksmenn öðluð- ust eftir mörg hundruð ára sérhæfingu. Maóríarnir á Nýja Sjálandi hafa til dæmis unnið.hrein furðuverk í tréskurðL (Mynd A). Það, að erfitt sé að vinna verkið, er auðvitað engin trygging þess, að það sé listaverk; ef svo væri, þá bæri auðvitað að telja þá, sem búa til skip í flöskur, meðal hinna stærstu lista- manna. Sannanir þær, sem við höfum handa á milli hvað snertir leikni frum- stæðra manna, vara okkur við þeirri skoðun, að verk þeirra séu klaufaleg út- lits vegna þess að þeir gátu ekki gert þau betur úr garði. Það er hins vegar * ekki hæfni þeirra, sem aðgreinir þá frá okkur, heldur hitt, að þeir hugsa öðru- visi. Það er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir þessu þegar í upphafi, því að saga listarinnar er ekki saga um tæknilegar framfarir, heldur saga um breyttan hugsunarhátt og breyttar kröf- ur. Það er mjög líklegt, að frumstæðir listamenn geti við ákveðin skilyrði búið til listaverk, sem líkjast náttúrunni jafnnákvæmiega og beztu verk frá lista- skóla. Fyrir nokkru fannst töluvert af bronshöfðum í Nígeríu (Mynd B). Þau eru sjálfsagt nokkur hundruð ára gömul, og það er engin ástæða til að ætla, að hinir innfæddu listamenn hafi lært hand verk sitt af utanaðkomandi aðilum. En hver er þá ástæða þess, að frumstæð list er oft svo einkennileg? Við ættum ef til vill að líta í eigin barm og gera tilraun sem allir geta gert. Takið blað cg rissið upp einhvers konar höfuð. Bara hring. Gerið siðan strik fyrir nef og munn. Lítið síðan á hinn augnalausa mann. Hann er raunalegur að sjá, aum- ingja maðurínn. Hann hefur enga sjón. Okkur finnst að við verðum að setja á hann augu. Hvílíkur léttír, þegar hann getur horft á okkur með þessum tveimur punktum, sem við setjum á hann. í okk- ar augum er þetta ef til vill gaman eitt, en er því eins farið með hinn frum- stæða? Tréstólpi, sem aðeins hefur að geyma fáa en ákveðna drætti, er í hans augum eitthvað nýtt og framandi. Hann lítur á útlit hans sem tákn dulmagnaðr- ar orku. Það er ekkert aðalatriði að gera hann mannlegri í útliti, ef hann aðeins hefur augu að sjá með. Mynd C er af pólýnesísku skurðgoði, sem heitir Oro. Pólýnesarnir eru ágætir tréskurðarmenn, Mynd B og C: Bronshöfuð af negra, grafið upp í Nígeríu. Um 400 ára gamalt Oro, stríðsguð frá Tahíti: Tré þakið fléttuverkL (British Museum). ar meðal frumstæðra þjóða okkar tíma, sem varðveitt hafa forna lifnaðarhætti sína. Að svo miklu leyti sem mér er kunnugt, reynir enginn að hagnýta ná- kvæmlega þessa tegund töfra, en næst- um öll list er í þeirra augum nátengd hugmyndinni um vald myndarinnar. Það eru ennþá til frumstæðir menn, sem ekki nota annað en steinverkfæri og rispa dýramyndir á klettana í þeim til- gangi að töfra. Aðrir þjóðflokkar halda reglubundnar hátíðir, er þeir klæða sig í gervi dýra og koma fram á sjónar- sviðið sem dýr í hátíðlegum dönsum. Þeir álíta einnig, að það muni á einn eða annan hátt gefa þeim vald yfir fórn- arlambi þeirra. Stundum álíta þeir einn- ig, að ákveðin dýr séu tengd þeim á ævintýralegan hátt og að ákveðnir ætt- fiokkar séu úlfaættar, hrafnsættar eða froskaættar. Það kann að láta einkenni- lega í eyrum, en ekki má gleyma að slíkar hugmyndir eru ekki eins langt frá okkar tímum og ætla mætti. Róm- verjar trúðu því, að Romulus og Remus hefðu sogið úlfynju, og á hinu heilaga Capitolium í Róm settu þeir upp brons- styttu af úlfynjunni. Alveg fram til okk- ar daga eða til valdatíma Mussolinis var lifandi úlfynja stöðugt höfð í búri í námunda við tröppur Capitoliums. Á Trafalgar Square eru engin lifandi ljón en brezka ljónið er ennþá með fullu fjöri í „Punch“. Auðvitað er mikill munur á slíkri heraldik og teiknitákn- um og hinni djúpu alvöru í trú frum- stæðra manna, hvað snertir skyldleika þeirra við „tótemdýrið", átrúnaðardýrið, sem þeir álitu að væri forfaðir þeirra af dýraætt. Það er einna líkast því, að þeir lifi við og við í eins konar draum- heimi, þar sem þeir geta verið bæði maður og dýr í sömu andrá. Margir ætt- fiokkar halda sérstakar hátíðir, þar sem þeir bera grímur, er eiga að tákna „tótemdýr“ þeirra (áfrúnaðardýr). — íklæddir þeim, finnst þeim þeir vera umbreyttir. Þá eru þeir orðnir að hröfn- um eða ljónum, á sama hátt og þegar börn leika sjóræningja eða leynilögreglu menn og hætta að gera greinarmun á því, hvað er leikur og hvað raunveru- leiki. Fullorðna fólkið er þó ávallt í ná- vist barnanna og getur sagt þeim að hætta ærslum sínum, eða þá að kominn sé háttatími. Meðal frumstæðra manna er enginn utanaðkomandi heimur, sem eyðileggur hugmyndir þeirra, því að allir meðlimir ættbálksins eru þátttak- endur í hinum mikla leik raunveruleik- ans, sem felst í trúardönsunum. Allir hafa lært þýðingu þeirra af ættfeðrum sinum og eru þeim svo sameinaðir, að þeir hafa enga möguleika til þess að draga sig út úr og kanna sinn innri mann. Við höfum öll hugmyndir, sem við álítum jafnóskeikular og „frumstæð- ir“ menn álíta sínar vera. Jafnvel svo óbifanlegar, að við gerum okkur ekki grein fyrir þeim fyrr en einhver spyr um þýðingu þeirra. Ef til vill virðist slíkt ekki hafa neitt með list að gera, en þegar allt kemur til alls; þá orkar það á hana. Mörg verk listamannanna hafa þýðingu fyrir þessa merkilegu siði, og þá er það ekki aðal- atriðið, hvort myndin er fögur, heldur hvort hún hefur tilætluð áhrif. Auk þess vinna listamennirnir fyrir meðlimi ætt- bálksins, sem vita nákvæmlega, hvað sérhvert form og sérhver litur á að tákna. Það er ekki til þess ætlazt, að listamennirnir framkvæmi neinar breyt- ingar, heldur að þeir leggi alla hæfi- leika sína og þekkingu í verkið. Maður þarf ekki að leita lengi, áður en sams konar dæmi verða á vegi manns. Tilgangurinn með þjóðfána er ekki sá en þeir álíta auðsjáanlega ekki nauðsyn- legt að gera myndina þannig úr garði, að hún líkist manni. Það sem fyrir manni verður er trébútur þakinn fléttuðum tág- um. Aðeins augu og handleggir eru ó- Ijóst gefnir til kynna í fléttuverkinu, en það er nægilegt til þess að gefa útliti kubbsins eitthvert ægilegt áhrifavald. Við erum ennþá ekki komin að enda- niörkum listarinnar, en með teiknitil- raun okkar getum við uppgötvað eitt enn. Setjið kross fyrir augu í stað punkta, eða eitthvað annað tákn, sem ekki líkist hið minnsta raunverulegum augum. Gerið nefið kringlótt og krotið munninn; það gerir ekkert til, ef þetta aðeins er nokkurn veginn í réttu fjar- lægðarhlutfalli. Þessi uppgötvun hafði án efa mikla þýðingu fyrir frumstæða manninn, því það kenndi honum að byggja upp myndir sínar eða andlit með þeim atriðum, sem honum þóknaðist i hvert sinn og hentuðu bezt hinu sér- stæða handverki hans. Árangurinn verð- ur ef til vill ekki svo mjög lífrænn, en v:ðheldur ákveðnum heildarsvip og jafn vægi í uppbyggingunni, sem hinn fyrsta teiknara hefur sjálfsagt skort. Mynd D er gríma frá Nýju Guineu. Hún er ef til vill ekki falleg, en það er ekki held- ur tilgangur hennar. Hún er ætluð til hátíðahalda, þar sem hinir ungu menn klæða sig eins og andar og hræða konur og börn. Þrátt fyrir hið ófrýnilega útlit þessa anda er eitthvað við hina flatar- málsfræðilegu uppbyggingu andlitsins. í sumum heimshlutum hafa frumstæð- Mynd D: Heilög gríma frá Nýju Guineu, Elena-svæðinu. Borin af meölimum lcynifélags. (British Museum). ir listamenn þróað með sér kerfi, sem þeir nota til þess að byggja upp mynd- ir af hinum ýmsu verum og „tótemum“ (átrúnaðardýrum), sem koma fyrir í helgisögnum þeirra. Meðal Indíána í Norður-Ameríku líta listamennirnir mjög ákveðnum augum á form hlutar, án þess að taka tillit til hins rétta útlits. Sem veiðimenn vita þeir miklu betur en við, hvernig nef arnarins lítur út eða eyru bjórsins, og álíta að eitt slíkt atriði sé nægilegt til þess að tákna 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 35. tbl. 1965

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.