Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1965, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1965, Blaðsíða 12
nazískum stríðsglæpamönnum, og þær voru gefnar út í Þýzkalandi og víðar. Ég fékk mikinn póst frá Þýzkalandi sem svar vfð þessu, og margir bréfritarar voru ofsareiðir, sumpart vegna þess, að ég hafði spurt, hvort endurvakning naz- ismans væri hugsanleg í framtíðinni. En e-ftirtektarvert var það í mörgum bréf- anna, að þar kom fram gremja gagnvart þeirri hugmynd, að nazistarnir og stjórn- arfarið væri eitthvað skylt þýzku þjóðinni. Yfirleitt væri ég þarna að „koma óorði á“ Þýzkaland. E f sleppt er óviljandi gamansemi, finnst mér heimurinn yfirleitt og þó einkum Þjóðverjar eigi a'ð horfast í augu við þessi viðbrögð. Það er í rauninni þýðingarlaust a’ð vera að segja fólki, að þao sé sekt. Engin þjóð fremur en einstaklingur gerir neinum gagn með því að ganga um og berja sér á brjóst. Ég held hreinskilnislega sagt, að inni- haldslausar og ákafar ásakanir um al- menna sekt geri ekki annað en auka á vonbrigði Þjóðverja og hvetja þá til að fara að keppa að einhverjum „virðu- leika“ með nýja, grenjandi hættu- lega þjóðerniskennd að vopni. En svo getur aftur sektarvitundin orðið „sið- ferði“ i sjálfri sér, sé henni ekki opnuð ný leið til athafna, sé henni ekki snúið upp i ábyrgðarkennd. Sannleikurinn er þvi miður sá, að í augum alltof margra er gyðingaútrýming Þjóðverja orðin eitt af aðgei'ðarleysisverkunum hans Orwells, viðburður, sem kemur af sjálfu *ér og er þessvegna óskiljanlegur. En ef rannsaka ætti þessa þoku, sem hvílir yfir mannlegri sekt, ekki sem eitthvert undantekningar-fyrirbæri eða sem sjúkdóm, heldur sem hvert annað fylgifé mannlegs eðlis, gæti ef til vill komið eitthváð gott út úr því, annað en endalausar deilur. Ef hægt væri að skilja fjandsemina og árásarhneigðina í mann- legu eðli sem staðreynd fremur en sem lastver’ða synd, gæti mannkynið ef til vill farið að vera á verði gegn eyðilegg- mgu sinni, sem kemur okkur alltaf „á óvart“, sem eitthvað „utan fró“ og af völdum „hinna“. Lesandinn hefur sennilega veri'ð að kinka kolli til samþykkis því sem ég hef verið að segja um Þýzkaland, en hver okkar var nógu upplýstur til að hneyksl- ast, auk heldur mótmæla, við að sjé myndir í blö’ðunum af Vietnambúum pynda Vietcongmenn? Vietnambúar hafa bandariskan útbúnað, fá kaupið sitt frá okkur, og gætu ekki framið þessar pyndingar nema fyrir okkar tilstilli. Það er ekki hægt að komast hjó því — íanginn, sem rekur upp kvalaópin, er okkar fangi. að er bókstaflega alveg þýðingar- laust að fara að segja, að þetta geri hinn aðilinn líka; það er venjulega svari’ð hjá Þjóðverjum, þegar talað er um grimmd- aræði nazista — þá fer hann a’ð tala um Mi’ssissippi. Og sem meira er: sé hann greindur, þá minnir hann okkur á að skólabækurnar, sem Bandaríkin sendu til Þýzkaiands í stríðslok, höfðu inni að nalda sannleikann um nazismann, en þær voru dregnar til baka skömmu síð- ar, þegar kalda strfðið hófst, svo að nú er vaxin upp heil kynslóð, sem hefur ekki lieyrt neitt um blóðugasta áratug- inn í sögu lands síns. Hvað má af þessu læra? Það er af- skaplega erfitt að vera mannlegur ein- mitt vegna þess, áð við getum ekki séð okkar eigin fjandsemi I okkar eigin gerð- um. Þetta er sorgleg og örlagarík blinda, sem er svo gömul hjá okkur, svo runnin í merg og blóð, að hún liggur til grund- vallar fyrstu sögunni í Bibliunni, fyrstu persónunni í þeirri bók sem mannleg get ur taiizt. Rabbínarnir, sem tóku saman Gamla testamentið, settu ekki Kaín í upphaf bókarinnar af einhverjum áhuga á glæpafræði, heldur af því áð þeir skildu að mesta sálarkvöl, sem maðurinn getur fengið að reyna, er áð sjá sína eigin glæpi, og um leið er erfiðast að sætta sig við þá. „Atvik í Vichy“ hefur verið kallað leikrit um efnið: „Á ég að gæta_ bróður míns?“ Þáð er misskilningur. „Á ég að gæta sjálfs mín?“ ætti betur við. Sektin er þá ekki nein sviplaus þoka, heldur er hún iðrun sálarinnar eftir sína eigin fjandsemi. Við refsum okkur tii þess að sleppa við refsingu og til þess fað sleppa við að taka þátt í að endur- vekja þessa „einingu hugsunarinnar, hina siðgæðislegu forsendu" sem engu að síður endurfæðist með hverju barni, aftur og aftur um allan aldur. SMÁSAGAN Framhald af bls. 7. steinn. — Ertu að hugsa um að verða eftir? — O nei, svaraði Eiríkur dauflega og brölti á fætur. Snærið losnaði af mér. Það var allt og sumt. — Og þú kallaðir ekki til okkar, mannfjandi, sagði Þorsteinn í hryssings- rómi. — Því tók ekki. Ég hefði náð ykkur strax, svaraði Eiríkur. — Þú segir það, karlinn. En það hefði nú getað dregizt, sagði Þorsteinn. Þegar við vorum að leggja af stað, sagði Þorsteinn: — Það er rétt, að þú verðir síðastur, Björn. Ég samþykkti það fúslega. Eiríkur þagði en fór að vilja Þorsteins. Svo héldum við áfram ferðinni. Ófærð in fór versnandi eftir því sem ofar kom á heiðina. Bót var það í máli, að ofan- bylurinn hætti og nú lygndi óðum. Það mátti heita að komið væri viðunandi veður, þó að nokkuð hreyfði snjó öðru hvoru ennþá. Við vorum á réttri leið. Það sönnuðu vörðurnar, sem við fund- um nú fyrirhafnarlítið. Frostið fór harðnandi. Við hefðum nú átt að verða bjartsýnni á framtíðina, þó að enn væri löng og erfið leið fram undan. Nú er veðrið hafði batnað, þurftum við ekki að beita huganum við gönguna. Hungur- tilfinningin var að mestu horfin, að minnsta kosti hvað mig snerti. Þorsteinn réð ferðinni og fór nú mjög hægt og gætilega. Það var auðvelt fyrir mig að þræða slóð þeirra Þorsteins og Eiríks. Það varð að vana án þess að ég hugsaði um það. Ég þurfti í raun og veru ekkert að hugsa. En það er nú svo með hugs- unina, að hún getur aldrei látið af að starfa, á meðan maður er vakandi. Svo fór fyrir mér að þessu sinni. Hið furðu- lega gerðist, að ég tók að hugsa um nokkuð, sem sjaldan kom mér í hug ósjálfrátt, en hafði aldrei vakið þann áhuga með mér, að ég leiddi hugann að því. En ná var ég áður en ég vissi far- inn að hugsa um hana Gunnu, dóttur bóndans í Túni. Hún var tuttugu og tveggja ára, skratti fönguleg stelpa, því var ekki að neita, en ég var ekkert hrif- inn af henni. Það var ekki þess vegna, sem mér kom hún í hug. Ég hafði nú dvalið í Túni mánaðartíma og átti að dvelja þar mánuð eftir áramótin. Ein- mitt þess vegna var ég að hugsa um Gunnu. Mér fannst hún gera sér æ tíðara um mig. Hún bjó um rúm mitt kvölds og morgna í gestaherberginu, sem var inn af stofunni. Á kvöldin staldraði hún við í stofunni og fann sér alltaf eitthvað til að tefja fyrir sér, og tóku þcssar tafir hennar æ lengri tíma. Mér var þetta hátterni hennar ekki að skapl ?n vildi fyrir hvern mun konrast hjá að valda henni vonbrigðum eða hugar- angri. Þess vegna var ég alltaf kurteis og alúðlegur við hana, eins og sjálfsagt var, þar sem um sjálfa heimasætuna var að ræða. að var furðulegt, að mér skyldi koma þetta í hug þarna á heiðinni, þar sem ég staulaðist áfram í spor Eiríks og Þorsteins. Ég var jafnvel svo ósvíf- inn að láta hugann hvarfla að fönguleg- um líkama hennar, því að auðvitað var hún fönguleg eins og flestar stúlkur eru á þessum aldri. Það var furðulegt, mér fannst ég hressast við að hugsa um stúlkuna, þó að mér dytti auðvitað ekki í hug að vilja eignast hana fyrir konu. Jæja, stúlkutetrið gerði mér þarna greiða án þess að hún hefði hugmynd um það. Mér varð hlýrra til hennar fyrir þennan greiða. Þessar hugleiðing- ar ráku á brott alla hungur- og þreytu- tilfinningu. . . . Var það ekki furðulegt að vera núna að hugsa um hana Gunnu, .. núna þegar ég var að vaða snjóskafl- ana . . . hana Gunnu, sem ég hugsaði aldrei um, þegar ég var heima í Túni, nema ef ég svaraði henni einhverju, þegar hún var að vappa kringum mig á kvöldin, og var mér þó ami í þessu rölti hennar í kringum mig. Hvað nú? Eiríkur lá í skafli fyrir framan mig. Hann lá á hliðinni og hvíldi höfuðið á vinstri olnboga. Við Þorsteinn beygðum okkur yfir hann jafnsnemma. — Ertu veikur? spurði Þorsteinn. — Nei, svaraði Eiríkur rólegri röddu. — Ertu þreyttur? — Nei, . . jú . . dálítið. — Við skulum hvíla okkur, sagði Þor- steinn. Við hvíldum okkur alllanga stund. Eiríkur virtist naumast geta staðið, er hann var risinn á fætur. Við gengum mjög hægt fyrst, svo hert um við gönguna. Þannig héldum við áfram nokkra stund. Svo hneig Eiríkur aftur niður. Okkur Þorsteini leizt nú ekki á blik- una. Við reistum Eirik á fætur og studd- um hann af stað. Svo slepptum við honum, og hann staulaðist áfram stuttan spöl. Þá hneig hann enn niður. — Ertu virkilega uppgefinn eða ertu veikur? spurði Þorsteinn. — Ég er þreyttur, stundi Eiríkur. — Ég er ekki veikur. Ég þarf bara að hvíla mig og helzt að sofna, drafaði í honum. Nú tók að síga í Þorstein. Hann mælti mjög höstugum rómi: — Ertu vitlaus, mannskratti? Held- urðu, að við skiljum við þig svona á þig kominn? Hann greip til Eiríks og reisti hann harkalega á fætur. Við gengum undir honum, þannig að við tókum hvor okkar sinn handlegg hans og lögðum yfir herðar okkar, svo hálídrógum við hann áfram. Eftir nokkra stund urðum við að hvíla okkur. Hann lagðist niður og við stóðum yfir honum. Svo reistum við hann á fætur og héldum áfram. Þannig þokuðumst við áfram um stund í smákippum. Ég fann, að Eiríkur hvíldi með sívaxandi þunga á herðum mínum, er ég gekk undir honum. Fannst mér sem kraftar mínir færu þverrandi smámsaman, og tók ég að óttast, að ég gæfist upp þá og þegar. Þorsteinn virtist alltaf jafn- sprækur. Veðrið hélzt hið sama, — vindgusur öðru hvoru_ og í rokunum moldsvartur skafbylur. Á milli rokanna var næstum logn og lítil sem engin hreyfing á snjón- um. Frostið fór enn harðnandi. Eiríkur varð æ þyngri í meðförum. Vegalengdirnar sem við drösluðum hon- um áfram, á milli þess að við hvíldum okkur, urðu æ styttri. Þorsteinn varð sí- fellt grimmdarlegri í viðmóti við Eirík, 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 35. tbl. 1965

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.