Lesbók Morgunblaðsins - 13.03.1966, Side 3

Lesbók Morgunblaðsins - 13.03.1966, Side 3
— Eiginmaður yðar er nú undir lét.t- um dáleiðsluáhrifum, frú Carpenter, og við getum rætt saman í ró og næði. — Ég skil, Manson læknir. — Nú ættuð þér að segja mér frá þessum martröðum, sem hafa ásótt hann. Þér segið að þetta hafi byrjað á brúðkaupsnóttina? — Já, læknir, fyrir viku. Við kom- um beint hingað í nýja húsið okkar eft- ir hjónavígsluna. Fólkið okkar kom og borðaði með okkur um kvöldið, og við fórum ekki í rúmið fyrr en um mið- nætti. Það var komið undir morgun, þegar ég hrökk upp við að David æpti upp yfir sig í svefninum. Hann brauzt um og tautaði eitthvað óskiljanlegt. Ég vakti hann. Hann var náfölur og skjálf- andi á beinunum og sagðist hafa haft martröð. — En mundi ekkert af því, sem hann dreymdi? — Nei, ekkert. Hann tók eina svefn- töflu og sofnaði svo aftur. En næstu nótt endurtók sagan sig — og þá þar það verði ekki erfitt að losa hann við þessa martröð, sem ásækir hann aftur og aftur. — Ó, læknir, það vona ég sannarlega. — Það er hugsanlegt, að Richard sé að reyna að ná tökum á vitund hans. — Richard? Hver er Richard? — Riohard er annar persónuleiki Dav- ids. — Ég skil yður ekki almennilega. egar David var tólf ára, Jenti hann í bílslysi. Hann fékk alvarlegt taugaáfall, og upp úr því skapaðist hjá honum kleyfhyggja, þannig að í honum þróuðust tveir aðskildir persónuleikar. Annar persónuleikinn var eðlilegur innri maður Davids. En hinn var tillits- laus yfirgangsseggur, sem einskis sveifst. David kallaði þennan persónu- leika Richard og sagði að hann væri tvíburabróðir sinn, sem byggi í huga sínum. — Furðulegt. ég leiddi Ann inn á nýja heimilið okk- ar. Klukkan var að verða ellefu um kvöldið, þegar ég kom heim í íbúðina mína. Ég var yfir mig þreyttur. Ég hátt- aði og lagðist út af, en var of þreytt- ur, ég gat ekki sofnað. Svo að ég tók eina svefntöflu. En ekki var ég fyrr sofnaður en mig var farið að dreyma. — Hvernig hófst draumurinn, David? — Mig dreymdi að síminn hringdi. í reyndinni . var síminn á borðinu við rúmið, og í draumnum reis ég upp við dogg og svaraði í símann. Mér fannst þetta vera veruleiki, og síminn hefði vakið mig. En svo áttaði ég mig á því, að mig var að dreyma. — Hvað olli því, David? —Það var röddin í símanum, rödd IiOuise. Þó að mig væri að dreyma, gerði ég mér grein fyrir því, að Louise er dáin. — Hvenær dó Louise, David? — Fyrir ári. Hún var á leið yfir fjöll- in í Vestur-Virginíu til þess að heim- sækja foreldra sína, þegar bíllinn henn- ar fór út af veginum. Bíllinn brann, og hún komst ekki út úr honum. — Svo að það hefur þegar komið þér í skilning um, að þig væri að dreyma, þegar þú heyrðir rödd hennar. — Já, auðvitað. Hún sagði: — David, þetta er Louise ... David, er nokkuð að? Af hverju svararðu ekki? Augnablik var ég alveg klumsa. Síðan svaraði ég í draumnum: — Þetta getur ekki verið Louise. Louise er dáin. — Veit ég vel, David. Það var sami kunnuglegi ertnishljómurinn 1 rödd hennar og verið hafði. — Nú, auðvitað, og hvað með það? — Þetta er bara draumur, sagði ég við hana. — Eftir stutta stund vakna ég. — Já, alveg rétt hjá þér, vinur, svar- aði Louise. — Mér þætti líka skemmti- legra að þú værir ekki sofandi, þegar ég kem að heimsækja þig. Ég er að leggja af stað úr kirkjugarðinum. Verð komin eftir andartak. Síðan býst ég við að hún hafi lagt á, ég veit það ekki. Skyndilega var allt breytt, eins og oft gerist í draumum, og ég sat í stól og reykti sígarettu með- an ég beið. Beið eftir, að Louise kæmi úr kirkjugarðinum hingað í íbúðina mína. Ég vissi að það var útilokað, að þetta gæti gerzt, en í draumi er eng- inn vandi að taka fjarstæðum eins og sjálfsögðum hlut, og — sem sagt — þarna sat ég og beið hennar. E g var að slökkva í annarri síg- Framhald á bls. 13 — Það eru mörg dæmi slíks úr lækna- skýrslum. Þegar David var þreyttur eða áhyggjufullur, tókst Richard að ná und- irtökunum í huga hans. Þá stjórnaði Richard gerðum hans til þess að fram- kvæma hluti eins og að ganga í svefni og kveikja í sængurfötunum sínum. David fékk ekkert að gert undir slík- um kringumstæðum. Stundum hafði hann ekki hugmynd um það, sem hann hafði gert. Stundum hélt hann líka að það hefði verið martröð. — En hvað þetta er undarlegt. Það fer hrollur um mig. — Ég hafði David til meðferðar eftir bílslysið, og ég hélt, að okkur hefði tek- izt að komast fyrir þetta, og hann hefði fengið algjöran bata. En það er ekki úti- lokað . . . Jæja, það er bezt að ég spyrji David um þennan draum, sem sækir á hann á hverri nóttu. Martröðin sú gef- ur okkur sennilega svör við spurning- um okkar .. . David! —• Já, læknir. — Mig langar að biðja þig að segja mér frá draumnum, sem hefur valdið þér óþægindum að undanförnu. Þú manst eftir honum núna, er það ekki? — Draumnum. Jú, jú, ég man eftir honum núna. — Þú mátt ekki æsa þig upp. Segðu okkur nú nákvæmlega frá draumnum, en vertu alveg rólegur. — Allt í lagi, ég skal vera rólegur. — Prýðilegt. Segðu mér nú, hvenær þig dreymdi þennan draum fyrst. — F yrsta skiptið... það var á brúðkaupsnótt okkar Ann. Nei, það er ekki rétt. Það var nóttina fyrir brúð- kaupið. — Þú ert viss um það? — Já. Dagurinn hafði allur farið í að ganga svo frá málum á lögfræðiskrif- stofunni minni, að ég gæti tekið mér nokkurra daga frí. Um kvöldið fór ég hingað til nýja hússins okkar í River- dale til þess að ganga úr skugga um, að allt væri eins og það ætti að vera. Mig langaði til að allt væri fullkomið, þegar —Jr ú sefur núna, David. — Já, ég er sofandi. — Nú vil ég að þú hvílir þig dálitla Btund, meðan ég ræði við konuna þína. — Það er ágætt, læknir, ég mun hvíla mig. næstu. Þetta hefur gengið svona á hverri einustu nóttu síðan. — Sem sagt, endurtekningarmartröð. En þér skuluð ekki láta það skelfa yð- ur. Ég hef þekkt David frá því hann var barn og er þeirrar skoðunar, að Lífsþróun Eftir Gisla Indriðason Er Drottinn valdfesti „verði ljós“, hann vildi sjá til að skapa, og lífið spratt upp til lands og sjós með lindýr, hákarla og apa. Við geisla sólar upp gróska þaut, það glóði af velsæld hver staður; þá fann hann loksins upp formið naut, og fyrsti þjónn þess var maður. Andi spurnar því að mér skaut — sem ætti nánar að kanna — hvort öskri og belgi sig ofmörg naut á akri Drottins og manna? Dauðinn er draumsýn - -- EFTIR ROBERT ARTHUR .. 13. marz 1966 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.