Lesbók Morgunblaðsins - 13.03.1966, Síða 11
Jóhann Hannesson:
M ÞANKARÚNIR
RELIGION — trúarbrögð? Þessa stuttu spurningu er að finna
á blöðum í flugafgreiðslum suður í Egyptalandi (og sennilega
víðar) og verða menn að rita svar í þar til gerða eyðu aftan
við spurninguna. „Christian“, það er kristinn, er sennilega það
orð, sem flestir af oss myndu skrifa, því spurt er á ensku og
svars vænta menn á sama máli. Og þesskonar svar bendir til
þess að vér teljum oss til kristinna manna. Ekki er þó öruggt
að málið sé þar með afgreitt. Embættismenn Egypta eiga það
til að spyrja hvort einhver maður sé kaþólskur eða mótmæl-
andi, og þótt þeir hlýði manni ekki yfir Fræðin, vilja þeir fá
svar. Kunnugt er mér það af eigin raun. Varla mun of djarf-
lega áætlað að margir menn íslenzkir myndu án umhugsunar
telja sig til mótmælenda — protestants.
En hvernig stendur á þessu furðulega orði, mótmælandi,
protestant? Höfum vér yfirleitt nokkru sinni mótmælt nokkru?
Lærðir menn tjá oss að upphaflega merki orðið „protestant“
ekki mótmælanda, heldur meðmælanda, af sögninni pro-test-
are, að bera vitni um eitthvað jákvætt, manni eða málefni í
hag. Nú kann svo að vera að með slíkum vitnisburði sé ein-
hverju öðru andmælt, sem andstætt er hinu fyrra. Með því að
bera trúnni vitni, andmælum vér a.m.k. óbeint vantrúnni. Segi
ég að rithöfundarnir hafi verið saklausir dæmdir, þá felast þar
í óbein andmæli gegn sektardómi yfir þeim. Auk þess er hægt
að ganga frá formlegum mótmælum og bera þau fram.
Heitið „mótmælandi" í trúarlegri merkingu á rætur að
rekja til viðburðar, sem fram lór á tilteknum stað og stundu,
það er þann 19. apríl 1529 í borginni Speyer. Þeir sem „mót-
mæltu“ voru fulltrúar 14 frjálsra borga, þýzkra og franskra,
og sex þjóðhöfðingjar þýzkra smáríkja Það sem þeir mæltu
með var að samkomulag um fyrsta vísi að trúfrelsi frá 1526
skyldi gilda áfram, en það sem þeir mótmæltu var afnám þessa
samkomulags, sem meirihlutinn vildi að engu gera.
Hvert var sögulegt baksvið þessara meðmæla og mót-
mæla? Nokkru fyrir þetta þing hafði verið tekið að kynda bál-
kesti í Þýzkalandi og einn maður af öðrum hafði verið brennd-
ur fyrir að flytja fagnaðarboðskapinn. Lúther hafði skrifað
huggunarbréf og sent í fangelsin til hinna dauðadæmdu. Hann
hafði nýlega orkt sálminn „Vor Guð er borg á bjargi traust“.
Keisarinn, sem réð fyrir Spáni, Þýzkalandi og ýmsum
löndum öðrum, var staðráðinn í að útrýrna hinni lúthersku
villutrú. Lútiher var sjálfur dauðadæmdur maður, bannfærður
og réttdræpur samkvæmt þrjú hundruð ára gömlum lögum og
samningum við Róm. Það voru hvorki voldugir né fullkomnir
aðilar, sem báru fram þau mótmæli, sem gefið hafa nafn öllum
mótmælendum, en þeir líða ekki úr minni þeim, sem þekkja
hugsj ónasöguna — og mótmælin urðu ægilega dýrkeypt. En
komandi kynslóðir og kaþólskir menn jafnt og mótmælendur
njóta góðs af þeim á vorum dögum — og menn hafa einnig
fyrir löngu notið góðs af þessum mótmælum.
Það hefir lengi loðað við trúaða mótmælendur að mæla
með sumu, en mæla gegn öðru. Sumir mæltu með frelsun
þræla, en mótmæltu þrælahaldi. Það kostaði áratuga baráttu
mótmælenda í Bretlandi og þegar fallizt var á afnám þræla-
haldsins, tuttugu og fjórar milljónir punda. Mai'gir mótmæla
styrjöldum, vígbúnaði og herþjónustu. Sumir mótmæla hvítri
þrælasölu, aðrir illri meðferð fanga og geðveikra manna.
Margir, einnig kaþólskir, mótmæla barnaútburði og óþörfum
fóstureyðingum. Þá mótmæla rnargir kúgun smáþjóða, arð-
ráni, efnishyggju, fáfræði, þrælkun barna og kvenna. Aðrir
mótmæla drýkkjuskap, enn aðrir framhjáhaldi, og margir mót-
mæla siðspillingu þjóðfélaga.
Margvísleg mótmæli og meðmæli hafa leitt til menningar-
legrar baráttu, sem staðið hefir áratugi og jafnvel aldir. En af
því má ekki draga þá ályktun að mótmælendur séu allir eins
né heldur að þeir stefni að sama marki og því síður að þeir séu
eða te'lji sig vera fullkomna menn. Sameiginlegt er aðeins að
eitthvað knýr þá áfram til að leita einhvers þolanlegra eða
betra en þess sem er, var eða við blasir. Oft er tilgangurinn sá
að vara við yfirvofandi hættu, stundum er hann sá að koma
fram umbótum í meðferð manna, þjóða eða stétta í mannfé-
laginu. Til þess að varast fordóma, alhæfingar, fullyrðingar og
falskar samlíkingar ber að gera sér ljóst hvað menn vilja með
mótmælum sínum — eða meðmælum, í hverju einstöku tilfelli.
Vilja menn efla eigin hagsmuni eða almenningsheill og öryggi?
Vera má að stundum falli saman réttlátur vilji Guðs og óskir
manna, en slíkt er þó engan veginn algild regla, enda eru óskir
manna mjög sundurleitar. Mörgum er ekki ljóst að ti'l er ábyrgð
I frammi fyrir Guði, ábyrgð gagnvart eigin þjóð og börnum
SIGGI SIXPENSARI
— Sæll, bróðir — gott að vita, að þú hefur fengið áhuga á
landsmálum!
— Ég?
— Já, þú varst á flokksfundinum í gær!
— Nú, það var þar sem ég var.
jr
A erlendum bókamarkodi
Deyfilyf og ofsjónir
Drugs of Hallucination. The Uses
and Misuses of Lysergic Acid
Diethylamide. Sidney Cohen.
Secker & Warburg 1965. 30/—.
Höfundurinn las læknisfræði í
Bonn og við Columbía-háskólann.
Hann er nú starfandi í Los
Angeles, og hefur starfað mjög
að rannsókn á þeim lyfjum, sem
hafa einkum áhrif á sálarlíf
manna. Slík lyf eru mikið rædd
nú á dögum, og sú dreifingar-
tækni sem seljendur þeirra við-
hafa. Allir kannast við heróín,
mascalin, opíum og marihuana.
Öll þessi lyf verka tU ofsjóna og
óeðlilegs ástands hjá þeim sem
nota þau. Höfundur segir frá
verkunum þessara lyfja; hann
hefur mikla reynslu í þessu efni,
þar sem hann hefur haft fjölda
sjúklinga undir höndum. Hann
lýsir verkunum þeirra og þeirri
þýðingu, sem notkun þeirra get-
ur haft fyrir rannsóknir á sálar-
lífi manna, einnig lýsir hann of-
sjónum og „dularreynslu" sem
lyfin orsaka. Einnig ræðir hann
mögulega notkun þessara lyfja í
hernaði. Hann álítur réttilega,
„að pillur skapi hvorki gáfur né
breyti skapgerð manna, þær séu
heldur ekki notandi til þess að
auka afköst manna eða opna
þeim nýja leið til sáluhjálpar og
fullsælu, en þær geta veitt
mönnum nýja viðmiðun og gert
mönnum fært að gera tilraunir á
sjálfum sér, að vissu mjög tak-
mörkuðu leyti“. Bókin er skrifuð
fyrir leikmenn og er læsileg.
Félagsfræði
The Feminine Mystique. Betty
Friedan. Penguin Books 1965.
5/—.
Bandarikjamenn hafa undan-
farið gefið út margar bækur
varðandi þjóðfélagsfræði, heim-
ildasöfnun stendur þar á háu
stigi og úrvinnsla úr þessum
heimildum er stunduð af kappi.
Þessi bók kom fyrst út þar 1
landi 1963 og fjallar hún um
lífernismáta bandarískra kvenna.
Höfundur hefur margt að athuga
og styður skoðanir sínar miklu
magni heimilda. Fjölskyldulíf í
Bandaríkjunum kemur Evrópu-
mönnum um margt spanskt
fyrir sjónir, samfélagsvenj-
ur, tilbúinn smekkur og
skyldugur lífernismáti, sem allir
samþykkja af því að slíkt hæfir,
eru helztu einkennin. Fjölmiðl-
unartækin móta smekk og skoð-
anir; og þrátt fyrir ágæta aðbúð,
öll þægindi og góðar tekjur og
þátttöku í allskonar félagsmála-
stússi, þá vantar eitthvað að dómi
höfundar. Tómleikinn er hið ótta-
lega; fólk virðist lifa einhvers-
konar hálflífi. Höfundur reynir
að komast fyrir rætur þessa
ástands, hleður saman grúa
heimilda og dregur sínar álykt-
anir, og ræðir það sem hún álít-
ur að yrði bandarxsku kvenfólki
til meiri velfarnaðar. Bókin er
eftirtektarverð og af henni má
örugglega draga þann lærdóm, að
lífshamingja verður ekki fengin
með sjónvarpi, bílum, eldhús-
appai'ötum eða sjálfvirkni.
Astand þessara mála nú á dögum
er vitaskuld afleiðing atburðarás-
ar og þróunar undanfarinnar ald-
ar, bandarísk þjóð er ung, á stutta
sögu, og þær stofnanir og erfðir
sem mótað hafa þjóðfélög Evr-
ópu máttu sín lítils áður fyrr í
þessum ríkjum. Menningarerfðir
verða ekki seldar á torgum, og
menningarandrúmsloft ekki
keypt i plastumbúðum.
Ferðasögur:
River of the White Lily. Life in
Sarawak. Peter Goullart. John
Mui'ray 1965. 25/—
Höfundurinn er fæddur í
Moskvu 1902. Hann er af frönsk-
um ættum, sem hafa rekið verzl-
un við Kína og Mongólíu í marga
ættliði. Hann flúði ásamt móður
sinni í upphafi byltingarinnar til
Vladivostock og síðan til Kína,
þar sem hann bjó frá 1919 til
1949. Hann gerðist þar kínversk-
ur ríkisborgari. Eftir að komm-
únistar brutust til valda í Kína,
flúði hann land og er brezkur
ríkisboi'gari. Hann hefur fullt
vald á kínversku og er taóisti.
Undanfai'in ár hefur hann unn-
ið á vegum Sameinuðu þjóð-
anna og ferðazt víða. í þessari
bók segir hann frá ferðum sín-
um um Sarawak og dvöl sinni
þar, en þangað fór hann á vegum
Samvinnustofnunar Sameinuðu
þjóðanna, samkvæmt beiðni
stjórnarinnar þar. Hlutvei'k hans
var að vinna að stofnun verzlun-
arf yrirtæk j a meðal þjóðflokk-
anna á þessum slóðum. Hann
dvaldi meðal ýmissa þjóðflokka á
þessum slóðurn og ferðaðist vítt
um landið. Hann dvaldi meðal
þeirra innfæddu og lifði lífi
þeirra. Hann kynntist öllum
helztu þjóðflokkum Sarawak,
Kínverjum, Malajum og Dyaka
þjóðunum. Hann stofnaði til
verzlana víðsvegar um landið,
skipulagði rekstur þeirra og skól-
aði forstöðumenn þeirra. Þetta
er einkar læsileg bók og hún ber
það með sér að höfundurinn er
taóisti. Nokkrar myndir fylgja.
hennar, einnig sú almenna ábyrgð, sem fylgir því að vera
maður. í því ljósi ber að athuga meðmæli og mótmæli manna.
Er verið að mæla með ábyi'gðarleysi — og þar með andmæla
ábyrgð, eða er verið að andmæla ábyrgðarleysinu og kalla
menn til ábyrgðar, í stuttu máli, kalla þá til að vera menn?
——i1 i ——
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11
13. marz 1966