Lesbók Morgunblaðsins - 03.04.1966, Page 9
Kúlfaielli
Með lestamönnum, sem komu
úr kaupstaðarferðinni ut-
an a£ Eyrarbakka vorið 1868, fékk
prófastur Vestur-Skaftfellinga, sr.
Jón Sigurðsson á Mýrum í Álftaveri,
svohljóðandi bréf frá biskupinum,
dr. Pétri Péturssyni:
kirkju og skráð alla breytingar, sem
urðu á kirkjuhúsinu sjálíu og munum
þess. En engu að síður má ætla, að
hann hafi brugðizt vel við þessum til-
mælum hr. biskupsins. Svo mikið er
víst, að hann gefur sér góðan tíma til
að rannsaka þetta mál til hlítar. Það
er ekki fyrr en rúmum þremur árum
ur álitizt kirkjunni til prýðis, þá vil ég
hér með leita leyfis yðar til að frá-
skrifa þennan forngrip kirkjunnar og
senda hann hinu íslenzka forngripa-
safni í Reykjavík, jafnvel þó að ekki
líti út fyrir að muni verða fyrir bráð-
um skemmdum þar sem hann er nú.“
Biskupsleyfið var auðfengið og í vís-
itazíugerð sinni næsta sumar, þ. 23.
ágúst, telur prófastur skrúða og áhöld
Kálfafellskirkju þann sama og áður,
en
„Lítið krossmark, fóðrað með gylltu
látúni, sem lengi hefur fylgt kirkj-
unni, er nú fráskrifað henni sam-
Krossinn frá Kálfafelli í
„Þér munuð, hr. prófastur, ekki
síður en ég, finna til þess hve hörmu
lega til hefur gengið með ýmsa
forngripi kirkna hér á landi, sem
fyrir afskiptaleysi og vanhirðingu
annaðhvort hafa skemmzt og með
tímanum liðið undir lok eða jafn-
vel á stundum verið sendir út úr
landinu.
Til þess, ef mögulegt væri, að
koma í veg fyrir þetta eftirleiðis
og vernda hið litla, sem eftir er
af þess konar munum, vil ég þén-
ustusamlega biðja yður að áminna
prestana í yðar prófastsdæmi um
að hirða vel alla fomgripi og forn-
aldarleifar, er fylgja kirkjum þeirra,
og taka þeim alvarlega vara fyrir
að senda nokkurn þess konar hlut
af landi burt, hvort heldur það eru
forn skjöl eða annað. En sé það
fyrirsjáanlegt, að einhver slíkur
hlutur verði eigi varinn skemmd-
um þar sem hann er, eða þér ótt-
izt fyrir, að hann þannig muni líða
undir lok, en álítið hann að öðm
leyti kirkjunni hvorki þarflegan né
henni til prýði, má leita leyfis míns
til að fráskrifa hann kirkjunni ef
hans er getið í gripaskrá hennar og
til að senda hann hinu íslenzka
forngripasafni, sem stofnað er hér
í Re; /javík, en séu það forn skjöl
og þeim sé nokkur hætta búin, eiga
þau að sendast mér beinlínis fyrir
yðar milligöngu svo að þau verði
geymd við skjalasafn biskupsdæm-
isins eins og ætlazt er til í umburð-
arbréfi formanns míns frá 1. des-
ember 1856. Að endingu bið ég yð-
ur, hr. prófastur, að komast eftir
því hjá prestum yðar og gefa sjálf-
ur nákvæmlega gætur að því á yfir-
reiðum yðar um prófastsdæmið
hvort nokkrir þessir munir tilheyra
kirkjunum, sem ekki er getið í gripa-
skrá þeirra né annarsstaðar, og gefa
mér skýrslu um það.“
P rófasturinn á Mýrum fór vit-
anlega nærri um það, hvað kirkjurnar
í Vestur-Skaftafellssýslu áttu af göml-
um gripum. Þessi ár, sem hann var
búinn að gegna prófastsstörfum, hafði
hann kostgæfilega vísiterað hverja
síðar sem hann sendir svar sitt. Það er
á þá leið, að hann hafi ekki orðið var
við neina forngripi eða fornaldarleif-
ar í sinu umdæmi, nema í Kálfafells-
kirkju. Þar segir hann, að sé lítið
EFTIR SÉRA GÍSLA
BRYNJÓLFSSON
krossmark af tré, fóðrað með gylltu
látúni, sem líti út fyrir að vera all-
gamalt, þó ekki sjáist ártal á því, „þar
eð gyllingin er nú máð orðin af kross-
marki þessu og það því ekki getur leng-
Þjóðminjasafn inu.
kvæmt biskupbréfi 27. des. f.á. og
verður sent forngripasafni í Reykja-
vík.“
Þar með var lokið hlutverkr helgi-
tákns í trúarlífi Fljótshverfinga.
eim, sem þetta ritar, var nokk-
ur forvitni á að Sjá þennan gamla
kirkjugrip, sem um svo langan aldur
hafði prýtt helgidóminn á annexíunni
Kálfafelli. En þegar farið var að leita
að krossinum á Þjóðminjasafni, ætlaði
það ekki að ganga greitt. Og í byrjun
leit svo út, sem þessi ákvörðun pró-
fastsins á Mýrum, að senda krossinn
suður á Þjóðminjasafn, hefði farizt fyr-
ir, eins og svo margar fyrirætlanir,
sem ekki eru framkvæmdar strax held-
ur látnar dragast úr hömlu.
En við nánari eftirgrennslan kom f
ljós hvernig í málinu lá.
Þegar Matthías Þórðarson tók við Þjóð
minjasafninu, mun hann hafa fundið þær
einar upplýsingar um krossinn, að hann
væri frá Jóni Sigurðssyni á Mýrum, en
ekki tilgreint nánar hvar sá staður
væri. Nú er einn bær á landinu með
þessu nafni, kirkjustaður — Mýrar í
Dýrafirði. Þaðan heldur Matthías grip-
inn til safnsins kominn og telur hann
„skrúðgöngukross frá Mýrum í Dýra-
firði“ (nr. 911). Var hann settur á
skaft og honum komið fyrir hægra
megin við altari í „kirkjunni“ á Safna-
hússloftinu. Lýsir Matthías honum ít-
arlega í bók sinni um Þjóðmenjasafnið,
sem kom út í Reykjavík 1914.
Krossinn er „lagður gylltum
eirþynnum með pressuðu verki
og með silfurkringlum með merkj-
um Krists og guðspjallamannanna,
Kristsmerki er lamb (Guðs lamb, sbr.
Opb. og orð Jóh. skírara: Sjá lamb
Guðs er ber syndir heimsins). Það held-
ur á fána á stöng og er kross á stang-
arendanum. Merki Jóhannesar er örn,
merki Mattheusar vængjaður maður,
merki Markúsar vængjað ljón, merki
Lúkasar vængjaður uxi. Þessar mynd-
ir eru jafnan notaðar sem einkenni
guðspjallamannanna og merkir manns-
myndin þá jafnframt guðlega speki,
ljónið guðlegt almætti, uxinn guðleg-
an kraft og örninn guðlega hátign.
Þessar verur eru meðal Gyðinga í
fyrstu kerúbarnir eins og þeim er lýst
í spádómsbók Esekíels og Opinberunar-
bókinni. Að líkindum eiga kerúbarnir
'kyn sitt að rekja til hinna fornas-
sýrísku dýramynda, sem eru með
mannshöfði, ljónsbúk, uxafótum og
arnarvængjum, og kynjadýrin sem hin
forna þjóðsaga í Heimskringlu segir
að sendimaður Haraldar Danakonungs
Gormssonar hafi séð fara á móti sér,
er hann vildi leita á land (landvætt-
ir íslands), dreki, fugl, griðungur og
bergrisi, virðast bein afkvæmi ker-
úbanna.“
Þegar Þjóðminjasafnið fluttist í sín
nýju húsakynni var krossinum komið
fyrir á skápnum með höklum, kórkápum
og öðrum kirkjubúnaði við einn vegg-
inn í ,,Maríukirkjunni“. Þar stendur
hann við hliðina á kórkápu Jóns Ara-
sonar.
Fleiri orðum skal ekki farið um þenn-
an helgigöngukross. Þessar línur eru
ritaðar til þess að vekja athygli safn-
gesta á þessum fagra kirkjugripi, sem
í hartnær 'heila öld hefur beðið eftir
sínu rétta upprunaskírteini á Þjóð-
minjasafni.
G. Br.
STOKUR
Eftir
Kristján Helgason
ÞORRI
Oft er lýsing á þér sú:
ískur frosts og hríða.
Þess skal getið, þú varst nú
þíðleg dýrðarblíða.
GÓA
Tíminn yrkir ljóðaljóð,
líf er hagfelt stundum.
Nú er frúin Góa góð
með gull í báðum mundum.
3. apríl 1966
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9