Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 03.04.1966, Qupperneq 11

Lesbók Morgunblaðsins - 03.04.1966, Qupperneq 11
ÁRÓÐURSFRÆÐI stórvelda og stjórnmála líkist að sumu leyti fóðurfræffinni í landbúnaðinum. Sá er þó munur að fóður- fræðin fjallar um næringarefni, sem talið er að skepnum megi að gagni koma, og hversu fara skuli með fóður og dýr, en áróðursfræffin fæst við hugræn efni, sem talið er að menn geti tileinkað sér með þeim árangri að þeir taki þá afstöðu, sem áróðursvaldinu er æskileg. Stundum spyrja menn undrandi hvaða áróður sé i sam- bandi við eitthvert tiltekið mál — og vænta neitandi svars, þar eð þeir sjálfir kenna engan áróðurskeim. En þróaðir menn gera greinarmun á publicity, kynningu, og propaganda, áróðri, en oft er munurinn svo lítill að menn fá ekki á milli greint, nema þjálfaðir séu. Má líkja publicity við mjólk, en propaganda við rjóma — eða rjómabland, sem auðvelt er að renna niður, t. d. með ávaxtagraut. Reyndar kann áróður að vera fastur, líkt og harðsoðið egg, en ekki fer hjá því að menn verði þess varir ef þvílíku er hent í þá. Nú kann kynning að vera þarfaþing, svo sem landkynning, bókmenntakynning og vörukynning, og áróður kann að vera almenningi gagnlegur til að koma nýtum málum fram, eða vinna gegn því sem miður fer. Svo er um áróður gegn slysum, framhjáhaldi, lús og brennivíni. Fyrir alllöngu ráku prestar áróffur fyrir kartöflurækt, og segja fróðir menn að upp frá því hafi hungursneyð að mestu horfið frá Evrópu á friðar- tímum. „Stækkið búin“ var nýlega kjörorð ráðunauta, en árangurinn er smjörfjallið fagra, sem gott er að grípa til ef móðuharðindi skyldu aftur skella yfir, og auk þess má gefa hungruðum Indverjum ögn ofan á brauðið eins og sakir standa. En „feeding on propaganda" — fóffrun með áróffri beinist þó oft að öðru en almennings heillum. Áróður er einatt hag- ræðing á hugsun annarra manna í neikvæða átt, t.d. stríðs- áróður, eða miðar að viðhaldi fordóma, t. d. Gyðingahatri eða stéttahatri. Að kenna mönnum að sjá gegnum áróður, svo sem með þekkingarfræði Husserls, er þýðingarmikill þáttur í heim- spekilegu uppeldi, og er þetta kunnugt við háskóla lýðræðis- landanna. „Because one is bombarded on all sides by propa- ganda in our day, it is desirable to understand what propaganda is and 'how it operates" segir kunnur félagsvísindamaður. Hér vinnst aðeins tími til að víkja að fimmtu grein áróð- ursfræðinnar: „Til að ná varanlegasta hugsanlegum árangri skaltu beina áróðri þínum að börnum, blanda honum saman við uppeldisaðferð þína“ (sbr. K. Dunlap: Civilised Life, bls. 360 nn). Þessa reglu staðfestir reynslan í mörgum löndum, og vakandi kennarar finna það manna bezt, því oft rífur áróður- inn niður það, sem þeir hafa nýlokið við að byggja upp. Fyrir nokkrum árum spurðum vér menntaðan Bandaríkjamann um áhrif sjónvarps á börn í landi hans, og svaraði hann því greiðlega: „Hjá oss stjórnar sjónvarpið börnunum, en börnin stjórna foreldrunum“. Þar með átti hann við að sjónvarpið mótaði óskir og hugðir barnanna, og foreldrarnir tækju tillit til þeirra. Smátt og smátt erum vér einnig að komast á þetta stig. Þar sem sjónvarpið er búið að vera barnfóstra í nokkur ár, verða börnin fyrir vonbrigðum þegar þau fara í skóla og eiga að læra það, sem þar er kennt, en missa um stund af sinni ástkæru fóstru. Dæmi eru til að börn biðja um leyfi til að fara heim úr skóla að horfa á tiltekna þætti, en fara að gráta ef leyfið er ekki veitt. Hliðstæðar breytingar virðast geta orðið á fullorðnu fólki. í VL þann 1. febr. s.l. lásum vér að nokkrir hjónaskilnaðir hafa orðið í Danmörku út af því að karlmenn gátu ekki slitið sig frá sjónvarpinu. Með markvissri áróðurstækni má að dómi vísindamanna ná tökum á miklum fjölda manna. Takist það frá bemsku, má gera ráð fyrir að menn verði áróðursvaldinu þægir og auð- sveipir, líkt og húsdýr, enda er það markmið einræðisríkja, sem sum hafa áróðursráðuneyti, Ministry of Propaganda. í lýðræðisrikjum hafa þó ekki aðvarandi raddir þagnað enn sem komið er. —. Sæll Tommi! — Við strákarnir ætlum á kendirí á — Blessaður, Siggi! laugardaginn! Ertu með? — Nei, ég þoli laugardagskvöldin ekki — Hræðilegt að sjá þá veslast upp! lengur, maður er ekki ungur alla ævi! Nýjar Penguin-bækur Penguin-útgáfan hefur hafið útgáfu nýs bókaflokks, sem er „The Penguin English Library", ný útgáfa sígildra verka enskra bókmennta. Þessi flokkur er hlið- stæða „Penguin Classics", sem út- gáfan hefur gefið út undanfarin ár. í þessum nýja bókaflokki eiga að koma út öll helztu rit, sem sígild mega teljast í enskum bókmenntum. Bækumar eru prentaðar á vandaðan pappír, en límdar í kjöl; prentun einkar smekkleg og hverju riti fylgir ítarlegur formáli, ritaður af út- gefanda, en reynt hefur verið að velja hina hæfustu útgefendur að hverri bók. Sígild verk enskra bókmennta hafa komið í ótöldum útgáfum, en þær ódýrari hafa oft verið fremur óvandaðar. En með þessari útgáfu á að gefa út ódýr- ar en vandaðar útgáfur þessara rita. Þessi útgáfa er bæði ætluð almenningi og einnig nemendum til lestrar. Fyrstu sex bækurnar komu út seint á sl. ári og voru þessar: Persuasion eftir Jane Austin gefin út af D. W. Harding prófessori við Háskólann í Lon- don. Þetta er síðasta skáldsaga Jane Austin og ein sú bezta. Wuthering Heights eftir Emily Bronte, gefin út af David Daiches prófessori við Háskólann í Sussex. Þeir sem lesa þessa bók gleyma henni aldrei. Þetta er ein sérstæðasta skáldsaga enskra bókmennta og sterkasta ástarsaga. The Pilgrim's Progress eftir John Bunyan, gefin út af Roger Sharrock prófessori við Háskólann í Durham. Fáar bækur hafa verið jafnmikið lesnar um aldirnar og þessi uppbyggi- lega bók þessa fróma baptista. Hún er sett saman á 17. öld, þeg- ar trúarbrögð voru og hétu og sáluhjálpin var jafnmikill raun- veruleiki flestallra eins og lífs- þægindastreitan er okkur. Eftir miklar raunir og freistingar nær aðalpersónan því ástandi að verða hólpin. Þótt slíkt efni sé nútíma- mönnum fremur fjarlægt er bók- in það mikið listaverk ísjálfri sér að hún verður alltaf lesin. Great Expectations eftir Dickens, gefin út af Angus Calder. Þessi bók er ein þeirra bóka Dickens, sem hafa náð hvað mestum vinsældum og minnir um margt á sakamála- sögu hvað uppbyggingu snertir. Middlemarch eftir George Eliot er gefin út af W. J. Harvey, sem starfar við Háskólann í Keele. Þessi bók er talin sú bezta þessa höfundar, hann lýsir í henni mannlífi á Viktoríutímabilinu og sumir gagnrýnendur halda því fram að persónulýsingar hans minni um margt á beztu persónu- lýsingar Tolstoys. Höfundurinn er einn þeirra höfunda 19. aldar sem hafa verið endurmetnir um miðja 20. öld. Three Jacobean Tragedies: The Changeling eftir Thomas Middleton, The Reveng- er‘s Tragedy eftir Cyril Tourneur og The White Devil eftir John Webster. Þessi leikrit eru öll gef- in út af Gamini Salgado við Há- skólann í Sussex. Þessi leikrit eru öll ágæt dæmi um grósku- skeið enskrar leikritagjörðar á 16. og fyrri hluta 17. aldar auk þess sem þau eru ágæt lýsing aldar- farsins. Framantaldar bækur eru þegar komnar út og á þessu ári er ætlunin að gefa út verk fimmtán höfunda í viðbót, meðal þeirra eru: Butler, Defoe, Field- ing og Swift. Verð þessara bóka er frá 3/6 til 7/6. Saga Livy: The War with Hannibal. Books XXI-XXX of The History of Rome from its Foundation. Translated by Aubrey de Sélin- court. Edited with an Intro- duction by Betty Radice. Penguin Books 1965. 8/6. Livíus hefur verið lesinn af ílestum, sem eitthvað hafa lesið latínu. Rit hans eru notuð sem kennslubækur í þeirri ágætu tungu, eða hlutar úr þeim. Rit hans eru lifandi sagnfræði, sem má lesa sem skemmtilestur. í þessum bókum segir frá innrás Hannibals á Ítalíu og baráttu Rómverja gegn innrásarherjun- um. Þetta er aðeins hluti þess mikla rits, sem höfundur vann að í fjörutíu ár og taldi í upphafi 142 bækur eða um tuttugu og átta bindi lík á stærð og þetta. Af þessu riti er nú aðeins varð- veittur fjórði hlutinn. Fyrsta til fimmta bók þessar rits hefur einnig komið út hjá Penguin-út- gáfunni, en þar er rakin frum- saga Rómar. A erlendum bókamarkaði 3. apríl 1966 ■LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.