Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 27.11.1966, Qupperneq 2

Lesbók Morgunblaðsins - 27.11.1966, Qupperneq 2
rS\J IP^ MJ NIL JP ulie Christie heitir hún, stúlk- an, sem hefur aflað sér heimsfrægð ar á skemmri tíma en dæmi munu * til. Nafn hennar, svo notað sé orða- lag þeirra, sem mest fjalla um kvik myndaleikara, „ljómar nú skærar á stjömuhimninum“ en nokkuð annað Ekki sízt eftir að hún fór með aðal- hlutverkið í myndinni „Darling“ en það aflaði henni nýs aðdáenda- hóps um heim allan. í einni af mörgum greinmn um Julie Christie segir: „Falleg er hún — auðvitað. Þó ekki fallegri en margar aðrar ungar stúlkur. Yfir andlitinu er birta, svipurinn er sterk ur og síbreytilegur. Hún hefur há kinnbein, fallegan munn og hárið er skemmtilega ógreitt. Þá hefur hún til að bera mikinn kynþokka, þótt þúsundir annarrar stúlkna standist samanburð við hana á því sviði.“ Sennilega gefur þessi lýsing þó ekki fullnægjandi skýringu á því, hvers vegna Julie Christie er jafn dáð og raun ber vitni. ICvikmyndagagnrýnendur í New York kusu hana beztu kvikmyndaleik- konu liðins árs. Brezka kvikmynda- akademían hefur veitt henni verðlaun fyrir bezta leik í aðalhlutverki, en þá er ónefnt, að fyrir leik sinn í áður- nefndri mynd, „Darling", hlaut hún „Oscar-verðlaunin“ í Hollywood. Það er því alls ekki ofsögum sagt, að eng- inn núlifandi kvikmyndaleikari hafi fengið jafn mikla viðurkenningu fyrir starf sitt á einu ári. Stjórnandinn John Schlesinger, sem talinn er í hópi hæfileikamestu manna í sinni stétt á Bretlandseyjum, er tal- » inn hafa hjálpað Julie Christie mjög á ferli hennar. Hann setti á svið mynd- ina „Billy Liar“, en í þeirri mynd fór hún með veigamikið hlutverk. Er hann tók að sér töku myndarinnar „Dar- ling“, var hann ekki í neinum vafa um, hver það væri, sem taka ætti að sér hlutverk Diana Scott. Mjög margir eru þeirrar skoðunar, að það hlutverk sé í hópi þeirra erfiðustu, sem nokkru sinni hafa verið samin. Schlesinger áleit, að enginn væri því hlutverki betur vaxinn en Christie. I því tilefni lét hann eftirfarandi skoðun í ljós urn leikkonuna: „Ég þekki enga unga leikkonu, sem hefur til að bera alla þá hæfileika, sem nauðsyn- legir eru, nema Julie Christie. Andlit hennar er sannkallaður sálarspegill. Við- brögð hennar við aðstæðum eru ein- stök. Hún hefur yfir að ráða meiri túlkunarhæfileikum en nokkur önnur leikkona, sem ég hef séð. Ferill Julie á eftir að verða sérstakur þáttur í sögu kvikmyndanna". Sá, sem fór með aðalhlutverkið á móti Julie Christie í „Darling", Dirk Bogarde, hefur heldur ekki verið spar á hól: „Þegar leikið er á móti henni, er engu líkara en raunveruleikinn hafi náð yfirhöndinni. Þannig á að leika. Hún er svo góð leikkona, að það gleymist, að hún er leikkona". J[ ulie Christie er fædd í Assam á Indlandi, en faðir hennar var teekru- eigandi þar. Til Englands var hún send til náms, en hún hætti skólanámi 16 ára g'ömul, og lýsti því þá yfir, að hún ætlaði að „leggja stund á listir“ í París. Þar lærði hún frönsku, en málanám er ekki talið hafa orðið neinum að fjör- tjóni enn. Eftir nokkra dvöl í Frakk- landi hélt hún aftur til Englands, og settist þá á skólabekk í „Central School of Speech Training and Dramatic Art“. Er hún var eitt sinn að því spurð hvað ráðið hefði því, að hún gekk í þennan skóla, sagði hún: „Ég vissi hvað ég vildi“. Hins vegar vakti hún fyrst á sér athygli með því að gera sér far um að líkjast Brigitte Bardot. Það tókst svo vel, að athygli var á því vakin, að stúlkan hefði hæfileika til að bera. Einkum þó og sér í lagi, þegar haft er í huga, að hún líktist B. B. alls ekki. Þegar hér var komið sögu neitaði Julie Christie að taka við fé eða þiggja á annan hátt stuðning foreldra sinna. Því fór svo, að hún varð að lifa því sem næst á „brauði einu saman“. Eftir þriggja ára setu í skólanum fékk hún þó tækifæri til að reyna sig hjá Frinton Repertory Company. Þar náði hún ekki miklum árangri. Hún vakti heldur ekki mikla athygli er hún kom fyrst fram í brezku sjónvarpi. Síðar fékk hún ýmis smáhlutverk í kvikmyndum. Þá benti ekkert til þess, að Julie Christie hefði til að bera þá hæfileika sem síðar komu í ljós. Það, sem að síðustu réð úrslit- um, var, að hún er ákaflega viljasterk. Hún hafði alltaf þá trú, að henni myndi takast það, sem hún hafði ætlað sér. Takmark hennar var að verða leikkona, viðurkennd leikkona hvað sem það kostaði. Tækifærið fékk hún hjá John Schles- inger. Hann litaðist þá um eftir ungri óþekktri leikkonu, sem tekið gæti að sér hlutverkið í „Billy Liar“. 1 raun og veru hafði hann ákveðið að velja allt aðra stúlku til að taka að sér hlutverkið, Topsy Jane. Þá gerðist það, sem oft hefur komið fyrir áður. Topsy Jane veiktist, og Schlesinger greip til Christie á síðustu stundu. A þeirri stundu voru örlög hennar ráðin. Julie Christie vakti gífurlega athygli, bæði í hópi áhorfenda og gagn- rýnenda. Hún var þekkt á skömmum tíma. Margir hafa reynt að gera grein fyrir því, hvað það er, sem er svo sérstætt í fari Julie Christie. Þeir eru ófáir, sem hafa haldið því fram, að það hafi mestu ráðið, hve eðlileg hún er í allri fram- komu, hve vel hún líti út á hvíta tjaldinu og hve mikinn kynþokka hún hafi til að bera. Til eru þeir, sem gengið hafa svo langt, að þeir segja, að hún sé líkust „lifandi hitabrúsa“. Það mun þó reynast sanni næst, að það, sem mestu hefur ráðið, er, hve vel leikkonan hefur reynzt leikstjórum sín- um, hve vel hún féll áhorfendum í geð Framhald á bls. 14 Framk\:,stJ.: Slgíns Jónsson. Hltstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vieur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arnl Garðar Kristinsson. Kitstjórn: Aðalstræti 6. Sími 22480. UlKclaníil: H.l Arvakur. Reykjavlk. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 27. nóvember 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.