Lesbók Morgunblaðsins - 27.11.1966, Qupperneq 6
dag nokkurn fyrir byssukúlu skógar-
varðarins. í leikritinu er enginn sið-
rænn boðskapur — aðeins ljóðræn feg-
urð með nútímatónlist, sem fellur vel
að efninu. Leikurinn er að gerð bæði
söngleikur, ballet og látbragðsleikur og
er hið æskilegasta verkefni fyrir hug-
myndaríkan leikstjóra. Búningar, sem
Marcel Pokorny teiknaði, juku ævin-
týrablæ leiksins, en mest mæddi á Jaro-
slava Prochazkova, sem lék hlutverk
hinnar ringluðu, en raddfögru tófu.
Með beitingu ljósa margfölduðust
imynduð tré og ávaxtaklasar gegnt bak-
sviði, sem byggt var upp sem gráleitt
lauf. Þannig birtist undursamlegt skóg-
arlandslag með notkun mismunandi lita-
tilbrigða í ljósum.
í leikritinu „Skordýrin“ eftir bræð-
urna Capek, sem sýnt var í þessu sama
leikhúsi, var svipaðri tækni beitt í
ljósa- og sviðsútbúnaði. Leikmynd var
nær eingöngu tveir gríðarstórir, átt-
hyrndir speglar, og var hvorum um sig
skipt niður í um það bil fjörutíu fleti,
sem að lögun minntu á hreistur. Þessir
speglar hallast fram og inn yfir sviðið.
Hringsviðið þar fyrir neðan var breikk-
að um hálfan annan metra með
fjöl, sem snúið er með
handafli. Þessir tveir sviðshlutar eru
þannig innbyrðis ótengdir og geta
snúizt hver fyrir sig, og má með notkun
þeirra ná meiri vídd í leikinn. Stóra
hringsviðið er málað grænum, rauðum,
bláum og gulum deplum, sem endur-
speglast þegar sviðið snýst. í daufu ljósi
liggja skordýrin ósýnileg á sviðinu. f
sterkara ljósi dansa þau í svipuðum
ævintýrastíl og sjá má í leikriti Jana-
ceks. Leikmyndina gerði Josef Svoboda
— fremstur og hugmyndaríkastur tékkn-
eskra leikmyndasmiða. „Skordýrin“,
sem er fyrsta leikrit Karels Capeks,
var sýnt í Stokkhólmi árið 1942 undir
heitinu „í garði Drottins".
Nýjasta leikhúsið í Prag — aðeins
fárra ára gamalt — er rekið af Otomar
Krejca og heitir Divadlo Za Branou —
Leikhúsið við hliðið. Krejca var áður
aðalleikstjóri við Þjóðleikhúsið, og það-
an fylgdu honum tveir mjög hæfir leik-
arar, Marie Tomasova og Jan Triska.
Þetta nýja leikhús fær inni til bráða-
birgða í leikhúsi Laterna Magika tvis-
var í viku. Þar er nú verið að sýna ein-
þáttunginn „Köttur á teinum“ eftir
unga tékkneska leikritahöfundinn Josef
Topol, og fjallar hann um óhamingju-
sama ást tveggja ungra elskenda. Mjög
erfitt er að sviðsetja svo vel sé tilfinn-
ingaleg hvörf leiksins, en leikararnir
tveir túlka á mjög trúverðugan hátt ein-
manakennd ungu elskendanna, öryggis-
leysi þeirra og kvíða fyrir því, er fram-
tíðin kann að bera í skauti. Leikmynd-
in er einnig hér unnin af Josef Svoboda
(svo og í skemmtilega látbragðsleikn-
um eftir Michel de Ghelderode, sem
sýndur er á undan í upphafi þessa leik-
hússkvölds við hliðið.) Þess má geta, að
hann beitir spegilbrögðunum einnig í
látbragðsleiknum „Grímurnar í
Ostende“ eftir Ghelderode.
Eg hef áður fjallað um Vaclav
Havel, og fyrsta sjálfstæða verk hans,
„Veizlan í garðinum", hefur þegar ver-
ið sýnt í Stokkhólmi, en því miður var
þýðingin slík, að orðsnilld Havels naut
sín ekki til fulls. Næsta leikrit Havels,
„Tilkynningin", sem er nú verið að
sýna ásamt „Veizlunni í garðinum“,
m.a. í eigin leikhúsi Havels, Balustrad-
leikhúsinu, þar sem hann hefur „unnið
sig upp“ úr starfi leiksviðsmanns í leik-
ritahöfund. „Tilkynningin" er ekki síðri
„Veizlunni í garðinum" að leikrænni
byggingu og leiftrandi málsnilld, en það
er ef til vill of bundið austur-evrópsk-
um aðstæðum til þess að Vestur-
Evrópubúar fái notið þess. Leikritið
fjallar um þau vandræði, er hljótast af
því að skriffinnar Stjórnarráðsins vilja
taka upp nýtt tungumál, Ptydepe, inn-
an Stjórnarráðsins, en það er óþekkt
mál öllum, sem á þurfa að halda.
Þriðja leikrit Havels, sem verður
frumsýnt í Prag innan skamms, er
blendingur af vísnasöng, revíukennd-
um skemmtiatriðum, spakmælum og
ýmsum atriðum eftir aðra höfunda.
Titill: „Turtildúfa á villuvegum“. Leik-
hússtjóri og aðalleikstjóri Balustrad-
leikhússins, Jan Grossman, hefur samið
tónlistina og ráðið allri sviðssetningu,
þar sem hann notfærir sér tei'kningar
og skopmyndir — á sama hátt og gert
hefur verið árum saman á veitingahús-
inu Viola, þar sem ljóðalestur með
undirspili er fastur liður á kvölddagskrá
og þar kom hugmyndin um „Turtildúf-
una á villuvegum“ fyrst fram fyrir um
það bil tveimur og hálfu ári. Þess má
geta, að Viola er einn aðalvettvangur
háðs og ádeilu, og á þessu ári hefur nýtt
veitingahús, Kruttornet, fylgt í kjölfar-
ið.
I Kammar-leikhúsinu, sem að innan-
verðu minnir helzt á fínan bíósal frá
þriðja tugi aldarinnar, var verið að
sýna „Rómulus rnikla" eftir Friedrich
Diirrenmatt, og var Vaclav Vosca stór-
kostlegur og grimmdarlegur í aðalhlut-
verkinu. Sýningin var frábær — ekki
eingöngu vegna fágaðs leiks, heldur
einnig vegna leikmynda Jindrichs
Duseks, sem voru algjörlega í stíi við
óraunsæjan anda sjónleiksins. Sviðið
var hálfhringur og umhverfis var
hróflað upp þriggja hæða kumbalda úr
trékössum, þar sem hænsni og þrettán
fornar brjóstmyndir úr marmara trón-
uðu hér og þar í ýmiss konar stelling-
um.
\
rlstæðuna fyrir hinum mikla list-
ræna árangri tékkneskrar leikstarfsemi
má trúlega rekja til hins nána sam-
starfs frábærra leikmyndasmiða, svo
sem Svobodas og Duseks ('báðir vinna
jöfnum höndum við fleiri en eitt leik-
hús eins og reyndar leikstjórarnir einn-
ig)> og leikstjóra, og má þar nefna
Grossman, Krejca og ekki sízt Alfred
Radok, sem er ef til vill mestur snill-
ingur þeirra allra. Hann stjórnar eigitt
leikhúsi, og sviðssetningu hans á
„Rómeó og Júlíu“ varð fræg handan
Atlantshafsins. Allan tímann, sem æf-
ingar stóðu yfir, voru vinnubrögð hans
LEIÐRÉTTING
Þau leiðu mistök urðu í seinna
ljóði Þórunnar Guðmundsdóttur,
„Gígagælu“, í Lesbókinni 13. nóv.
að síðasta línan í öðru erindi af-
lagaðist í prentun. Rétt er erindið
þannig:
Gjallrauðir innan
í seiðmjúkum sveig,
utan fagurflosgulir
eins og draumsóley.
kvikmynduð. Þriðji aðili í þessu sam-
starfi er rithöfundahópurinn, og má þar
nefna Havel, Klima, Topol, Smocek og
Miroslav Hornicek, sem er elztur þeirra
og sannkallaður galdramaður. Hann er
allt í senn — leikhússtjóri, leikritahöf-
undur, leikstjóri og aðalleikari.
ÖRNEFNI
Framhald af bls. 4
Þá þurftu menn í gamla daga að vita,
hvað tímanum leið, þótt þeir ættu hvorki
úr né klukkur. Sólin gekk þá sína leið,
svo sem guð bauð henni, og menn
merktu það af gangi hennar og stjarna,
hvað orðið væri áliðið. í landi flestra
fornra jarða eru ýmis eyktamörk, kenni
leiti en af þeim merktu þeir stundir
dagsins. Frá Selsundi á Rangárvöllum
er Miðmorgiuishnúkur í háaustri, þá
Dag-málagil, Hádegishnúkur, Núnklettar
og MiðaftanshólL
Ornefni eru til margra hluta nyt-
samleg við rannsóknir á sögulegum efn-
um, og geyma ómetanlegar en vandlesn
ar heimildir um byggðarsöguna. AÖal-
ból, Hof og Skógar eru ólíkt eldri jarðir
og upphaflegri að öllu jafnaði en þær,
sem hafa að síðara nafni í heiti sínu:
-búð, -fjós, -gerði, -hlaða, -hjáleiga, -hús,
-kot, -sel, -skemma, -stekkur, -stöðull,
-tröð og -tún, — eða heita einungis slík-
um nöfnum eins og Kot, Sel eða Tröð,
þótt einstakar jarðir sem bera þau nöfn
geti verið frá fyrsta skeiði landsbyggð-
arinnar. Hér er um mikið efni að ræða
sem Ólafur Lárusson hefur fjallað um
manna bezt hér á landi til þessa.
Cróður, veðurfar og
dýralíf
Byggðar- og menningarsaga okkar fs
lendinga er að miklu leyti örnefnum
skráð, en þau geyma einnig merkilegar
heimildir um gróður, veðurfar og dýra-
líf hér á landi. Það hefur verið blóm-
legra um að litast, er Önundur bjó I
Tröllaskógi á Rangárvöllum en síðar
varð. Um aldir hefur þar ríkt auðnin
ein. Langt mun síðan þytur asparinnar
þagnaði á Espihóli og reynistóðið hætti
að bærast í blænum á Reynistað. — Al-
viðra, Illviðrahnúkur, Fannardalur,
Kaldbakur, Vindheimar, Dynskógar, Sól
lieimar og Sunnudalur birta að vísu eng-
an veðurfræðilegan vísdóm, heldur öllu
fremur raunsæi og draumhygð nafngef-
enda. Og landið er ekki einungis skráð
nöfnum búsmalans, heldur einnig þeirra
dýrategunda, sem hér ríktu um aldir,
áður en menn stigu á íslenzka strönd.
Hér hafa rostungar bylt sér undan
Romshvalanesi, geirfugl hreiðrað sig á
útskerjum og ernir hlakkað yfir öllum
ám og veiðivötnum. Hásæti íslenzka
fuglakóngsins tróna nú auð um megin-
hluta landsins. Hann átti sér gælunafnið
lodda austur í Skaftafellssýslum, og
kemur þar fram eins og víðar í þessum
þáttum, að í örnefnum felast ýmis orð,
sem eitt sinn voru algeng og augljós,
þótt nú séu torráðin. Þannig var bjór
eitt sinn algengt nafn á nautum og und-
orn á eyktamarki. Þá hefur litarskyn
okkar breytzt að því er virðist, frá þvl
á söguöld. Frægir forfeður okkar skírðu
blátærar bergvatnsár Svartár, en Svert-
ingja nefndu þeir blámenn.
Það er ekki ætlun mín að gera ís-
lenzkum örnefnum nein viðhlítandi skiL
Með ritsmíð þessari vil ég einungia
benda mönnum á fjölbreytni örnefn-
anna og heimildagildi þeirra. Ég hef
orðið þess greinilega var bæði við
kennslu og á ferðum um landið, að ör-
nefnafræði er mörgum kærkominn fróð-
leikur. Þar er um vísdóm að ræða, sem
höfðar til þekkingar fjölda íslendinga.
Hér er aðeins fitjað upp, en öðrum ætl-
að að bæta við og botna.
Sviðsmynd úr Skordýrunum.
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
27. nóvember 1966