Lesbók Morgunblaðsins - 27.11.1966, Page 8
Tvö merkileg hús
sem Iðnaðarmannaiélagið reisti
27. nóvember 1966
Árni Öla:
Úr sögu Reykjavíkur
ar sögur fara af í Reykjavík. Og þaS
var í raunirmi mjög eðlilegt að iðna'ðar-
menn skylöu fyrstir verða til þess að
stofna með sér félagsskap. Þeir voru
fiestir „sigldir" og 'höfðu kynnzt „fag“-
félögum ytra, hver í sinni grein, og
vissu að samtök eru afl þeirra hluta sem
gera skal. En hér kom ekki til greina,
eins og þá stóð á, að stofna „fag“-félög,
og þess vegna var stofnað eitt allsherjar-
féiag iðnaðarmanna.
Ýmsir erfiðleikar steðjuðu að félag-
inu f.rá upphafi, og sá ef til vill einna
verstur hve illt var að fá vi'ðunandi
húsnæði til fundahalda. Þá voru engin
samkomuhús í bænum, nema Klúbbur-
inn. Fyrstu árin voru fundir félagsins
í gömlu prentsmiðj unni í Aðalstræti,
hjá Einari Þórðarsyni, en síðan um nokk
ur ár í húsi Sigfúsar Eymundssonar við
Lækjargötu. Um eitt skeið voru fund-
irnir haldnir í húsi W. Ó. Breiðfjörðs
við Aðalstræti. En þegar félagið var tíu
ára fékk það inni í Borgarasalnum í
Hegningarihúsinu, og var þar um nær
20 ára skeið. A þessum tíma höfðu
ýmis félög verið stofnuð í bænum, og
þau áttu öll vfð sömu erfiðleika að
stríða. Uim það segir Knud Zimsen svo
í minningum sínum: „Reynslan hafði
sýnt, að þau félög, sem þurftu að eiga
það undir náð annara að fá inni kvöld
og kvöld, áttu erfitt uppdráttar og urðu
sjaldnast langlíf".
Vegna þessa var farið að tala um
það í alvöru, að Iðnaðarmannafélagið
kæmi sér upp eigin samkomuhúsi og
fundarstað. Góðtemplarareglan, sem
stofnuð var hér 1885, hafði séð nauð-
syn þess að koma sér upp eigin húsi,
og vann það til að gera uppfyllingu í
tjörnina sunnan við Aiþingishússgarð-
inn og fram þangað er Vonarstræti var
fyrirhugaður staður, til þess að fá lóð
undir húsið; þetta samkomuhús var
reist árið 1887.
Svo var það á fundi í Iðnaðarmanna-
félaginu 1. febrúar 1891, að Matthías
Iðnaðarmannahúsið, öðru nafni Iðnó.
hver þóttist eiga nóg með sjálfan sig.
Lítið hafði brytt á samtökum eða félags-
skap fram að þeim tíma, nema þá helzt
til hins verra, svo sem eins og stofnun
drykkjuklúbbanna, og samtökum kaup-
manna um að hafa lágt verð á íslenzk-
um vörrnn, en hátt verð á hinum út-
lendu.
En svo var Iðnaðarmannafélagið stofn
að, fyrst allra þeirra félaga, sem nokkr-
Matthíasson, sem þá var formaður fé-
lagsins, bar fram tillögu um, að félag-
ið reisti samkomuhús fyrir sig. Féllust
menn á þetta og var samiþykkt að hefja
þegar fjársöfnun til húsbyggingar og
skyldi ráðizt í byggingu þegar 4000 kr.
væri fengnar. A þessu varð þó alllangur,
dráttur og var það ekki fyrr en í des-
ember 1893, að Magnús Benjamínsson
bar fram tillögu um að félagið óskaði
eftir að fá útmælt svæði í tjörninni til
uppfyllingar undir hús sitt. Var það
s
aga lærðra iðnaðarmanna
hér í Reykjavík hefst með Bjarna
Lundborg aldamótaárið 1800. Bjarrd
var sonur Guðmundar Runólfs-
sonar sýslumanns í Gullbringu-
sýslu. Fór hann ungur til Kaup-
mannahafnar og nam þar járnsmíð-
ar. Kom svo hingað árið 1799 og fékk
leyfi að setjast að í Reykjavík,
stunda þar jámsmíðar og kenna
öðrum, Árið eftir reisti hann sér
torfbæ austur af dómkirkjunni og
var bærinn nefndur „Klejnsmedens
Hus“ eða aðeins „Smedens Hus“.
Þarna hóf Bjarni svo atvinnu sína
og hafði nokkra lærlinga. En hann
undi ekki hér og hvarf af landi brott
1807. Seinna (um 1820) lét Sigríð-
ur Hansen, ekkja frá Básendum,
reisa Htið timburhús í stað torf-
bæjar Bjarna, og er það nú komið
að Árbæ og gengur undir nafninu
„Smiðshúsið“.
Margir íslendingar höfðu siglt áður ti'l
útlanda til þess að læra þar „hand-
verk“. Má þar meðal annars minnast á,
að Hallgrímur skáld Pétursson var við
járnsmíðanám í Kaupmannahöfn. Sumir
'lærðu trésmíðar og málmsmíðar, húsa-
smíðar og steinsmíðar. En Bjarni var sá
fyrsti sem settist að í Reykjavík og fékk
leyfi til þess að kenna öðrum sína iðn-
grein.
Síðan fjölgaði lærðum handverks-
mönnum smátt og smátt. Allir voru þeir
„sigldir" og hiöí'ðu stundað nám í mis-
munandi iðngreinum. Þeir höfðu einnig
kvnnzt því, að erlendis stofnuðu iðnað-
armenn til félagsskapar með sér. En
hér átti slik félagsstofnun þó langt í
land. Það var ekki fyrr en 67 árum eftir
að Bjarni Lundiborg settist hér að sem
fyrsti lærður iðnaðarmaður, að hér var
stofnað „Handiðnaðarmannafélagið í
Reykjarwík", og er tali'ð að Sigfús Ey-
nmndsson hafi verið aðalhvatamaður
þess. Stofnendiur voru 31 og segir svp
um stofnun félagsins að tilgangur þess
sé „að koma upp duglegum handíða-
mönnum, efla og styrkja samheldni með
al handiðnamanna á íslandi, og innlent
iðnaðarlíf taki framförum, og ennfrem-
ur að styðja að gagnlegum og þjóðleg-
um fyrirtækjium. Meðal stofnenda má
nefna þessa: Sigfús Eymundsson Ijós-
myndara, Einar Þórðarson prentara,
Einar Jónsson snikkara, Jónas Helgason
járnsmið, Árna Gíslason leturgrafara,
Friðrik Guðmundsson bókbindara, Egil
Jónsson bókbindara, Ólaf Ólafsson
söðlasmið, Teit Finnbogason járnsmið og
Jakob Sveinsson húsasmið. En heiðurs-
félagar urðu fljótlega þeir Hilmar Fin-
sen landshöfðingi, Árni Thorsteinsson
landfógeti, Pétur Guðjohnsen organ-
leikari og Heigi E. Helgason skólastjóri.
Hefir það átt að vekja álit og traust á
félaginu að hafa svo glæsilegan hióp
heiðursfélaga.
Félagið var stofnað 3. febrúar 1867 og
á því hundrað ára afmæli í vetur. Er
það elzta starfandi félag í höfuðborg-
inni. En nafni þess var breytt 6. mr.rz
1882 og heitir iþað síðan „Iðnaðarmanna-
félagið í Reykjavík."
Hér ver'ður ekki reynt að rekja
sögu félagsins, heldur aðeins minnzt á,
hvernig það hefir efnt heit sitt „að
styðja að gagnlegum og þjóðlegum fyr-
irtækjum".
Má þá fyrst minnast á, að félagið lét
gera Mkneskju Igólfs Arnarsonar, þá er
stendur á Arnarhóli. Líkneskjan var af-
hjúpuð með mikilU viðhöfn 24. febrúar
1924 og við þá athöfn mælti Jón Hall-
dórsson trésmíðameistari á þessa leið:
„Háttvirta ríkisstjórn! Ég afhendi
yður nú þessa mynd frá Iðnaðarmanna-
félagi Reykjavíkur, þessu landi og þess-
ari þjóð til eignar og umráða. Geri'ð
svo vel að taka á móti henni, verndið
hana frá árásum eyðileggingarinnar, að
svo miklu leyti, sem í yðar valdi stend-
sinn svip á elzta hluta borgarinnar og
sé orðinn óaðskiljanlegur hluti hennar.
En svo eru einnig hér í elzta hluta
borgarinnar tvö hús, sem rðnaðarmanna
félagið hefir reist. Þetta voru stórhýsi á
sínum tíma, og báru vott um stórhug og
framsýni þeirra manna, er reistu þau.
Þessi tvö hús hafa hvort á sinn hátt haft
ómetanlega þýðingu fyrir Reykjavíkur-
borg. En nú er hlutverkum þeirra senn
lokið. Þau munu hverfa áður en langt
um líður. Nú hefir framvindan skapað
xneiri stórhug en áður var. Enginn efi
er á því, að þessi tvö hús hafa sitt á
hvorn hátt stuðlað að því að efla þann
stórhug, og hafa ef til vill með því orðið
sjálfum sér að fótakefli. En ekki má
gkyma því að minnast þeirra áður en
þau hverfa oss sjónum.
Leikhúsið „Iðnó"
F élagshyggja mátti heita óþekkt
hugtak í Reykjavík fyrir einni öld. —
Menn urðu að vera sjálfum sér nógir og
ur. Hins sama bið ég alla, fjær og nær,
borna og óborna um öll ókomin ár“.
Mynd Ingólís er því eign alþjóðar,
en líklegt er, að í hjarta sinu finnist
sumum Reykvíkingum að þeir eigi meira
en bróðurpartimi í henni, þar sem hún
táknar fyrsta óðalsbóndann í Reykja-
vík, þvd að þeim finnst sem „andi hans
tignarhár" svífi hér stöðugt yfir borg-
inni og heill borgarbúa. Og engum bland
ast hugur um, að mynd Ingólfs setji
8 LESBÓK MORGUNBLÁÐSINS