Lesbók Morgunblaðsins - 27.11.1966, Side 11
Jóhann Hannesson: /
ÞANKARÚNIR
HVAR skyldi kænustu aíætu veraldarinnar vera að finna?
Vera má að hún sé sú fræga vespa, sem verpir eggjum sínum
í skrokk engisprettu einnar og laetur þau klekjast þar út.
Gott er þetta ekki fyrir engisprettuna, því vespunnar fiyrsta
verk er að framkvæma á ihenni furðulega aðgarð, sem lamar
hreyfitaugar engisprettunnar og dregur hana loks til dauðo,
En á meðan engisprettan er að dragast upp, verður hún, þótt
lömu'ð sé, að vinna fyrir afætu sína. Hiún verður fyrst að
leggja fram orku til að klekja úr eggjum óvinar síns, en síðan
að láta sér lynda að afkvœmi hennar eti kjötið í skrokk henn-
ar meðan þau eru að komast á legg.
Svo hugvitssöm er vespan að hún kann með einni aðgerð
að lama engisprettuna svo haglega að lærður skurðlæknir
treystir sér ekki til að gera það betur — og hann þarf miklu
lengri tíma en vespan, og stendur undrandi frammi fyrir snilld
málleysingjans. í skrokki engisprettunnar hefir vespan fundið
velferðarríki handa börnum sínum, en grefðir þó enga skatta;
hún hefir þar dag- og næturheimili handa afkvæmurp sín-
um — og hefir ekkert af íþeim að segja frá þeim de.l sem
hún verpir þeim í þennan 'heim. Vespan getur lifað dag hvern
í dýrlegum fagnaði, dansað og leikið sér allt sitt líf og stund-
að öll þau veitingahús náttúrunnar, sem hún kærir sig um.
Hún er ein fullkomnasta afæta veraldarinnar, hún nýtur að-
dáunar vísindamanna, rithöfunda og heimspekinga, sem spy-rja
hver annan hrvort hér sé ekki á ferðinni manikeismi í náttúr-
unni. f>ví ekki er það rándýrseðli vespunnar eða hrædýrs, held-
ur afætueðli hennar, sem vekur undr.un manna.
Gaukurinn, sem verpir eggjum sínum í annarra fugla hreið-
ur og lætur þá klekja þeim út og færa þeim fæðu, kann nokk-
uð til sömu íþróttar, en hann er ekki illgjarn umfiram nauð-
syn, því ekki gengur hann í skrokk á þeim fuglum, sem koma
ungum hans á legg, heldur lætur hann þá leggja á sig auka-
vinnu, þar sem þeir geta ekki losað sig við gauksungann fyrr
en honum þóknast áð fara sína leið.
Slangan, sem kann að sefja íkornann svo að hann hoppar
sjálfur af greininni ofan í gin hennar, notar hins vegar sál-
fræðilega rándýrsaðferð, sem minnir á mannlega snilli snill-
inga vorra í sjónvarpi, kvikmyndum og víðar, er sefja menn
og gera þá að þrælum og svifta þá miklu af frjálsræði þeirra.
Sá er þó munurinn að slangan getur aðeins leikið leik sinn einu
sinni með einn og sama íkornann, en múgsef junartækin geta
haldið mönnum í greipum sinum ævilangt. Og fáir eru þeir .
menn, sem megna að brjóta á bak aftur vald múgsefjunar, þótt
iþeir bíði af henni'margvóslegt tjón og kvarti og kveini. Menn
una sér svo vel undir valdi þessarra afæta að þeir hoppa aft-
ur og aftur upp í gin þeirra — af því að líkami þeirra bíður
ekki beint tjón af þvií, heldur aðeins manngildi'ð.
Orðin „afæta“, „afætuhyggja", „afætustarfsemi" o.flL eru
nauðsynleg til að tákna ýms fyrirbæri í þeirri veröld, sem
vér lifum 1 Hins vegar ber ekki að nota þau í óviðeigandi
samböndum eða úr hófi fram. Venjuleg heilbrigð og heiðar-
leg verzlun, með „góðar vörur og gott verð“ er engin afætu-
starfsemi, heldur jafn nauðsynleg mörgum starfegreinum öðr-
um. En það er ljóst að afætuhyggjan kemst auðveldlega inn
í verzlunina og i'ðnaðinn. Heilbrigð samskipti manna byggja á
reglunni „suum cuique", en afætan vill fá nokkuð fyrir ekki
neitt, „something for nothing“. En hún getur líka verið þar
fyrir neðan: Að veita mönnum eitthvað fyrir fé sitt eða tima
sinn sem e>r verra en ekki neitt, hluti og áhrif sem eru bein-
Mnis skaðleg einstaklinigum og þjóðfélögum, sem eta upp það
litla, sem til er af mannlegri sæmd og siðflerðisiþreki. „Hér
birtist listamaðurinn ægilegri en nokkru sinni áður, hann er
orðinn mannæta" lásum vér fyrir svo sem tveim vikum í dómi
um „listaverk", sem ekki var verið að hallmæla, heldur hrósa
á hvert reipi.
Eftir því sem afeiðunin færist í vöxt, glæ'ðist afætustarfeem-
in, afætum fljölgar, en verðmætaframleiðendum fækkar. Fleiri
og fleiri hætta að Mkjast siðuðum mönnum, en hneigjast í átt-
ina að á’ðurgreindum afætum í níki náttúnunnair. Annars vegar
koma undirkvikindin, sem eru afætufóður, ffikt og lamaða engi-
sprettan og íkorninn, hins vegar yfirkvikindin, afæturnar, sem
Mkjast vespunni og slöngunni. En þar með er ekki öli sagan
sögð, þvá jafnóðum og manngildinu hrakar, vaxa með mönn-
um „undirlægjuihneigðir", hégómaskapur, flottræfillsbiáttur,
tildur og prjáihneigð, að ógleymdum þeim gömlu höfuðsynd-
um sjö, einkum þó letinni og óhófinu. Þessir lestir búa í hag-
inn fyrir afætustarfeemina, því innan um siðlausa menn get-
ur hún verfð ósvífin, ágeng og blygðunarlaus, og þarf ekker.t
að óttast, og finnur á sér eða reiknar út hvaða veikleika er
hægt að hagnýta sér í Æari afeiðaðra og hálfeiðaðra manna. „Vér
getum ekki veitt yður fuHkomna þjónustu nema með því að
veita áfengi'*. „Hvernig yður tekst að aka heilum vagni heim?
>að er yðar mál og tryggingafélaganna."
Andóf gegn afætuhyggju og undirlægjuhætti hefir komið
fram í neytendasamtökur-^ðari ára, í heimspeki og bókmennt-
um. En Mtið mun á vi: > rt meðan afætur eiga bandamenn inni
í brjóstum margra manna og fláir vilja þa'ð á si gleggja að herða
upp hugann og hreinsa til í eigin sáL
A erlendum bókamarkaði
Skáldsögur:
Armageddon. Leon Uris. Corgi
Books 1966. 7/6.
Leon Uris er bandarískur höf-
undur. Hann gekk ungur í sjó-
herinn, og fyrsta bók hans, „The
Battle Cry“, er löng skáldsaga
um lífið í sjóhernum á stríðsár-
unum. „The Angry Hill" gerist
á stríðsárunum í Grikklandi,
„Exodus" er saga landnáms Gyð-
inga í Palestínu og stofnunar ríkis
þeirra þar, í skáldsögubúningi.
„Mila 18“ er saga uppreisnarinn-
ar í gyðingahverfi Varsjár á
stríðsárunum, og þessi bók er
saga Berlínar árin eftir styrjöld-
ina. Aðalpersónan er ungur
bandarískur liðsforingi, Sean O'
Sullivan, sem verður ástfang-
inn af þýzkri stúlku, Ernestine,
þrátt fyrir rótgróna andúð sína
á þjóð hennar. Hinumegin við
múrinn er önnur aðalpersóna
sögunnar, rússneski ofurstinn
Igor Karlovy, sem á sinn þátt í
atburðarásinni. Uris er góður
sögumaður, enda veitir ekki af,
því að bókin er um sexhundruð
blaðsíður.
Caesar. Irwin Isenberg. Cassell
Caravel Books 12. Cassell 1965.
25/—.
Caravel-bækur Cassells-útgáf-
unnar eru einkum ætlaðar yngrl
kynslóðinni, en eru þó ekkl
endilega einskorðaðar við þann
aldursflokk. Bækurnar eru mjö*
vel skrifaðar og myndir ágæt-
lega prentaðar, bæði í svart-hvítu
og í litum. Fáir menn hafa haft
slík áhrif á gang sögunnar og
Caesar. f þessari bók dregur höf-
undur upp mynd af Caesari og
því þjóðfélagi og aðstæðum, sem
hann lifði við. Ferill hans er
rakinn í stórum dráttum, frá því
að hann hefur afskipti af pólitík
og þar tU hann fellur fyrir rýt-
ingum samsærismanna 15. marz
44 f. Kr. Höfundur lýsir lífshlaupi
Caesars og þeim aðstæðum, sem
mótuðu skoðanir hans og stjórn-
arstefnu. Þetta verður því meira
en hrein ævisaga, höfundur rek-
ur sögu Rómar um daga Caesars
og áhrif hans, sem náðu langt
fram eftir öldum. Myndirnar gera
sitt til þess að lífga bókina.
Bókaskrá fylgir og registur.
Fornleifafræði:
Eiszeitkunst. Die Geschichte
Ihrer Erforschung. Herbert
Kiihn. Sternstunden Der Archao-
logie. Musterschmidt-Verlag 1965.
22.50 DM.
Bókin er 336 blaðsíður, myndir
I texta eru 58 og auk þess 95
myndir sérprentaðar. Hér er rak-
in saga hellisfunda frá ísöld,
sem opnuðu mönnum nýjan þátt
listasögunnar. í mörgum þessara
hella fundust málverk, máluð á
hellisveggina, sem segja sögu
þeirra þjóða, sem þá lifðu. Þess-
ar myndir eru ágætar heimildir
um daglegt líf, trúarbrögð og list-
ir þessara þjóða. Lýst er aðdrag-
anda hinna ýmsu funda, hvernig
hellarnir fundust oft fyrir hreina
tilviljun og hvað fannst. Frásögn-
in hefst um 1830. Lýst er við-
brögðum þeirrar tíðar manna
við fundum mannvistarleifa, sem
sönnuðu að mannkynið væri þús-
undum ára eldra en ríkj andi
skoðanir töldu. Þessi frásaga er
jafnframt saga hugsunarháttar
þeirra tíma, þegar myndirnar
finnast. Þessir fundir lengdu
sögu mannkynsins á jörðinni um
þúsundir ára. Síðustu 130 árin
hafa fundizt um átta þúsund
hellismyndir frá því 40 þúsund
til 10 þúsund fyrir Krists burð.
Með þessum fundum varð ekki
lengur stætt á þeirri kenningu
að mannkynið væri sex þúsund
ára gamalt. Þetta vakti tor-
tryggni margra og andúð eins
og oft vill verða þegar menn
verða að taka skoðanir sínar til
endurmats. Bókin er lipurlega
skrifuð og fylgir registur.
NOW oon't co/vie THAT\z~~>Í AGAIN-I'VE TAKEN YER ) ^.E ) LOTS tí WELL,F' A START, THERE WAS THE -ErN ^ER-MMM-LETSSEENOW-THE /eR- WAITA MINUTE —THE K—'1 ER-ER - TCH/ - THE - ER.-y fíLL BE OOIfsA l THE WASHIN'/
! (vw timeJ^
Byrjaðu nú ekki einu sinni enn. Ég hef boðið þér á marga staði. — Nefndu einn þeirra. — Já, ef við byrjum með— látum okkur sjá — bíddu andartak____
hm hm hm — Gefiðu þér góðan tíma — Ég ætla að ljúka uppvaskinu.
27. nóvember 1968
-LESBÓK MORGUNBLAÐSINS H