Lesbók Morgunblaðsins - 27.11.1966, Síða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 27.11.1966, Síða 14
Leikkonan bindur skóþveng sinn. SVIPMYND Framhald af bls. 2 og hve góðar móttökur hún fékk hjá gagnrýnendum, er kvikmyndin „Darl- ing“ var gerð og sýnd. Um ár er liðið, síðan mynd þessi fór að vekja almennt umtal, en hámarki náði það, er Julie Christie fékk „Oscar“-verðlaun- in. ví hefur verið haldið fram, að „Darling" — handritið er skrifað af Frederic Raphaels — sé ekki handrit að einni kvikmynd, heldur sé um að ræða „margar kvikmyndir, sem steypt hafi verið saman í eina“. Myndina megi í senn telja gamanmynd, ádeilu og ástar- harmleik. Það hlýtur að vekja athygli, að við hlið Julie Christie í þessari mynd léku Dirk Bogarde og Laurence Harvey báðir heimsþekktir leikarar, en samt er Christie talin „halda uppi myndinni", cvo gripið sé til orða gagnrýnenda. Þessi forsenda verðlaunaveitinganna lofar miklu um frekari frama ungrar leikkonu, og er þá jafnframt rétt að hafa í huga ummæli stjórnanda myndar- innar og meðleikara. Það er skoðun þeirra, sem telja sig þekkja vel til í Julie Christie. heimi kvikmyndanna, að Julie Christie sé einstök í sinni röð. Hún hefur einnig áður fengið góða gagnrýni, m. a. eftir leik sinn í „Dr. Sívagó", en þá var það mál margra, að gagnrýnendur hefðu orðið að leita orða utan við sitt venjulega orðasafn. Gamli maðurinn sezt á bríkina, kastar brekáninu yfir axlirnar og er lengi að klæða sig í skóna. Augnaráð hans er tómlátt sem fyrr. Hann skimar um herbergið, lítur framhjá helgimynd- unum, sem bera strangan og dapurlegan svip. Gamla manninum er ekkert um guð gefið. Áður en sonur hans dó, signdi hann sig stundum fyrir matinn, konu sinni til þægðar. Hann virti ætíð langa- föstu og beið Vasílísu með kertalýsta páskaköku. Þegar það kom fyrir, að Pétrúsa vaknaði af martröð og hann gekk út í garðinn og horfði á stjörn- urnar, þá var hann ekki frá því að guð gæti verið til, en morgunninn og áhyggj- urnar fengu hann til að gleyma þessum efasemdum næturinnar. En aðeins einu sinni fann hann til haturs, þegar hann horfði á hinar dimmu helgimyndir. Það var þegar hann frétti um dauða sonar síns. Pétrúsa reyndi að skilja, hvað gerzt hafði, og skildi að lokum að það var óafturkallanlegt um ævarandi tíð. Þegar hann faðmaði að sér Vasílísu, sem grét fyrir framan íkonin, langaði gamla manninn til að segja eitthvað, en hann fann ekki orðin. Og Pétrúsa kraup á kné við hlið Vasílísu, konu sinnar. Nei, hann trúði ekki á guð! En hann var blátt áfram magnþrota, og þegar hann gat ekki fundið neitt til að hylja með höfuðið, þá fól hann það í skauti Vasílísu. En hjartað barðist og neyddi hann til að rétta úr öxlum og hálsi. — Hanarnir höfðu nóttina að baki og dauf skíma vetrarmorgunsins lýsti upp glugg- ana, en þau krupu enn á kné, og í aug- unum spegl'aðist grænn loginn á lamp- anum. Og þá gaus upp hatur í augum hans. Gamli maðurinn dró að sér andann með áfergju eins og villidýr, sem býr sig undir að stökkva. Hann varð svo ófrým- legur, að Vasílísa þrýsti honum að slöku brjóstinu og hlóð kossum á hendur hans, andlit, varir, augu. — Sonur okkar, ha? muldraði gamli maðurinn samhengislaust. Vasílísa stundi. Fyrst í stað virtist honum, að einhver æð í brjóstinu hlyti að springa. Hann náði andanum með erfiðismunum og beið þessa augnabliks með eftirvænt- ingu og ótta. Síðan létti honum, og hann sætti sig einhvern veginn við það, sem gerzt hafði, en reyndi að telja sér trú um, að hér væri málum blandað, að sonur hans kæmi aftur, og hann fór að vænta endurkomu hans. (jFamli maðurinn teygir sig á hillu undir rúmbálkinum og nær þar í nokk- ur mál og bragðar með tungubroddin- xun á gruggi og soði af grösum, sem hann hefur safnað. Pétrúsa leitar að sjaldgæfu, dularfullu grasi, sem nota má sem yngingarmeðal. Hann er ekki að hugsa um, til hvers hann þurfi þetta gras; hann yrði að öllum líkindum fullur undrunar, ef hann yrði skyndilega ungur á ný. Engu að síður leitar hann, skríður á hnjánum um djúp og brött gil og dimm skógar- þykkni. Hann þekkir götur dýranna og hreiður fuglanna, hann drekkur vatn úr uppsprettum og fylgist með fæðingu og dauða lækjanna. Hanrí skilur kallmerki hamstranna og vein særðra héra. En hann hefur ekki enn komizt á snoðir um, hvar grasið vex, sem enginn hefur enn fundið. Samt heldur hann áfrarn leitinni í þrjózku og þögn. Hann safnar líka lækningagrösum og gefur þau sjúk- um, til að lina þjáningar þeirra. . í hvert sinn, sem héraðslæknirinn kemur frá Pétrúsu, heldur hann áfram að vinna að bók um lækningagrös og vonast til að fá hana gefna út. Stjarna skimar inn um gluggann. Vasílísa kemur inn í herbergið með lýs- andi lampa. Síðan gengur hún fram og kemur að vörmu spori með samóvar. í hitteðfyrra var lagt rafmagn í þorp- ið, en gömlu hjónin halda samt tryggð við lampann. Vasílísa hafði einmitt ný- lega keypt heila tunnu af steinolíu af bílstjórum, sem leið áttu um þorpið, og henni fannst sjálfsagt að nota lamp- ann þar til olían gengi til þurrðar. Vasílísa ber inn með sér ilminn af volgri nýmjólk — hún hafði lokið við að mjólka kúna. Þegjandi setjast hjómn að borðum. Hvorki Pétrúsa né Vasílísa finna hjá sér þörf til að vera margorð. Tugir ára eru liðnir, síðan allt var sagt. Sambúð- arár þeirra hafa flutt með sér lausn á öllum daglegum vandamálum. Aðeins eitt amar að. Sjónvarpsstöð var tekin til starfa í borginni. Vasílísa hafði eitt sinn verið hjá formanninum að horfa á sjónvarp og fylltist löngun til að fá sér viðtæki. Pétrúsu fannst næsta lítið til þeirrar hugmyndar koma. Hann langaði að spyrja konu sína til hvers hún þyrfti sjónvarp, en hætti við og bandaði aðeins hendi. Vasílísa var jafn þrjózk eins og hún var vitur. Hún beið þeirrar stundar, þegar tími væri til kominn að ræða á ný um sjónvarps- tækið. Hinar fáu lífsreglur hennar voru einfaldar og blátt áfram. í kistu sinni geymdi hún ábreiður, vaðmál og sjöl, og naftalíni vandlega stráð yfir. Þetta væri heimanmundur dauða hennar. Þeir sem héldu í hönd hennar við andlátið, lykju aftur augum hennar, þvæðu lík hennar og legðu í gröf, skyldu þiggja sem þakklætisvott síðustu gjöf hennar. Hún vissi að peningar voru ekki til fyrir sjónvarpstæki, og þá ákvað hún að taka gjald fyrir grasateið, en það hafði hún ekki áður gert. Það var gagnslaust að deila við gömlu konuna, og Pétrúsa hefði farið fyi'ir Xöngu til borgarinnar að kaupa sjón- varpstæki, ef hann hefði ekki fengið hugboð um, að bráðlega fyndi hann hið dularfulla gras. Það gat gerzt á morgun eða daginn þar á eftir. Og því var Pétrúsu þvert um geð að ferðast burt úr þorpinu. G amli maðurinn blæs á teið og dýfir kringlunni í og hugsar um það, hve gaman væri nú að sitja uppi á bú- inu, hlusta á andardrátt kúnna, sem jórtra tugguna sína í ótruflanlegri ró, klappa hringjuðu nautinu á bakið, ganga síðan út undir ágústhimininn stráðan stjörnufjöld, og gefa hugsunun- um lausan tauminn. Langar svefnlausar vetrarnætur, sem samt reyndust styttri en einhæfur söngur engisprettunnar, gerðu Pétrúsu að draumsýnamanni og heimspekingi. Hann sér fyrir hugskots- sjónum, að á hádegi daginn eftir muni hann finna grasið, sem hann leitaði eftir. Þá muni hann setjast undir vold- ugasta og laufmesta eikartrénu og verða ungur á ný. — Það er fyrst núna að Pétrúsa skilur, að hann hefur beðið þessa dags óralengi, allt frá fæðingu. Hann fer að gera sér í hugarlund, að bann hafi þegar séð þetta gras. Harm gleymir teinu og reynir að rifja upp fyrir sér, hvar og hvenær þetta var. Sveipur endurminninganna rekur gamla manninn út í nóttina á dyrapallinum. Vasílísa hrópar á eftir honum án árang- urs, signir sig, geispar, skríður upp á ofninn, en umhugsunin um sjónvarps- tækið og eiginmanninn varnar henni svefns. G amli maðurinn dragnast áfrani og þyrlar upp ryki af veginum. Það er hljótt í þorpinu. Hér og hvar sést glampi í gluggum, og andvarinn ber frá samkomuhúsinu mjóar söngraddir stúlknanna. Hvert stefnir þú, gamli maður? Það er tími til fyrir þig að fara til vinnu, upp á búið til kúnna. Gamli maðurinn endurtekur ósjálfrátt orð vísunnar, sem barst með vindinum: Hátt fer sú hugsun, af hamsleysi vex. Gamli maðurinn hvislar blíðlega og í gælutón. Við veginn hjá brunninum eru hestar á beit. Hann leggur hönd á herðakamb eins þeirra, stendur við hlið hans, gælir og klappar, hvíslar orð vís- unnar. — Hesturinn leggur hausinn á öxl gamla mannsins. Öðru hverju blakar hann eyrunum og stendur svo hlýð- inn, eins og hann leggi við hlustir og reyni að finna meiningu í orðum manns- ins. Já, gamli, lífið er að baki. Og hvað hefur gerzt? Til hvers er töfragrasið?, Með Vasílísu fékkstu stóran jarðarskika. Tólf désjatínur, ekki var það minna. *). Gamli maðurinn ruglast í ríminu. Hann þrýstir sér upp að hestinum. Það leggur af honum lykt af svita og heyi; hlýju, skilning og samúð. I borgarastyrjöldinni var gamli maður inn við flutninga í hernum. Þá sá hanu oft, hve fjólubláar sólir hestsaugnanna fylltust sársauka, hryllingi, tárum, þegar þeir trylltust af hræðslu og sárum, hárin risu og þeir prjónuðu í örvæntingu eins og þeir vildu eyða öllum kröftum, sem aldurinn og vinnan leifðu, fyrir dauð- ann. Hesturinn skiptir um stöðu. Gamli maðurinn missir máttinn, sígur til jarð- ar, liggur lengi, hlustar eftir hestinum, pírir augun, nýtur þess að horfa á hinn feiknlega stjörnuvönd. Og nú, þegar hann liggur þarna rólegur og hreyfing- arlaus, þá rennur upp fyrir honum, hvar sá staður er, sem töfragrasið vex. Hann sá það eitt sinn, en sífellt kom eitthvað í veg fyrir að hann sliti sundur þráð- mjóan stilkinn. Hvert sinn sem hann beindi skrefum að eikinni. . . . Já, já, yngingargrasið vex undir voldugustu * 1 désjatína = 1,093 ha. 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 27. nóvember 196«

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.