Lesbók Morgunblaðsins - 27.11.1966, Síða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 27.11.1966, Síða 15
gamaleikinni. Nú var aðeins að standa á fætur og halda inn í skóginn. Að bíða til morguns — það væri jú ráð, en honum um megn. Að lokum sló hann lófa á silkimakka hestsins, sem hrökk upp, fældist. Gamli maðurinn beygði sig, leysti haftið. „Nú ertu frjáls“, sagði hann, „hana, mín kæra“. Merin sló til taglinu, svo hvein, stökk tii, stökk rétt eins og hún væri heft. E n gamli maðurinn hafði þegar lagt hálft þorpið að baki, áhyggjufullur yfir því, að guð gæfi honum ekki ráð- rúm til að komast á áfangastað. Gamli maðurinn flanaði beint í flas- ið á pari, sem kysstist í runna. Ungi maðurinn teygði upp höfuðið til að sjá, hvern fjandann bæri á þeirra fjörur í þessu myrkri. Þetta var Vanjka — systursonarson- urinn. Skjallhvítar tennurnar glóðu í myrkrinu, en hún teygði gjafmildar var- irnar til elskhuga síns, vafði hann heit- um örmum, ungan , sterkan, og umhugs- unin um afann gufaði upp um leið og hann bar hjá. Gamli maðurinn gekk framhjá dimm- um og gnæfandi galtanum, sem Vanjka hafði hlaðið. Krókarmar axanna fest- ast í fötum hans, skrjáfa sem þau vildu segja Pétrúsu eitthvað mikilvægt, mjög nauðsynlegt. Svalur, endurnær- andi skógarkaldinn fyllir andþreytt lungu gamla mannsins. Skógurinn rís misvöxnum tindum, en gamla mannin- um opnast hann upp á gátt, hleypir hon- um inn í þykknið, hjartað. Skógurinn er nánasta skyldmenni hans! Albróðir hans. Á messu Péturs og Páls fór móðir Pétrúsu í skóginn að safna sveppum, og um nónbil vakti hún athygli allra með því, sem hún bar heim, vafið í voð. Pétrúsa óx upp, og úr skóginum kom hann aðeins á matmálstímum. Hestar voru reknir að ánni í nátthaga, en hann fór í skóginn, í rjóðrin. Kvonfang, bú- skapur og bollok, en ástríðan sú sama — ganga í skóginn og hlusta, hlusta. Sovétvaldið svipti hann öllu, tók jörðina af honum. Pétrúsa leitaði þá til skógar og gerðist skógarvörður. Tíu ár liðu þar til hann steig út úr skóginum. Þá sá hann, að ástæðulaust var að styggjast: réttilega var sovétvaldið úthugsað. Þá varð hann kúskur á samyrkjubúi. Þegar sonurinn var drepinn, fór hann aftur inn í skóginn, eins og inn í skel sína. En þá tók ellin að sækja hann heim, og svo var það Vasílísa, sem kynti undir. Hann fluttist í þorpið, varð vörður á búinu. S kógur er fjöld af dularfullu skrjáfi, öðru hverju kveður við kvak í fugli, brothljóð í þurri grein, og skrjáf, skrjáf ... Gamli maðurinn strýkur köngulóar- vef framan úr sér, ýtir frá greinum, rek- ur í tærnar og fellur um koll í ullmjúk burknabeð. Hann steypist í loðna og eit- urraka angan kjarrgresisins og fyllist vissu þess að hann standi ekki upp á ný. Framundan grillir í gamla hnyðju sem bláleitan blett. Pétrúsa skynjar, að stutt er eftir, en máttvana sinaberar hendurnar kreppast og hjálpa honum að standa upp. Pétrúsa neytir allrar orku, dregur að sér andann, fer að hósta, hann másar og tekst loks að losna við tepp- andi slím úr hálsinum, hrækir og kastar mæðinni. Aður fyrr var skógurinn allsendis ann- ar en nú. Þá voru þar úlfar og birnir. og villisvín rýttu i fenjum. Skógurinn var síðan höggvinn og gerður gisnari. Rjóðrið, sem gamli maðurinn stefndi til, var áður þykkildisþykkni, en nú gengu þar kýr á beit og tróðu það klaufum. Stjörnurnar. teikna för á dökkan al- stirndan himininn. Þegar gamli maðurinn kemur í rjóðr- ið, er ekki lengur um að viilast, að hann reikar í spori og gengur ekki beint, heldur krákustíga. Hann stefnir beint að eikinhi, sem virðist ólýsanlega stórvaxin, laufmikil og þjóðsagnakennd eins og grasið sem vex við Tætur hennar. Gamli maðurinn beygir sig og tekur að róta í moldinni. Lolts hefur hann milli fingranna safa- mikinn, stökkan stöngul. Pétrúsa snýr baki upp að eikinni og sezt. Líkaminn virðist honum framandi, svíðandi og of kaldur. f skjálfandi lófanum hvílir töfra- gresið. Pétrúsa reynir eftir megni að horfa á það, en tárin trufla. Pétrúsa finn ur, hvernig stjörnuljósið sléttir hrukk- urnar í andliti hans, hvernig moldin fyllir líkama hans villtum, ókenndum krafti. En hendur Pétrúsu missa hreyf- ingarmáttinn . . . Skógurinn kyrrist í spenntri þögn — ekkert ískur, ekkert skrjáf. Höfuð Pétrúsu hnígur höfugt og andartak snertir andlitið lófann og gras- ið og í síðasta sinn fær hann að undr- ast . . . Hvað um skóginn, hvað um skóginn? Um hann fóru drunur og hljóð, skær og dumb; vítt og breitt og inn í dýpsta þykkni barst óróleg, átakamikil hljóm- kviða; söngur til minningar um fallin vin . . . Síðasta stjarnan þessa nótt, sem yfir- gaf óendanlega fjarlæga reikistjörnu, skildi eftir ljósrák á endalausum ágúst- himni. Arnór Hannibalsson þýddi úr rússnesku Hagalagðar Eðallyndi. Sem vott um eðallyndi, er vert er í minnum að hafa, má telja það, að um veturinn mætti Björn stú- dent Gunnlaugsson á götu í Kaup- mannahöfn ókendum manni er tók í hönd hans og laumaði að honum 100 rd. og hélt svo áfram leiðar sinnar. Maður þessi var Kand theo- log. Lund, danskur maður er Stefán amtmaður hafði eftir lát Sigurðar sonar síns sent þessa 100 rd. að gjöf sem þakklætis- og viðurkenningar- merki fyrir trúfasta vináttu og góð- vild við hann, einkum í hinni löngu banalegu Sigurðar. En þótt Lund eigi væri talinn auðugur, kvaðst hann eigi þurfa þessarar sendingar við í bráð, og fann engan maklegri að njóta en Björn, er þá þegar var orðinn nafnfrægur fyrir námfýsi og gáiui'. (Annáll 19. aldar — 1818), Tveir úrskurðir. Bæjarstjórnin sótti á þessu ári um 400 rd. lán til atvinnubótavinnu inn- anbæjar, til bess að ráða bót á bjarg- ræðisskorti meðal fátæklinga bæjar- ins. En dómsmálastjórnin vildi ekki taka beiðnina til greina, með því að stiftamtið hefði upplýst, að meira orð væri gert af bjargræðisskortin- um en ástæða væri til. Aftur á móti úrskurðaði sama ráðuneyti, að bisk- up landsins skyldi vera undanþeg- in Ijóstollsgreiðslu til dómkirkjunn- ar og skopuðust sumir að þeim úr- skurði. (Arbækur Reykjavíkur 1861). 27. nóvember 1966 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.