Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1967, Side 3
Saga frá Súdan:
Hnefafylii af dúðium
EFTIR TAYEB SALIH
Eg hlýt að hafa verið mjög ung-
ur. þegar þetta gerðist. Ég man ekki ná-
k\æmlega, hve gamall ég var, en ég
man, að þegar fólk mætti okkur aia,
þá klappaði það á kollinn á mér og
kleip mig í kinnina — en lét afa alveg
í friði. >að var skrýtið, að ég fór aldrei
ut með pabba, heldur var það alltaf afi,
sem tók mig með sér, hvert sem hann
fór, nema á morgnana, því að þá fór
eg í moskuna og las í Koraninum. Mosk-
Pii. fljótið og akrarnir — þetta voru
landamerki lifs okkar. Flestum bórnum
á mínum aldri leiddist að fara í mosk-
una og lesa í Kóraninum, en ég e'tskaði
það. Astæðan var án efa sú, að ég át.i
gott með að læra utaribókar, og þegar
við fengum gesti bað sjeikinn mig alltaf
að standa upp og fara með kaflan.i um
rniskunnsama Samverjann. Og sVo klapp-
aði gesturinn á kollinn á mér og kleip
n,ig í kinnina aiveg eins og þegar ég
var með afa. Já, ég elskaði moskuna,
og ég elskaði fljótið líka. Ég var van-
vr að kasta frá mér viðartöflunni mi'-ni
um leið og við hættum að lesa í Kór-
aninum á morgnana, hendast heim til
mömmu með leifturhraða, gleypa í mig
niorgunverðinn og steypa mér síðan
beint í fljótið. Þegar ég var orðinn
þreyttur á að synda, settist ég á bakk-
ann og starði í vatnselginn, sem hlykkj-
aðist í austurátt og hvarf síðan á bak
við þéttvaxinn akasíuskóginn. Ég naut
þess að gefa mig á vald ímyndunarafl-
ínu og bregða upp mynd í huganum af
risaþjóðflokki, sem byggi handan
skógarins; hátt og grannvaxið fólk með
hvítt skegg og beint nef eins og afi.
Áður en afi svaraði einhverri hinna
mörgu spurninga minna, hafði hann
þann kæk að nudda nefbroddinn með
vísifingri; skegg hans var mjúkt og
gróskumikið og hvítt eins og baðmull
— aldrei á ævinni hef ég augum litið
rieitt hvítara né fegurra. Afi hlýtur
emnig að hafa verið mjög hávaxinn
rnaður, því að aldrei sá ég neinn í öllu
héraðinu ávarpa hann án þess að líta
upp, og aldrei sá ég hann hverfa inn í
hús án þess að beygja sig; þá kom mér
alltaf í hug fljótið, sem hlykkjaðist og
hvarf bak við akasíuþykknið. Ég elskaði
hann, og ég óskaði þess, að þegar ég
yrði fullorðinn, mundi ég verða hávax-
inn og grannur. eins og hann, og ganga
löngum skrefúm.
E g held ég hafi verið eftirlætis-
barnabarnið hans. Engin furða, því að
frændsystkin mín voru heimskir
krakkaormar, en það er sagt, að ég hafi
verið gáfað barn. Ég vissi, hvenær afa
þótti viðeigandi að hlæja, og hvenær
honum þótti viðeigandi að þegja; ég
mundi líka alltaf eftir bænastundinni
hans, og þá var ég vanur að færa hon-
um bænateppið og fylla könnuna fyrir
böðunina án þess að hann þyrfti að
biðja mig um það. Þegar hann hafði
ekkert sérstakt fyrir stafni, þótti hon-
um gaman að hlusta á mig fara með
kafla úr Kóraninum. Ég las hátt og
snjallt, og ég sá á honum, að hann var
hrærður.
E inn daginn spurði ég hann um
Masood nágranna okkar. Ég sagði við
afa: „Ég held þér líki ekki við Masood
nágranna okkar“. Þessu svaraði hann
þannig, eftir að hafa nuddað nefbrodd-
inn: „Hann er latur maður og ég kann
ekki að meta slíkt fólk“. Og ég sagði:
,.Hvað er latur maður?“ Afi laut höfði
augnablik, sagði síðan um leið og hann
leit út yfir víðáttumikla akrana: „Sérðu,
hvernig akurinn teygir sig allt frá
mörkum eyðimerkurinnar að bökkum
Nílar? Hundrað feddan. Sérðu alla þessa
döðlupálma? Og þessi tré þarna — sant,
akasíur og sajal? Allt þetta féll í hlut
Masoods; hann erfði það eftir föður
sinn“.
Ég notfærði mér þögrnna, sem fylgdi
þessum oi’ðum afa, leit af honum og út
yfir þessa miklu vjðáttu, sem orð hans
höfðu afmarkað. Ég sagði við sjálfan
mxg: „Mér er alveg sama, hver á þessa
doðlupálma, þessi tré og þessa svörtu,
sprungnu jörð; það sem mig skiptir
máli er, að þetta er vettvangur drauma
minna og leikja“.
Afi hélt áfram: „Já, drengur minn,
fyrir fjörutíu árum var þetta allt í eigu
Masoods — tveir þriðju hlutar þess en
nú mín eign“.
Þetta kom mér á óvart, vegna þess
að ég hafði haldið, að landið hefði verið
exgn afa míns allt síðan guð skapaði
heiminn.
„Ég átti ekki svo mikið sem einn
feddan, þegar ég fyrst steig fæti inn f
þstta þorp. Masood var eigandinn að
cllum þessum auðæfum þá. Staðan er
breytt nú, og samt held ég, að áður en
Aliah kallar mig á sinn fund, muni ég
einnig hafa eignazt þriðja hlutann".
Ég veit ekki, hvers vegna ég óttað-
ist orð afa mxns og fann til meðaumk-
unar með nágranna okkar, Masood.
Hvað ég óskaði þess innilega, að orð
hans mundu ekki rætast! Ég minntist
söngva Masoods; hann hafði fallega
iödd og kraftmikinn hlátur, sem líkt-
ist vatnsnið. Afi hló aldrei.
Ég spurði afa, hvers vegna Masood
hefði selt landið.
„Konur“, og af því hvernig afi sagði
orðið fannst mér að „konur“ væru eitt-
hvað hræðilegt. „Masood, drengur
minn, var margkvæntur maður. í hvert
sinn sem hann kvæntist seldi hann mér
einn eða tvo feddan“. og með fljót-
færnislegum hugarreikningi mínum
komst ég að þvi, að hann hefði eignazt
einar nítíu konur um ævina. Þá mundi
ég eftir þi-emur eiginkonum hans,
hirðuleysislegu útliti, halta asnanum,
n und að hrista af mér pessar hugsanir,
hrörlegum hnakknum og skikkju hans
með gatslitnum ermum. Ég var í þann
þegar ég sá allt í einu manninn sjálfan
nálgast okkur, og við afi litum snöggt
hvor á annan.
„Við ætlum að tina döðlurnar af
Framhald á bls. 13.
«•••• .....
Y
A
!
!
I
1
?
?
❖
f
'i
f
í
1
♦ ♦*♦ ♦*• ♦*♦ ♦*♦ •*♦ ♦*♦ ♦*♦ ♦*♦♦*♦♦*♦♦*♦
•>
t
AÐ KVÖLDI
EFTIR GÍSLA SIGURKARLSSON
Hvað bindur huga minn við hrjóstrin grá
handan við svefn og drauma þúsund ára,
regnbarðar hlíðar? Einhver ókunn þrá
óborin svaf
og ég og æskan byggðum sömu sæng
og sváfum tvö í faðmi bjartra tára.
Við flugum brott, hún beindi hröðum væng
á blóðrautt haf.
Lífskringla mannsins þyrlast hálfan hring.
Hverfist í þungum straumi dags og nætur.
Nú loga kvöldin, ómar allt í kring
einhver ný raust,
því eldf'lugan suðar yfir dökkri rós.
Annarleg kennd í hugarfylgsni grætur.
Skilningi slegið lifnar dagsins ljós
um langþráð haust.
Hver þekkir nafn þess fugls sem flýgur þar
í furðuveröld hinnar nýju tíðar?
Blóðmettir lækir byltast í sitt far.
Bros fer um vör.
Og það er stundum eins og allt sem var
sé einmitt það er skyldi koma síðar.
Vindblásnir dagar veita engum svar
um vandséð kjör.
I
£
t
't
t
V
*J*
f
*
V
*
t
I
?
?
t
t
I
i
t
t
|
!
♦*♦
?
5. marz 1967
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3