Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1967, Side 15

Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1967, Side 15
MlKi "1 mTfny IW'- l. [STOPj ömJ Hér á vort þing að duga eða deyja, hér dagsbrun nyja tímans fyrst skal sjást. Og eins og bergsjns þil, um Þing- völi hlaðin, skal þjóðin vernda óðul sín með tryggð. Nú feerið gefst, að landið „styrki staðinn“, því stríðið varðar hverja íslands byggð. Og eins og bergmáls aldan svari kastar til orða vorra, þar sem Lögberg var, skal danska málið milli jökla og rastar fá maklegt, þúsundraddað endursvar. Vort fjallaland, í heiðum himintjöld- um, rís hátt og frjálst, svo langt sem strönd þín nær. Vort ættarland vér með þér — með þér höldum, á meðan nokkurt íslenzkt hjarta slær. Og aldrei skaltu selt við veg og völdum, svo víst sem heill og sæmd þín er oss kær. Þar stendur fólkið fast sem bjarg í öldum, og fremsta vörðinn heldur Ingólfs bær. BÓKMENNTIR Framhald af bls. 13 að setja ofan í við hina fyrir þær vit- leysur, sem þeir gera; Leitað að röddum. Hin mikla leit Barrs að sterkum röddum í amerísku leikhúslífi er engin ný bóla. Á síðasta áratug og jafnvel fyrr, meðan Albee var að finna sjálfan sig og týna sér aftur, eða verða á ein- hvern dularfullan hátt það leikritaskáld, sem aflaði sér heimsfræðar með „Sögu úr dýragarðinum“, var Barr að leita vandlega að einhverjum óuppgötvuðum hæfileikamönnum. Hann hafði hafið feril sinn í Mercury-leikhúsinu undir stjórn Orsons Welles, eftir að hafa yfir- gefið Princeton og verið í ýmsu, bæði á Broadway og annarsstaðar. Einn góðan veðurdag árið 1959 komst hann yfir handritið að „Sögu úr dýragarðinum" og flýtti sér að kaupa það fyrir 125 dali. Hann hafði aldrei séð Albee, sem þá var í Þýzkalandi að horfa á „Sögu úr dýragarðinum" leikna í fyrsta sinn hjá einhverju litlu leikfélagi. Þegar svo Barr setti upp leikritið ásamt „Síðasta segul- bandi Krapps“ í Provincetown-leikhús- inu í janúar 1960, varð Albee frægur á svipstundu. Á næsta ári fór Barr til Evrópu með nýjasta leikrit Albees, „The American Dream“, í töskunni sinni. Hann hitti Wilder, sem hafði verið að fást við upp- setningu á leikriti á Broadway, og sýndi honum leikritið. Wilder varð hrifinn af því og vildi setja það upp, en ekki á Broadway. Þetta varð upphafið. Wilder kom aftur til Broadway næsta ár ásamt Barr og Albee — 1962 — með „Hver er hræddur við Virginíu Woolf?“ c kyldu nú þrémenningarnir í Albarwild geta sagt, hverskonar leik- ritum þeir eru hrifnir af? Nei — líklega ekki —- nema hvað þeir halda því fram, að leikrit eigi að vera bókmenntir. „Við erum höfunda-leikhús, en ekki leikara- eða forstjóra-leikhús“, útskýrði Barr. Þeir voru allir á einu máli um, að leik- rit eins og „The Brig“ eftir Kenneth Brown, sem var leikið fyrir þremur árum í Living Theater, væri ekki þannig, að þá langaði til að fást við það, enda þótt þeir dáðust að því vegna leik- stjórnar Judith Malina. „Það var upp- færsla en ekki leikrit", sagði Albee. Ilinsvegar voru þeir svartsýnir á „bók- menntalegu" leikritin, sem framleidd eru af vitringum eins og Lionel Abel, Paul Goodman og Saul Bellow — „þeir eru gjörónýtir sem leikritahöfundar og raunverulega engir vitringar“, sagði Albee. Og hvað snerti „Happenings“ þá er það endileysa, segir Barr. B arr telur, að þeir þremenning- arnir hafi lesið eitthvað um 3000 leikrit eftir óþekkta höfunda siðustu sex árin. Enda þótt um 90 af hverjum hundrað hafi verið „ómöguleg“, telur Barr, að nú sé meira af efnilegum mönnum á ferðinni en verið hefur undanfarið. „Kynslóðin sem fæddist á síðari stríðs- árunum er nú að verða myndug. Hún er enn á þrítugsaldrinum og skortir stað- festu, en þarna er um eitthvert efni að ræða. Við höfum kannski ekki áhuga á fyrsta leikriti höfundar, heldur á hinum, sem á eftir koma“. Og hverskonar leikrit koma svo frá þessum ungu höfundum? Barr þykist merkja tilhneigingu til þess, sem hann kallar „ný-realisma“, það er að segja, þegar notaðir eru raunverulegir viðburð ir, sem fá aukið gildi fyrir háð, blekk- ingu eða þjóðsagnir. Enda þótt þetta kunni að vera sæmilega góð flokkun á verkum Albees, þá finnst höfundinum sjálfum ekki svo vera. „Þetta er allt í lagi, en hefur b'ara enga þýðingu. Það er ekki hægt að rökræða fagurfræði. Það hefur enginn enn getað gert“. rátt fyrir það, að enginn þre- menninganna þykist ofurseldur „nýreal- ismanum" eða neinni annarri stefnu, er það nú samt svo, að leikritin, sem sýnd eru í Van Dam-stræti, virðast falla allvel inn í þann flokk, og í mörgum þeirra má merkja áhrif frá Albee. Albee gerir sér fyllilega ljósa hættuna af því að líta of stórt á sjálfan sig og er úrillur yfir allri þeirri rannsókn á verkum hans, sem doktoraefni, er aldrei láta hann í friði, eru að fremja. „Það er ekki hægt að skrifa ritgerð um verk, sem er í smíðum". Og honum finnst sjálfum hann vera mjög svo í smíðum og vita ekki hvað hann muni skrifa næst, eða hvort hann haldi yfir- leitt áfram að skrifa. „Ég ætla að halda áfram að skrifa meðan ég hef gaman af því og mér dettur eitthvað í hug, en ég gæti allt eins vel hætt á morgun". Það fór hollur um Barr og Wilder við þessa síðustu athugasemd. Albee var sem sé ekki enn búinn með tvo ein- þáttunga, sem áttu að koma upp í Cherry Lane 29. nóvember. „Þeir hei> „Seascape“ og „All Over“, en sameigin- lega „Líf og dauði“ — „og annar fer fram úti, en hinn inni“, segir höfundur- inn af mikilli kurteisi og nákvæmni. ■LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15 5. marz 1967

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.