Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1967, Blaðsíða 2
SVIP
MVND
Ferdinand E. Marcos, fbr-
seti Filippseyja er einn
þeirra manna, sem athygli beinist
að um þessar mundir. Hann hefur
nú setið á forsetastóli í rúmt ár. Það
hefur ekki verið frambúðarem-
bætti að vera forseti Filippseyinga
og enginn þeirra, sem gegnt hafa
forsetaembætti til þessa, hefur ver-
ið endurkjörinn að fjórum árum
liðnum. Sá í hópi fyrri forseta, sem
líklegastur var talinn til að stand-
ast endurkjör var Ramón Magsay-
say, en hann fórst í flugslysi árið
1957, áður en fjögurra ára kjörtíma-
bil hans var útrunnið. Nú eru radd-
ir uppi um það, að Marcos muni ef
til vill hafa möguleika til endur-
kjörs eftir þrjú ár. En hitt heyrist
líka, að forsetatímabil hans sé að
renna út. Þeir sem halda fram síð-
amefndu skoðuninni, segja, að til
þess að ná endurkjöri þurfi forset-
inn bæði að valda fullkomlega
stjóm landsins, en jafnframt gera
gagngera umbreytingu á stjómar-
fyrirkomulaginu. En nú hefur Marc-
os farið með völd í meira en ár, og
ekki enn gert nein kraftaverk. Senn
líður að því, að hann þurfi að fara
að undirbúa endurkjör sitt. Þá þarf
hann að setjast að samningaborði
við hina og þessa til að tryggja sér
fylgi á sem breiðustum grundvelli.
En þá hefur hann glatað tækifæri,
sem hann hafði í upphafi kjörtíma-
bilsins, að gera gagngerar endurbæt-
ur á stjórnarfyrirkomulaginu.
„Hann hefur þá lotið í lægra haldi
fyrir ríkjandi skipulagi“, sagði
stjómmálafréítaritari fyrir skömmu
„Og óhjákvæmilega mundi þjóðin
staðfesta þann ósigur hans í nasstu
kosningum“, bætti hcurn við.
^ etta er ekki talið ofmælt. Meg-
Inviðfangsefnin, sem Marcos þarf að
horfast í augu við, eru langvinnir erfið-
leikar á að halda uppi lögum og stjórn
á Filippseyjum. I>að sem hann þarf að
gera fyrst og fremst, er að stjórna, og
einstök atriði i starfsáællun hans koma
fyrir lítið meðan honum tekst ekki að
ná öruggu haldi á stjórnartaumunum.
Enginn af fyrirrennurum Marcos náði
það langt í starfi sínu, að vandamálin,
sem Marcos glímir nú við, yrðu þeim
rounhæf.
M/ erddnand E. Marcos er fjörutíu
®g níu ára að aldri og um átján ára skeið
ih'fefur hann tekið virkan þátt í stjórn-
piálum. En allt frá æskudögum he.fur
Ihann lifað viðhurðaríku lífi. Aðeins
tuttugu og eins árs að aldri var hann
handtekinn fyrir manndráp, sem hafði
verið framið þremur árum fyrr. Máður-
inn, sem var drepinn, hafði verið sko*-
inn í bakið með riffilkúlu, rétt eftir að
hann hafði borið sigurorð af föður
Marcos í harðvítugri keppni í North'ern
Luzon. Marcos yngri var um þessar
mundir yfirforingi í skyttuliðasveit há-
skóla Filippseyja og af sumum talinn
bezta skytta landsins. Málið gegn hon-
um horfði því þunglega og ákæruvaldið
krafðist dauðadóms. En Marcos lét ekki
þessar aðstæður buga sig. í skugga raí-
n agnsstólsins lauk hann hæstaréttar-
lögmannsprófi með ihæstu einkunn, se.’.n
nokkur maður hafðd til þess tima tek.ð
við háskóla Filippseyja. Prófið, sem
hi'.nn tók, var það háti, að þeir sem
prófuðu, létu Marcos ganga undir sor-
stakt próf munnlega til að fullvissa sig
um að hann hefði ekki vitað spurning-
arnar fyrirfram. En í þessu munntega
prófi sýndi hann enn betur kunnáttu
sína og stálminni han3 brást honum
ekki. Honum tókst því að eyða fullkom-
lega efa prófessoranna.
c
^ kömmu eftir að Marcos hafði lok-
ið þessu glæsilega prófi, var hann sek-
ur fundinn um morðið og hnepptur í
fangelsi. Málaferlin fyrir undirrétti
hófðu verið 'það kostnaðarsöm, að ætt-
ingjar hans höfðu orðið að kosta til al-
eigu sinni. Þegar málinu var áfrýjað til
Kæstaréttar, varð Marcos því að eiga
málflutning undir sjálfum sér. Sam-
hljóða úrskurður Hæstaréttar féll á þá
lund, að sönnunargögn gegn Marcos
væru alls ófullnægjandi og hann y.úr-
gaf dómsalinn' sem frjá-ls maður.
’ir essi sögulaga málssókn, und-r-
réttardómurinn og áfrýjunin, leid.i il
þess, að Ferdinand E. Marccs varð e n-
hver þekktasti maður landsins í 'h.'pi
Sinna jafnaldra. Það var um •þes:ar
rn.undir.sem Japanir gerðu innrás s.'ra
á Filippseyjar, í desember 1941. Marc.s
gegndi herþjónustu á Baatan-skaga sem
undirforingi. I>egar Baatan-skági féll í
hendur óvinanna,. var hann einn af la-
um hermönnum Filippseyja, s&m lifði
af hungur og harðrétti í óvinaherbúðu.r-
um. Eftir -að hafa þolað villimannlega
n.eðferð í kvala'búðum, tókst Marcos tð
flýja og sameinast. andspyrnulhreyfing-
unni. Við stríðslok háfði hann sæy/.t
þrisvar sinnum enn og hlotið ekki fæ ri
er, tuttugu og sjö heiðursmerki fyrir
vasklega framgöngu í stríðinu. Þá var
sagt, að Marcos hefði hlotið fleiri heið-
ursmerki en nokkur annar hermaður i
Filippseyjum.
F-rá tUttugu og eins'árs-aldri til
tuttugu og átta ára var Marcos þannig í
stöðugu návígi vlð dauðgnn. Oftar en
einu si.nni munaði. ekkj nema hársbreidd
að hann missti lífið. Þessi ár hafa se:t
mark sit-t á fas Marcos og frapigöngu,
segja þeir, sem bezt þekkja hann. Harn
hefur mjög gott vald yfir sér við öll
tækifæri', framkpma hans er kurteis og
óaðfinnanleg, en áberandi öguð. Þ: ,s
gætir þegar hann gengur, hratt en ör-
ugglega, hnitmiðuðum skrefum, þeis
gætir í viðræðum hans við menn, sem
eru markvissar og hnitmiðaðar, og þess
gætir lika þegar 'hann situr við skrlf-
borðið sitt, hallar sér aftur á bak í leð*
urstólnum og fylgist vel með öllu, sem
gerist umhverfis hann.
M
ÍTJL arcos er ekki hrifinn af því, að
vera talinn kaldlyndur stjórnmálam-ö-
ur. „Ég er viðkvæmari en menn halda“,
segir hann og leggur áherzlu á hvert
crð. Forsetafrúin, Imelda Marcos, tekur
uridir þessi orð, „og þá trúir maður
þeim“, sagffi fréttamaður, sem nýlega
sótti forsetahjónin heim. Frú Marcos
bætir við: „Maðurinn minn ihefur slæm-
an ávana. Hann getur í einu verið við-
staddur og víðsfjarri. Stundum þegar
hann er staddur í samkvæmi, kemur
eitt'hv’ert vandamál upp í huga hans.
Hann er þá óðara þotinn til að finna
lausn á því og allt annað gleymist hon-
um á meðan“. Við slikar aðstæður hef-
ur það fallið í hlut frú Marcos, að
koma manni sínum aftur til gesta sinna.
I forsetakosningunum varð það líka Ihlut-
skipti frú Marcos, að sannfæra Filipps-
eyinga um það, að maður hennar væri,
„venjuleg mannleg vera“, eins og það
var orðað. Þegar andstæðingar Marcos
í kosningunum grófu upp morðmálið og
neru honum því um nasir, stóð kona
Ihans upp á fjöldafundum og sagði:
„Dettur ykkur í hug, að ég mundi elska
þennan mann og vera gift 'honum, ef
hann væri líkur því sem andstæðing-
arnir segja?“ Því næst söng hún nokkur
þjóðlög með Ijóðrænu sópranröddinni,
Framhald á blaðsíðu 13.
Frnmkv.sTJ.: Slglns Jónsson.
Rltstjórar: Slguróur Bjarnason frí Vlour
Matthías Johannessen.
Eyjólfur KonráS Jónsson.
Auglýsingar: Arnl Garðar Krlstlnsson.
Ritstjórn: ASalstrætl S. Sími 2S480.
Utgelandl: H.t. Arvakur. Reykjavllc. 1
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
12. marz 1SJ67