Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1967, Blaðsíða 5
Bezci lágfiðluieikari í heimi,
Lionel Tertis, níræður
Eftir Atla Heimi Sveinsson
Sú kynslóð tónlistarmanna,
sem setti mestan svip á
tónlistarlíf á fyrra belmingi þessar-
ar aldar, er nú óðum að hverfa. Af
ihópi hinna klassísku tónskálda 20.
aldar lifir Strawinsky einn ennlþá,
og af þeim hljóðfærasnillingum sem
mest voru dáðir, eru nú enn á lífi
sellóleikarinn frægi Casals og enski
ilágfiðl'uieikarinn Lionel Tertis.
Flestir vinir og samstarfsmenn þessara
manna eru nú komnir undir græna
torfu, og aSrir komnir í þeirra stað.
Fyrir skömmu áttu báðir þessir snill-
ingar, sem í dag virðast allt að því þjóð-
sagnapersónur, níræðisafmæli. Þessi
fáu orð sem hér fara á eftir, fjalla að-
allega um annan þessara stónfrægu
sniilinga: hinn brezka lágfiðluleikara
Lionel Tertis.
F erill hans er að því leyti frá-
brugðinn annarra, að hljóðfæri hans, lág-
fiðlan, eða bratsinn, var fyrir hans daga
hálfgerð „öskubuska" meðal strokhljóð-
færanna, og það var ekki hvað sízt hon-
um að þakka, að þetta fallega hljóðfæri,
sem sameinar á ýmsan hátt ágætustu
kosti fiðlunnar og sellósins, skuli nú
skipa þann sess sem því ber í fjölskyldu
strokhljóðfæranna. Bæði lék Tertis
betur á þetta hljóðfæri en áður hafði
þekkzt, agaði og ól upp kynslóðir frá-
bærra lágtfiðluleikara, og var ötull og
ýtinn áróðua-smaður fyrir þetta hljóð-
færi, sem hann helgaði líf sitt.
Lionel Tertis var sonur rúmenskra og
pólskra innflytjenda af gyðingaættum og
fæddist hinn 29. desemlber 1676. Tónlist-
arhæfileikar hans komu snemma í Ijós,
og þrettán ára gamall fór hann að heim-
an og vann fyrir sér sem píanóleikari,
með það fyrir augum að leggja stund á
fiðluleik. Honum tókst að brjótast á-
fram, vinna fyrir sér jafnfiramt fiðlu-
náminu, en brátt sneri hann sér að lág-
íiðluleik. Á þeim tíma var lágfiðluleikur
afar bágborinn, hljóðfærin misjöfn að
gerð og gæðum, og fáir nema misheppn-
aðir fiðluleikarar lék-u á þetta hljóðfæri.
Hljómsveitarstjórarnir álitu þá lágfiðl-
una dragbít á hljómsveitinni — nauðsyn-
legan þó —.
-A ð loknu námi, sem vax að vísu
harla sundurlaust — enginn þekktur
snillingur kenndi Tertis nokkru sinni,
og mest segist hann hafa lært aif því að
hlusta á góða listamenn, og nefnir þar
Kreisler fremstan í flokki — gerðist
har.n fyrsti lágfiðluleikari í hljómsveit
„Dísarhallar“ sem Henry Wood stjórn-
aði, og síðar í nýstofnaðri hljómsveit
undir stjórn Sir Thomasar Beechams, og
æfði sig af happi í frístundum sínum.
Og það kom að því að Tertis fór að
koma fram sem einleikari á lágfiðlu.
Tvö meiriháttar verk með veigamiklu
lágfiðluhlutverki voru þá til: Harold á
ÍLalíu eftir Berlioz og Sinfonia Consert-
ante eftir Mozart. Bæði þessi verk lék
Tertis ótal sinnum, og á þann hátt sem
enginn hafði gert fyrr. En auk þess
f“kk hann ýmis tónskáld til að semja
verk fyrir sig, og ávallt var hann reiðu-
búinn til að flytja veirk samtímahöfunda
sinns, einkum enskra, þ.á.m. verk eftir
Elgar, William. Delius og Gustav Holst.
Einnig setti Tertis út ýmis verk, annað-
hvort fiðlu- eða sellóverk fyrir lágfiðlu.
Hann starfaði mikið í kammermúsík-
hópum. Lék í mixrgum kvartettum og
hélt tónleika einn og með hljómsveitum
um allan heim. Árið 1926 fór hann með
hinn: miklu söngkonu Melba til Ástralíu,
sem var mikil sigurför fyrir þau bæðh
En mest þótti honum til koma að leika
með Fritz Kreisler, en hann mat Tertis
öðrum fremur. Hann lék og mikið með
Rubinstein, Solomon, Rachmaninofif,
Ysayé, Casals óg fleirum, sem eru nú.
Sir Thomas Beecham, Tertis og Kreisl er á æfingu í Royal Albert Hall í Lund-
únum.
r
ra
í nýriku þjóðfélagi er það
kannski afsakanlegt, þó aldrei
verði það talið eðlilegt, að mat og
meðferð á verðmœtum, og þá ekki
hvað sízt fjár-
munum, sé
meira og
minna brengl-
að. Óvœnt og
óeðlileg fjár-
málaþróun
raskar réttum
hlutföllum og
menn týna
áttunum í
bili. Slíkt
ástand er yf-
irleitt tímabundið og lœknast þegar
frá líður, enda leitast uppalendur
og aðrir ábyrgir aðiljar gjarna við
að vekja almenning til vitundar
um voðann sem yfir vofi, ef ekki
sé stungið við fœti. Á íslandi er
löngu orðin brýn þörf á slikum
varnaði, því margt bendir til að
ábyrgðarleysið, flysjungs- og flott-
rœfilshátturinn séu að verða hér
landlœgar plágur.
Það er út af fyrir sig ekki undar-
legt, að kreppu- og stríðsgróða-
kynslóðirnar skuli hafa glapizt af
hrœvareldum Mammons, en þessar
kynslóðir œttu nú að vera farnar
að átta sig og hugsa fram í tímann,
huga að því hvaða áhrif bruðlið
og braskið muni hafa á uppvaxandi
kynslóðir. Sannleikurinn er sá, að
hugsunarháttur stundargróða og
óhófseyðslu hefur altekið íslend-
inga, svo að vandséð er hvernig
uppvaxandi kynslóðir komast hjá
að bíða tjón á sálu sinni. Hér þarf
því að vekja öflugan andróður gegn
þessum ófögnuði, og þar œttu dag-
blöð, útvarp, sjónvarp, og skólar
að taka höndum saman við for-
eldra. Því rnið'ur vantar mikið á að
blöðin hvetji til hófstillingar og
skynsamlegs lífernis —• algengasta
lesefni þeirra eru einmitt trölla-
sögur af lifnaði (og ólifnaði) þeirra
erlendu „stjarna“ sem raka saman
fé á billegum og mannskemmandi
skemmtanaiðnaði. Þessu fólki er
stillt upp sem fyrirmyndum œsku-
lýðsins, og afleiðingin verður sí-
aukið pjatt, tildur og sýndar-
mennska.
Ég skal einungis nefna örfá
dœmi máli mínu til áréttingar, en
þau mœtti margfalda. Ég hef áður
vikið að ótrúlegum peningaráðum
og sœlgœtiskaupum barna, hóflaus-
um afmœlisboðum og fáránlegum
fjáraustri í fermingarveizlur og
fermingargjafir. Nú virðast skól-
arnir œtla að taka undir með for-
eldrunum. í fyrsta bekk gagnfrœða-
skóla í liöfuðstaðnum, þar sem
sitja 13—14 ára nemendur, sting-
ur kennarinn upp á því að bekk-
urinn fari í dags skemmtiferð, en
ekki eins og venjulega með bíl út
í nœrsveitir Reykjavíkur, heldur
með flugvél til Vestmannaeyja og
fínum hádegisverði á hótelinu þar.
Ferðin á ekki að kosta nema einar
litlar þúsund krónur á hvert barn,
og hvað er það nú á dögum? spyr
kennarinn. Þessu þorir ekkert for-
eldri að andmœla og ekkert barn-
anna vill skerast úr leik, því eng-
inn má vera eftirbátur annarra eða
öðruvísi en náunginn. Foreldram-
ir verða að gera svo vel að leggja
fram sinn þúsundkall. Varla þarf
miklar reikningsgáfur til að sjá,
hvernig útkoman verður hjá fólki
með meðáltékjur og þrjú til fjögur
börn á skólaaldri. Hér er það sjálf-
ur skólinn eða ábyrgur kennari
hans sem leggur lóð sitt á vogar-
skál óhófsins. Þegar kemur upp í
hærri bekki framhaldsskóla, er
ekki óalgengt að farið sé í dýrar
utanlandsferðir á vorin, og í flest-
um tilvikum verða foreldrar að
standa straum af kostnaðinum. Nú
sé það fjarri mér að amast við
ferðálögum, utan lands eða innan,
en hafa unglingar gott af þessum
gegndarlausa fjáraustri? Týna þeir
ekki allri tilfinningu fyrir raun-
verulegu gildi peninga?
Það er álkunna að nú eru varla
haldnar svo árshátíðir í framhalds-
skólum Reykjavíkur, að ekki séu
leigðir fínustu samkomusalir borg-
arinnar með dýrum hljómsveit-
um og ungmeyjar á aldrin-
um 15-17 ára mœta flestar eða
allar í síðum kjólum — fínt
verður það að vera og allir
láta gott heita. Á árshátíð í einum
skóla gerðu forráðamenn gangskör
að því að láta leita að áfengi á pilt-
unum, áður en þeim var hleypt inn,
og höfðu um 150 flöskur upp úr
krafsinu, sem síðan var skilað að
hátíðinni afstaðinni (þó piltarnir
væru allir undir lögaldri). En þeg-
ar allt var um garð gengið, fund-
ust samt um hundrað „lík“ í salar-
kynnum skólans — stúlkurnar
höfðu ekki reynzt eftirbátar pilt-
anna!
Svona er tíðarandinn, og við
því er ekkert að gera, segja menn
Framháld á bls. 6.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5
12. marz 1967