Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1967, Blaðsíða 6
B.ikil nöfn á gullnum spjöldum tónlistar-
sögunnar. Einnig kenndi Tertis við
Royal Academy of Music, stjórnaði
kammermúsikdeild skólans, og ól um leið
upp kynslóð af lágfiðluleikurum þeim,
sem nú skara fram úr.
í\ rið 1937 ákvað Tertis að draga
sig í hlé og hélt kveðjutónlei'ka í
London. En til allrar hamingju breytti
hann ákvörðun sinni og 1940 kom hann
ppinberlega fram á ný, lék við ýmis há-
tíðleg tækifæri og í góðgjörðaskyni fram
á elliár. Og þá tók hann til við að endur-
bæta lágfiðluna, teiknaði nýja gerð af
hljóðfærinu, eftir því sem löng reynsla
hafði kennt honum. Hafa lágfiðlur þær
sem hann lét smíða reynzt vel og eru
víða notaðar.
Upphefðin — því hann hlaut á löngum
æviferli glæsilega viðurkenningu —
sté Tertis aldirei til höfuðs. Látlausari,
kátari og elskulegri mann er varla hægt
að hugsa sér. Ég átti því láni að fagna
að kynnast honum í London í fyrravetur,
og verður sú viðkynning mér ógleyman-
ieg. Hafði hann frá mörgu að segja og
er vel ern. En umfram allt var hann
gáfaður og góðgjarn maður og hámennt-
aður þótt hann hefði aldrei gengið í
skóla. Lionel Tertis er kvæntur hinni
ágætustu konu, Lillian f. Warmington,
og er hún þekktur sellóleikarL Það er
erfitt að lýsa leik þessa listamanns,
slíkt verður maður að upplifa. En hann
var ekki einn hinna fingrafimu vél-
menna, sem hertaka tónleikasali vorra
„The Chamber Music Players“, Kennedy, Tertis, Murdoch og Sammons.
RABB
Framhald af bls. 5.
og yppa öxlum. Slík uppgjafaraf-
staða er aö sjálfsögðu vísasti veg-
urinn til glötunar. Hér verður að
spyrna við fótum, ekki endilega
vegna þess að siðgæðisvitundinni
sé misboðið (hún hefur yfirleitt
sjaldan verið upp á marga fiska
hérlendis), heldur vegna kvíða fyr-
ir framtíðinni og umhyggju fyrir
uppvaxandi kynslóðum. Lausungin
hlýtur að magnast með hverju ári,
ef allt er látið reka á reiðanum,
og margt af því œskufólki sem nú
fer á mis við nauðsynlegt aðhald
og örugga handleiðslu eldri kyn-
slóða á eftir að búa að því œvilangt
að það var svikið um það sem
hverju ungmenni er brýnust nauð-
syn: heilnœmar hömlur á frelsi og
nautnaþarfir. Óskorað frelsi er ekki
annað en stjórnleysi, óskapnaður
sem er öllum til tjóns, bœði þjóð-
félagi og einstaklingum. Sú sjálfs-
morðsalda sem riðið hefur yfir Is-
land að undanf örnu (mér er kunn-
ugt um ein tíu sjálfsmorð á síðustu
þremur mánuöum) er ein afleið-
ing þess handahófs og þeirrar lin-
kindar sem einkennt hefur upp-
eldis- og skólamál þjóðarinnar. Það
er löngu orðið tímabært að taka
allt frœðslukerfið til róttœkrar
endurskoðunar, en það er ekki síð-
ur knýjandi þörf að gerbreyta hug-
arfari uppalenda gagnvart þeim
verðmœtum sem eru undirstaða
heilbrigðs þjóðlífs.
Sigurður A. Magnússon.
tíma. Hann hafði fállegri tón en flestir
aðrir, vibrató, fraseringar og bogatækni.
Allt var þetta frábært og túlkunin gegn-
ummúsíkölsk. Tertis vissi snemrna, eins
og aðrir miklir listamenn, að erfiðast af
öllu er að flytja lítið einfalt lag vel,
miklu erfiðara en að hamast og setja ný
hávaða-, hraða- og glæsibragsmet. Lífið
sjálft vair honum mikill og góður skóli,
sem hann kunni snemma að notfæra sér.
Lionel Tertis
Af gömlum blöðum
Valt er veraldargengið
0g svo fór ég sumarið 1908 að
vinna við verzlun pabba, sem var nú
miklu stærri og umfangsmeiri. Pabbi
hafði byggt mjög stórt og vandað timb-
urhús á steyptum kjallara fyrir sunnan
ána, vörugeymslu í kjallara, búðarhæð
með stórum rúðum, og íbúðarihæð. Þakið
var með skúrlagi, nokkuð bratt, fyrsta
húsið með því lagi, sem ég sá. Húsið
var þá það gerðarlegasta á Hvamms-
tanga enda kostaði það um sjö þúsund
krónur. Þetta var of mikil fjárfesting,
og ólíkt hagkvæmara hefði verið hjá
pabba að taka tilboði Riis kaupmanns,
sem bauð pabba allar eignir sínar á
Hvammstanga, vörur og hús, með góðu
verði og góðum kjörum. En pabbi var of
stórhuga, vildi sigra í spilinu. Þó voru
þeir góðir vinir og Riis mikill kaup-
maður, sem pabbi virti alltaf fyrir
mannkosti.
Um vorið var afarmikið að gera, búð-
in var full af vörum, álnavöru, tilbún-
um fatnaði, búsáhöldum og öðrum ný-
tízkuvörum, sem fólkið sóttist eftir.
Pabbi lánaði hverjum sem hafa vildi,
og ef „lokað“ var skuldareikningi hjá
Riis tók pabbi þeim opnum öranum. Um
eina helgina man ég að var uppboð á
Hvammstanga, mannfjöldi og mikill
drykkjuskapur. Þetta var á laugardegi
og fjöldi manna vildi komast í búð, svo
ég opnaði og afgreiddi fyrir um tvö
þúsund á skömmum tíma. Það var mikil
verzlun, ég skrifaði en fólkið afgreiddi
sig sjálft. Þar var enginn ófrómur.
Einn stórbóndi, sem líka var hrepp-
stjóri, var mikið drukkinn. Hann tapaði
peningabuddunni sinni með mikið á
annað hundrað krónum, saknaði hennar
morguninn eftir. Smiður að sunnan
hafði einnig verið drukkinn og látið
illa, það var álitið að hann hefði stolið
buddunni og var kært til sýslumanns,
er var uppboðshaldarinn. Morguninn
eítir fór ég snemma niður i búðina og
ranglaði inn í kompu á bak við hana.
Það var eins og mér væri vísað á budd-
una, sem lá þar á syllu. Ég fór strax til
pabba og afhenti honum budduna, en
hann var þá að tala við sýslumanninn
um málið. Bóndinn hafði skilið budduna
eftir á syllunni. Mér þótti vænt um að
þetta upplýstist, því þótt Sunnlending-
urinn væri óreglusamur var hann bezti
drengur.
Stefán Sveinsson var skrifari pabba
og ráðgjafi um verzlunina. Hann skrif-
aði settlega og fagra ritlhönd, sem ég
reyndi að líkja eftir. Síðan hefi ég
skrifað sæmilega, enda fékk ég hrós í
skólanum veturinn eftir.
Brúin á Hvammsánni hafði verið tveir
plánkar lagðir samhliða. Nú var fram-
farahugur um nýja brú og studdi pabbi
það af alihug. Þess minntist Björn
Blöndal læknir síðar, er öðrum voru
þakkaðar framkvæmdir.
H
. úsum hafði fjölgað mjög á
Hvammstanga. Anna „vert“ og Svein-
björn Jónsson bróðir hennar byggðu
stórt gistihús, þar sem þau seldu mat
og kaffi, og auðvitað gáfu þau snafs
með kaffinu. Veitingahúsið var mjög
fjölsótt í kauptíðum vor og haust, stund-
um biðröð til að kaupa kaffi. Eysteinn
í Hrísum kom þar einu sinni, er biðröð
var út á tröppur. Hann var bráðlátur
áhugamaður, ýtti sér áfram þar til hann
kom í opnar dyrnar og hrópaði:
„Hundrað bolla kaffi og brennivín“.
Framhald á bls. 10
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
12. marz 19<67