Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1967, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1967, Blaðsíða 3
Allar. Ég man, ég leit á þig og spurðL Þú vissir allt. Geislavirkni. Lítill hundur sem deyr. Þú glottir. Ég man, sem hefði það gerzt í gær. Glott. Bros. Eitt sinn var þitt bros min stærsta gleði. Ég veit ekki lengur, hvort það er gleði í dag. Það var ég, sem dó í gær. Ég er sú, sem aldrei eignast annan dag en þann, sem er liðinn. Daginn í gær. Þú sagðir mér á leiðinni norður, vinur, hvernig sulturinn ræki mennina áfrarru Hungur og þörf fyrir meira en það, sem þeim er gefið. Sagðir mér hvernig mennirnir verða grimmir. Ég þekkti ekki þann heim. Heim karlmannanna. Ég var aðeins kona. Oprengjan var fallin. Hvar var hveitið? Kaffið? Sykurinn? Olían? Inn- flutningsvörurnar? Við áttum ekki sprengjuna ein. Sprengjan jók sitt kyn. Hún eignaðist afkvæmi, Margfaldaðist. Varð stór og mikil. Sprengjan eyddi og brenndi. Menn- ingin hvarf. Mannkynið allt. Ég varð eftir. Til að deyja í' gær. Það verða víst ekki aðeins dýrin, sem hungrið gleypir. Hundar, kettir, já, rottur taka við þegar kýr og kindur þrýtur. Hvernig voru ekki sögurnar um skip- fcrotsmennina, sem enga fæðu fengu? Snæddu þeir ekki sína nánustu? VinL ættingja. Ailt til að lifa sjálfir. Mig hryllti við, vinur. Ég man það, Eq dó í qær Eftir Ingibjörgu Jónsdóttur IVIanstu, þegar við ókum veginn norður? Ég man, sem hefði það gerzt í gær. Manstu kyrrðina úti? Stilluna á fjörð- um landsins? Lyngið rauðgullið um haust? Laufin sem féllu til jarðar og hurfu? Ég man, sem hefði það gerzt í gær. Ég dó í gær. Manstu, vinur, hvað við ræddum á leiðinni norður? Á leiðinni til lífs og fjörs? Á heimleið frá ógn og dauða? Manstu það, vinur? Ég spurði, hvort þú héldir að morgun- dagurinn yrði betri en dagurinn í gær. Kannski gærdagurinn sé það versta, eem fyrir mig gat komið. Kannski hann verði það alltaf. Það var í gær, sem sprengja féll. Það var í gær, sem minn heimur hrundi í rúst. Þá var ég eitthvað. í gær var ég kona. í dag er ég sál. Sál er ekkert. Hugur sem hverfur. Hugur sem verður að engu. í gær var ég lí,f. Ég var kona. Ég gat, ég var, ég átti, ég mátti. í dag er ég ekkert. í dag má ég ekkert. í dag get ég ekkert. í dag á ég ekkert. Ég er engin. Ég er einskismannsdóttir. Ég hef aldrei verið neitt. Ég er tómið eitt. Hví þrái ég þá? Hví vona ég? Vonir sem ég ekki þekki. Þrár sem ekki eru lengur fyrir hendi. Ég, sem dó í gær. Mig langar jafnvel ekki til að géra eða vera. Og þó. Mig langar til eins. Aðeins eins. Mig langar að þú munir mig, vinur, eins og ég var. Daginn sem við ókum veginn norður. Daginn eftir sprengjuna. Daginn eftir að minn heimur hrundi í rúst. Daginn eftir að jörðin logaði und- ir fótum mér. Eftir að húðin undir iljum mínum brann og varð kjöt. Blóðug og opin. Eins og ég. Stundum er auðvelt að strá salti í sár. Daginn eftir hrunið ótkum við veginn norður, vinur. Það var stilla í lofti. Logn á fjörðum. Haustlitur á kjarri og lyngi. Við vor- um saman. Tvö ein. Þú og ég. Þú varst sá, sem ég þráði, er heimur minn hrundi í rúst. Þú stóðst við hlið mér meðan konan teygði brjóst sín til himins og bað um barnið, sem eitt sinn saug þau. Um barnið, sem nú lá undir rústum þess heims, sem var. Áður en sprengjan féll. Við skildum að baki myrkur, ógn og dauða. Við áttum fyrir höndum líf. Þetta líf, sem boðaði dauða. Seindrep- andi, geislavirkan dauða. Ég var hrædd þá. Ég er hrædd enn. Samt dó ég í gær. M iTJIanstu, vinur, hundinn sem hljóp og gelti að bílnum á leiðinni norður? Þú brostir, þegar hann gelti. Þú spurðir. Spurðir hvort ég áliti, að hann lifði lengi. Hvort hann ætti þann morgun, sem ég missti. Hann var hundur. Ég veit ekki, hvort hann mundi. Ég veit ekki, hvort hann hugsaði eins og ég. Um daginn á morgun, um daginn í gær. Ég veit ég man okkar stundir saman. sem hefði það gerzt í gær. Ég var kona þá, ekki sál eins og nú. Ég skildi ekki og vissi, að sjálfsbjarg- arhvötin rekur mennina áfram. Ég var kona. Ég elskaði mann. Ekki mig. Ég vildi ekki vita — ég vildi ekki skilja. Ég þekkti aðeins minn ótta. Mína skelfingu. Minn viðbjóð. , Ég kveinaði og fullvissaði þig um að það væri rangt sem þú sagðir. Þú glottir. Þú þekktir þennan heim karlmann- anna betur en ég. Ég var kona. Samt beið ég og vonaði. Við ókum veginn norður. Við ókum inn í framtíð- ina. Ég vissi ekki, að fyrir norðan höfðu allir nóg með sig. Þar var hungur og vesöld líka. Ég vissi ekki, að það var sjálfsagt að hjálpa henni Siggu eða Gunnu eða Magga eða Sigga. Þau áttu öll ættingja fyrir norðan. Ég var aðeins kona. Minn heimur var hruninn í rúst. Minn heimur, sem um- vafði mig líkt og móðurkviður barn. Nærði mig sem fylgja. Huggaði mig, vaggaði mér. Heimur sem var nærgætinn og stórfenglegur, lítill hringur, mikill. Minn heimur hrundi í rúst. Sprengjan felldi hann. Vinur, svaraðu mér meðan ég má tala. Segðu mér, hvort heimurinn gat ekki eytt auði sínum til að ala hina hungruðu í stað þess að framleiða stærri og sterkari sprengjur til að leggja þá minni og veikari í rúst. Svaraðu mér, vinur. Er ekki fæða meira en sprengja? Eða var þetta auðveldasta leiðin til að losna við of marga munna? Nei, ég er ekki aðeins að hugsa um Framhald á blaðsíðu 13. HIÐ GLEYMDA ORÐ EFTIR ÖGMUND HELGASON Allt til dauða ósk mín er betri heimur, en enginn hlustar á kærleikans dýpstu rök sem gefa öllum íyriiheit um frelsi, frið og réttlæti á okkar jörð. Oft vildi ég hrópa vængjuðum orðum, svo veröldin heyrði þyt minna fjarlægu drauma, en röddin finnur ei hljómgrunn í eyrum ykkar, mín eilífa hugsjón svívirt með þjáðra blóði. Það svíður mest, hve svíkja drottins þjónar, er sannleikans vegi hétu að ganga fremst, og múgurinn snauði, sem heitust var baráttan háð, hyllir sinn kúgara en öskrar mér glæpadóm. Um miskunn bið ég ekki, aðeins skilning, eð allir reyni að fylgja boðskap mínum, iifa í sátt við Mfsins helgu gjafir, launa hverjum gott — sigra það illa. 12. marz 1967 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.