Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1967, Side 4

Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1967, Side 4
ÁRNI ÓLA: Fyrsta Danska Vísindafélagið var stofnað 1742 og varð íhelzta viðfangaefni þess bráðlega rannsókn á náttúrufari þeirra lianda, sem Danakonungur réð yfir. Á árunum 1744—1749 lét það safna sýslulýs- ingum á íslandi og mun þá hafa fundizt að þar væri ærin rannsókn- arefni. Mun þetta hafa orðið til þess, að Niels Horrebow prófessor var sendur hingað til að gera hér stjarnfræðilegar mælingar, veður- athuganir, og kynna sér hag lands og þjóðar. Kom hann hingað til ís- lands 1749. „Var hann vitur maður og ritaði um landið og þess háttu“, segir Espólin. 1). Virðist svo sem hann hafi fengið tröllatrú á land og þjóð, en jafnframt hafi honum þó blöskrað hversu aillt var 'hér í niðurníðslu. Espólin getur þess, að um miðja öld- ina hafi íslendingar alls verið 50.700 og befði þá fyrst náð sér eftir þá mann- íækkun, sem varð hér í Stórulbólu 1707. Þetta var þó ekki nerna tæpur helming- ur þess fólks, sem nú á heima í Reykja- vík og Guliba-ingusýslu. Árferði hafði verið hart í landi, fjárfellir flest vor og manndauði af hungri mörg árin, og enda þótt fólki hefði fjölgað, var áistandið í landinu ömurlegt. Horrebow settist að á Bessastöðum hjá Pingel amtmanni. Húsakynnum þarna lýsir hann svo: „Húsin á Bessa- slöðum eru úr bindingsverki og allhá, því að í stofunum eru 4% alin undir loft. Þau eru klædd utan með borðum til hlýinda. Nokkrir reitir eru þó ekki klæddir þannig, og sést þar í múrinn. Þótt þetta væri gegnt suðvestri, sem er mesta regn- og vindáttin, héldu sam- skeytin milli múrsteinanna sér vel, þótt ekki hefði verið fyllt þar upp í um lang- an tíma. Þar stendur enn gamalt tveggja hæða hús, sem amtmaðurinn bjó fyrrum í, og hefir hann enn skrifstofu sína á efri hæðinni. Hús þetta er að nokkru leyti byggi úr timburstokkum á norska vísu. Það er orðið allgamalt, eða síðan laust eftir 1680. Það er nú orðið mjög hrörlegt og verður rifið, ef það tekur ekki af mönnum ómakið og fellur sjálft“. Hann getur þess, að hann hafi fengið lánuð mælingatæki hjá stjörautuminum í Kaupmannahöfn. En ekki hefir hann komið þeim fyrir í þeiim húsakynnum, sem voru á Bessastöðum, því að hann segist hafa orðið að hyggja sérstakt hús til þess að koma þeim fyrdr. Annars herma heimildir að hann muni hafa ver- ið fremur illa búinn að mælitækjum. En gkýrsla sú, er hann sendi Vísindafélag- Inu 1750, þótti svo vel gerð, að ákveðið var að hann skyldi enn vera á íslandi þrjú ár til viðbótar og kjör hans bætt. Sú fyrirætlun stóð þó ekki lengi og var hann kvaddur heim til Danmerkur 1751, því að þá hafði konungur falið þeim Eggert Ólafssyni og Bjarna Pálssyni að 1) Bók hians, „Frásagnir um ísland“, kom fyrst út á íslenzku í haust sem leið, þýdd af Steindóri Steindórssyni frá Hlöðum. vísindastofnun á íslandi ferðast um ísland og gera þær rannsókn- ir á landinu, sem Horrebow höfðu verið ætlaðar. Kom þá enginn í hans stað til þess að annast stjarnmœlingar og veður- athuganir, og lá þetta niðri um næstu 20 ár. íJ andsnefndin fyrri var skipuð 1770 f henni voru Ándreas Holt frá Noregi, Þorkell Fjeldsted lögmaður í Færeyjum og Thomas Windekilde fyrrum kaupmaður á íslandi. Var nefndarmönn- um boðið að fara til íslands og dveljast þar eitt ár. Áttu þeir ekki aðeins að kynna sér hag lands og þjóðar, heldur einnig að gera tillögur um hvaðeina, sem orðið gæti landinu til viðreisnar og framfara. Ritari nefndarinnar vair skip- aður Eyjólfur Jahnsonius, og var hon- um jafnframt falið að gera stjörnu- íræðilcgair athuganiir. Eyjólfur var sonur Jóns bónda Vigfús- sonar á Háafelli í Hvitársíðu. Hann út- skrifaðist úr Skálholtsskóla 1757 og taldi Finnur biskup hann frábæran gáfu- maiin, en Magnús Gíslason amtmaður sagði að hann hefði verið mikill hug- vitsmaður. Þess vegna mun það vera, að hann var gerður að umsjónarmanni rneð smiði steinhúsanna á Bessastöðum og að Nesi við Seltjörn 1760-1762. Eftir það sigldi hann til háskólans í Kaup- mannahöfn og lauk þar embættisprófi í guðfræði í desember 1766. Skömmu síðair gerðist hann starfsmaður við stjörnuturninn í Kaupmannahöfn. Nú var hann gerður að skrifara lands- nefndar og var til þess ætlazt að hann tæki jafnframt upp stjömumælingar þar sem Horrebow hafði frá horfið, enda þótt það gæti illa farið saman við það, að hann varð að ferðast um landið með r.efndinni. En nú var tilætlanin að koma á fót fastri rannsóknarstofnun á Staðar- stað á Ölduhrygg. Þótti sá staður mjög ákjósanlegur og var ákveðið að þar skyldi reistur stjörnuturn. Jafnframt var Eyjólfi þá veitt vonarbréf fyrir þvi prestakalli, er það losnaði. Þó skyldi hann hefja þar rannsóknir eins fljótt og við yrði komið, en djákni sá, sem skylt var að halda á staðnum, skyldi vera að- stoðarmaður hans og nema af honum stjörnufræði. Eyjólfur varð hér eftir þegar nefndar- mennirnir fóru. Mun hann hafa fengizt eitthvað við stjörnurannsóknir næsta ár. Hinn 21. maí 1772 var hann svo skipað- ur stjörnumeistari á fslandi, og var þá tekið firam, að ef hann skorti tæki eða bækur, skyldi hann snúa sér til Vísinda- félagsins eða stjörnuprófessorsins við háskólann. S kip komu mjög seint til fslands suimarið 1772, og olli það því, að ekkert varð úr framkvæmdum með stjörnuturn- inn á Staðarstað. Var þá farið að tala um, að réttast væri og heppilegast í alla staði, að þessi stjörnustöð skyldi vera á Bessa- stöðum, og féllst konungur á það 1773. Var þá í ráði að hún yrði sett í turninn á kirkjunni, sem þá var verið að reisa. En svo kom upp, að fé það, sem ætlað var til kirkj ubyggingarinnar, miundi ekki brökkva, ef að því ráði væri horf- ið. Drógust því famkvæmdir enn um heilt ár, en 1774 veitti konungur leyfi til þess að stjörriustöðin yrði á kóngs- jörðinni Lambhúsum, sem var rétt hjá Bessastöðum. Var þá svo fyriir skipað, að ábúanda á jörðinni skyldi fengið ann- að jarðnæði, en stjörnumeistaranum fenginr. þar ókeypis bústaður. Jafnframt var þá vonarbréf hans fyrir Staðarstað tekið aftur. Sagt er, að með aðstoð amtmanns hafi stjörnumeistarinn getað framkvæmt all- ar rannsóknir sínar á Bessastöðum, með- an beðið var endanlegra úrslita í málinu. Sennilega hefir hann þá notazt við kofa þann, sem Horrebow hafði látið reisa yfir mælingatækin fyrir rúmum 20 ár- um. En nú var amtmanni falið að hefja þegar byggingu stjöirnuturns og greiða stofnkostnaðinn og síðan árlegan kostn- að við rekstur stöðvarinnar. En Eyjólfur naut þess aldrei. Hann hafði lengi verið heilsuveill og hann andaðist á Arnarhóli í Reykj avík 21. júlí 1776, og var þá nýbyrjað á því að korna upp stjörnuturninum hjá Lamb- húsum. egar Eyjólfur var fallinn frá var enginn til að taka við stjörnumeistara- starfi hans. Leið svo fram til 1779, en þá var norskur stúdent, Rasmus Lievog að nafni, ráðinn til starfans og kom hann hingað þá um vorið. Segir Olavius að hann hafi þá „um alllangt skeið notið kennslu hins ágæta lærdómismanns, Bugge prófessors. Hafði hann með sér ný og aukin rannsóknatæki og önnur hjálpargögn. Skal stjörnumeistari senda Vísindafélaginu árlega fullkomið afrit af rannsóknarbófcum sínum“. Honum var fengin jörðin Lambhús til ábúðar. Var byrjað á því að reisa þar bústað handa honum og síðan stjörnu- turn, ef svo stórt orð má nota um það mannvirki, því að athugunarstöðin var fremur ófullkomin og lítt búin rann- sóknartækjum — að sögn. En Kansellii, sem hafði með þetta mál að gera, vildi gera góðan hlut stjörnu- meistarans, og fól því stiftamtmanni að láta gera nauðsynlegar jarðabætur á Lambhúsum, „svo sem að þurka upp mýri, sem jörðinni fylgir, og láta gera þar nauðsynlegar girðingar“. í bernskuminningum sínum frá Bessa- stöðum segir Benedikt Gröndal: „Lamb- húsatún er ekkert annað en partur af Bessastaðatúni. Lambhús var eitt hús með torfveggjum og torfþaki, en timbur- gafli, og svo einhver smáhýsi að auk; það hús hefir líklega verið byggt um 1779, þegar Rasmius Lievog settist þar að sem stjörnumeistari, enda var það ærið ellilegt að sjá, en stofurnar samt ekki litlar“. í Sögu íslendinga VII segir, að lítið orð hafi farið af afrekum Lievogs meðan hann var á Lamíhhúsum. Þó mega R-eyk- víkingar minnast þess, að hann gerði tvo góða uppdrætti af bænum. Fyrri uppdráttinn gerði hann 1787, er bærinn hafði fengið kaupstaðaréttindi, og eftir mælingum hans var verzlunarlóðin þá ákvörðuð. Seinni uppdráttinn gerði hann 1792, þegar nauðsyn þótti að stækka kaupstaðarlóðina, og var þá bætt við hana landi Stöðlakots og mestum hlut af landi Skálholtskots. Geta má þess og, að í Handritasafni Landsbókasafnsins eru tvö bindi með veðurathugunum Lievogs á Bessastöðum, „Astronomiske og meteorologiske Obser- vationer fra Island 1779-1793“. Eru bækur þessar komnar frá Jóni Sigurðs- syni forseta, en hann keypti þæir eftir Lievog. Um aldamótin 1800 voru sendir hingað tveir norskir liðsfloringjar til landmæl- inga og 1803 voru þeir orðnir þirír. Var ætlazt til þess af þeim að þeir gerðu stjarnfræðilegar athuganir. Foringi þeinra hét Ohlsen. Stakk hann nú upp á því við dönsku stjórnina, að stjörnu- stöðin í Lambhúsum væri flutt til Eeykjavíkur og jafnframt yrði Lievog gerður að kennara við Hólavallarskóla. Lagði hann til, að hér yrði reist svo stórt hús, að það nægði eigi aðeins fyrir stjörnustöðina, héldur gæti landmælinga* mennirnir einnig haft þar bækistöð sína. Stjórninni mun hafa blöskrað sá kostn aður, sem yrði af því að reisa svo stórt hús. En hún féllst þó á að láta reisa lítið hús á Hólavelli handa landmælinga- mönnumxm, svo að þeir gæti geymt þar áhöld sín, og þá mætti líka athuga þar stjörnur á vetrum. S vo var farið að reisa þetta húa 1803. Voru veggir þess úr samanbarinni mold, og unnu fangar í Hegningarhúsinu aðallega að þessu. Voru í húsinu tvö herbergi, annað ætlað til geymslu á- halda mælingamannanna, en í hinu voru múrstallar undir stjörnuskoðunartækin. Þótt húsið væri ekki stórt, var smíði þess eigi lokið fyrr en 1805. Kostaði það 415 rdl. 13 sk. og þótti hin furðulegasta bygging. Ekkert varð útr því, að Lievog flyttist til Reykjavíkur og gerðist kennari við Hólavallarskóla. Hann fór alfarinn af landi burt 1805. Sama árið var skólinn fluttur frá Hólavelli suður að Bessastöð- um, og fékk Steingrímur Jónsson lektor (síðar biskup) húsið hans Lievogs á Lambastöðum að búa í. Ekki fara nein- ar sögur af stjörnustöðinni þar, en ef til vill hefir hún veirið einn af moldar- kofum þeim, sem Gröndal minnist á. Stjörnuturninn (Observatorium) I Raykj avík, sem ekki var annað en léleg- ur moldarkofi, kom aldrei að neinu gagni. Á sumrin var þar mikill slagi og á vetirum hélaði kofann innan, svo að þar var aldrei hægt að geyma nein mæli- tæki og var kofinn til einkis notandL Tólf árum eftir að hann var reistur, var hann seldur Einari Jónssyni boirgara. Lét Einar þá rífa kofann og jafna yfir rústirnar. Þar hvarf til fulls fyrsta vís- indaistofnun íslands. En þar sem þessi stofnun hafði staðið, lét Knutzon reisa vindmyllu árið 1830. Síðar eignaðist hana Jóhannes Fálsson í Hólakoti og rak þar malaraiðn til ævi- loka. En nálægt 1880 mun mylnan hafa verið rifin. Á Hólavelli, sem var einhver fegursti staður í Reykjavík á þeim árum, lét danska stjórnin reisa tvær opinberar byggingar, sem báðar urðu frægar að endemum. Hin fyrri var Hólavallarskóli, eini skólinn á landinu þá, en hann var rifinn 1807. Hin seinni var „stjörnuturn- inn“ og stóð hann nokkru norðar á hóli, sem var hæsti blettur vallarins. Sá hóll er nú horfinn og liggur Garðastræti þar yfir. (Heimildir: Annálar, Árbækur Espólíns, Þorvaldur^ Thoroddsen: Landfræðisaga, Saga Íslendinga VII, Olavius: Ferðabók, Horrebow: Frá- sagnir um ísland (og formáli St. St.), Páll Eggert ólason: íslenzkar æviskrár, Benedikt Gröndal: Dægra- dvöl, Jón biskup Helgason: Reykja- vik 1786-1936, Handritaskrá Lands- bókasafns). 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 12. marz 1967

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.