Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1967, Blaðsíða 13
HAGALAGÐAR
Aðalstræti og Suðurgata
Eiríkur próf. Briem hefir gefið
skemmtilega skýringu á því, hvers
vegna Aðalstræti og Suðurgata stand-
ast ekki á. Bærinn í Vík stóð syðst
í Aðalstræti vestan til við götuna. Af
hlaðinu, frá bæjardyrunum, lá bein
gata niður að sjónum, niður í Gróf-
ina, sjávargatan, sem varð Aðal-
stræti. En frá eldhússdyrunum, sem
voru að húsabaki, lá stígur suður að
brunninum, Brunnhúsalindinni. Sá
stígur varð seinna Suðurgata. Vegna
þessa standast þessar götur ekki á.
(Árb. fornl. fél. 1914).
Þingniaður Bolvíkinga.
Gísli Hjáilmarsson hét karl vestan
af landi, sem ímyndaði sér, að hann
væri þingmaður og var ávallt á
höttum kringum þinghúsið til að
reyna að komast í þingsalinn, fékk
því nafnið „þingmaður Bolvíkinga".
Þegar hann var látinn skrifaði Jón
Trausti um hann eftirmæli í Óðin
1915. Þar segir svo:
Oft er látið fjúka í kviðlingum á
þingi, því að margir eru þar saman
komnir hagmæltir. Ekki þykir mikið
um þann þingmann vert, sem aldrei
fær þingstöku. Þingmaður Bolvík-
inga fékk eina.
Það var á þinginu 1912. Þá var
búið að „sparka“ Birni heitnum
Jónssyni úr ráðherrastöðu, en eng-
inn tök á að koma sér saman um
eftirmann hans. Þá var þetta kveðið:
Fyrst nú allt er farið í tvennt
og flokkar um völdin þinga,
því er kóngi þá ei bent
á þingmann Bolvíkinga?
SMÁSAGAN
Framhald af bls. 3
matinn. Ég veit naumast sjálf, um hvað
ég hugsa lengur. Mín hugsun er að fjara
út.
Ég held, ég hugsi kannski um vél.
Ekki sprengjuvél. Ég veit varla hvers-
konar vél. Hún eyðileggur ekki. Ekki
mín vél.
Gátu mennirnir ekki búið til vél, sem
sýndi hugsanir annarra? Vél jafnvel,
sem sýndi tilfinninigar.
Ég veit, vinur. Ég hugsa óskýrt í dag.
Vertu ekki óþolinmóður. Ég verð að
segja þér það núna. Ég fæ aldrei annað
tækifæri. Mundu, vinur, ég dó í gær.
E g var að hugsa um vél, sem sýndi
syninum grát móður hans, þegar hann
hverfur í stríðið. Eiginmanninum sorg
eiginkonunnar. Sorg barnanna sem missa
föður sinn.
Yrði sprengja þá til?
Nei, farðu ekki, vinur. Þú skilur mig
ekki. Þú ert karlmaður. Taktu tillit til
mín. Við ókum saman veginn norður.
Ég er sál.
Ég var að hugsa um, hvort ekki hefði
verið unnt að smíða í stað sprengjunnar
vél, sem sýndi hvíta manninum, hvernig
hugsanir gula mannsins eru. Vél sem
léti rauða manninn finna ilminn af villi-
bráð þess svarta. Sem sýndi okkur að
tilfinningar eru alltaf þær sömu. Að við
erum allir jafnir. Allir menn.
Enginn er meiri en annar þegar
sprengjan fellur. Það veit ég. Ég átti
aðeins við vél, sem hefði sýnt okkur það
fyrr. Fyrir eyðilegginguna.
Heldurðu þeir hefðu smíðað sprengj-
una þá? Hefði minn heimur nokkru
sinni hrunið í rúst?
Ég veit. Ég skil.
Ég er ekikert. Má ekkert. .Get ekkert.
A ekkert. í dag.
Manstu, vinur, þegar við ókum veg-
Inn norður? Þá var ég þín kona. Ég vona
ég hafi gefið þér eitthvað. Það var ég
eem dó í gær.
SVIPMYND
Framhald af blaðsíðu 2.
sem þá var fræg um allar Filippseyjar.
En Imelda Marcos, sem er þrettán árum
yngri en maður hennar, var fræg feg-
urðardís og söngkona áður en hún giftist.
egar menn velta því fyrir sér,
hve mikla möguleika Marcos hafi til að
umbreyta stjórnarháttum á Filippseyj-
um, er oft vikið að almennu stjórnmála-
ástandi landsins. Forseti Filippseyinga á
ekki sammerkt forsetum annarra landa
í því, að leita stuðnings flokks síns, þeg-
ar mikið liggur við. Stjórnmálaflokk-
arnir tveir, sem mest kveður að á Fil-
ippseyjum, eru alls ólíklegir til að
standa að nokkrum umibótum með for-
setanum. Þeir bera meiri svip af miðl-
arastofnunum, sem úthluta embættum
og bitlingum. Skoðanaágreiningur mót-
ast einkum af því, hver fer með völdin
hverju sinni og stjórnmálamenn á Fil-
ippseyjum skipta um flokk á svipaðan
hátt og rithöfundar skipta um útgefend-
ur; þ.e.a.s. ef þeir sjá möguleika á því
að hagnast á skiptunum.
E nginn er betur heima í þessum
leik stjórnmálanna en Ferdinand Marc-
os. Arið 1964 var hann bæði forseti
þingsins og formaður Frjálslynda flokks-
ins. Þáverandi forseti, Diosdado Maca-
pagal, var einnig meðlimur Frjálslynda
flokksins. Honum var ljóst, að Marcos
gat verið keppinautur hans um forseta-
tignina, en þó virtist honum ekki standa
verulegur stuggur af því. Marco gerði
sér hins vegar ljóst, að Macapagal átti
það tryggt, að vera boðinn fram af hálfu
Frjálslynda flokksins við forsetakosn-
ingarnar 1965. Hann sneri þá skyndilega
við blaðinu og gekk í flokk Nacional-
ista, nógu snemma til að hljóta útnefn-
ingu þeirra til forsetaframboðs. í for-
setakosningunum sigraði hann svo fyrr-
verandi flokksbróður sinn.
GEÐKLOFI
Framhald af bls. 1.
3. Paranoía. Hér gætir mest hvers
kyns ranghugmynda, beizkju, tortryggni
og ofsóknarótta.
4. Simplex. Þessi sjúkdómsmynd ein-
kennist af áhugaleysi fyrir umhverfinu,
óframfærni og leyndum mikilmennsku-
hugmyndum.
Vísindamaðurinn dr. Robert S. de
Ropp hefur lýst alvarlegum tilfellum af
geðklofa. 28 ára kataton-kona hefur
dvalið á sjúkrahúsi í 8 ár. Hún liggur
hreyfingarlaus á trébekk úti í horni.
Hnén eru dregin upp undir höku og
handleggirnir klemmdir utan um fót-
leggina. Hún er lítið meira en skinnið
og beinin. Hún er að mestu alveg hreyf-
ingarlaus, hreyfir sig jafnvel ekki í sam-
bandi við líkamlegar nauðþurftir. Sé
handleggur hennar hreyfður helzt hann
í þeim stellingum, sem hann er settur L
Hjúkrunarfólkið er nánast farið að líta
á hana eins og hvern annan lífvana hlut.
Maður hennar hefur skilið við hana og
gift sig aftur. Börnin muna ekki lengur
eftir henni. Hún veiktist um tví'tugt og
gæti eins vel lifað til sextugs. í öll þessi
fjörutíu ár verður að annast hana eins
og lifandi lík, sem neitað er um þá náð
að deyja.
Annar sjúklingur, paranoid-karlmaður
28 ára gamall, er mjög framtakssamur,
en athafnir hans eru ekki í neinum
tengslum við raunveruleikann. Það sem
hann sér, heyrir eða snertir, jafnvel
maturinn, sem hann borðar, er allt gætt
einhverju drungalegu mikilvægi. Augna-
tillit eða tilviljunarkenndar hreyfingar
annarra á hann til að skynja sem ógnun.
Hann neitar að jafnaði fæðu og þegar
hann er mataður berst hann um og
öskrar. Einnig hann getur átt eftir að
lifa í fjörutíu ár í sínum eigin hugar-
heimi, byrði á þeim sem um hann hugsa.
En sjúkdómurinn er ekki alltaf á jafn-
háu stigi og hér hefur verið lýst. Sjúk-
dómseinkennin geta verið miklu óljós-
ari. Talið er, að Abraham Lincoln hafi
þjáðst af geðklofa í æsku. Kierkegaard,
August Comte, Rousseau og margir aðr-
ir kunnir listamenn, rithöfundar, heim-
spekingar og vísindamenn þjáðust um
tíma af þessum sjúkdómi.
Langlíf kenning, sem áður hefur verið
nefnd, heldur því fram, að orsaka geð-
klofa sé að leita í samskiptum ein-
staklings og umhverfis, og að upphafið
sé e.t.-v. að finna í ófullnægjandi tengsl-
um móður og barns, sem leiði til að
barnið þroskist ekki eðlilega. Persónu-
leikaágallar þannig til komnir geti síðan
leitt til geðklofa, þegar erfiðleikar lífsins
steðja að síðar.
]Nýlegar rannsóknir á skyntruiflun-
um hafa orðið til þess, að vísindamenn
hafa látið sér detta í hug aðra skýringu
á framkomu geðklofaeinkenna. Manns-
líkaminn virðist hafa þörf fyrir áveðið
magn skynáhrifa. Dragi úr skyná'hrifum,
eins og t. d. í svefni, birtast draumar,
og draumar virðast skipta máli fyrir
líkamlega velliðan okkar. í tilraunaskyni
hafa sjálfboðaliðar verið sviptir skyn-
áhrifum eins og hægt hefur verið. Þeir
háfa verið settir í þar til gerð einangr-
unarherbergi, hendurnar einangraðar,
bundið fyrir augu og hljóð útilokuð.
Einstaklingar þannig með'höndlaðir hafa,
jafnvel eftir stutta stund, greint frá of-
skynjunum, og annarra sjúklegra ein-
kenna hefur orðið vart.
Vísindamenn hafa því látið sér detta
í hug, að geðklofi geti hafizt með því
að mikill kvíði útiloki móttækileikann
fyrir utanaðkomandi áhrif og leiði þann-
xg til ofskynjana og myndunar hvers
kyns ranghugmynda.
í seinni tíð hafa sumir vísindamenn
leitað orsaka geðklofa á breiðari grund-
velli en í samskiptum móður og barns.
Þeir hafa litið á fjölskyldutengslin í
heild sinni. Þeir telja t. d. að faðirinn
gegni ekki minna hlutverki fyrir þróun
barnsins en móðirin. Því til sönnunar
benda þeir á þá staðreynd, að bata-
horfurnar hafa reynzt betri hjá þeim
sjúklingum, sem komu frá heimilum
þar sem faðirinn gegndi forustuhlut-
verki.
Enn aðrar rannsóknir gefa til kynna,
að sjúkdómurinn gangi í erfðir, og það
bendir til þess, að um líkamlegan veik-
leika sé að ræða. Grundvallarrannsóknir
á þessu sviði voru gerðar fyrir tuttugu
árum af dr. Franz J. Kallmann við
Kólumbía-háskólann. Dr. Kallmann bar
saman eineggja tvíbura og tókst að færa
sönnur á, að sé annar eineggja tvíbura
á sjúkrahúsi vegna geðklofa væru 85%
líkur fyrir því, að hinn tvíburinn þjáð-
ist af sjúkdóminum líka.
Árið 1964 skýrði dr. David Rosenthal
frá fyrsta þekkta tilfellinu af eineggja
fjórburum, sem allir þjáðust af geðklofa.
í þrjú ár voru fjórburarnir rannsakaðir
af sextíu geðlæknum og öðrum sérfræð-
ingum. Fjórburarnir voru rannsakaðir
bæði með tilliti til erfða og umhverfis.
Ýmislegt farnst, er benti til þess, að um
erfðir værx að ræða. Sama afbrigði í
heilalír.ur/ti fannst bæði hjá fjórburun-
um og föður þeirra, og tilfelli af geð-
veiki fundust í föðurætt. Uppeldi fjór-
buranna hafði hins vegar einnig verið
afbrigðilegt. Foreldrarnir voru óvenju
tortryggin og leyfðu ekki börnum sínum
að umgangast leikfélaga. Faðirinn var
mjög óreglusamur og var vondur við
börnin, þegar svo bar undir. Heildar-
niðurstaða þessarar ýtarlegu rannsóknar
var sú, að geðklofi væri til kominn við
ákveðið samspil erfða og umhverfis, eða
eins og dr. Rosenthal komst að orði: „í
fiestum tilfellum eru afbrigði í erfða-
stofnum forsenda sjúkdómsins, en hann
gerir tæpast vart við sig nema við bætist
óheppileg umhverfisáhrif".
Séu nú erfðir að verki, gætu þær vel
birzt í afbrigðilegum efnaskiptum. Sjálf-
ur Sigmund Freud gat þess á sínum
tíma, að orsaka geðsjúkdóma kynni að
vera að leita í efnaskiptum líkamans.
Alkunnugt er, að erfðagallar geta kom-
ið fram í efnaskiptum. Sem dæmi má
nefna Phenylketonuría eða PKU. Börn
með PKU voru áður dæmd til andlegs
vanþroska vegna þess að líkami þeirra
var, vegna erfðagalla, ófær um að fram-
leiða mel'tingarhvatann (enzymið) phen-
ylalanine, sem er að finna í mörgum
fæðuitegundum. óeðlilegt magn af phen-
ylalanine safnast því fyrir í líkamanum
með fyrrgreindum afleiðingum. Nú á
tímum er, með sérstökum rannsóknar-
aðferðum, hægt að koma auga á þennan
ágalla þegar í barnæsku og, með sér-
stöku mataræði, koma í veg fyrir, að af-
leiðinga hans gæti.
12. marz 1967
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13