Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1967, Side 14

Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1967, Side 14
#yrst var farið að leita afbrigða í efna- skiptum hjá geðklofasjúiklingum. Þá komu vísindamenn auga á, að safi unn- inn úr skjaldkirtli virtist Ihafa bætandi áhrif á suma sjúklinga. Mönnum datt því í hug, að sjúkdómurinn stæði i sam- bandi við starfsemi skjaldkirtilsins. Svo reyndist þó ekki vera við nánari at'hug- un. Aðrar rannsóknir urðu jafnárangurs- lausar. Árið 1943 tók „efnafræði geðveikinn- ar“ nýjan fjörkipp. Vísindamaðurinn dr. Albert Hofmann, sem starfaði hjá svissneska lyfjafyrirtækinu Sandez, kom af tilviljun auga á, að LSD, efnasam- band unnið úr sveppum sem vaxa á hveiti, framkallar ofskynjanir sem líkj- ast þeim er fram koma við geðklofa. Síðan hefur áhugi vísindamanna á efna- fræðilegum skýringum á sjúkdóminum farið ört vaxandi. Eitt af því, sem vakti furðu manna í sambandi við LSD, var hversu lítið magn, minna en einn 70 milljónasta af líkamsþyngd manns, þarf til að trufla skynjunina. í ljósi þess virtist nærtækt að gera ráð fyrir, að efni, sem koma fyrir í líkamanum í örsmáum skömmt- um, gætu einnig framkallað svipaðar truflanir, og þá jafnframt að þær rann- sóknaraðferðir, sem notaðar höfðu verið til þessa, væru hvergi nærri nógu ná- kvæmar. LSD varð til þess, að dr. D. W. Woolley við Rockefeller-háskólann setti fram hugmynd, sem nefnd hefur verið serot- onin-tilgátan. Serotonin er efnasamband, sem fyrst fannst í slimhúð þarmanna og reyndist hafa áhrif á slétta vöðva — vöðva sem ekki lúta stjórn viljans. Seinna komust menn að raun um, að að serotonin er einnig fyrir hendi í taugakerfi og heila, þar sem það gegnir að líkindum mikilvægu hlutverki í sam- bandi við taugaboð. í rannsóknarstofu sinni tók dr. Woolley sneið af sléttum vöðva og meðhöndlaði með LSD, en við það dróst vöðvinn saman. Væri vöðvinn hins vegar fyrst meðhöndlaður með ser- otonin, átti samdráttur sér ekki stað. Hugsanlegt var því, að hin furðulegu á- hrif LSD á atferli manna stöfuðu af því, að það væri andstætt eða í samkeppni við serotonin innan taugakerfisins. Væri þessu þannig farið, gæti geðklofi orsak- azt af efnaskiptatruflunum í líkamanum, sem hindruðu starfsemi serotonins. í sömu átt benda tilraunir, sem gefa til kynna að ýmis róandi og örvandi lyf, er áhrif hafa á hátterni manna, hafi samtímis einnig áhrif á serotonin líkam- ans. Umíangsmiklar rannsóknir standa nú yfir á þessu sviði. Venjulega hafa þessar efnarannsóknir snúizt um það að reyna að finna eitt- hvað óvenjulegt í blóði, þvagi eða mænuvökva geðklofasjúklinga. — Annað hvort óeðlilegt magn einihverra náttúr- legra efnasambanda eða þá eitthvað, sem ekki fyndist hjá heilbrigðu fólki. Reynt hefur verið að einangra slík efni og gefa þau síðan heilbrigðum einstaklingum til að ganga úr skugga um, hvort þau fram- kalli geðklofaeinkenni. Rannsóknir af þessu tagi hafa á síðast- liðnum tuttugu árum gefið margar fals- vonir. Það sem fundizt hefur á einni stofnun hefur ekki fengið staðfestingu annars staðar. í öðrum tilvikum hafa þau afbrigði sem fundizt bafa, t. d. í þvagi, átt rætur sínar að rekja til lélegs mataræðis sjúklinganna. TVokkur árangur hefur þó orðið af þessari rannsóknarviðleitni. Fyrir u. þ. b. tíu árum fundu dr. Hobert Heath og samstarfsmenn hans við Tulane-háskól- ann greinileg einkenni afbrigða í blóði geðklofasjúklinga. Meir en helmingur blóðsins er plasma, vökvi sem tflytur rauðu og hvítu blóðkornin. Plasmað inniheldur líka globulin, flókin efna- sambönd sem meðal annars stjórna storknun blóðsins. Eittfhvað var athuga- vert við globulin geðklofasjúklinga. Þeg- ar globulini sjúklinganna var sprautað í heilbrigða einstaklinga, sem höfðu gef- ið sig tfram til tilraunarinnar, varð vart tíma'bundinna geðklofaeinkenna hjá sjálfboðaliðunum. Hinu afbrigðilega inni- haldi globulinsins, sem ekki hatfði tekizt að einangra fyllilega, var gefið nafnið taraxein. Þessum niðurstöðum var tekið með nokkurri tortryggni sem enn einni fals- vory Þegar dr. Heath sýndi myndir af áhriíum taraxein á tilraunapersónur á þingi geðlækna lét einhver viðstaddra svo ummælt, að tilraunapersónurnar hlytu að hafa verið geðveikar fyrirfram. En 1962 skýrðu læknarnir Jacques Gottlieb og C'harles Frohman við Lafay- ette-sjúkraihúsið í Detroit frá því, að þeir hefðu eftir öðrum leiðum fundið efni í globulini geðklöfasjúklinga, hugsanlega hið sama og Heath ihafði uppgötvað. Rannsóknirnar í Detroi't bentu til þess, að þetta globulin-efni hefði áhrif á breytingu sykurs í orku. Ættu þessar breytnigar sér stað í frumum taugakerf- isins, var hægt að hugsa sér að það hefði áhrif á taugaboðin. Breytingar á taugaboðum gætu hins vegar verið orsök skyntruflana geðklofasjúklinga. Á sama itíma voru dr. Hudson Hoag- land og samstarfsmenn hans við Worc- Sjúkdómslýsing: Frægar myndir eftir Louis Wain, teiknara í London, sem þjáóist aí geðklofa. Myndirnar sýna and- lega hrörnun listamannsins. Kettirnir verða smátt og smátt ógreinilegri. ester-stofnunina einnig að rannsaka glob- ulin. Þeir kenndu rottum að iklifra upp kaðal til að ná fæðu. Síðan var sprautað í rotturnar globulini, bæði úr sjúklingum og heilbrigðum einstaklingum. Globulin- inngjöfin vintist í báðum tilfellum rugla rotturnar og lengja þann tíma, sem þær voru að kliífra upp kaðalinn, globulin- sjúklingana þó hálfu meir. Með fjölda flókinna tilrauna tókst starfshópnum við Worcester-stofnunina að leiða nokkur rök að því, að það globulin-efni sem hlut ætti að máli væri amin, eitt af mörgum sem kunnugt er að mikil áhrif hafa á starfsemi líikam- ans. Eitt þessara efna er adrenalín, hormón sem stendur í nánum tengslum við tilfinningalíf mainnsins. Um svipað leyti fundu aðrir vísinda- menn afbrigðilegt amin í þvagi geðklofa- sjúklinga, hið sama og myndar adrenalín. í Worcester kom í Ijós að þetta afbrigði- lega amin hatfði mjög svipuð áhrif á rottf- ur og globulin, sem áður er lýst. Síðan 1952 hafa læknarnir Abram Hoff- er og Humphrey Osmond í Sasikatchew- an í Kanada rannsakað sérstaklega hugs- anlegan þátt adrenalíns í myndun geð- klofa. Hinn kunni rithöfundur Aldous Huxley, sem nú er lálinn fyrir skömmu, lét þess getið eftir að hafa reynt meskalín (lyf sem unnið er úr mexíkönskum kaktusum og veldur of- skynjunum) að geðklofasjúklingar væru líkastir mönnum, sem væru undir stöð- ugum áhrifum meskalíns. Dr. Osmond hafði áður en hann fór tii Saskatchewan í Kanada árið 1951 gert tilraunir í London með meskalín, sem að efnafræðilegri uppbyggingu lík- ist adrenalíni. Dag einn, þegar Osmond var að lýsa áhrifum meskalíns á til- raunapersónur, lét astmaveikur starfs- bróðir þess getið, að hann yrði stundum fyrir svipuðum áhrifum og sikyntrufl- unum, þegar hann tæki inn adrenalín við astmaveikinni. Osmond og Hoffer komust betur á sporið, þegar kanadískur læknir skýrði þeim frá því, að í heiimstyrjöldinni hefði skortur á náttúrlegu adrenalíni stund- um leitt til þess að nota varð „gervi- adrenalín“ í sambandi við deyfingar. —• Á eftir voru sjúklingarnir haldnir of- skynjunum og öðrum truflunum. Adrenochrom nefnist efni, sem mynd- ast þegar adrenalín eyðist í líkamanum. Var það hug'sanlegt, að adrenochrom hefði verið í „gerviadrenalíni" og valdið ofskynjunum. Ef svo væri, var hugsan- legt, að ofskynjanir og önnur sjúkdóms- einikenni geðklofasjúklinga stöfuðu af ó- eðlilegu magni adrenochroms vegna efnaskiptatrU'flana. Osmond tók nú að gera tilraunir á sjálfum sér. Tíu mínútum eftir -adr- enochrom-inngjöf fannst honum loft rannsóknarstofunnar breyta um lit, hon- um fundust gangar hússins drungalegir og ógnvekjandi og tíma- og fjarlægðar- skyn ruglaðist. Eftir aðra inngjöf lýsti hann ástandi sínu svo: „Mér fór að standa á sama um annað fölk og varð að gæta mín að vera ekki óþægilegur og afundinn í tali.“ Við síðari tilraunir, sem gerðar voru á sjálfboðaliðum, urðu sumir sjálfboða- liðanna geðveikir um stundarsakir eftir adrenochrom-iningjafir. Osmond og Hoffer töldu nú sterkar líkur fyrir því, að adrenochrom væri sökudólgurinn og fóru að litaist um eftir einhverju, sem að gagni mætti koma til lækninga. Hér vintist helzt koma til greina eitthvað, sem dregið gæti úr adrenalínmyndun líkamans. Þeim datt í hug að reyna B3-vítamín. En &tórir skammtar af því voru líklegir til að taka verulegan toll af þeim efnum, sem adrenalín myndast af. Samkvæmt skýrslu þeirra Hoffers og Qsmonds gáfu frumtilraunir með B3-vítamín góða raun. Við samanburðarathugun, sem náði til nokkur hundruð sjúklinga, kom í ljós, að um 7S% þeirra, sem fengu B3- 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 12. marz 1967

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.