Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1967, Qupperneq 15

Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1967, Qupperneq 15
vitamín, náðu fullum eða verulegum bata, en hins vegar aðeins 30% þeirra, sem ekki fengu þessa meðferð. Hjá sjúklingum, sem verið höfðu veikir ár eða skemur, hurfu sjúkdómseinkennin oft eftir fárra mánaða meðferð. Þeir sem höfðu haft sjúkdóminn lengi þörfn- uðust meðferðar í nokkur ár. Vísindamenn eru yfirleifct þeirrar skoðunar, að vítamín-meðferðin sé verð frekari afchugunar, en telja þær rann- sóknir sem gerðar hafa verið enn ekki afgerandi. Þeir benda t. d. á að sumir þeirra sjúklinga, sem fengu vítamín- meðferðina, fengu samtímis aðra læknis- meðferð, svo sem raflost, lyf og aðrar tegundir geðlækninga. Bent hefur verið á nauðsyn þess að gera mun víðtækari tilraunir, þar sem þess væri vandiega gætt, að ekki væri hægt að rekja breyt- ingar til annarra laeknisaðgerða. Meðan þessar umræður stóðu sem hæst skýrði dr. Hoffer frá byrjunar- árangri með nýtt lyf á áðurnefndum læknafundi í New York. Hið nýja lyf NAD, sem er etfnasamband skylt B13, kom á markaðinn í desembermánuði .1965. Það hafði þá verið reynt á 17 ejúklingum með þeim árangri, að 13 þeirra læknuðust. Einn sjúklinganna hafði dvalið á sjúkrahúsi í nærfellt þrjátíu ár. Venjuleg lyfjameðferð hafði lítil sem engin áhrif haft og var að lokum hætt vegna óheppilegra auka- verkana. Þá var tekið að gefa homum Bl3-vítamín, sem virtist hafa nokkur áhrif eftir u.þ.b. ár. Eftir að hafa fengið NAD í hálfan mánuð komst sjúklingur- inn í samband við fjölskyldu sína og gat yfirgefið sjúkrahúsið. Annar sjúklingur átti að baki átta ára sjúkdómssögu, þar sem allar lækningatilraunir höfðu reynzt árangurslausar,. Hann náði sér næstum. að fullu eftir að hafa tekið NAD í þrjá daga. Hér var að vísu einungis um byrjunar- niðurstöður að ræða, eins og dr. Hoffer tók fram. Reynslutíminn var stuttur og fjöldi meðhöndlaðra sjúklinga lítill. Byrjunarniðurstöðurnar voru hins veg- ar það álitlegar, að réttlætanlogt væri að skýra frá þeim, svo aðrir vísinda- menn gætu reynt lyfið og kannað nota- gildi þess. Hvernig verkar svo NAD? Dr. Hoffer sagði þeim, sem þetta ritar, að NAD væri mjög áhrifamikið afbrigði af B-13. Hann var þeirrar skoðunar, að geðklofi ætti rætur sínar að rekja til ónógrar framleiðslu líkamans á NAD, sem við venjulegar aðstæður myndast af B-13- vitamíni úr fæðunni. Vanti NAD, er lík- legt að of mikið af adrenalíni breytjst í adrenochróm. Afleiðing þess 'væri sú, að taugaboðin væru hindruð á göngu sinni og hlutar heilans rofnir úr sam- bandi við taugakerfið. Af því leiddi m. a. skyntruflanir; sjúklingurinn stendur í þeirri trú, að hann skynji umhverfi sitt með eðlilegum hætti, en að bregðast eðlilega við afbrigðilegum skynjunum er talið óeðlilegt. Skömmu eftir að Hoffer skýrði frá niðurslöðum sínum reyndu vísindamenn í Bandarí'kjunúm NAD, en án samsvar- andi árangurs. Dr. Natan S. Kline og samstarfsmenn hans við Rocklandsjúkra- húsið í Orangeburg í New York, skiptu tuttugu geðklofasjúklingum í tvo jafna, sambærilega hópa. Annar hópurinn fékk NAD, en hinn sykurpillur, sem að ytra útliti líktust þeim sem innihalda NAD. Ástand sjúklinganna vax vandlega met- ið fyrir og eftir meðferðina, sem stóð í fimmtán daga. Enginn verulegur munur fannst á þeim, sem fengu NAD og hinum sem tókú inn sykurpill- urnar. Eins og sakir standa er ekkert fyrir hendi, sem skýrir mismuninn á hinum góða árangri í Kanada og mistök- unum i Bandaríkjunum. Dr. Kline hef- ur látið sér detfca í hug, að kanadísku lækr.arnir hafi gert eitt eða annað með- an á meðferðinni stóð, sem riðið hafi baggamuninn, án þess að þeir hafi gert sér grein fyrir því sjálfir. D r. Kline segist sem fyrr vera sannfærður um, að efnaskiptatruflanir séu að verki við geðklofa og að lyfja- meðferð sé það sem.koma skal, þótt svo virðist sem NAD sé ekki rétta lyfið. Meðan á þessu stóð var verið að kanna enn eina leið, sem einnig er tengd meskalíni og adrerialáni. Fyrir rveim árum uppgötvaði dr. Arnold Friedhoff við háskólann í New York emasamband, DMPE, í þvagi fimmtán a: nítján geðklofasjúklir.gum, en ekki í þvagi fjórtán heilbrigðia einstaklinga. Það kemur fram eins og Ijósrauður blettur, þegar þvagið er rannsakað með sérstökum aðferðum. Efnafræði'-eg uppbygging DMPE er svipuð uppbygg- i.ngu meskalíns og adrenalíns. Tilraunir sýnæ að DMPE getur haft áhrif á hátt- erni'dýra. í fyrstu höfðu menn tilhneigingu til að líta á þetta sem enn nelna blindgötu, er. seint á árinu 1965 skýrðu dr. Cyrií A. Clar'ke og samstarfsmenn hans við h áskólann í Liverpool frá þvi, að við leit að DMPE í þvagi átta hundruð ein- staklinga, bæði heilbrigðra og sjúkra, hefðu þeir fundið greinilegt samband milli DMPE og gaðklofa. Nú síðastliðið vor hélt dr. John R. Smythieá við Edinborgarháskóla erindi á árlegri ráðstefnu brezka ge&verndar- félagsins í London. Hann lét svo um mælt, að mismunurinn á DMPE og nveskalíni annars vegar og adrenalíni hins vegar væri aðallega fólginn í því, að tvö fyrrnefndu efnasamböndin inni- héldu vissar methyl-frumeindir, en adrenal'ín ekki. Þannig gæti smávægi- leg truflun á efnaskiptum líkamans orðið til þess að breyta adrepalíni í etnasamiband á borð við DMFE, sem síð- an gæti orsakað gsðklofa. Smyt'hies taldi tímabært að farið væri að leita ráða til að leiðrétta þessar efnaskipta- truflanir og þar með nugsanlega ráða bót á geðklofa. Engan þarf að furða á þvi þótt enn sé n.argt á huldu um efnafræði geðklofa. Á fáum rannsóknarsviðum eru erfið- leikarnir meiri. Flestar rannsóknir hefur þurft að gerá á yfirfullum geðsjúkra- husum og á sjúklingum, sem eiga að baki áralöng veikindi. Margir þeirra hafa gengið undir alls kyns lyfjameð- ferðir, sem leitt geta af sér efnaskipta- truflanir, sem síðar væru svo af mis- skilningi taldar afleiðing sjúkdómsins sjálfs. Hið aíbrigðilega hátterni sjúkl- inganna gæti einnig haft svipaðar af- leiðingar með söitju niðurstöðu. Vísindamenn á þcssu sviði eru bjart- sýnir þrátt fyrir allt. Þeir benda á, að tuttugu og fimm ár liðu frá því menn settu, sykursýki í samband við pan- creas þar til insúlínið var einarigrað. — Þeir eru þeirrar skcðunar, að rannsókn- j.r síðustu ára á orsökum geðklofá bendi í rétta átt. 12. marz 1967 LESBÖK MORGUNBLÁÐSINS 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.