Lesbók Morgunblaðsins - 16.04.1967, Qupperneq 8
Að byggja irmréttingu utan um glugga er ekki nýtt af nálinni, en getur farið vel, ekki sízt
þegar glugginn er gatnall og rómantískur eins og hér. Þarna hefur gamalt eldhús verið gert
upp og efnið í hurðunum er fura.
Óneitanlega frumlegt eldhús með sperrum og bitum eins og í gömlu, íslenzku hlóðaeldhúsi.
Þarna er líka notuð grjóthleðsla, en skáparnir eru ýmist málaðir hvítir eða úr liarðplasti.
Stólarnir eru í spænskum stíl.
/
gœfu versB ögn fjölbreyfí-
legri án þess að
vera dýrari
Það er sagt að við byggjum vönduð eldhús. Vafalaust er það rétt;
dýr eru þau að minnsta kosti. Samt er eitthvað bogið við vel flest
þessara nýju og fínu eldhúsa, þessar sinfóníur í harðplasti.
Sum eru nánast eins og rannsóknarstofur eða jafnvel skurðstofur
á spítala. Þar ar hvítt í hvítt eða í mesta lagi grátt, óhemjuiega hrein-
legt, ekki vantar það. En hvað vantar þá? Persónulega afstöðu;
eitthvað sem er hlýlegra og geðþekkara fyrir stærsta vinnustað
þjóðarinnar. Mér finnst eðlilegt að fjöldaframleiddar, innfluttar inn-
réttingar séu snelddar öllu persónulegu viðmóti. Þær eru það líka
í ríkum mæli. En margir sætta sig ekki við þær og leita til innlendra
framleiðenda; fá í staðinn eldhúsinnréttingu sem í rauninni er módel-
smíði. En því miður er þessi módelsmíði afar einhæf og möguleik-
arnir til fjölbreytni næsta fátæklegir.
í amerísku blaði um nýtízku eldhúsinnréttingar gat að líta þessa
yfirkrift: „Women’s tastes are as unlike as pebbles on a beach“, —
Smekkur kvenna er eins mismunandi og steinvölurnar í fjörunni.
Ef það er rétt, þá er víst óhætt að slá föstu hinu gagnstæða um ís-
lenzkar húsmæður.
Á hverjum tíma gildir afskaplega einskorðuð tízka í því efni að
innrétta eldhús. Núna á undanförnum árum hefur ekkert komið til
greina annað en mósaík-flísar sem veggklæðning ofan við eldhús-
borð. Og varla hefur nokkur maður þorað að kaupa venjulega elda-
vél. Krafan hljóðar uppá plötur í borði og ofn uppi á vegg enda þótt
það sé vandséð, að slíkt hafi verulega kosti. Hinsvegar er það dýrara.
Nú hef ég heyrt að fólk sé orðið svo yfir sig leitt á mósaík, að
allir húsbyggj endur muni nota flísar í bili. Öfgarnar eru svo takmarka-
lausar og yfirleitt lætur vesalings fólkið stjórnast í einu og öllu af
því sem það sér Pétur og Pál gera í kringum sig. Tízkan ræður
fremur en persónuleg skoðun. Annaðhvort hafa innréttingasmiðir ekki
víðari sjóndeildarhring sjálfir, eða þá að þeir eru harla ánægðir með
að láta stjórnast og hafa ef til vill litla hugmynd um hvað er á döf-
inni annarsstaðar. Þegar komið er á þeirra fund til skrafs og ráða-
gerða um ný efni og nýja innréttingu, þá er sjaldnast spurt, hvað
maöur hafi í huga og hvers maður óski, heldur: „Fólk tekur þetta“
og „fólk vill nú gjarna hafa þetta svona“.
Á síðustu árum og framundir þetta hefur naumast nokkur viður
komið til greina annar en tekk og tæplega annað verið á boðstólum.
Að vísu hefur tekk augljósa kosti en öllu má ofbjóða. Margar
íbúðir eru af þessum sökum drungalegri en æskilegt getur talizt.
Uppá síðkastið virðist mér þó að eik og jafnvel fura hafi fundið ein-
hverja náð fyrir augum „fólksins“.
Allur þorri húsbyggjenda lætur enn sem komið er smíða eldhús- •
innréttingar á verkstæðum í stað þess að kaupa þær innfluttar. Hvernig
væri að þessir svinnu menn, sem þeim iðnaði stýra, hefðu meira
samráð við hýbýlafræðinga og innanhússarkitekta, sem hér er nú
orðið slangur af?
Það gæti þá ef til vill farið svo að eitthvað yrði fáanlegt annað
en sama útgáfan yfir alla línuna. Þá væri einnig hugsanlegt að sér-
smíðaðar innréttingar fengju ögn meiri fjölbreytileik en þær inn-
fluttu og síður hætta á að sitja uppi með innréttingu, sem allir eru
orðnir leiðir á.
Gallinn við sérsmíðuðu eldhúsinnréttingarnar er sá, að þær eru
oftast svo nauðalíkar hver annarri, að venjulegt, ósérfrótt fólk
verður að gá í saumana til þess að geta kveðið upp úrskurðinn. Sér-
smíðin er oftast fólgin í því að smíða „standard“ innréttingu, sem er
frábrugðin þúsundum annarra í því einu, að munar sentimetrum á
lengd eða breidd. Sýnist vera, að aukinn kostnaður sé þá orðinn til
lítils.
Sú skoðun hefur oft heyrzt, að þetta kosti alltsaman of milcið; að
við ættum bara að nota þessar innfluttu, sem eru úr harðplasti í bak
og fyrir, ellegar fjöldaframleiða hér ódýrar gerðir, sem þá yrðu
staðlaðar og svo til alveg eins.
Þetta er heilbrigt og skynsamlegt sjónarmið og að sjálfsögðu ætti
ungt fólk, sem byrjar á að koma upp tveggja herbergja íbúð í blokk,
fremur að kaupa ódýrar, fjöldaframleiddar innréttingar.
En það er nú einu sinni svo, að íslendingar virðast miklir ein-
g LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
16. apríl 1967