Lesbók Morgunblaðsins - 16.04.1967, Page 11
SEX vikum eftir landtökuna í Normandy árið 1944
stukku tveir We>hrmacht-liðsforingjai út úr Heinkel-
sprengjuflugvél ndður á flugbrautina hjá aðalstöðv-
um Hitlers, Úlfahreiðrinu í Austur-Prússlandi. Ann-
ar þeirra bar fyrirferðarmikla skjalatösku. Eftir
mánaða leynilegan undirbúning, sem flýtt var vegna
nýrra frétta af gersigrun þýzkra herja í austri og
vestri, voru þeir nú komnir til að fremja morð, sem
að öllu forfallalausu hefði orðið heiminum afdrifa-
ríkara en nokkuð annað síðan sprengjutilræðið við
Franz Ferdinand erkihertoga kom af stað heims-
styrjöldinni fyrri. Innan tólf klukkustunda voru Claus
Schenk, greifi af Stauffenberg. 37 ára gamall og höf-
uðsmaður í þýzka herforingjaráðinu, og aðstoðar-
foringi hans, Werner von Haften, yfirforingi, á meðal
hinna 150 háttsettu píslarvotta er þola skyldu grimm-
úðuga hefnd Hitlers fyrir það sem síðar hefur verið
nefnt Liðsforingjasamsærið — hin síðasta af mörg-
um misheppnuðum tilraunum til að ráða hann af
dögum. í skjalamöppunni, sem von Haften bar þenn-
an dag, var brezk 2ja punda plastsprengja, af þeirri
gerð sem mjög var notuð um þessar mundir gegn
Þjóðverjum, af neðanjarðarandspyrnuliðum um alla
Evrópu. Hún átti að springa eftir nákvæmlega tíu
mínútur. Hættulegasta verkið. að setja kveikjuna í
samband, framkvæmdu þeir Stauffenberg og að-
stoðarm-aður hans í nálægu búningsherbergi, eftir að
Stauffenberg hafði beðið leyfis til að klæða sig i
hreina skyrtu áður en hann gengi á fund foringjans.
Stauffenberg var í miklu áliti hjá Hitler. Hann ha-fði
særzt hættulega í flóttanum frá Norður-Afríku árið
áður og jafnvel Gestapóforinginn Himmler hafði mælt
með hinum vinsæla unga manni í hina eftirsóttu
stöðu í herforingjaráðinu, sem átti eftir að koma
honum í náið samband við manninn sem hann ætl-
aði sér að drepa.
Sprengjan í skjalatöskunni sem komið var fyrir of
nálægt steinfæti landabréfaborðsins sem Hitler stóð
við, sprakk nákvæmlega klukkan 12:42. Sprengingin
var gífurleg, en en-da þótt hún dræpi og limlesti
marga hinna eldri foringja, slapp Hitler með skrám-
ur einar. Stauffenberg, sem laumazt hafði burt undir
því yfirskyni að hann ætlaði að hringja til Berlínar,
heyrði gnýinn. Hann ók af stað ásamt aðstoðar-
foringja sínum, rakleitt til flugbrautarinnar. í minna
en 50 faðma fjarlægð fór hann framhjá hálfhrundri
byggingunni þar sem sprengjan hafði sprungið fyrir
örstuttri stu-ndu og eyðileggingin sem þar blasti við
sannfærði Stauffenberg um að enginn í húsinu he.fði
bomizt lífs af.
Á leiðinni til flugvallarins fleygði von Háften
aukasprengjunni vafinni í brúnan pappír, og fannst
hún síðar. í Berlín beið heil felu-stjórn herforingja,
presta og stjórnmálamanna, sem sviptir höfðu verið
embættum og voru ofsóttir af nazistum vegna sk ð-
ana sinna auk herskara minni samsærismanna, í of-
væni eftir staðfestingu á því að Hitler væri dauður.
Hún kom aldrei. Sprengjuflugvél Stauffenbergs var
jafnvel ekki komin til Berlínar með hina sig'ihrós-
andi farþega, sem voru þess fullvissir að tilræðið
hefði heppnazt, þegar Hitler hafði skipað af stið or-
ustuflugmönnum til að skjóta flugvélina niður. Skip-
unin var aldrei send, þar sem loftskeytamaðurinn,
sem tók við henni, var einn samsærismannanna. f
ringulreiðinni ákvað Olbricht hershöfðingi, einn leið-
toga Liðsforingjasamsærisins, að láta kylfu ráða kasti
og setja Valkyrju-kerfið af stað. Til þessa hernaðar-
og öryggiskerfis átti að grípa í viðlögum svo sem ef
uppreisn yrði gerð í fangabúðum Hitlers. Hitler ótt-
aðist alltaf að slíkt gæti gerzt og áttu því samsær-
ismennirnir auðvelt með að fá samþýkki han-s til
stofnunar Valkyrju-kerfisins og fá þannig löglegt yf-
HORFNAR
HEXJUR
klefum Gestapós. Stauffenberg sjálfur var yfirheyrð-
ur af einum samsærisfélaga sínum og tekinn af lífi
tilræðiskvöldið. Studdur af hinum dygga von Haften
stóð hann andspænis aftökusveitinni í garði foringja-
ráðshallarinnar og hrópaði „Lifi Þýzkaland" um leið
og hann féll.
Undarlegt er hve þátttakendur í svo áhættusömu
og viðamiklu fyrirtæki voru illa samvaldir, allt frá
rótgrónum hægri-sinnum til sósíalista. Stauffenberg,
sem lagði á ráðin í samsærinu, hugðist ef vel tæk-
ist til að koma á sjálfstæðri og lýðræðislegri þýzkri
stjórn, sem stefndi að áframhaldandi hernaði í Rúss-
landi en semdi um frið við Bandam-enn með því skil-
yrði að þeir létu af sprengjuárásum á Þýzkaland og
tækju þátt í ófriðnum við Rússa. Vonir hans urn að
Þýzkaland myndi fá að halda herfangi sínu báru
vott. um nokkurn skort á raunsæi. Þrátt fyrir reglu-
bundna viðurkenningu Bonn-stjórnarinnar og hersins
á hugrekki og fórnarlund samsærismannanna, ríkja
enn í dag mjög skiptar skoðanir meðal Vestur-Þjóð-
verjá á júlí-samsærinu. Sonur Stauffenbergs, Bert-
hold Stauffenberg, greifi, sem er herráðsforingi
eins og faðir hans, segir að samstarfsmenn hans i
hernum „forðist málefnið svo sem unnt er“, en minn-
ist þeir á það við hann yfirleitt, séu „við-brögð þeirra
jákvæð“.
OOn ð-tawffenberw
irvarp fyrir starfsemi sína. Nú rak hver at-burðurinn
annan með óu-mflýjanlegu miskunnarleysi grísks
harmleiks. Skyndilegur bleyðiskapur sumra herfor-
ingjanna, þegar Hitler reyndist vera enn á lífi, stakk
í stúf við hugrekki manna eins og Stauffenbergs og
skyldmenna þeirra, sem mörg voru send í fanga-
búðir síðar. Synir Stauffenbergs voru sendir á barna-
heimili nazista undir fölskum nöfnum og konu hans,
sem var barnshafandi, var haldið nokkra mánuði í
Buchenwald.
Margir samsærismannanna féllu fyrir kúlnahríð
SS-manna eða voru pyndaðir til dauða í yfirheyrslu-
Væri Stauffenberg á lífi í dag, myndi hann senni-
lega hafa vanþóknun á ýmsu, er fyrir hann bæri, allt
frá gróðabralli og efnishyggju hins vestur-þýzka
„kraftaverks" til hugsjónaskorts í stjórnmálalegu
lífi og jafnvel vísis að ný-nazistískri endurvakningu.
Eigi að síður kynnu nútiímaatburðir að minna
Stauffenberg á árin áður en heilbrigð rökfærsla og
samvizkukvalir gerðu hann afhuga Hitler — þegar
hann var einn af ein-lægustu stuðningsmönnum
Hitlers og notaði sömu slagorðin um þörf Þýzka-
lands á „þjóðernisyakningu", sem nú bergmála frá
ræðupöllunum.
TUNCUMÁLIN
Framhald af bls. 10.
á sama svæði eða hvert á sínu svæði.
Um aldamótin 1900, er esperanto var far
in að vinna töluvert á, kom fram tillaga
henni til hnekkis að allir skyldu læra
ensku og frönsku, og 1951 komu tveir
Frakkar, Bressand og Poulain, með til-
lögu sem þeir kölluðu le Monde Bilingue.
Var það í raun og veru sama uppá-
stungan sem um aldamótin, en um leið
var stungið upp á nýjungum í kennslu-
aðferðum og að enska og franska skyldu
kenndar í leikskólum eins og móðurmál-
ið. Þeir gerðu ráð fyrir að ef allir
tfrönskumælandi menn lærðu ensku og
-allir enskumælandi menn frönsku, þá
mundi þetta breiðast út til annarra þjóða
lika og þær þá hafa vald á þrem málum.
Þetta hefur náð nokkru fylgi þar sem
töluð er enska eða franska, en litlu
annarsstaðar.
I grein í Pravda 1950, er tungumála-
kenningar rússneska málfræðingsins
Mars höfðu verið fordæmdar kom Stalí-n
með líka uppástungu og Comenius á
sinni tíð um að aðaltungumálin skiptu
heiminum á milli sín, en svo mundu þau
einhvern tíma siðar renna saman í eitt.
Reyndar hugsaði hann sér þessa svæða-
skiptingu í framtíðinni, þó að segja megi
að hún'sé þegar orðin að raunveruleika.
Aftur á móti hugsuðu tveir Frakkar sér,
Fouché og Thommeret, í uppástungu
1951, að mynda þegar svæði, þar sem
þrjár tungur væru ríkjandi á hverju.
Af þeim ætti enska og franska að vera
á þeim öllum, en þriðja málið yrði mis-
munandi eftir svæðum, spænska á Vest-
urlöndum, rússneska í Sovétsambandinu
og fylgiríkjum þess, kínverska í Austur-
Asíu og hindústaní í Suður-Asíu og
Indónesíu. öll yrðu mál þessi gerð auð-
veldari að læra með rækilegum endur-
bótum á stafsetningu eftir framburði,
enda er Fouché einn af frægustu hljóð-
fræðingum í heimi. Þetta mundi verða
til þess að allir yrðu að kunna 3 eða 4
mál, læra tvö eða þrjú mál auk móður-
málsins.
Slæm skipti.
Að taka menntun í staðinn fyrir
kristindóm, það væru slæm skipti.
Það væri að taka þokuský fyrir
gyðju eða mýrarljós fyrir morgunsól.
Kristindómslaus menning leiðir
þrátt til ofmenningar eða ómenning-
ar, sem ber að sama brunni. Krist-
indómurinn þarf að fylgja menn-
ingunni til að verja hana rotnun og
spillingu. Annars rekur að því sem
Rousseu sagði: „Því hærri siðmenn-
ing, því dýpri siðspilling“. Það er
vert að muna orð Matthíasar, ekki
sízt fyrir kennarana:
„Hvað er sjálf vizkan um veraldar-
storð?
Oft vofa tóm, sem glepur hið lif-
andi orð.“
(M. H.).
16. apríl 1967
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11