Lesbók Morgunblaðsins - 20.08.1967, Blaðsíða 10
Bylting og breyttir tímar.
í apríl 1789, skömmu fyrir upphaf
frönsku stjórnbyltingarinnar, andaðist
Abel iit Hamid soldán, og hinn ungi
frændi hans, nú Selim III., tók við.
íbúar ríkisins fögnuðu honum og von-
uðu að hann myndi rétta við álit rík-
isins út á við en létta skattbyrðar þær
inn á við, sem voru nú að sliga ríkið.
Hann reyndist samt ekki styrkur stjóm-
andi, enda átti hann hvarvetna óvinum
að mæta. Me'ðal hinna undirokuðu þjóða
logaði óánægjan. Rússar, undir stjórn
Katrínar miklu, herjuðu ríkið að norðan,
og innan þess voru Janissarnir, svamir
óvinir allra nýjunga. Eitt fyrsta verk
soldáns var að skipuleggja nýjar her-
sveitir og fyrirskipa að hin nýja upp-
skera hertekinna sveina skyldi ganga í
þær. Þennan nýja her hugðist soldán
skipuleggja á franska vísu.
Hafrót frönsku stjórnbyltingarinnar,
sem teygði löðurtungur sínar inn í flest
ríki Evrópu, var sjatnað, er það náði
hinum fjarlægu ströndum Tyrkjaveldis,
og tæplega hefur nema dauft bergmál
skelfingartímans 1793—95 náð eyrum
Aimée inn í kvennabúrið. Kannski hef-
ur hún frétt af frænku sinni Josefinu,
giftingu hennar og Beaunharnais hers-
höfðingja, heyrt um aftöku hans, hlera'ð
slúðrið um hana og Barras og fengið
vitneskju um hjónaband hennar og litla
Korsíkumannsins. Til óvináttu dró milli
Tyrkja og Frakka um stund, er Napó-
leon lagði í Egyptalandsævintýri sitt
1797, en þar sem sú för varð til einskis
gleymdist þetta brátt. Án efa hefur
Aimée fengið nána vitneskju um skyndi-
lega upphefð frænku sinnar, er Napó-
leon varð yfirkonsúll og í raun réttri
alvaldur einræðisherra.
En tyrkjasoldán hafði nóg að hugsa
um að sinni. Stríðið við Rússa var á
enda kljá'ð 1792 með friðarsamningnum
i Jassy. Tvrkir létu Krím-svæðið af
höndum og sleiktu sár sín eftir harðvít-
uga viðureign. Tók síðan við nokkurra
ára vopnahlé, sem Selim III reyndi að
nota til að endurskipuleggja her sinn
og blása fersku andrúmslofti inn í mið-
aida lognmollu ríkisins. Árið 1801 dró
til fullra sátta milli Napóleons og sol-
dáns þar, en í staðinn hét soldán að
vinna að eflingu franskra áhrifa í Mikla-
garði. Franskt blað hóf þar útkomu sína.
Loftbelgur Montgolfiers var sýndur þar,
og sjálfur soldán steig méð honum til
himins, hinum sanntrúuðu til ólýsan-
andi skelfingar, en þökk sé Allah —
komst til jarðar aftur heill á húfi.
Franskar bækur voru þýddar og prent-
aðar á tyrknesku, jafnvel alfræðibókin
fræga, og þannig bárust hinar marg-
víslegustu fréttir af framförum vestur-
landanna inn í hinn tyrkneska þoku-
heim.
Þegar kom fram á árið 1805, var að-
staða soldáns orðin tvísýn. Kadina vitra,
móðir hans, andaðist það ár. Framfara-
viðleitni soldáns hafði ekki náð æski-
Jegum árangri en bakað honum óvináttu
íhaldsaflanna og hatur Janissanna. Rúss-
ar bjuggu sig undir nýjar árásir á Don-
svæðinu og Bretar sendu flota sinn inn
á Bosporus samkvæmt áskorun frá Mú-
stafa ríkisarfa, sem beið aðeins færis að
koma á stjórnbyltingu. Selim hafði hvað
eftir annað beðið Napóleon hjálpar, en
hann hafði jafnan daufheyrzt við bón
Tyrkja og raunar beðið hentugs færis
að leggja Tyrkjaveldi undir sig sem einn
lið í austurlandaævintýri því, sem hann
dreymdi lengi um, — herferð til Ind-
lands í fótspor Alexanders mikla. En er
Napóleon skynjaði hið alvarlega ástand,
brá hann við eldskjótt, Tyrkland mátti
hvorki falla Rússum né Bretum í skaut.
Haxm sendi Sebastiani, einn bezta og
glæsilegasta hershöfðingja sinn, Kor-
síkumann eins og hann sjálfan, til
Miklagarös ásamt nauðsynlegustu að-
stoðarmönnum. Hann kom til Mikla-
garðs 1806 og hóf þegar að víggirða
staðinn og endurskipuleggja herinn.
Bretum leizt nú ekki á blikuna og sendu
flotadeild inn til borgarinnar og kröfð-
ust þess, að Sebastiani yrði sendur heim.
En í þetta sinn létu Selim og Tyrkir
ekki undan. Ibúar Miklagarðs vígbjugg-
ust allir — jafnt kristnir sem múha-
meðskir — gegn Bretum, og er Bretar,
sem töfðust vegna andbyrs nokkra daga,
komust í skotfæri við borgarvirki,
mættu þeim gínandi fallbyssuvirki und-
ir stjórn franskra stórskotaliða, og þeim
leizt viturlegast að hverfa heim.
Það hlýtur að hafa veri’ð mikill við-
burður fyrir Aimée og hinn nú tvítuga
son hennar að fá Sebastiani, þann víð-
fræga hershöfðingja og heimsmann til
hirðarinnar. Hann var ævintýramaður
hinn mesti, hafði tekið þátt í öllum
stærri viðburðum í Frakklandi um
skeið. Hann var hið mesta glæsimenni,
kallaður holdtekinn ástarguð og hafði
tekið þátt í Egyptalandsferðinni, í
stjómlagarofi Napóleons, barðist við
hlið hans í Marengo og Austerlitz, var
viðstaddur krýningu hans, og nú loks
sendur að gegna hinu vandasama hlut-
verki að verja Miklagarð.
Sebastiani gerði kraftaverk þessa fáu
mánuði. sem hann var í Miklagarði.
Hann og hin fagra kona hans voru einu
vesturlandabúarnir, sem fengu að
skyggnast um margvíslega leyndardóma
soldánshallarinnar og urðu göðir vinir
Aimée. En því miður fyrir Aimée stóð
þetta ekki lengi. Sebastiani var kallaður
heim og jafnskjótt létu Janissarnir og
móðir Mústafa hendur standa fram úr
ermum. Þeim tókst að æsa upp þjóð-
erniskennd Tyrkja gegn hinum þjóð-
hættulegu frönsku áhrifum, sem þeir
kölluðu svo, yfírbuguðu herdeildir höf-
uðborgarinnar, sem voru soldáni trúar,
handtóku soldán, Aimée og Mahmud og
hófu hinar æðislegustu blóðsúthelling-
ar og fjöldavíg, þeirra sem grunaðir
voru um að styðja nýsköpun soldáns og
vináttu vi'ð Frakka. Landstjórar og hers-
höfðingjar soldáns voru kallaðir heim
og varpað í fangelsi eða hengdir með
bogastreng — tyrkneskri aftökuaðferð.
Þegar Napóleon bárust fregnir af þessu
taldi hann ekki ómaksvert að bera á
sér lengur yfirskyn vináttu Tyrkjaveld-
is, sem hann hafði fengið fyrir lítið.
Um þessar mundir gerði hann hinn al-
ræmda samning við Rússakeisara í Til-
zit, sem aldrei hefur séð dagsins ljós í
sinni raunverulegu mynd. Hvort Napó-
leon leynilega gaf Rússum frjálsar
hendur viðvíkjandi Tyrklandi, eins og
hann atti þeim gegn Finnum og brást
vonum Pólverja eða hann hugðist sjálf-
ur ná þar fótfestu, er ekki kunnugt, en
opinberlega hét það svo, að Rússakeis-
ari skyldi fara með herdeildir sínar úr
Dónárhéruðum.
Ófriður innan lands og utan.
Alexander I, Rússakeisari, sá hins
vegar í hendi sér að vinátta Frakklands
myndi gefa honum gullið tækifæri til
þess að snúast af alefli gegn Tyrkjum
og treysta veldi sitt við Svartahaf. En
á meðan á þessu stóð og Mústafa og
Janissar voru sem óðast að útrýma óvin-
um sínum heima fjrrir, gleymdu þeir
einum manni — og það reyndist örlaga-
ríkt. Þegar Baraiktar Pasha landstjóra
í búlgörsku Dónár-héruðunum bárust
fregnir af atbur’ðunum í Miklagarði,
beið hann ekki boðanna, heldur safnaði
saman her sínum og skundaði löngum
dagleiðum til Miklagarðs. Þetta skyndi-
herhlaup á svo skömmum tíma í
svækju hita hásumarsins yfir Balkan-
hálendið var hið mesta þrekvirki.
Hann kom öllum á óvart í Mikla-
garði, stráfeildi lífvörðinn og tók kon-
ungshöllina með áhlaupi. Mústafa og
Aimée á unga aldri.
móðir hans vissu ekki fyrr en soldáns-
höllin var umkringd af grenjandi óvin-
um. En jafnskjótt sem móður Mústafa
var ljóst hvar komið var, hjó hún á
móti leiftursnöggt sem naðra. Eldgam-
all tyrkneskur spádómur kvað svo á, a'ð
Tyrkjaveldi félli og stæði me'ð Osmann-
li-ættinni. Selim og Mahmud urðu að
deyja; þá myndi enginn þora að skerða
hið minnsta hár á höfði Mústafa, eina
Osmannli-afkomandanum sem væri á
lífi. Hermenn voru því sendir í fangelsið
tii að drepa þá fra.-ndur báða ásamt Ai-
mée. Þegar Selim sá hvernig komið var,
skipaði hann þjóni sír.um að aðvara
Mahmud. Sjálfur dró hann sver’ð sitt
úr slíðrum og réðist sem tígrisdýr gegn
hermönnunum. Honum tókst að tefja þá
íáein dýrmæt augnablik, og þegar lier-
mennirnir flýttu sér yfir gegnumstung-
inn líkama hans, beið þeirra önnur
hindrun. Ein af ambáttum Aimée, þekkt
í kvennabúrinu undir nafninu tröllkon-
an, þreif glóandi kol úr ofni og jós á
móti þeim. Nú hafði Bairaktar brotið
upp hallarhurðina, menn hans stormuðu
um salina og kölluðu nafn soldáns, en
dauðaþögnin ein mætti þeim, unz þeir
heyrðu rödd Mústafa: „A fhendið Pash-
anum af Rustchuk Selim soldán, ef
Venus „Botticelli"
Eftir Eggert E. Laxdal
Hún steig upp úr hafinu
hvít eins og fílabeinstönn
og var borin af hörpudiski
og blæstri vinda
upp að ströndinni.
Boðskapur fegurðarinnar
gekk inn í veröldina
undursamlegur
eins og meyjarfæðing.
Dularfullir eru vísdómamir
og lokkandi
eins og ýbjúgar varir.
Sveipuð purpurakápu
steig hún á land
í regni rósa.
Blá augu hennar
voru sem álar
þess hafs sem hún kom frá.
----------------------------------------------------------
10 VESBÓK MORGUNBLAÐSINS
20. ágúst 1967