Lesbók Morgunblaðsins - 20.08.1967, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 20.08.1967, Blaðsíða 9
pulsum og er ráðgáta, hvernig hægt var að halda héraðsmót og þjóðhátíðir áður en þessi þjóðarréttur uppgötvaðist. Á Blönduósi. bera aftaka orðið síðust á landi hér. Um hana segir svo í Árbókum Espólíns: „Þá var kominn hæstaréttardómur yfir þeim er myrtu Natan Ketilsson, og staðfest líflát Friðriks og Agnesar og Sigríðar; en Sigríður var þó náðuð af kóngi með ævilöngum tugthús- þrældómi undir strangri vöktun. Björn Blöndal sýslumaður lét færa þau Friðrik og Agnesi í Vatnsdalshóla og stefna til fjölmenni, og átti Guðmundur, bró'ðir Natans, að höggva þau, því að þess hafði verið beðið að þau væru tekin hér af, til að spara landinu kostnað með útsiglingu þeirra; hann hafði og gefið sig til þess, fékk hann 30 spesíur og gaf þær fátækum ... Var það hinn 12. dag janúarii, er Guðmundur hjó þau Agnesi og tókst vel, en höfuð voru sett á stengur, þau hurfu skömmu síðar af stöng- unum.“ Natan Ketilsson var orðlagt glæsimenni, hagor'ður vel og fékkst við lækningar. Þó átti hann óvildar- menn og hafði meðal annars orðið sundurorða og lent í ryskingum við Friðrik þennan Sigurðsson, unglingspilt frá Katadal. Gegnir það furðu að stráksi ákvað að drepa Natan og voru ekki aðeins foreldrar hans í vitorði heldur og fleiri skyldmenni, svo og stúlkurnar tvær, sem a'ðstoðuðu hann. Mætti halda að eitthvað meira en lítið hafi verið bogið við aldar- andann í vestanverðri Húnavatnssýslu á þessum dög- um, að margt fólk skyldi telja sér sæmandi að hylma yfir með morðingja. Þeir, sem aðeins vissu en ekkert gerðu, sluppu með hýðingar; þrisvar sinnum tuttugu og sjö vandarhögg og hefur sú athöfn ugg- laust verið góð alþý’ðuskemmtun. M ér finnst alltaf léttir að komast í Langadalinn; sjá Blöndu í þrengslunum neðan til og á eyrunum ofar. Og þarna eru reisulegir bæir eins og Holta- staðir og Geitaskarð. En niðurnýdd kot innanum. Mér er sagt að hér um slóðir fái gestur úr fjarlægu héraði að heyra ýmsar skemmtilegar sögur af ná- grönnunum, ef komið er á bæi. Ekki veit ég sönnur á því. En hitt hef ég orðið var við, að húnvetnskur húmor er fremur rætinn og oft á kostnað náungans. Vísa Sveins frá Elivogum gæti bent til þess áð þetta væri rétt: Ef af manni ber ég blak brosir enginn kjaftur. En ef í grannans bít ég bak í bollann fæ ég aftur. S veinn ól aldur sinn hér um slóðir; bjó við fátækt og basl, var eitthvað erfiður í skapi og orti níðvísur eins og Bólu-Hjálmar. Mér hefur alltaf fund- izt á sögu Sveins og því sem eftir hann liggur í bundnu máli, að hann hafi gjarnan viljað líkjast Hjálmari. Mig minnir meira að segja, að Sveinn hafi eitthvað veriö orðaður við sauðaþjófnað eins og Hjálmar, en Húnvetningar stæra sig gjarnan af því nú orði'ð, að sú íþrótt hafi lengst við haldizt í Húna- þingi og rekja, ef þeir geta, ættir sínar til snjallra sauðaþjófa. ann ber nafn með rentu þessi dalur og hefur orðið spordrjúgur meðan menn fóru einkum á tveim jafnfljótum. En hugurinn gat borið ferðalanginn hálfa leið og létt erfiðinu af lúnum fótum: Ætti ég ekki, vífa val, von á þínum fundum, leiðin eftir Langadal löng mér þætti stundum. Nú gildir einu hvort þessi vísa er eftir Ágúst Böðv- arsson vestur á Skógarströnd eða Guðmund sýsluskrifara, föður Valtýs, ellegar einhvern annan; hún er allt um það með betri ástavísum íslenzkum, og snjöll í einfaldleik sínum. Annars er margt sem styttir leiðina eftir Langa- dal nú orði'ð; meðal annars sú hugulsemi að koma fyrir prýðilegum íþróttavelli rétt við veginn svo ferðalangurinn, sem nú er helzt lúinn af of löngum setum í bíl, getur brugðið sér út og hlaupið hundrað metrana á merktri braut. Ég lét mér nægja að stökkva 15 æjarstæðið á Æsustöðum er fagurt með út- sýni niður eftir dalnum, en það er trúlega til óþæg- inda og óþrifnaðar að hafa þjóðveginn um bæjar- hláðið. Bærinn virðist líka fremur í niðurníðslu. Þegar kemur í skriðurnar fyrir innan, sézt í Blöndudalinn; þar ekki alllangt frá er Langamýri. Þar býr Björn alþingismaður og er einn af þessum svinnu mönnum hér um slóðir, sem bregða stórum svip yfir dálítið hverfi, „original“, og laus við minni- máttarkennd. Hann er eini maðurinn sem hefur sett upp borgun fyrir að ég ætti við hann blaðasamtal. Ég hafði farið framá viðtal fyrir Vikuna og fannst auðvitað sjálfsagt að borga Bimi fyrir ómakið fyrst hann setti þáð upp. Síðar frétti ég að Björn notaði tékkann til að hressa uppá fylgið í héraði; hampaði honum og sagði: „Sjáið þið bara; þeir fyrir sunnan borga fyrir að fá að tala við mig.“ Svona höfðingjar eru sjaldgæfir og kannski eru þeir brátt úr sögunni. Pulsumenningin komin í Langadalinn. •r ar sem árnar mætast, Svartá og Blanda, hvor með sínum litarhætti, þar heitir Ártún, vel hýstur bær á sléttri grund. Þar er Jónas tónskáld og smiður; einn af þessum blindu dugnaðar og hæfileikamönn- um. Hann hefur stjórnáð karlakór sveitarinnar; sjálf- sagt einasti blindi söngstjórinn á landinu. Eg kom fyrir nokkrum árum að Ártúnum, var þar nótt í góðu yfirlæti og átti viðtal við Jónas. Af brekkubrúninni ofan við Bólstaðahlíð var tígu- legt að sjá niður eftir byggðinni. Aftur á móti sá ég ekki Guðmund á Bergsstöðum bera neinstaðar við himin; þann mæta mann og smásagnahöfund, sem lýst hefur brennivínsdrykkju og kvenmannsleys i í Húnavatnssýslum af meiri skilningi en aðrir me/in. Ein af sögum hans fjallar um vígslu félagsheimilis. Það má geta sér þess til, að hann hafi haft Húnaver í huga. Þar teflir hann fram andstæðum; annarsvegar er menningin og höfðingjarnir, hinsvegar hinn dæmi gerði íslendingur, sem gefur skít í fyrirbrigði eins og sinfóníuhljómsveit á stað, þar sem nær væri að drekka brennivín. Og ráðsmaðurinn í sögunni, sem við birtum ekki alls fyrir löngu í Lesbókinni; hann var líka ósvikinn Islendingur, sem ekkert fékkst um, hvort það voru ráðherrar og frúr þeirra, sem sátu hið næsta honum. Brekkan ofan við Bólstaðahlíð er ugglaust sú brattasta á leiðinni norður, en Fordinum veittist hún létt og aldrei finnur maður það eins og í svona brekkum, hvað það er gott að vera vel ríðandi. Um leið opnast útsýni inn í Svartárdalinn; bæirnir í hlíðaslakkanum báðum megin árinnar, unz allt hverf- ur í bláa móðu: Bláir eru dalir þínir byggð mín í nor'ðrinu. Hvort það eru þessir dalir sem Hannes minnist svo ljúflega, veit ég raunar ekki. Líklega standa hon- um þó nær aðrir dalir, handan þessa fjalls. Eg minn- ist þess, að úr flugvél að sjá eru dalir hér um slóðir afar líkir; þeir skerast eins og rennur inn í heiða- löndin. H&TA? iPUlSUR langstökk en hitti illa á plankann sökum langvarandi æfingarskorts og árangurinn hefði engan veginn dug- að til úrslita á héraðsmóti, nema þá í kvennaflokki. Þarna á vellinum stendur einn og yfirgefinn skúr og málað framan á hann: Heitar pulsur og sýnir að pulsumenningin hefur þegar haldið innreið sína norð- ur í dalina. Nú treystir sér enginn á útisamkomu nema hann geti nært sig vfðstöðulaust á kóki og Vatnsskarð, þar voru nokkrar stóðmerar á leið til fjalls; lipurfætt afkvæmi þeirra trítluðu á eftir þeim til fundar við heiðlendið og sumarið. 20. ágúst 1967 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.