Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1968, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1968, Blaðsíða 2
Tvœr vidbótargreinar um viðkvœmt mál Halldór Laxness þá sá Halldór Laxness um útgáfu kvæða hans og ritgerða. Halldór Laxness segir um Söknuð, að hann sé ,,að sínum hætti andlátskvæði einsog mörg fegurstu kvæði túngunnar.“ Orðið „andlátskvæði" á vel við um Sökn uð: skáldið minnist þar þess, sem er liðið, þess, sem ekki verður lengur höndlað. Söknuður er heimspeki- legt ljóð eins og Sorg Jóhanns Sigurjónssonar. Spurnarorðið Hvar, sem er svo einkennandi fyrir bæði ljóðin, hljómar í þeim af svo miklu afli, leiðir af sér svör: heimspekilega afstöðu. Sorg Jóhanns Sigurjónssonar felur í sér svarið: „í svartnætti eilífð arinnar flýgur rauður dreki og spýr eitri.“ Söknuður Jóhanns Jónssonar, hefst á þessum orðum: Hvar hafa dagar lífs þíns lit sínum glatað, og Ijóðin, er þutu um þitt blóð frá draumi til draums, hvar urðu þau veðrinu að bráð, ó barn, er þig hugðir borið með undursamle'kans eigin þrotlausan brunn þér í brjósti, hvar? ,Er glatað e: glatað“? spyr skáldið, og talar um .heilaga blekk'ngu“. og óðar en sé oss það Ijóst, er undur þitt drukknað í œði múgsins og glaumsins. Hér er svarið komið í Ijóði Jóhanns Jónssonar. Hátíð lífsins lýkur í „æði múgsins og glaumsins.“ Og enn: Svo höldum vér leið vorri áfram, hver sína villigötu, hver í sínu eigin lífi vegvilltur, framandi maður; og augu vor eru haldin og hjörtu vor trufluð af hefð og löggrónum vana, að Ijúga sjálfan sig dauðan .... Segja má um Söknuð, að heimspeki skáldsins sé ádeilukennd, skáldið kennir mönnunum sjálfum um Framhald á bls. 12. GLJÚFRABÚI OG DALVÍSUR JÓNASAR ÁRNI ÓLA. Fyrir nokkru ritaði ég grein, þar sem ég reyndi að færa rök að þvi, að Dalvísa Jónasar Hall- grímssonar væri orkt um „Markarfljótsdal" (Eyjafjöll, Fljótshlíð og dalinn). Nú hafa tveir Norðlendingar, Bernharð Stefánsson fyrv. alþing- ismaður og Kristmundur Bjarnason fræðimaður, svarað mér því, að Dalvísa sé orkt um Öxnadal og borið fram sínar röksemdir. Bernharð segir: „Móðir mín ólst upp hjá Rann- veigu Hallgrímsdóttur, systur Jónasar Hallgríms- sonar. Hún sagði mér á barnsaldri, að Dal- vísur væru um Öxnadal og sérstaklega um um- hverfi Steinsstaða. Auðvitað hafði hún þetta eftir Rannveigu, fóstru sinni, systur Jónasar. Ég er þess alveg fullviss að kær systir skáldsins hefir vitað þetta betur heldur en Árni Óla“. Kristmundur Bjarnason vitnar í blaðagrein eftir séra Tómas Hallgrímsson á Völlum, þar sem segir: „Foss sá (gljúfrabúi) er Jónas kveður um, er í djúpu og skuggalegu gljúfragili í fjallinu fyrir ofan Steinsstaði. — — — Öll önnur örnefni í kvæðinu voru og eru í Steinsstaðalandi. Gó'ða skarð með grasahnoss er í fjallinu beint undan Steinstaðabænum“. — Nú ber þess að gæta, að séra Tómas var ekki fæddur fyrr en hálfu þriðja ári eftir að Jónas dó, svo að hann gat sjálfur ekkert um þetta vitað, enda bætir hann því við, að þetta hafi hann eftir Rannveigu, systur skáldsins. Hér er því um sömu heimild að ræða á báðum stöðum, sögn Rannveigar systur skáldsins. En hvorugt getur sannfært mig um, að hún hafi vitað þetta betur en aðrir. Jónas orkti Dalvísu í Sórey 15. janúar 1844, eins og stendur á upp- kasti hans að kvæðinu. Eftir það bar fundum þeirra Rannveigar aldrei saman, því að Jónas kom ekki framar til íslands, og andaðist rúmu ári seinna. Hafi hann skrifað systur sinni og sagt henni að kvæðið væri orkt um Öxnadal, þá mundi það taka af allan vafa í þessu máli. En meðan bréf það kemur ekki í leitirnar, verður að telja, a'ð óskhyggja Rannveigar hafi ráðið því, að hún sagði fleiri en einum að Dalvísa væri um Öxnadal og sérstaklega umhverfi Steinsstaða, þar sem hún átti heima. Átthagaástin er sterk og vill veg átthaganna sem mestan. í átthögunum er alltaf hunangsilmur úr jörð, og það er hun- angsilmur af kvæði Jónasar, og þess vegna hefir henni fundizt sjálfsagt að kvæðið hefði hann orkt um dalinn sinn. Hjartað leitar þá ekki röksemda, það gleðst og finnur í landi Steinsstaða allt það, sem nefnt er í kvæðinu. 1 hrifningu sinni hefur hún ekki gætt þess, að Jónas hafði farið um allt land, og hann var svo mikill náttúruunn- andi og hafði svo glöggt auga fyrir náttúrufegurð, að hann gat vel metið aðra staði en átthagana og unnað þeim sannmælis. Þetta kemur og fram í kvæðum hans. Annað skáld, Þorsteinn Erlingsson, hefir þó lýst þessu enn betur í kvæðinu „Vara þig Fljóts- hlíð“. Þar segir hann frá átthagaástinni, sem er svo barnsleg og heit, að hún vill ekki trúa því að neinn staður í heimi geti verið fegurri og dýrri heldur en æskustöðvarnar. En svo fer hann víðar um landið og sér margt sem „heillaði á töfrandi leiðum": Þá veiztu að hann Hvalfjörður áleitinn er, þó ást okkar gæt’ ann ei slitið, en það segi ég, hvert sem það flýgur og fer, að fátt hef ég prúðara litið- Samt slapp hann „óskemmdur norður á Draga“. En þá blasti við honum Skorradalurinn „með skóg- inn og vatnsflötin bláan“, og þá hafði hann aldrei fegurra augum litið, og „ég unni honum strax og ég sá hann“. Seinna kom skáldið í Hólmatungur, og þá fór enn svo, að þær báru af öllu öðru. Það er næmleiki skáldsins á náttúru- fegurð sem gagntekur hugann, svo að hann getur hrifist af fegurð margra staða. Sömu gáfu eða innræti hefir Jónas verið gædd- ur og skynjaði þó sennilega enn betur dásemdir guðs í náttúrunni vegna þess að hann var jarð- fræðingur. Þegar hann yrkir svo um „sæludal", þá heldur ástkær systir hans heima, að hann geti ekki átt við annað en dalinn sinn. Hún hafði ekki augum litið þá staði, sem Jónas hafði séð, þess vegna tileinkaði hún landeign Steins- staða allt, sem hann sagði um „sæludal“. Það var mannlegt og elskulegt af hennar hálfu, enda sr átthagaástin ein af meðfæddum dyggðum manns- ins, en blind eins og önnur ást. Óskhyggja Rannveigar er því ekki einhlítur úrskurður í þessu máli, og meðan svo er, verða ekki aðrir víttir fyrir að þeim virðist Dalvísa lýsa hinum fagra og fangvíða Markarfljótsdal, vegna þess að hún á þar við. í fyrri grein minntist ég á ýmis kennileiti og staðháttu á þessum slóðum, sem speglast í Dalvísu. Ég ætla ekki að endurtaka það hér, en aðeins minnast á norðlenzka áttarstefnu, sem þar kemur fyrir: „í dalnum frammi“, og ég tel eiga við Innhlíðina (Fljótshlíð). Þannig hefði Sunnlendingur ekki komist að orði, hann hefði notað áttarstefnuna „inn“ — inni í dalnum. Norð- lendingurinn segir frammi í dalnum, og þar er „bakkafögur á“. og á sú lýsing vel við Bleiksá, því að bakkafegurð hennar hefir laðað til sín ótal gesti um fjölda ára. Því miður er ég ekki nógu kunnugur í Öxnardal, en er þar nokkur á „í dalnum framrni" sem getur jafnast á við Bleiksá um bakkafegurð? Þá verð ég að víkja að öðru tilfinningamáli. Það er ógæfusamleg fræðimennska að urða göm- ul örnefni og taka upp önnur eftir hentisemi. Bernharð Stefánsson segir að fossinn hjá Hamra- görðum heiti alls ekki Gljúfrabúi, og undirstrik- ar það, heldur heiti hann Gljúfrafoss eða Gljúf- urárfoss. Þórður Tómasson fræðimaður og safnvörður að Skógum hefir tjáð mér, að seinna nafnið muni fyrst koma fyrir í ferðabók dr. Carls Kiichler 1906, og er það því að engu hafandi. Leitað hefir verið umsagnar Hannesar Krist- jánssonar sem er fæddur 1881 að Seljalandi undir Eyjafjöllum og ólst þar upp, en Seljaland er næsti bær við Hamragarða. Hann sagði: „Ég heyrði fossinn aldrei nefndan annað en Gljúfra- búa“. Þá hef ég og átt tal um þetta við frú Sigríði Gísladóttur í Reykjavík, sem ólst upp að Hamra- görðum fram til tvítugsaldurs (1930). Fósturfor- eldrar hennar höfðu byrjað þarna búskap ú öld- inni sem lei’ð. Aldrei heyrði hún fossinn nefndan annað en Gljúfrabúa, og aldrei heyrði hún þess getið, að Jónas Hallgrímsson hefði gefið fossinum það nafn. Nafnið Gljúfrafoss segist hún aldrei hafa heyrt né séð fyr en í Árbók Ferðafélagsins 1931. „Gljúfrabúi hefir fossinn heitið frá upp- hafi“, sagði hún, „og okkur, sem þykir vænt um hann, sárnar að nú skuli menn endilega vilja gefa honum nýtt nafn“. Framhald á bls. 14. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7. apríl 1968.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.